Morgunblaðið - 20.03.2002, Side 26

Morgunblaðið - 20.03.2002, Side 26
LISTIR 26 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ VLADIMIR Ashkenazy hættir störfum sem aðalhljómsveitarstjóri Tékknesku fílharmóníusveitarinnar haustið 2003 þeg- ar tékkneski hljómsveitarstjór- inn Zdenek Macal tekur við starfi hans þar. Ashken- azy hefur gegnt stöðu aðalhljóm- sveitarstjóra hljómsveitarinnar frá árinu 1998. Macal hefur verið tónlistarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í New Jersey í Banda- ríkjunum, þar sem hann hefur starf- að í átta ár. Með ráðningunni snýr Macal aft- ur til föðurlands síns, en hann fædd- ist í Brno árið 1936 og stundaði tón- listarnám í heimalandi sínu. Vladimir Ashkenazy er eftir sem áður listrænn stjórnandi Æsku- hljómsveitar Evrópusambandsins og heiðurshljómsveitarstjóri hljóm- sveitarinnar Fílharmóníu í Lundún- um, auk þess sem hann kemur fram sem gestastjórnandi víða. Ashkenazy kveður Prag Vladimir Ashkenazy FÖSTUVAKA verður í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju í kvöld kl. 20.30. Smári Ólason tón- listarfræðingur fjallar um „gömlu lögin“ við Passíu- sálma Hallgríms Péturssonar og Kammerkór Hafnarfjarðar undir stjórn Helga Bragason- ar frumflytur 11 kórútsetningar Smára á Passíu- sálmalögum. Þessi gömlu íslensku þjóðlög eru skráð úr munnlegri geymd en þau hafa áður verið flutt sem sönglög með orgelundirleik. Smári fjallar um þessa gömlu þjóð- menningu, tilurð hennar og þróun, hvernig þessi gömlu þjóðlög gleymd- ust í lok 19. aldar og á þeirri 20. og hvernig hluti þeirra varðveittist í hljóðritunum. Föstuvaka í Hafnarfjarð- arkirkju Hallgrímur Pétursson NÚ fara í hönd vortónleikar tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, og þar með lýkur fyrsta starfsári deildarinnar. Tónleikarnir verða sjö og fara fram í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13 og hefjast allir kl. 20. Melkorka Ólafsdóttir, nem- andi í flautuleik, ríður á vaðið á fyrstu tónleikunum í kvöld og flytur hún Einleikssónötu í a-moll eftir Carl Philip Emanu- el Bach, First Sonata eftir Bon- uslav Martinu, Syrinx eftir Debussy, La Merle Noir eftir Messiaën og Svítu eftir Benj- amin Godard. Nú stendur yfir skráning í tónlistardeild LHÍ. Flaututón- leikar í Smiðjunni KÓR Áskirkju heldur tónleika í Ás- kirkju í kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru „a capella“ verk frá 19. og 20. öld eftir Pablo Casals, Francis Poulenc, Anton Bruckner, Þorkel Sigurbjörnsson, Jakob Hall- grímsson, Hafliða Hallgrímsson og fleiri. Kór Áskirkju er skipaður ungu söngfólki sem unnið hefur við kór- starf síðan í haust. Stjórnandi kórs- ins er Kári Þormar, en hann tók við stöðu organista og kórstjóra um sama leyti. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Sungið án undirleiks í Áskirkju Morgunblaðið/Ásdís Kári Þormar stjórnandi æfir hinn unga kór Áskirkju. VIÐAR Gunnarsson bassasöngvari er í hópi þeirra íslensku óperu- söngvara sem farsælastir hafa orðið á erlendum vettvangi. Hann hefur búið í Þýskalandi í tæp tólf ár og sungið í fjölmörgum þýskum óperu- húsum og víðar um Evrópu. Viðar hefur nokkrum sinnum komið heim til að syngja með Íslensku óper- unni, en ár og dagur er síðan hann hefur haldið einsöngstónleika hér. En nú er loks komið að því. Á föstu- dagskvöld kl. 20.00 syngur hann í Salnum í Kópavogi, og Jónas Ingi- mundarson leikur með honum á pí- anó. Á efnisskrá eru sýnishorn úr þeim óperuhlutverkum sem Viðar hefur verið að syngja ytra, íslensk sönglög og ljóð eftir Schumann. En hvers vegna höfum við ekki fengið að heyra meira í honum á þessum tíma? „Mér finnst ég hafa verið svo bundinn úti, og það tekur mikinn tíma að æfa upp heilt tónleikapró- gramm, en nú er komið að því að ég ætla gefa fólki kost á að heyra hvað ég er búinn að vera að gera und- anfarin ár úti í Þýskalandi. Meginuppistaðan eru atriði úr óperum. Ég ætla að bjóða upp á tvær aríur úr Boris Godunov eftir Mussorgskíj, en ég söng í þessari óperu á síðasta ári. Þetta er mikið verk eins og þeir vita sem til þekkja. Á mínum fyrstu árum í Wiesbaden byrjaði ég á því að syngja Rocco í Fidelio eftir Beethoven og hafði mjög gaman af. Það var eitt mitt fyrsta hlutverk á þýsku sviði og á tónleikunum syng ég atriði úr þess- ari óperu. Svo syng ég aríu úr Don Giovanni – hlutverk Leporellos, en ég söng það við óperuna í Essen. Það er gaman að segja frá því að óperan í Essen er tiltölulega ný og hönnuð af Alvari Aalto, sem teikn- aði Norræna húsið. Það er með ólík- indum hve vel hefur tekist til með þetta óperuhús, því það er svo frá- bær hljómburður í því. Ég hef bara ekki kynnst því betra.“ Viðar segist ekki viss um hver hannaði hljómburðinn í óperunni í Essen, en Aalto hannaði nánast allt í húsinu, allt útlit, ytra sem innra, sæti í salinn, svæði fyrir utan hann og fleira. „Hef lengi gjóað augunum á Daland“ „Þetta er mjög nútímalegt hús og með ólíkindum hve vel hefur tekist til með þetta. Við gætum þess vegna tekið okkur þetta hús til fyrirmynd- ar, því það er konsertsalur líka og maður sér oft í sjónvarpinu að verið er að sjónvarpa þaðan Evróputón- leikum, þannig að húsið er mjög gott og eftirsótt. Hljómsveitin sem starfar við húsið í Essen er ein af bestu hljómsveitum Þýskalands og salurinn þjónar henni líka vel og er bara alveg frábær hvernig sem á hann er litið.“ Viðar er lausamaður, hefur ekki fastan samning við eitt ákveðið hús, heldur ferðast á milli þeirra á lausa- samningum og er mjög eftirsóttur. Í vetur hefur hann verið að syngja í óperunni í Mannheim og í Bremen. Í byrjun apríl byrja svo æfingar á uppfærslu Listahátíðar Íslensku óperunanr, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Þjóðleikhússins á Hol- lendingnum fljúgandi, en þar verð- ur Viðar í hlutverki norska sæfar- ans Dalands. „Ég hlakka verulega til að fást við það verkefni. Ég hef ekki sungið Daland áður, en er bú- inn að vera að gjóa augunum á hann í nokkur ár og hlakka til að fá tæki- færi til að takast á við hann, þetta er mjög skemmtilegt hlutverk.“ Viðari líst vel á ástand söngmála hér heima og segir framfarirnar miklar á síðustu árum. „Það er sérstaklega ánægjulegt að Íslenska óperan skuli hafa getað fastráðið íslenska söngvara. Þetta hefur okkur marga söngvarana dreymt um, og ef maður hefði átt kost á því á sínum tíma, þá hefði maður sjálfsagt ekki látið sér detta í hug að flytja búferlum til annars lands til að sinna þessu starfi. Þetta er meiriháttar skref fram á við.“ Það eru rúm tíu ár síðan Viðar söng síðast einsöngstónleika hér, og því hefur hann ekki áður sungið í þeim nýju tónlistarhúsum sem hér hafa sprottið upp á þeim tíma. „Ég hef aldrei sungið í Salnum áður. Ég söng þar í fyrsta skipti í gærkvöldi með Jónasi þar sem hann var að kynna rússneska músík, Múss- orgskíj og verk hans Myndir á sýn- ingu. Hann bað mig að syngja atriði úr Boris Godunov eftir sama tón- skáld, og mér leist sérstaklega vel á að syngja í salnum. Hljómburður- inn þar er frábær og veikasti tónn kemst til skila um allt hús.“ Næsta vetur syngur Viðar í Kass- el og syngur hlutverk landgreifans í Tannhäuser eftir Wagner, en Viðar segir það draumahlutverk sem hann hafi lengi langað að takast á við. Hann syngur einnig hlutverk Don Alfonsos í Cosi fan tutte eftir Mozart. „Þessi hlutverk eru bæði ný fyrir mig og ég hlakka verulega til að syngja þau þótt ég sé nú búinn að syngja ansi mörg hlutverk.“ „Alvarlegri hlutverkin fara röddinni betur“ Viðar hefur tök á ótal mörgum bassahlutverkum og syngur bæði gamanhlutverk og alvarleg hlut- verk. „Mér finnst þó alvarlegri hlut- verkin og bel canto hlutverk fara best við röddina. En röddin passar þó í buffo og gamanhlutverk líka.“ Viðar segir að efnahagsástandið í Þýskalandi hafi komið almennt verulega hart niður á listum og erf- iðara sé nú en áður fyrir söngvara að starfa í lausamennsku. Hann hlær þó þegar hann er spurður að því hvort hann sé nokkuð á heimleið og svarið er einbeitt og ákveðið nei. „Ég er ekki á leiðinni heim. Það er nóg að gera úti og ég er með tvo hálffullorðna unglinga sem eru í námi úti, þannig að ég er ekkert að hugsa mér til hreyfings enn sem komið er.“ Auk þeirra verka sem Viðar nefndi og sungin verða á tónleik- unum á föstudagskvöld, eru aríur úr Töfraflautunni og Rakaranum í Sevilla, sönglög eftir Árna Thor- steinsson, Sveinbjörn Sveinbjörns- son og Sigvalda Kaldalóns og ljóða- söngvar eftir Robert Schumann. „Ég er ekki á leiðinni heim“ Morgunblaðið/RAX Jónas Ingimundarson píanóleikari og Viðar Gunnarsson bassasöngvari. Viðar Gunnarsson bassasöngvari hefur ekki sungið á einsöngs- tónleikum á Íslandi í meir en áratug. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við hann um störf hans ytra og aðstöðu söngvara, Aalto-óp- eruhúsið í Essen og tónleika hans í Salnum á föstudagskvöld. begga@mbl.is ÁSHILDUR Haraldsdóttir flautu- leikari, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðlu- leikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari, leika á öðrum áskrift- artónleikum Tón- listarfélags Ísa- fjarðar sem haldnir verða í Hömrum í kvöld, miðvikudags- kvöld, kl. 20.30. Á efnisskránni eru píanósónata eftir Jónas Tóm- asson, verk f. flautu og píanó eftir Copland og Arthur Foote, verk eftir de Falla og Tsjaík- ovský f. fiðlu og píanó og að lokum tríó eftir tékk- neska tónskáldið Martinu. Áskriftarkort Tónlistarfélags- ins gilda á tón- leikana, og að venju býður fé- lagið skólanem- um 20 ára og yngri ókeypis að- gang. Félag ís- lenskra tónlistar- manna styrkir þessa tónleika. Kammertón- leikar í Hömrum Nína Margrét Grímsdóttir Sigrún Eðvaldsdóttir Áshildur Haraldsdóttir ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.