Morgunblaðið - 20.03.2002, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.03.2002, Qupperneq 22
ERLENT 22 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Dub lin Ver›dæmi Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • 200 Kópavogur • Sími 535 2100 48.845kr. ...páskafer› örfá sæti laus www.plusferdis.is á mann miðað við Bewleys Hótelið í 2ja manna herbergi með morgunverði, ferðum til og frá flugvelli erlendis og flugvallarsköttum. JACQUES Chirac Frakklandsforseti sést hér á há- degisverðarfundi með félagasamtökum í París í gær en kosningabarátta vegna forsetakosninganna í Frakklandi í apríl stendur nú sem hæst og sækist Chirac þar eftir endurkjöri. Í glugganum speglast síðan vegfarendur. Ljóst þykir að mjög mjótt verði á mununum með Chirac og helsta keppinauti hans, sósíalistanum Lionel Jospin, sem verið hefur forsætisráðherra síðan 1997. Reuters Chirac í þungum þönkum 928 flóttamenn, sem komu með flutningskipi til hafnar á Sikiley í fyrradag, voru í gær fluttir í herstöð nálægt Bari í Apulia-héraði. Þar eiga flóttamennirnir að gista í hjól- hýsum og ítölskum yfirvöldum hefur verið séð fyrir skrifstofum í herstöð- inni til að afgreiða umsóknir flótta- fólksins um hæli. Norðursambandið, stjórnmála- samtök sem vilja að gerðar verði ráðstafanir til að draga úr straumi ólöglegra innflytjenda til Ítalíu, krafðist þess að flóttafólkinu yrði vísað strax úr landi. Um 360 börn voru um borð í flutn- ingaskipinu, sem lagði af stað frá Líbanon í vikunni sem leið. Talið er að flestir flóttamannanna séu Kúrd- ar frá Sýrlandi og hafi ætlað að fara til ættingja sinna í Þýskalandi. Þar býr nú um hálf milljón Kúrda, að- allega frá Tyrklandi en einnig frá Írak og Sýrlandi. Um 20.000 flóttamenn komu með skipum til Ítalíu á síðasta ári. Marg- ir flóttamannanna fara þaðan til Þýskalands og annarra Evrópuríkja. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins sagði í gær að koma flótta- fólksins til Sikileyjar í fyrradag sýndi að sambandið þyrfti að móta sameiginlega stefnu í innflytjenda- málum. Þegar hefur verið ákveðið að innanríkisráðherrar ESB-land- anna komi saman 30. maí til að ræða málið og tillögu um að stofnaðar verði sérstakar sveitir til að halda uppi eftirliti við landamæri ESB- ríkja. Stjórn Ítalíu lýsti yfir neyðar- ástandi á Sikiley til að veita yfirvöld- um aukið vald til draga úr straumi flóttafólks til eyjunnar. Nokkrir skipverja flutningaskips- ins voru handteknir eftir að skipið var dregið til hafnar á Sikiley. Áhöfn skipsins er sögð hafa eyðilagt vélar þess og reynt að fela sig meðal flóttafólksins. Flóttamennirnir sögðust hafa greitt andvirði 200.000–400.000 króna hver fyrir siglinguna frá Líb- anon. Flóttafólkið flutt í her- stöð á Ítalíu Cataniu. AP, AFP. LEIFAR áður óþekktrar Inkabyggðar hafa fundist á afskekktum og óblíðum tindi í And- esfjöllum, og gæti uppgötvun þessi varpað nýju ljósi á uppruna og endalok síðasta stóra menningarstórveldis indjána í Vesturheimi. Byggðin, sem hinar nýuppgötvuðu leifar eru af, hefur verið á tindi er heitir Cerro Vict- oria, og kann að hafa verið eitt af síðustu vígj- um Inkanna áður en þeir voru gersigraðir af Spánverjum 1572, að því er munir, sem fundist hafa á staðnum, benda til. Staðurinn er í Vilcabamba-héraði í Perú, en þangað flýðu Inkarnir eftir að spænskir hermenn börðu nið- ur uppreisn indjána 1536. Byggðin hefur verið í bröttum fjallshlíðum í 2.500 til 3.300 metra hæð. Af palli, sem byggð- ur hefur verið efst á toppnum, segja könnuðir að sé „stórkostlegt útsýni“ yfir nokkra snævi þakta fjallstinda. Slíkir tindar voru Inkum helgir staðir og pallurinn hefur að öllum líkindum verið not- aður til trúarathafna, og til að viðhalda tíma- tali Inkanna, sagði breski rithöfundurinn Pet- er Frost, sem stjórnaði leiðangrinum sem fann staðinn, ásamt Scott Gorsuch, landkönnuði frá Kaliforníu og perúska fornleifafræðingnum Alfredo Valencia Zegarra. Leiðangursmenn hafa enn sem komið er einungis rannsakað aðra hlíð fjallsins, en fund- ið þar rústir um eitt hundrað bygginga, þ. á m. híbýla, geymsluhúsa, grafreita, greftrunar- turna og rétta. Þéttur skógur er yfir miklum hluta svæðisins. „Við höfum enn sem komið er rétt aðeins klórað í yfirborðið,“ sagði Frost. Leirker frá staðnum benda til að byggð hafi verið í Cerro Victoria um það leyti sem Ink- arnir hófu að byggja upp veldi sitt um árið 1400. Það er „tiltölulega sjaldgæft“ að finnist Inkabyggð sem er að mestu óþekkt, sagði bandaríski fornleifafræðingurinn Johan Rein- hard, sem er sérfræðingur í Vilcabamba-hér- aðinu. „Ég tók strax eftir stærðinni, sem þýðir að þetta hlýtur að hafa verið mikilvægur stað- ur, jafnvel þótt hans sé ekki getið í sögulegum heimildum. Staðurinn, sem heimamenn kalla Corihu- ayrachina, er tæpa 40 km suðvestur af Machu Picchu, frægustu Inka-fornleifunum í Perú og helsta ferðamannastað landsins. Þær eru enn nær öðrum helgistað sem heitir Choquiquirao. En ólíkt þessum tveim stöðum, þar sem bjuggu úrvalshópar ráðamanna, presta og stjórnenda, er líklegast að í Corihuayrachina hafi búið alþýðufólk sem vann í nærliggjandi silfurnámu og bændur sem framleiddu mat fyrir Choquiquirao. Það er mikilvægt fyrir fornleifafræðinga að finna svona leifar vegna þess að staðir þar sem fólk starfaði og bjó segja meira um menningu þess en stjórnarsetrin, segir Vincent Lee, ann- ar sérfræðingur í rannsóknum í þessu héraði. Reuters Hópur landkönnuða á vegum bandarísku samtakanna National Geographic að störfum í hinum nýuppgötvuðu leifum Inkaborgarinnar í Andesfjöllunum í Perú. Leirker og aðrir hlutir frá tímum Inkanna, er fundist hafa nýverið í Andesfjöllum. Leifar áður óþekktrar Inkabyggðar finnast í Perú Los Angeles Times. ’ Þetta hlýtur að hafaverið mikilvægur staður ‘ TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hafnaði gagnrýni Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráð- herra, á Evrópusambandið og sagði að sú afstaða hennar að Bretar ættu að segja skilið við sambandið og hafna evrunni væri „ekki til marks um föð- urlandsást, heldur glópsku“. Thatcher segir í nýrri bók sinni, „Statecraft“, að Evrópusambandið sé „trúlega mesta vitleysa nútímans“ og lýsir þátttöku Breta í þessu samstarfi sem „sögulegum stórmistökum“. Blair segir hins vegar að Bretar tækju nú þátt í að móta framtíð Evrópu og breska stjórnin myndi halda áfram „að ná því besta út úr Evrópu fyrir Bretland“. „Meðan þessi stjórn er við völd verður ekki horfið aftur til þeirra daga þegar Bretland var veikt og ein- angrað,“ sagði Blair á þinginu í fyrra- dag. „Á valdatíma síðustu stjórnar Íhaldsflokksins var Bretland sett út á jaðarinn … í einangrunarherbergi Evrópu.“ Slæmt fyrir Duncan Smith? Blair hafnaði þeirri afstöðu Thatch- er að aðrar Evrópuþjóðir þörfnuðust Breta meira en þeir þörfnuðust Evr- ópusambandsins og sagði að þær framfarir sem orðið hefðu í álfunni mætti að miklu leyti rekja til sam- starfs Breta við aðrar Evrópuþjóðir, samstarfs sem hefði verið óhugsandi á valdatíma breskra íhaldsmanna. Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði að hún svaraði yfirleitt ekki ummælum stjórnmálamanna, en bætti við að samstarfið í mikilvægustu málaflokk- unum byggðist ekki á því að aðildar- ríkin gætu „valið og hafnað“. Talið er að gagnrýni Thatcher geti komið sér illa fyrir Iain Duncan Smith, leiðtoga Íhaldsflokksins, sem hefur reynt að draga úr umræðunni um Evrópumálin og einbeitt sér að því að gagnrýna stefnu stjórnarinnar í innanríkismálum. Blair ósammála Thatcher London. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.