Morgunblaðið - 20.03.2002, Side 35

Morgunblaðið - 20.03.2002, Side 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 35                          !    "        #$%       FJÁRMÁL Reykja- víkurborgar hafa ver- ið fyrirferðarmikil í pólitískri umræðu þetta kjörtímabil. Við sjálfstæðismenn höf- um bent á þá gríð- arlegu skuldaaukn- ingu sem átt hefur sér stað á sama tíma og tekjur hafa aukist sem aldrei fyrr. Hreinar skuldir borg- arinnar munu áttfald- ast á föstu verðlagi frá árslokum 1993 til ársloka 2002. Skulda- aukningin nemur tæp- um 9 milljónum króna á dag. Borgarstjóri hefur haft hinn mesta ama af þessari umræðu og svarar því helst til að hún væri í pólitík en ekki í bókhaldi. En nú getur Ingibjörg Sólrún ekki lengur barið höfðinu við steininn og neit- að staðreyndum. Í tilraun sinni til að klóra í bakkann og afsaka skuldasöfnunina hefur borgarstjóri sagt að engar áhyggjur þurfi að hafa af 9 milljóna króna skulda- aukningu á dag, því að fjárfest- ingar á móti hafa numið 37 millj- ónum króna á dag frá 1998 til 2002. Eitthvað hafa tölurnar verið á reiki hjá borgarstjóranum. Í Kast- ljósþætti nýlega lækkaði þessi upphæð í 30 m.kr. og í grein í Morgunblaðinu sl. laugardag er talan komin í 28 m.kr. Hvaða tala skyldi birtast næst í niður- talningu borgar- stjóra? Þegar farið er að rýna nánar í það sem að baki býr kemur í ljós að sitthvað er tínt til. Þannig hafa t.d. holræsi borgarinnar verið eignfærð, sem ekki var gert áður, og þessi færsla leiðir til margra milljarða „aukningar“ í bók- færðri fjárfestingu. Fasteignamat hefur hækkað langt umfram almennar verðlagshækk- anir og það hefur sömuleiðis leitt til „aukningar“ í fjárfestingum. Sem dæmi má nefna Ráðhús Reykjavíkur. Fasteignamat þess hefur hækkað verulega á um- ræddu tímabili og samkvæmt skil- greiningu borgarstjóra hefur verið fjárfest í Ráðhúsinu sem nemur um 1⁄2 milljón á dag! Þessi málflutningur borgar- stjóra er auðvitað fráleitur og sýn- ir í hvers konar vörn hún er komin vegna fjármálastöðu Reykjavíkur- borgar. Þessar tölur sem borgar- stjóri hefur nú verið að kynna standast ekki og Ingibjörg Sólrún mun því væntanlega halda áfram að leiðrétta sig og telja niður næstu vikurnar. Raunveruleg eignaaukning borgarinnar mun eftir því sem best verður séð vera nálægt því sú sama og skulda- aukningin. Eignaaukningin á um- ræddu tímabili er nánast öll fjár- mögnuð með lánum. Hvaða tölur fáum við næst? Inga Jóna Þórðardóttir Borgarmál Samkvæmt skilgrein- ingu borgarstjóra, segir Inga Jóna Þórðardótt- ir, hefur verið fjárfest í Ráðhúsinu sem nemur um 1⁄2 milljón á dag! Höfundur er oddviti borgarstjórn- arflokks Sjálfstæðisflokksins. Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema ÞAÐ er ekki ónýtt að geta slegið um sig með dæmisögum góða dát- ans Svejk. En það er ekki öllum hent. Svejk var frómur maður og heiðskír á svipinn. Þess vegna hef ég orð á þessu, að í Morgun- blaðinu í gær lýsti Lúðvík Berg- vinsson alþingismaður Svejk þannig, þegar hann var að selja rottuhunda: „Söluaðferð hans gekk út á að sýna skepnuna aldrei, ljúga upp á hana kostum sem hún bjó alls ekki yfir, taka við pening- um um leið og færi gafst og stinga svo af inná næsta bar.“ Alþingis- maðurinn segir, að þessar hug- renningar hafi sótt á sig, það séu „afglöp“ að ég skuli láta skanna Alþingistíðindin á Ólafsfirði og að ég eigi að biðjast afsökunar! Rétt er að athuga tvær fullyrð- ingar í grein Lúðvíks Bergvins- sonar, sem skipta máli: 1. Hann segir að hugmyndin um að skanna Alþingistíðindin hafi óvænt borist frá Stöðvarfirði. Það er ekki rétt að hugmyndin hafi komið þaðan eins og honum á að vera kunnugt, þar sem hann seg- ist hafa lesið greinar mínar í Morgunblaðinu fyrir helgi. Þar kemur fram, að farið var að vinna að hugmyndinni áður en ég var kjörinn forseti Alþingis vorið 1999. Ég átta mig ekki á, með hvaða rökum Lúðvík Bergvinsson hefur ætlast til að erindum Ólafs- firðinga yrði vikið til hliðar, þótt óskir um samvinnu bærust frá nýjum aðilum. Ég hef áður minnt á það atvinnuleysi, sem landlægt hefur verið í Ólafsfirði síðan í des- ember 1999. 2. Lúðvík segir, „að vegna for- sögunnar hefði verið viðkunnan- legra að láta Stöðfirðinga vita um afdrif erindis síns“. Það gerði ég. Að síðustu þetta: Það er þýðing- armikið að fjarvinnsluverkefni séu flutt út á land. Það er rétt, að það hefur ekki gengið nógu vel. Við skulum þó ekki gleyma því, að í fjárlögum fyrir þetta ár eru und- ir ýmsum framlögum í mennta- málaráðuneyti veittar 4 millj. kr. til SMS, samskipta með síma, Stöðvarfirði, en engar slíkar fjár- veitingar eru sérmerktar Óley, Ólafsfirði. Ég veit ekki hvort Lúð- vík Bergvinsson hefur haft þetta í huga, þegar hann kallar það „af- glöp“ að skönnunin skuli fara til Ólafsfjarðar. Þegar Lúðvík Bergvinsson líkir því við sölu rottuhunda að ég skuli vinna að því að færa fjarvinnslu- verkefni til Ólafsfjarðar þekki ég hann ekki fyrir sama mann. Það er engu líkara, sem kemur auðvit- að ekki til greina, en einhver ann- ar hafi haldið um pennann og myndi pistill Lúðvíks þá vel mega kallast gott dæmi um ósjálfráða skrift. Halldór Blöndal Kratinn og góði dátinn Svejk Höfundur er 1. þingmaður Norð- urlandskjördæmis eystra. Klapparstíg 44  Sími 562 3614PIPAR OG SALT PÁSKA- EGGJAMÓT KONFEKTMÓT MATARLITIR Póstsendum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.