Morgunblaðið - 20.03.2002, Side 28

Morgunblaðið - 20.03.2002, Side 28
UMRÆÐAN 28 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ HEFÐBUNDIN bankastarfsemi er í eðli sínu smásala á peningum og þjónustu. Vaxtamunur, þóknanir og gengishagnaður endurspegla arðsemis- og ávöxtunarkröfu banka. Er nema von að spurt sé þegar árs- reikningar bankanna hafa verið birtir hvort þessar kröfur bank- anna séu eðlilegar; hvort þær séu í sam- ræmi við tíðarandann? Hvers vegna bankar komist upp með að halda vöxtum jafn háum og raun ber vitni? Opinbera svarið er að þenslan í samfélaginu sé enn svo mikil að Seðlabankinn geti ekki lækkað stýrivexti. Þrátt fyrir leit hefur undirritaður ekki fundið merki um þenslu, nema ef vera kynni að sumir túlkuðu það þenslueinkenni að fólk og fyrirtæki eigi í vandræðum með að greiða reikninga. Staðreyndin er sú að bankarnir hafa verið að taka miklu meira til sín af þjóðarkökunni en þeim ber. Til lengri tíma litið getur það að- eins komið niður á bönkunum sjálfum, því það að slátra mjólk- urkúnum, sem fyrir- tæki og almenningur eru í þessu tilviki, hitt- ir þá sjálfa fyrir því ekki er í aðra vasa að leita. Þessi háa ávöxt- unarkrafa íslenskra banka er ekki síður eftirtektarverð í ljósi víðtækari heimilda til að verðtryggja lán en annars staðar þekkist, auk hins undarlega ábyrgðarmannakerfis sem ekki á sér hliðstæðu í veröld- inni. Þessi atriði, sem stundum hafa verið nefnd „almannatryggingakerfi fjármagnsins“, ættu við „eðlilegar“ aðstæður að leiða til lægri vaxta vegna minni áhættu; sú er þó ekki raunin. Tekjur banka Hátt hlutfall rekstrartekna ís- lenskra banka á sér ekki hliðstæðu í þeim löndum á EES-svæðinu sem við viljum bera okkur saman við. Í þessu samhengi er fróðlegt að skoða tölur sem Samtök iðnaðarins hafa látið frá sér um að rekstrartekjur (vaxtatekjur, gengishagnaður og þóknanir) séu 77–95% hærri hjá ís- lenskum bönkum en gengur og ger- ist á öðrum Norðurlöndum og í Evr- ópu. Það er því mun arðvænlegra að reka banka á Íslandi en annars stað- ar á EES-svæðinu. Spurningin sem brennur á vörum flestra sem láta sig þessa huti einhverju varða er hvort Íslendingar séu að reka lúxusbanka- kerfi sem aðrar þjóðir hafa ekki efni á? Ef svo er er nauðsynlegt að grípa til róttækra breytinga því einn af lykilþáttum þess að geta rekið sam- keppnishæft atvinnulíf og samfélag er að bankakerfið sé samkeppnis- hæft við nágrannalöndin. Staðan á Íslandi Hvers vegna komast bankarnir upp með að innheimta þá okurvexti sem raun ber vitni? Svo virðist sem skjól stjórnvalda, einsleitt eignar- hald og fákeppni skipti miklu. Lík- lega eru staðreyndirnar þær, að þrátt fyrir að stjórnvöld breyttu sín- um kúrs vegna tilvistar íslensku krónunnar og engrar samkeppni munum við áfram að búa við hátt vaxtastig og lúxusbankakerfi, nema róttækar breytingar komi til. Hagn- aður af hefðbuninni bankastarfsemi eins og sá sem hér hefur verið lýst næst ekki nema á sjúkum markaði; eða hvernig svara menn fyrir það að lækkun verðbólgu skuli engin áhrif hafa á vaxtastig þar sem útlán eru verðtryggð? Svari hver fyrir sig. Mitt mat er það að nýbirtir árs- reikningar banka og lánastofnana séu bestu rökin sem fram hafa kom- ið lengi fyrir því að taka upp evru og ganga í ESB. Það getur ekki verið markmið í sjálfu sér að almenningur og fyrirtæki í landinu standi undir lúxusbankakerfi. Það má nýta fjár- magnið í aðra hluti. Hafa Íslendingar efni á lúxusbankakerfi? Lúðvík Bergvinsson Bankakerfið Mitt mat er það að árs- reikningar banka og lánastofnana, segir Lúðvík Bergvinsson, séu bestu rökin sem fram hafa komið lengi fyrir því að taka upp evru og ganga í ESB. Höfundur er alþingismaður. „ÆGIR tekur sinn toll,“ þetta hefur verið viðkvæðið þegar skip og bátar hafa farist við Íslandsstrendur í ald- anna rás. Þegar flugvélar far- ast er lögð í slysarann- sóknir margra ára vinna, blaðaskrif um atburðinn og gang rannsóknar svo að segja daglega í öllum helstu fjölmiðlum landsins og niðurstöð- urnar birtar í skýrslu- formi og ræddar á fundum og samkom- um. Með þessum orð- um er ég aðeins að segja að svona á þetta að vera. Þegar sjóslysin verða og sjómenn farast, birtist mynd af þessum blessuðum mönnum í blöðum sem ekki komu heim úr sjóferð sinni, viku seinna man enginn nema nán- ustu ættingjar þeirra er lentu í þeim hremmingum þau atvik er leiddu til þess að börn þeirra eru nú föður- laus. Rannsóknarnefnd sjóslysa (RS) skilar svo áliti sínu árum seinna og oft með athugasemdinni „slysið varð af mannlegum mistök- um“. Það er ekkert sem heitir mannleg mistök, heldur getur verið um menntunar- og þjálfunarleysi, bilanir í tækjum, um náttúruölf að ræða, o.s.frv. Oft á tíðum þurfti ekki Ægir að fá sinn toll. Bjarmi VE fórst núna seinni partinn í febrúar og með hon- um tveir menn. Ég ætla að fullyrða að hvorugur þeirra þurfti að farast ef staðið hefði verið rétt að málum varðandi haffærni, tilkynningar- skyldu (TS) og björgunarmál. Það sér hver maður sem eitthvað hefur fylgst með björgunarmálum sjómanna síðustu misseri að þar er mikil brotalöm í framkvæmd björg- unarmál og TS. Það leið klukku- stund uns TS lét Landhelgisgæsl- una (LHG) vita að skipið væri horfið af skjánum hjá sér, þá var reyndar Gæslan búin að heyra neyðarsend- ingu frá einhverju skipi eða bát. Það kemur fram í kvöldfréttum RÚV 27. febrúar að það hafi átt sér mannleg mistök hjá TS, þar sem starfsmaður hennar var að leita að báti austan við eyjar. Samkvæmt reglum, undirrituðum af dómsmálaráðherra, um skipulag og yfirstjórn leitar og björgunar á hafinu þá stjórnar Slysavarnafélag- ið Landsbjörg (SL) við strendur landsins og hafsvæðinu næst henni en LHG á hafi úti. Ef um útkall er að ræða hjá öðrum hvorum aðilan- um skal hann láta hinn vita. Það hefur orðið misbrestur á þessari framkvæmd, sbr. þegar Una í Garði fórst norður af landinu árið 2001. Það eru alltof margir aðilir með puttana í þessum geira, það á aðeins að vera ein TS og ein björgunarstöð fyrir sjófarendur og þá meina ég allt undir sama hatti. Það á að vera skylda að öll fley, hvort sem það eru trillur eða frystitogarar, að vera með sjálfvirka tilkynningarskyldu um borð, og náttúrlega tæki sem virka. Ég sé ekki nokkurn annan stað fyrir svona stöð nema í höndum LHG, þar er mannskapur sem er menntaður í sjósókn og þjálfaður í björgun- armálum. Þar er tækn- in til að fylgjast með skipum, tækin svo sem skipastóll, þyrlur og flugvélar. Þegar öllu er á botnin hvolft virðast þessi mál snúast um krónur og aura, það vill enginn láta það frá sér sem hann hefur. Ég hef 5 spurningar: 1. Hver bað starfs- mann TS að leita að báti austan við eyjar ? 2. Af hverju var SL ekki látin vita þegar Una í Garði fórst norð- ur af landinu ? 3. Af hverju eru svona óljós landamæri milli SL og LHG í sam- bandi við strendur landsins og hafs- ins, hvar eru þessi mörk? 4. Er samvinnan stirð á milli SL og LHG? 5. Snúast aðgerðarleysi manna að koma á einni TS og sjóbjörgunar- stöð, um að annar hvor missi spón úr aski sínum? Við sjóbjörgun á að kalla til; skip og þylur LHG, björgunarbáta SL, nærliggjandi skip, þyrlur Varnar- liðsins, flugvélar og annarra tækja er koma að gagni, það eru jú oftast mannslíf í veði. Það sem við sjó- menn förum fram á er einfaldlega að einn aðili sé gerður ábyrgur fyrir að boða, stjórna og samhæfa störf allra aðila er koma að sjógæslu og björgun. Þáttur Siglingastofnunar Það virist vera orðið ansi auðvelt að koma hvaða koppi sem er á sjó og oft á tíðum með samþykki Sigl- ingastofnunar Íslands (SÍ). Nokkur dæmi um tvískinnung SÍ: 1. Þegar Mýrafelli ÍS-123 hvolfdi við veiðar í Arnarfirði árið 1996, leiddu athuganir RS í ljós að stöð- ugleiki bátsins stæðist ekki kröfur. Þó svo að sama dag og stöðugleika- gögn voru undirrituð af hálfu SÍ var gefið út haffæriskírteini fyrir skipið. 2. Sama mál virðist vera uppi á teningnum þegar Æsa ÍS-87 fórst í Arnarfirðinum 1996, ýmsu ábóta- vant við stöðugleika skipsins, samt var skipið á sjó. Haffæriskírteini skipsins hafði runnið út tveimur mánuðum áður. 3. Þegar Haukur SF-208 sökk í róðri árið 1997 uppfyllti báturinn ekki stöðugleikakröfur SÍ hvorki frá árunum 1975 eða 1993. SÍ gaf samt út haffæriskírteini kvaðalaust. 4. Þegar Jonna SF-12, fórst aust- ur af Skarðsfjöru árið 1996, heyrðist síðast í henni á reki rafmagnslausri. Eftirfarandi athugasemd kom fram frá RS; „RS telur að gildandi ákvæðum um stöðugleika fiskiskipa hafi ekki verið framfylgt þegar SÍ samþykkti ítrekað breytingar á skipinu án þess að reglum um stöð- ugleika skipsins væri fullnægt og án þess að stöðugleiki skipsins væri kannaður í kjölfar breytinganna. RS vekur athygli á að athugasemdir hafi verið gerðar við rafbúnað skips- ins nærri 5 árum áður en skipið fórst og það þrátt fyrir að þessar at- hugasemdir hefi verið færðar inn í athugasemdalista skipsins hjá stofn- uninni hafi ítrekað verið veittar undanþágur frá kröfum um endur- bætur. Með hliðsjón af ofangreindu og þar sem í fórum SÍ er aðeins að finna óverulegan hluta þeirra teikn- inga og gagna um þær breytingar, sem gerðar hafa verið á skipinu á undanförum árum og sem þar ættu að vera fyrir hendi, telst eftirlit SÍ með Jonnu SF-12 hafa verið í öllu ófullnægjandi“. 5. Af hverju var Bjarmi VE með haffæriskírteini ef sjálfvirkur sendi- búnaður til tilkynningarskyldu var bilaður? Þetta er sú stofnun á Íslandi, þ.e. SÍ, sem á að sjá til þess að þeir bátar og skip sem við sjómenn erum að draga björg í bú á, séu yfirhöfuð sjófær. Við erum nú ekki mjög kröfuharðir, en þetta er það atriði sem ekki má klikka. Það er lögð miklu meiri vinna í að skoða bílinn manns heldur en það skip sem við búum og störfum í helminginn af árinu. Nú er nóg komið, Ægir er fyrir löngu búinn að fá sinn toll. Nú er nóg komið! Valgeir Ómar Jónsson Sjóslys Mikil brotalöm, segir Valgeir Ómar Jónsson, er í framkvæmd björg- unarmála og tilkynn- ingarskyldu. Höfundur er vélstjóri á frystitogara. omar@centrum.is. ÁÆTLUN um rekstur, framkvæmdir og fjármál borgarinnar til næstu þriggja ára var lögð fram í borgar- stjórn hinn 7. mars sl. Samkvæmt þeirri áætl- un munu 520 ný leik- skólapláss bætast við hjá Leikskólum Reykjavíkur á næstu þremur árum. Nái hún fram að ganga þýðir það að á næsta kjör- tímabili munum við ná þeim áfanga að geta boðið öllum börnum yf- ir átján mánaða aldri leikskólavist. Umbylting Frá því að Reykjavíkurlistinn tók við stjórnartaumum í borginni fyrir átta árum hefur orðið algjör umbylt- ing í leikskólamálum. Byggðar hafa verið eitt hundrað nýjar leikskóla- deildir og nemur stofnkostnaður við þær alls 3,3 milljörðum króna. Á árinu 1994 rak Reykjavíkurborg 56 leikskóla en á þessu ári rekur hún 79 leikskóla víðs vegar um borgina. Að auki hefur verið byggt við marga eldri leikskóla, deildum fjölgað, eld- húsaðstaða bætt vegna stóraukinnar heilsdagsvistar leikskólabarna og hlúð enn frekar að innra starfi skól- anna. Styrkir til einkarekinna leikskóla hafa meira en þrefaldast á síðustu tveimur kjörtímabilum og dagvistun hjá dagforeldrum er nú niðurgreidd fyrir öll börn en ekki bara börn einstæðra foreldra og námsmanna eins og áður var. Öll börn á leikskólaaldri í Reykjavík eiga því rétt á dagvistartryggingu. 93% barna Á árinu 1994 sóttu um 52% reykvískra barna á aldrinum 1–5 ára leikskóla, en á þessu ári verður hlut- fallið 78%. Hlutfall barna í heilsdagsvist hefur á þessum tíma aukist úr 30% í tæp 80%. Gert er ráð fyrir að á þessu ári verði hægt að bjóða öll- um börnum tveggja ára og eldri pláss á leikskóla. Það má því með sanni segja að þjónusta við börn á forskóla- aldri hafi stóraukist undir forystu nú- verandi borgarstjórnarmeirihluta. Foreldrar liðlega 93% barna á aldr- inum 1–5 ára nýta nú rétt sinn til nið- urgreiddrar dagvistarþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. Átján mánaða á leikskóla Ég hef margsinnis látið þá skoðun í ljós að erfitt muni reynast að bjóða öllum sem á þurfa að halda í yngsta aldurshópnum, þ.e. börnum á aldr- inum eins til tveggja ára, upp á leik- skólavistun. Með lengingu fæðingar- orlofs munu vonandi margir foreldrar geta samnýtt rétt sinn til fæðingarorlofs, foreldraorlofs og sumarleyfis með þeim hætti að þeir geti sjálfir að mestu sinnt barni sínu fyrstu átján ævimánuði þess. Engu að síður er mikilvægt að tryggja þeim sem þetta geta ekki að- gang að góðri, niðurgreiddri dagvist- un fyrir börn sín. Það má gera með því að búa betur að dagforeldrakerf- inu, styðja við bakið á því fólki sem þar starfar og hafa virkt eftirlit með starfseminni. Við átján mánaða aldur standi börnum svo til boða dvöl á leikskóla. Við þetta er miðað í áætl- unum Leikskóla Reykjavíkur til næstu þriggja ára. Rétturinn til leikskóla- þjónustu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Höfundur er borgarstjóri. Börn Þjónusta við börn á forskólaaldri, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur stór- aukist undir forystu nú- verandi borgarstjórn- armeirihluta. Kaffibollar Cappucino verð kr. 2.700 Mokka verð kr. 1.890 Kaffikönnur verð kr. 1.890 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mánudag-föstudag 11-18, laugardag 11-15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.