Morgunblaðið - 20.03.2002, Side 34

Morgunblaðið - 20.03.2002, Side 34
UMRÆÐAN 34 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ S tendur einhvers staðar skrifað á mér að lykill- inn að lífshamingju minni felist í því að „ég eigi mér mann“? Ég er satt best að segja farin að halda að svo sé því æ oftar hljómar í mín eyru setningin: „Ertu komin með mann?“ Það er varla að ég hitti kunningja lengur án þess að þess- ari spurningu sé laumað að. Fyrst er talað um almenna (og áhuga- verðari) hluti eins og veðrið og pólitíkina en síðan kemur rúsínan í pylsuendanum: „jæja, ertu komin með einhvern?“ Ég er jú nýfráskilin og þar með víst komin á „markaðinn“ að nýju, eins og það er að mér skilst kallað. En það er ekki þar með sagt að ég sé á barmi örvæntingar og farin að leita mér að nýjum manni. Hvað þá að hamingja mín sé fólgin í því að hafa karlmenn mér við hlið. Nei því fer fjarri. Svo ég segi það bara hreint út þá lang- ar mig bara alls ekkert í mann – þessa stundina. Mér líður bara fjandakornið vel einni; einni með sjálfri mér og dóttur minni ynd- islegri. Lífið hjá mér snýst með öðrum orðum ekki um það að ná mér í mann. Heldur snýst það um það að stokka lífsmynstur mitt upp að nýju; að kynnast sjálfri mér betur og að læra að elska sjálfa mig – ég veit þetta hljómar senni- lega frasakennt en þannig er það nú samt. Líf mitt snýst um að læra að lifa ein með sjálfri mér og dóttur minni, að venjast nýjum að- stæðum, nýrri þjóðfélagsstöðu og síðast en ekki síst að njóta hennar. Njóta þess að vera sjálfstæð móðir – án manns. Njóta þess að geta hagað lífi mínu, tíma og peningum að eigin vild; draslað til þegar mér sýnist, tekið til þegar mér sýnist, sofið þegar mér sýnist, keypt mér það sem mér sýnist, lesið það sem mér sýnist, borðað nammi þegar mér sýnist og verið hreint út sagt alveg eins og mér sýnist. En þar sem ég er „komin út á markaðinn að nýju,“ verð ég lík- lega að læra að umbera þessar ei- lífu spurningar um það hvort ég sé nú komin með mann. Sömuleiðis verð ég víst að halda áfram að tönnlast á því að ég sé ekki komin með mann en „það sé nú bara allt í lagi því mér líði nú bara hreint ansi vel einni“. Á hinn bóginn hlýt ég að velta því fyrir mér hvað búi að baki spurningum sem þessum. Getur til dæmis verið að þjóðfélagið, sem þó gerir svo margt til að stía hjónum og þar með fjölskyldum í sundur, gangi út frá því sem vísu að við séum „öll í pörum“? Og um leið og einhver verði fyrir því eða taki ákvörðun um að vera einn miði allt að því marki að koma þeim hinum sama í samband að nýju? Eða lýsa þessar spurningar kannski bara hræðslu spyrjendanna sjálfra; ótta þeirra við einveruna og einmana- leikann sem henni hljóti að fylgja? Finnst þeim þá kannski svo aga- legt að sjá mig fara eina á ljós- myndasýningar, eina út í bókabúð, eina í bíó eða eina út að borða? Finnst þeim jafnvel enn verra að bjóða mér einni í hjóna- eða para- boð? Ég hef ekki svör á reiðum hönd- um. Veit bara það eitt að það stendur hvergi í minni kokkabók að hamingja mín sé fólgin í því að ég eigi mér mann. Ég leyfi mér líka að efast um að hamingja hinna rúmlega 9.900 sjálfstæðu mæðra sem búa hér á landi felist í því að þær eigi sér karlmann. Hvað þá að hamingja hinna ríflega 34 þúsund einleypu kvenna, 18 ára og eldri, felist í því hinu sama. Ég tek þó fram að ég er ekki að gera lítið úr pörum eða hjónum. Síður en svo. Ég er einungis að benda á að það er líka hægt að lifa góðu lífi án þess að vera með maka; hreint út sagt ansi góðu lífi. En aftur að eilífðarspurning- unni um það hvort ég sé komin með mann. Ég ákvað nefnilega að breyta út af vananum um daginn þegar ég var spurð að þessu, einu sinni sem oftar, og svaraði því til – vegna þess að ég var orðin leið á nánast vélrænum svörum mínum – að ég væri nú reyndar með einn í sigtinu. Þá stóð ekki á viðbrögðum spyrjandans og mér svarað um hæl: „Er hann giftur?“ Jæja, hugs- aði ég með sjálfri mér, enn ein goð- sögnin sem þarf að fella, og sagði: „Sjálfstæðar mæður hafa ekki augastað á giftum mönnum. Að minnsta kosti ekki þær sem ég þekki“!! Orðræða einhleypinga, þeirra sem eru „á markaðnum,“ hefur einnig valdið mér nokkrum heila- brotum eftir að ég komst í þeirra hóp. Ég hef stundum brugðið mér út á lífið, eins og gengur, eftir að ég varð sjálfstæð móðir og jú rætt við karlmenn. En þar hef ég líka dregið mörkin; hef einungis áhuga á að ræða við þá. Þrátt fyrir það hef ég fyrirvaralaust og alls óum- beðið fengið yfir mig setningar á borð við: „Ég tek það fram að ég hef einungis áhuga á að tala við þig – ekki sofa hjá þér.“ Allt í lagi, hugsa ég, það er sanngjarnt. Ég er reyndar hjartanlega sammála enda hvarflaði síðarnefnda atriðið alls ekki að mér. En ég hef líka þurft að verjast setningum á borð við: „Ég tek það fram að ég hef bara áhuga á að sofa hjá þér. Ekki tala“! Við slík- um setningum er mér allri lokið. Ég velti því reyndar fyrir mér hvort það sé það eina sem komist að hjá hinu kyninu, þ.e. kynlíf! Jæja ég læt það, þ.e. hitt kynið, um að svara þeirri goðsögn – ef þá um goðsögn er að ræða. Eða er þetta kannski bara það sem gengur og gerist „á mark- aðnum í dag“ og ég svo úti á þekju að átta mig ekki á því um hvað málið snýst? Það snúist semsé um að vera ekki með neitt hálfkák; koma því sem „skiptir mestu máli“ frá sér strax í upphafi kynna, þ.e. því hvort „við eigum að sofa saman eða bara tala.“ Nei, ég velti þessu bara fyrir mér svona nýkomin á markaðinn. Nei, ég er ekki komin með mann „Óttinn við einveruna er verstur, því einveran er auðug uppsprettulind en aðeins fáum er gefið að nýta hana þannig. En geti maður ekki nýtt sér ein- veruna mun einmanaleikinn ríkja.“ – VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Edith Rode. HÉR er smáhugleið- ing varðandi ný lög fyr- ir sendibílstjóra og ein- hliða ákvörðun Samkeppnisstofnunar um að hætta að gefa út gjaldskrá og jafnframt banna Sendibílastöðv- unum að gefa út taxta fyrir bílstjóra. Sendibílastöðvar hafa verið reknar á Ís- landi frá 1949 og á ára- tugnum 1980–1990 náði fjöldi sendibílstjóra há- marki, frá 1990 hefur þeim fækkað úr rúm- lega 500 niður í um það bil 300 og hefur það starfsumhverfi sem við höfðum fyrir 1990 breyst mjög mikið og með nýj- um lögum og reglugerðum sem eru að taka gildi virðist stefnt að því að útrýma þessari stétt. Samkvæmt lögum nr. 73/2001 skal sendibifreiða- akstur settur undir Vegagerðina sem er kannski ekki alvont. Samkvæmt ákvörðun Samkeppn- isstofnunar nr. 31/2001 16. nóvem- ber er bannað að hafa samráð með gjaldskrá, sem er ekki gott, hver og einn á að ákveða sitt verð og ekki er lengur skylda að vera á viðurkenndri sendibílastöð eins og alltaf hefur verið. Trausti, félag sendibifreiðastjóra, hefur um áratugaskeið gefið út taxta fyrir alla sendibifreiðastjóra, og hafa allar breytingar á þeim taxta verið háðar samþykki samkeppnisyfir- valda. Nú hefur Samkeppnisráð ákveðið að frá 1. janúar 2002 fellur úr gildi hámarksökutaxti fyrir sendi- bifreiðar sem samþykktur hefur ver- ið af Samkeppnisstofnun og gefinn út af Trausta, félagi sendibifreiða- stjóra og jafnframt bannað að sam- ráð verði um taxta. En nú horfir til þess að sendibílastöðvarnar muni hver um sig semja sína hámarks- taxta og setji reglur þar um á sínum stöðv- um. Sendibifreiðastöðvar hafa verið aðsetur sendibifreiðastjóra. Þeir hafa fengið vinnu í gegnum stöðvarnar og á móti þurft að fara að þeim reglum sem þar gilda. Með banni á há- markstaxta og það að stöðvarskylda sé af- numin fyrir sendibif- reiðar, munu stöðvarnar ekki geta haft afskipti af samskiptum milli bif- reiðastjóra og viðskiptavina sem skyldi, né veitt bifreiðastjórum það aðhald sem nauðsynlegt er. Hvað gerist þegar stöðv- arskyldan er afnumin? Mér er spurn hvar og hver er rétt- ur viðskiptavina sem hringja á sendibíl hvort sem það er á stöð eða beint í bílstjóra og biðja um bíl til að flytja fyrir sig t.d. búslóð eða eitt- hvað annað, á það að vera geðþótta- ákvörðun bílstjóra í lok flutnings hvað á að taka fyrir vinnuna? Þetta virðist í fyrstu líta þannig út, að þetta muni grafa undan trausti á sendibílstjórum en nú er það okkar bílstjóranna sem erum á stöðvum og okkar stöðva að vinna það traust sem þarf til að viðskiptavinir velji frekar að versla í gegnum sendibif- reiðastöð sem hefur sinn hámarks- taxta og reglur um þjónustu og slíkt, frekar en versla við einyrkjann sem er ekki undir neinum reglum eða verðtöxtum. Ef viðskiptavinur er óánægður eða ósáttur við verð eða vinnu ein- yrkjans, hvers er þá að vinna úr þannig málum? Verður Vegagerðin með einhvers konar aganefnd? Hver leysir úr ágreinigsmálum? Þá vil ég geta þess að allar þessar breytingar hafa farið ansi hljótt ef frá er talinn fundur sem Trausti fé- lag sendibílstjóra boðaði til í desem- ber og haldinn var á Grand Hótel og mættu þar á annað hundrað bílstjór- ar ásamt fulltrúum samgönguráðu- neytis og Vegagerðar. Á þessum fundi lýstu þessir fulltrúar því yfir að þessi lög tækju ekki gildi á ára- mótum eins og boðað hafði verið þar sem enn væri verið að vinna við reglugerð. Ágætu sendibifreiðastjórar, nú er það okkar að standa saman sem aldrei áður og reyna að byggja stöð- ugan grundvöll á því sem við höfum, í dag eru þessar stöðvar að verða svo litlar einingar að við vitum og skilj- um flestir að það kemur að því fyrr eða síðar að sameining er óumflýj- anleg og ég segi því fyrr því betra . Þar sem ég veit að aðalfundir sendibílastöðvanna eru um þessar mundir, þá datt mér þetta í hug. Er verið að útrýma sendibifreiðastéttinni? Sigurður Ingi Svavarsson Sendibílar Nú horfir til þess, segir Sigurður Ingi Svav- arsson, að sendibíla- stöðvarnar semji sína hámarkstaxta. Höfundur er stjórnarformaður Sendibílastöðvarinnar hf. MÖRG fyrirtæki, einkum svokölluð ný- sköpunarfyrirtæki, eru um þessar mundir að ljúka viðamiklum verk- efnum sem þau hafa unnið að á undanförn- um misserum en hafa nú engan kost til að fjármagna lokaskrefin og markaðssetninguna nema með því að taka lán á allt of háum vöxt- um miðað við getu. Fjölda þessara fyrir- tækja verður vart bjargað úr því sem komið er, ekki einu sinni með því að af- skrifa allt það fjármagn sem lagt hefur verið í þau í formi hlutafjár. Það kann hins vegar að vera mögu- leiki á að bjarga einhverjum þeirra ef þau fá aðgang að fjármagni á eðli- legum kjörum. Með því að lækka vexti myndi bæði fjármagnskostnaður fyrirtækj- anna minnka og það yrði áhugaverð- ara fyrir fjárfesta að fleyta fjár- magninu inn í þessi fyrirtæki og atvinnulífið almennt, frekar en að geyma það á bankareikningum. Lok- un og gjaldþrot þessara fyrirtækja munu hvort eð er, þegar upp verður staðið, lenda á bönkunum með sama hætti og gerðist í síðustu niður- sveiflu. Í málflutningi fulltrúa Seðlabank- ans hefur komið fram að þeir óttast að vaxtalækkun nú muni leiða til aukinnar verðbólgu. Fulltrúar at- vinnulífsins hafa margítrekað bent þeim á að það muni ekki gerast ein- faldlega vegna þess að fyrirtækin muni ekki nota það fjármagn sem þau fá inn í rekstur sinn til að þenja út starfsemina heldur til að ljúka tekjuskapandi verkefnum og minnka skuldir. Þá er full ástæða til að vekja at- hygli á því sjónarmiði sem fram hefur komið hjá ýmsum fulltrúum atvinnulífsins að verð- bólgan nú sé að hluta til afleiðing af stefnu Seðlabankans á síðustu misserum. Með fast- gengisstefnu sinni bjó Seðlabankinn til falskt öryggi. Þrátt fyrir að staða atvinnulífsins, einkum fyrirtækja í sjávarútvegi, væri orð- in sú að gengið hefði þurft að síga, hélt Seðlabankinn því uppi og hækkaði á sama tíma vexti hér innan- lands. Með þessu ýtti Seðlabankinn fyrirtækjum til að flytja skuldir sín- ar yfir í erlenda gjaldmiðla þar sem vextir voru mun lægri. Eðlilega sprakk þessi blaðra og gengið féll, því það var orðið rangt, m.a. vegna rangrar stefnu Seðlabankans. Við þetta hækkuðu m.a. fjölmargir liðir sem notaðir eru við mælingu verð- bólgunnar og hún rauk upp. Þá hefur það komið fram í máli fjölmargra stjórnenda fyrirtækja á undanförnum vikum að þeir telja sig þurfa að hækka vöruverð vegna rekstrartaps fyrirtækja sinna sem nú sé einkum til komið vegna hins mikla fjármagnskostnaðar. Það er því ekki allt sem sýnist þegar fullyrt er í Seðlabankahúsinu að hávaxta- stefnan haldi niðri verðbólgu! Seðlabankinn getur ekki flaggað árangursríkum aðgerðum síðustu misserin við að besta hagsveifluna eins og þó er meginhlutverk hans. Þess vegna er mjög eðlilegt að menn beri í dag ekki fullt traust til stefnu hans. Það alvarlegasta sem við blasir, er þó að mati undirritaðs þau áhrif sem þessi þróun er greinilega farin að hafa á vilja og metnað einstakling- anna til þess að ráðast í uppbygg- ingu atvinnustarfsemi. Á undanförn- um árum höfum við upplifað meiri hugarfarsbreytingu hér á landi hvað varðar vilja og áhuga til þess að byggja upp atvinnustarfsemi en í langan tíma þar á undan. Eftir langt tímabil stöðnunar og afturhalds í atvinnumálum, sem or- sakaðist öðru fremur af neikvæðu viðhorfi stjórnvalda til atvinnulífsins og óstjórnar í efnahagsmálum, varð mikil breyting á eftir 1991 þegar ný viðhorf og nýir vindar hófu að blása um íslenskt samfélag. Síðan þá hafa ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra leitt þessa þróun og þá uppsveiflu sem verið hefur í at- vinnulífinu. Fyrirtæki eins og Bakkavör, De- code, Delta, Flaga, Marel, Pharma- co, Össur, fjöldi fyrirtækja í hugbún- aðargeiranum og fjölmörg óskráð félög náðu flugi og hafa sýnt og sann- að að nýsköpun er veigamikill þáttur í þróun okkar annars einsleita efna- hagslífs. Það er alveg rétt sem fram hefur komið í máli Birgis Ísleifs Gunnars- sonar bankastjóra Seðlabankans, að of mikill hagvöxtur í of langan tíma kann að vera hættulegur, en til þess er góður Seðlabanki að mýkja slíka þróun án þess að hlaupa öfganna á milli. Vextir og verðbólga Páll Kr. Pálsson Vextir Með því að lækka vexti, segir Páll Kr. Pálsson, myndi fjármagnskostn- aður fyrirtækjanna minnka. Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.