Morgunblaðið - 20.03.2002, Page 20

Morgunblaðið - 20.03.2002, Page 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ GUNNLAUGUR Sævar Gunn- laugsson, forstjóri líftæknifyrirtæk- isins Urðar Verðandi Skuldar og stjórnarformaður Ísfélags Vest- mannaeyja, var í gær kjörinn stjórn- arformaður Tryggingamiðstöðvar- innar. Aðrir í stjórn voru kjörnir Einar Sigurðsson, Geir Zoëga, Jón Ásgeir Jóhannesson, Hreinn Lofts- son sem allir sátu áður í stjórn ásamt Gunnlaugi en nýir stjórnar- menn eru þau Guðrún Pétursdóttir og Sigurbjörn Magnússon hrl. Þor- geir Baldursson og Þorsteinn Már Baldvinsson gengu úr stjórn. Samkomulag náðist á milli hlut- hafa í TM um að skipa stjórnina með þessum hætti, að sögn Hreins Lofts- sonar fráfarandi stjórnarformanns, en aðalfundur Tryggingamiðstöðv- arinnar fór fram í gær. Ljóst er að nýr stjórnarformaður, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, er fulltrúi fjöl- skyldu Sigurðar heitins Einarsson- ar, útgerðarmanns í Vestmannaeyj- um og Guðbjargar Matthíasdóttur, en Guðbjörg og tengdir aðilar eiga nú 43,29% hlutafjár í Tryggingamið- stöðinni. Fulltrúar fjölskyldunnar í stjórn eru einnig Einar Sigurðsson varaformaður, sonur Sigurðar og Guðbjargar, Geir Zoëga og Sigur- björn Magnússon hrl. Jón Ásgeir Jó- hannesson og Hreinn Loftsson eru fulltrúar Ovalla Trading sem á 18,02% hlutafjár og Guðrún Péturs- dóttir er fulltrúi Vors ehf., fjárfest- ingarfélags Péturs Björnssonar, fyrrverandi forstjóra Vífilfells, sem á 4,75% hlut í TM, en Guðrún er dóttir Péturs. Eðlilegt framhald af undangengnum atburðum Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson stjórnarformaður segir í samtali við Morgunblaðið að ný stjórn endur- spegli breytt eignarhlutföll í Trygg- ingamiðstöðinni. „Þetta er eðlilegt framhald af þeim atburðum sem átt hafa sér stað síðustu vikur. Fjöl- skyldan í Vestmannaeyjum hefur styrkt stöðu sína í félaginu og full- komin sátt ríkir um þessar breyt- ingar á milli þeirra sem um þær fjölluðu. Tryggingamiðstöðin er öfl- ugt félag í mikilli sókn. Það er engra stórra breytinga að vænta í rekstr- inum við þessar breytingar,“ segir Gunnlaugur. Hreinn Loftsson, fráfarandi stjórnarformaður, segir í samtali við Morgunblaðið að eðlilegt sé að þeir aðilar sem hafi náð svo sterkum hlut í TM taki við forystu. „Ég á ekki von á öðru en að menn muni vinna vel saman að því að efla fyrirtækið og leita tækifæra sem til staðar eru fyr- ir fyrirtækið. Þessar breytingar í samsetningu hluthafahópsins eiga ekki að hafa áhrif á það. Ég á heldur ekki von á öðru en að menn hugi að hagsmunum allra hluthafa í því efni,“ segir Hreinn. Mætt var fyrir 85,82% atkvæða á aðalfundinn. Tillögur sem lágu fyrir fundinum voru samþykktar, þ.á m. tillaga um greiðslu arðs upp á um 186,5 milljónir króna, heimild til stjórnar til kaupa á hlutabréfum í TM allt að 10% af nafnverði hluta- fjár. Kaupverð bréfanna má verða allt að 10% yfir markaðsverði. Einnig var samþykkt aukning hlutafjár í formi útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. Hlutafé TM verður auk- ið um kr. 699.297.126 með útgáfu jöfnunarhlutabréfa og verður hlutafé félagsins eftir jöfnun kr. 932.396.168. Hreinn Loftsson út- skýrði tillöguna svo á fundinum að stjórnarmönnum hafi ekki þótt nafn- verð hlutafjár endurspegla eigið fé TM réttilega og eftir nokkrar um- ræður í stjórninni hafi verið ákveðið að leggja þessa tillögu fyrir aðal- fund. Fækkun tryggingafélaga Í ræðu sinni á fundinum gerði Hreinn Loftsson hryðjuverkin 11. september m.a. að umtalsefni. „Á síðasta aðalfundi félagsins kom fram að ýmsar blikur væru á lofti á er- lendum endurtryggingamörkuðum. Mörg stórtjón höfðu þá orðið í heim- inum sem lent höfðu af miklum þunga á endurtryggingafélögum og má í því sambandi nefna mestu óveð- urstjón í Evrópu frá upphafi vega. Þegar svo við bættist versnandi ástand á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum var ljóst að hækkanir endur- tryggingaiðgjalda voru óumflýjan- legar. Það var við slíkar aðstæður á endurtryggingamörkuðum sem hin skelfilegu hryðjuverk í Bandaríkjun- um, 11. september sl., urðu. Ljóst er að þar var um stærsta vátrygginga- legan atburð sögunnar að ræða.“ Hreinn sagði að endurnýjun end- urtryggingasamninga Trygginga- miðstöðvarinnar hefði verið viðun- andi. Félagið ber hærri fjárhæðir í einstökum tjónum en áður hefur verið og mun breytingin leiða til þess að meiri sveiflur geta orðið í af- komu félagsins vegna stærri tjóna en áður hefur verið. Hreinn vakti ennfremur athygli á því að skaðatryggingafélögum hefur fækkað úr tólf árið 1995 í fjögur nú. „Mikil og hörð samkeppni hefur ríkt á íslenskum vá- tryggingamarkaði og hef- ur hún leitt til þess að þátttakendum hefur fækk- að mjög. Nú er svo komið að aðeins fjögur íslensk skaðatryggingafélög eru starfandi hér þ.e. Trygg- ingamiðstöðin, VÍS, Sjóvá Almennar tryggingar og Vörður á Akureyri. Nú síðast yfirtók Sjóvá Al- mennar tryggingar rekst- ur tveggja bátaábyrgða- félaga á sl. ári og eignaðist ennfremur öll hlutabréf í Samábyrgð Íslands á fiski- skipum. Ef markaðshlut- deild félaganna síðastliðin ár er skoðuð sést að Tryggingamiðstöðin hefur haldið hlut sínum og vel það.“ Markaðshlutdeild TM hefur vaxið úr 24,8% árið 1995 í 27,6% árið 2001, að sögn Hreins. Á sama tíma hefur markaðs- hlutdeild Sjóvár-Almennra og yfir- tekinna félaga lækkað úr 37,3% árið 1995 í 33,7% árið 2001 en hlutdeild VÍS og yfirtekinna félaga aukist úr 33,9% árið 1995 í 40,5% árið 2001. Fjórða skaðatryggingafélagið, Vörð- ur á Akureyri, hefur markaðshlut- deild í kringum 1% og var hún 1,2% árið 1995, samkvæmt tölum Hreins. Afleit afkoma eignatrygginga Gunnar Felixson, forstjóri TM, fór yfir reikninga félagsins og lýsti ánægju sinni með aukningu mark- aðshlutdeildar Tryggingamiðstöðv- arinnar á sl. ári. Hann telur rekstr- arniðurstöðu ársins 2001 ásætt- anlega þegar tekið er tillit til þess að óvenju mörg stórtjón lentu á félag- inu á sl. ári en hagnaðurinn nam 417 milljónum miðað við 171 milljón árið áður. Í ræðu Gunnars kom einnig fram að bókfærð tjón námu 4.912 milljónum króna á síðasta ári og hækkuðu um 1.004 milljónir eða 25,7%. Þessi mikla hækkun stafar fyrst og fremst af brunatjóni hjá Ís- félagi Vestmannaeyja í desember 2000 en það var að fullu greitt á síð- asta ári en fjárhæð þess var um 1.000 milljónir króna. Gunnar fór einnig yfir afkomu þriggja stærstu tryggingaflokkanna. Afkoman í eignatryggingum hefur versnað verulega á undanförnum ár- um og var sýnu verst á síðasta ári eða afleit, að sögn Gunnars. „Vonir standa til að hækkanir á iðgjalds- töxtum í brunatryggingum atvinnu- húsnæðis og fasteignatryggingum sem og endurmat á einstökum áhættum, leiði til þess að afkoma þessarar greinar verði viðunandi,“ sagði Gunnar. Afkoman í sjó-, flug- og farm- tryggingum var viðunandi og lög- boðnar ökutækjatryggingar sem er langstærsti greinaflokkurinn skilaði hagnaði í fyrsta sinn í mörg ár á síð- asta ári. „Það veldur þó nokkrum áhyggjum að þessi jákvæða þróun byggist að nokkru á því að tjónatíðni var óvenju lág á fyrri hluta sl. árs en hefur síðan færst aftur í fyrra horf.“ TM á þrjú hlutdeildarfélög, þ.e. félög sem TM á yfir 15% hlut í: Hekla hf. með 33% hlut, Íslensk end- urtrygging hf. með 38% hlut og Sameinaða líftryggingarfélagið hf. 15% hlut. Hlutdeild TM í eigin fé þessara félaga er nú 779 milljónir króna í stað 843 milljónir árið áður. Samstæðan á hlutabréf í 65 fé- lögum. Keypt voru hlutabréf í 16 fé- lögum, þar af sex nýjum félögum, fyrir 1.725 milljónir króna á árinu og voru stærstu kaupin í hlutabréfum í Íslandsbanka hf. fyrir 1.241 milljón króna, en kaupin fóru fram í desem- ber sl. Stenst kröfur um gjaldþol Gunnar gat þess einnig að sam- kvæmt útreikningum fullnægir TM vel kröfum um gjaldþol samkvæmt ákvæðum laga um vátryggingastarf- semi. Gjaldþol félagsins nú er 5,07 sem hlutfall af lámarksgjaldþoli en það var 4,0 í árslok 2000. „Góðir fundarmenn. Árið 2001 var afar annasamt ár hjá starfsfólki fé- lagsins. Mikil tjónatíðni og mörg stórtjón hafa kostað mikla vinnu. Mikil samkeppni ríkir á vátrygg- ingamarkaði, þó sumir vilji halda annað,“ sagði Gunnar m.a. „Ég tel Tryggingamiðstöðina standa vel að vígi til að takast á við þau verkefni sem framundan eru. Félagið er fjárhagslega traust og hefur á að skipa hæfu og metnaðar- fullu starfsfólki sem er reiðubúið að leggja hart að sér til þess að félagið haldi áfram að dafna. Miklar um- ræður hafa verið um félagið í sam- félaginu á undanförnum vikum og vonar sá sem hér stendur að þær séu að baki,“ sagði Gunnar Felixson undir lok ræðu sinnar. Stjórnarformanns- skipti hjá Trygg- ingamiðstöðinni Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, lýsti á aðalfundi félagsins ánægju sinni með aukna markaðshlutdeild þess. Morgunblaðið/Ásdís Á AÐALFUNDI Delta hf. í gær kom fram í máli stjórnarformanns félags- ins, Péturs Guðmundarsonar, að mikil áhersla hefði verið á útvíkkun starfseminnar erlendis og væru kaupin á Pharmamed á Möltu til marks um það. Eftir þau kaup fer mestur hluti framleiðslu Delta fram á Möltu. Pétur sagði að samtökin Europe’s 500 hefðu valið Delta eitt af 500 framsæknustu fyrirtækjum í Evrópu og að mikil aukning hefði verið í sölu inn á Evrópumarkað. Auk markaða á meginlandi Evr- ópu talaði Pétur um að sótt yrði inn á Norðurlönd og einnig horft lengra til austurs. Þar að auki yrði haldið áfram að undirbúa markaðssókn inn á Bandaríkjamarkað. Tvö ný svið hafa verið stofnuð inn- an Delta, gæðasvið og þróunarsvið, og lagði Pétur áherslu á að gæða- kröfur væru sífellt að aukast. Innan fyrirtækisins væri mikið unnið að auknum gæðum og 65 manns störf- uðu að gæðamálum. Róbert Wessman, forstjóri Delta, sagði í ræðu sinni að árið í fyrra hefði verið það besta í sögu félagsins og sem dæmi hefði hagnaður verið 105% yfir áætlun. Hagnaður var 813 milljónir króna í fyrra en 222 millj- ónir króna árið 2000. Þá sagði hann síðustu ár hafa verið ár mikils vaxt- ar, umsvifin hafi sjöfaldast frá árinu 1998 og markaðsverð félagsins auk- ist úr 2,7 milljörðum króna haustið 1999 í um 16 milljarða króna nú, án þess að hlutafé hefði verið aukið. Róbert sagði að áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir 10,5 milljarða króna veltu félagsins í ár og að hagnaður eftir skatta yrði 1,7 milljarðar króna. Framleiðslugeta félagsins sagði hann að væri orðin 3,6 milljarðar taflna á ári, en um 2 milljarðar færu til stofnana sem stunda hjálparstarf, svo sem Alþjóða rauða krossins og Lækna án landamæra. Stefnt að áframhaldandi vexti Stefnt er að áframhaldandi vexti hjá fyrirtækinu og sagði Róbert að ætlunin væri að markaðssetja er- lendis um 25 ný samheitalyf fyrir árslok 2005 og í framtíðinni sé stefnt að því að ljúka við þróun á 10–12 nýj- um samheitalyfjum á hverju ári. Á aðalfundinum var gerð tillaga um greiðslu 15% arðs, sem jafngildir um 33 milljónum króna, en hlutafé er 218 milljónir króna og eigið fé 2,5 milljarðar króna. Í stjórn Delta voru kjörnir Jón Halldórsson, Karl Wernersson, Ottó B. Ólafsson, Pétur Guðmundarson og Stanley Pálsson, en úr stjórn gengu Hannes Guðmundsson og Grímur Sæmundsen. Í lok fundarins kvaddi Grímur sér hljóðs og sagðist hafa verið í stjórn frá árinu 1999 fyrir hönd Lyfjaversl- unar Íslands, sem nú ætti ekki leng- ur hlut í félaginu. Grímur fagnaði vexti félagsins, meðal annars sam- runans við Omega Farma, sem orðið hefði að veruleika fyrr um daginn. Sagði hann að forsvarsmenn fyrir- tækjanna tveggja hefðu rætt mögu- leikann á þessum samruna skömmu eftir að Róbert Wessman tók við stjórn Delta fyrir um þremur árum, og síðan hefði þetta verið rætt af og til með þeim árangri sem nú lægi fyrir. Aðalfundur Delta hf. Mikill vöxtur Morgunblaðið/Ásdís Róbert Wessman, forstjóri Delta, segir árið 2001 besta ár í sögu félagsins og að áfram sé stefnt að auknum vexti. ÁREIÐANLEIKAKÖNNUN vegna sameiningar Delta og Omega Farma er lokið og hafa stjórnir beggja félaganna undirritað endan- legt samkomulag um sameiningu fé- laganna. Áætluð velta sameinaðs fé- lags á þessu ári eru 10,5 milljarðar króna og koma yfir 90% teknanna er- lendis frá. Omega Farma verður rekið sem dótturfélag Delta og munu eigendur Omega Farma fá 26% hlut í Delta sem greiðslu fyrir Omega Farma. Friðrik S. Kristjánsson verður áfram framkvæmdastjóri Omega Farma en tekur auk þess sæti í fram- kvæmdastjórn sameinaðs félags. Ró- bert Wessman, forstjóri Delta, verð- ur forstjóri sameinaðs félags. Helstu eigendur Omega Farma eru Birkir Árnason, Jón Á. Ágústs- son og Stanley Pálsson, sem allir sitja í stjórn þess, og að auki Friðrik S. Kristjánsson og Jón Halldórsson. Stanley Pálsson og Jón Halldórsson tóku sæti í stjórn Delta á aðalfundi félagsins í gær. Delta og Omega Farma sameinuð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.