Morgunblaðið - 20.03.2002, Page 36

Morgunblaðið - 20.03.2002, Page 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðmundur Ár-sæll Guðmunds- son fæddist á Hellis- sandi 28. september 1921. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 7. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðmund- ur Guðbjörnsson skipstjóri, f. á Kol- beinsstöðum í sam- nefndum hreppi 15. okt. 1894, d. 18. sept- ember 1934, og Guð- rún Ásbjörnsdóttir, f. að Öndverðarnesi 2. okt. 1895, d. 20. mars 1996. Guð- mundur var þriðji elstur sjö systk- ina, en þau eru í aldursröð: Hólm- fríður Ása, f. 24. nóv. 1917, d. 20. feb. 1921. Guðbjörn Herbert, f. 25. júní 1919, d. 10. júlí 1997, kvæntur Rósu Guðnadóttur, f. 7. sept. 1918, d. 7. maí 1997. Þau áttu fjögur börn, en auk þess átti Guðbjörn tvö börn fyrir hjónaband. Fríða Ása, f. 29. júlí 1924, gift Bjarna Ólafssyni, f. 16. nóv. 1920, saman áttu þau fimm börn, þar af eitt látið. Ás- björn, f. 12. ágúst 1925, kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur, f. 27. fimm börn: Alfreð, f. 1. ágúst 1946. Hann á fimm börn og þrjú barna- börn. Lilja Ágústa, f. 17. feb. 1948. Hún eignaðist þrjú börn, þar af eitt látið. Guðmundur Gunnar, f. 17. feb. 1948, kvæntur Steinunni Jóns- dóttur, f. 5. okt. 1943. Hann á þrjú börn af fyrra hjónabandi og fimm barnabörn. Ársæll, f. 16. júní 1952, kvæntur Ragnheiði Birnu Krist- jánsdóttur, f. 25. mars 1951. Þau eiga þrú börn og tvö barnabörn. Guðrún Hrefna, f. 8. feb. 1957, gift Atla Þór Ólasyni, f. 6. jan. 1949. Þau eiga þrjú börn. Fyrir hjóna- band átti Guðmundur Ástvald, f. 8. sept. 1941, sem ólst upp með móð- ur sinni. Hann er kvæntur Þórdísi Einarsdóttur, f. 24. júní 1944 og eiga þau þrjú börn og þrjú barna- börn. Sigurlín átti Gústaf Magnús- son, f. 11. nóv. 1942, sem Guð- mundur gekk í föður stað. Gústaf kvæntist Björgu Sigmundsdóttur, f. 10. apríl 1948, d. 25. febrúar 1988. Þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Guðmundur Ársæll flutti með fjölskyldu sinni ungur til Hafnar- fjarðar og bjó þar allt sitt líf. Hann lauk prófi frá Stýrimannaskólan- um í Reykjavík árið 1943 og var lengst af skipstjóri á skipum Ís- húss Hafnarfjarðar. Hann hætti sjómennsku 1972 og vann hjá Áburðarverksmiðju ríksins til starfsloka. Útför Guðmundar Ársæls fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. apríl 1925, saman eiga þau fjögur börn. Guð- ríður Helga, f. 3. júlí 1927, d. 6. janúar 1992, gift Gunnlaugi Inga Ingasyni, f. 20. mars 1924, d. 13. des. 2001, saman áttu þau sex börn. Guðmundur Rúnar, f. 4. sept. 1933, kvæntur Bryndísi Ingvarsdóttur, f. 12. júní 1934, saman eiga þau þrjú börn. Einnig ólst upp á heimilinu fóstursonurinn Gunn- ar Jóhann Guðbjörns- son, f. 9. okt. 1944. Hann á fimm börn. Guðmundur Ársæll kvæntist Sigurlín Ágústsdóttur 15. júní 1946. Hún er fædd í Hjallabúð á Brimilsvöllum í Fróðárhreppi 1. júlí 1923, dóttir Ágústar Jóhann- essonar, f. 6. ágúst 1898 í Bakkabæ á Brimilsvöllum, d. 28. júní 1993, og Lilju Kristjánsdóttur, f. 22. okt. 1895 á Haukabrekku á Skógar- strönd, d. 29. nóv. 1981. Guðmund- ur og Sigurlín bjuggu alla tíð á Hringbraut 15 í Hafnarfirði og ólu þar upp börn sín. Saman eiga þau Mig langar að minnast föður míns í nokkrum orðum, því við vorum svo miklir félagar alveg fram á síðasta dag í hans jarðneska lífi. Við fórum á spilakvöld marga daga á liðnum árum og spiluðum brids hjá öldr- uðum í Hafnarfirði og höfðum báðir gaman af. Við spiluðum líka í Ás- garði og í Smáranum og gekk ágæt- lega, í rúbertunum. Það var hér um árið að mér var kennt að spila og var besti kennarinn hann faðir minn og var mér kennt best með því að spila með. Mér er sérstaklega minnis- stætt, þegar mér var kennt Lomber. Það voru þarna samankomnir þrír Lomberspilarar og það vantaði einn! Ég bauð mig fram og það var byrjað að spila. Eina viskan mín var að ég vissi að svörtu ásarnir voru alltaf hæstir. Mér gekk ekkert sérlega vel fyrst en með æfingunni fór mér að ganga betur og mér tókst að læra spilið til hlýtar eftir nokkur skipti og var orðinn tiltækur í spilamennsk- una, þegar með þurfti. Það mesta yndi sem hann hafði af áhugamálum var að spila brids. Ég fann það fljótlega hjá honum á efri árum hans og notfærði mér það, þegar mamma treysti sér ekki leng- ur, að spila með honum í keppni, að bjóða fram mína krafta og sameig- inlega tókst okkur að ná fram tölu- verðum árangri í spilamennskunni, enda urðum við oft og tíðum í efstu sætum í keppnum. Elsku pabbi minn, nú þegar kom- ið er að kveðjustund í lífinu, vil ég þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar, sem við áttum saman og seint munu gleymast. Guð veri alltaf með þér. Þinn sonur, Guðmundur Gunnar. Elsku pabbi. Þá hefur þú gengið þau spor til enda er þér voruð mörk- uð í þessu lífi. Eftir standa eiginkona, börn og barnabörn með lifandi minningu um ljúfan, ábyrgan og umhyggjusaman eiginmann, föður og afa. Við ævilok þín koma fyrst upp minningar um æsku og unglingsár okkar barnanna, sem mótuðust við þröskuld ævintýra, sem tengdust því ævistarfi, er þú kaust þér við fráfall föður þíns, rétt nýfermdur. Ábyrgð sú, er þið bræður þurftuð að axla á unga aldri við hlið móður ykk- ar við að koma upp stórum systk- inahópi föðurlaus, mótaði þig ungan og óreyndan, og sú ábyrgð fylgdi þér þegar þú stofnaðir eigin fjöl- skyldu. Móður minni, mér og systkinum er það lán að hafa átt þig að eig- inmanni og föður. Þó svo að líf okkar hafi tengst mikið söknuði og jafnvel hræðslu við missi, þá komst þú samt alltaf til baka eftir hverja sjóferð. Ein af mínum fyrstu bernsku- minningum tengist endurkomu þinni heim á Hringbrautina, sem einn fárra skipbrotsmanna er björg- uðust úr Edduslysinu árið 1953. Alltaf mun ég muna faðm þinn og harða skeggbroddana er þú fagnaðir fjölskyldu þinni við heimkomu, þjak- aður undan missi skipsfélaga þinna. Starf þitt mótaði mín fyrstu spor í átt til fullorðinsára. Þegar þú áttir stund milli stríða, þá fylgdi ég með hvert sem þú fórst. Þegar skip- stjóraárin tóku við, þá fylgdi spenn- ingur fyrir unga og ómótaða sál. Alltaf þegar hægt var að koma því við var sonurinn ungi á bryggjuend- anum til að taka við spottanum og athuga aflabrögð. Þetta var vissu- lega spennandi umhverfi og þrosk- andi. Mikið var stolt mitt sumarið 1957 þegar stór frétt birtist í fjöl- miðlum að þú hefðir fundið og veitt fyrstu síld sumarsins á Stranda- grunni, rétt nýbyrjaður með nýja „Álftanesið“. Gott var að eiga þig að fyrirmynd á þessum mótunarárum. Unglingsárunum fékk ég að eyða í starfi hjá þér við sjómennsku á síld „fyrir norðan“. Þetta voru tímar breytinga á hringnótaveiðum frá handafli yfir í kraftblökkina. Ánægjulegt er að minnast þessara sumra, sem þó voru oft erfið, eins og gengur í sjó- mennsku. Fyrir utan sumarstarf, þá fékk maður að kynnast landinu og allri vinnu í kring um síldina, rétt áður en hún hvarf. Flestar hafnir frá Siglufirði austur um að Reyðarfirði voru löndunarhafnir. Minning um full fermdan bát af síld í logni á Grímseyjarsundi meðan veitt var, en brælu á leið til hafnar með þig við stýrið þá tvo til þrjá tíma sem á siglingu til hafnar stóð. Feginleikanum, sem greip mig þeg- ar inn í lognið á firðinum var komið. Ávallt stýrðir þú þínu fleyi í örugga höfn, með skip þín og áhafn- ir og áttir slysalausan skipstjóraferil í áhættumiklu starfi. Athyglin og ábyrgðin voru þínir förunautar. Nú ertu ekki lengur á Hringbraut 15, húsinu sem þú og Ásbjörn bróðir þinn reistuð, þá ungir menn með ykkar ungu eiginkonur. Staðurinn í úthverfinu, sem var með fjárhúsið og fjósið öðrum megin en Hamarinn hinu megin þegar flutt var inn. Heimilið sem fram á þinn síðasta dag var fasti punkturinn í tilverunni, sem eiginkona og börn njóta enn, en núna án þín. Elsku pabbi, með þessum orðum vil ég kveðja þig hinsta sinn er þú nú siglir inn á braut eilífðarinnar. Minningin um þig mun lifa meðal okkar sem eftir standa. Þinn sonur, Alfreð. Tengdafaðir minn, Guðmundur Ársæll Guðmundsson, er látinn eftir erfiða sjúkdómslegu. Ég heyrði fyrst af Guðmundi skipstjóra þegar ég var í sumar- vinnu á sjó með Alla syni hans. Hann hafði verið með föður sínum á sjó, eins og raunar allir bræðurnir, og virtust þær samverustundir hafa skipt þá bræður miklu máli eins og ég komst að síðar. Virðing og að- dáun á föðurnum leyndi sér ekki. Ég varð svo frægur að fara með Alla í stutta heimsókn á heimili hans á Hringbraut 15, Hafnarfirði og kynntist lítillega móður hans, en Guðmundur var á sjó. Ekki hvarflaði þá að mér að mörgum árum síðar ætti ég eftir að venja komur mínar á heimilið þegar ég kynntist Gíu, eig- inkonu minni. Guðmundur var þá hættur á sjó og farinn að vinna í landi. Þá birtist mér Guðmundur sem hávaxinn myndarlegur maður, rólegur og brosmildur. Fljótt varð ljóst að þar fór mannkostamaður. Í umgengni var hann dagfarsprúður, vingjarnlegur og gott að vera í ná- vist hans. Hann var hins vegar hlé- drægur, fremur lokaður, dulur og fámáll, en það sem hann sagði var oft kjarnyrt og hafði vægi. Ekki minnist ég þess að honum hafi legið illt orð til nokkurns manns. Hann var afar glöggskyggn, minnugur og sílesandi. Guðmundur hafði ríka ábyrgðartilfinnigu, sem ég ímyndaði mér að hefði þroskast allt frá ung- lingsárum er hann varð skyndilega fyrirvinna stórs systkinahóps þegar faðirinn féll frá. Sá eiginleiki ásamt rólyndi, íhygli og gætni hefur nýst honum vel á skipstjórnarárum hans. Er Guðmundur kom í land beið hans annar lífsmáti en hann átti að venjast er hann var langdvölum á sjó og kom sem gestur á heimilið. Umskiptin voru einnig mikil fyrir Sillu konuna hans. Í útvarpsviðtali sagðist hún tæpast hafa þekkt þenn- an mann sem kom í land og þó áttu þau fimm börn saman. Hún hafði fram til þessa séð ein um allt en deildi nú byrðinni með honum. Þau þurftu að kynnast upp á nýtt og virt- ist það takast með ágætum. Guð- mundur naut þess greinilega að vera í faðmi fjölskyldunnar og kynnast barnabörnunum. Hann var annars heimakær og horfði gjarnan á sjón- varp og hafði sérlega gaman af fót- bolta. Allt hringsnerist um Hringbraut- ina sem var miðstöð fjölskyldunnar. Þangað sóttu allir, sérlega á hátíð- um. Á gamlárskvöldi var venja að koma þar saman og kveðja árið með krassandi knalli. Þá eru mér minn- isstæðar skemmtilegu skötuveisl- urnar á Þorláksmessu þar sem stór- fjölskyldan og vinir hittust. Guð- mundur átti þá til að draga fram vel verkaðan hákarl og harðfisk sem honum þótti sælgæti. Guðmundur gleymdi ekki barnabörnunum sín- um. Hann hafði þann skemmtilega vana að eiga ávallt sælgæti í vas- anum til að rétta að þeim. Þau héldu að vasinn hans afa væri óþrjótandi nammi-brunnur. Þeim hjónum þótti afar gaman að spila bridge og gambra. Þau spiluðu ýmist heima, hjá börnum sínum eða í spilaklúbbum og gekk oft vel. Guð- mundur var slyngur spilamaður og náði oft góðum árangri á mótum eldri borgara. Hann hafði gaman af að sýna mér árangurinn, sem var birtur í dagblöðum. Ekki komumst við Gía undan að taka í spil með þeim þótt fákunnandi værum. Oft þurfti að benda okkur byrjendunum á ýmsar yfirsjónir og gerði Guð- mundur það ætíð af nærfærni og kurteisi. Pabbi minn, Óli Valdimars- son, sem er reyndur bridge-spilari, passaði vel inn í þetta spilaumhverfi og á margar góðar minningar við spilaborðið með þeim. Þau hjónin nutu lífsins saman, tóku virkan þátt í félagsstarfi aldr- aðra og fóru á dansleiki. Guðmundi var það keppikefli að „ starta balli“ enda mikill dansherra. Þau ferðuðust talsvert innan- og utanlands. Minnisstæðar eru skemmtilegar ferðir um Þýskaland þegar þau heimsóttu okkur Gíu á námsárum okkar. Guðmundur var duglegur að ferðast, naut þess að kynnast landinu og lystisemdum þess. Eitt sinn komum við í borgina rómantísku Rothenburg ob der Tauber og var þá mikil hátíð í gangi. Þau Guðmundur og Silla tóku virkan þátt í gleðskapnum, fóru að skoða sig um en misstu af hópnum og komu ekki fram fyrr en næsta morgun. Svo mikið gleðifólk voru þau að óhrædd og ein síns liðs skemmtu þau sér konunglega það sem eftir lifði nætur við dans, guða- veigar og tjáskipti við borgarbúa þótt mállaus væru á tungu þeirra. Þá eru mér minnisstæðar fróðlegar ferðir af allt öðrum toga um Snæ- fellsnes og heimasveitir Guðmundar og Sillu þar sem okkur voru sýndir átthagar þeirra. Guðmundur er nú farinn af stað í sína hinstu för. Þar hittir hann þá sterku konu, Guðrúnu móður sína, sem ein ól upp sinn stóra barnahóp og kom honum á legg. Guðmundur verður jarðsettur á dánardægri móður sinnar. Eftir sitja Silla, ætt- ingjar og vinir sem sjá á eftir góðum manni og er missir þeirra mikill. Megi góður guð styrkja þau og blessa. Ykkur öllum votta ég mína dýpstu samúð. Atli Þór Ólason. Alltof oft birtist dauðinn okkur óvænt og miskunnarlaus og skilur eftir sig djúp og illlæknanleg sár. En dauðinn á sér aðra hlið bjarta og líknandi og þannig trúi ég því að hann hafi sótt þig, elsku afi minn. Þið amma hafið alltaf verið mér mjög kær og hafið ætíð spilað stórt hlutverk í mínu lífi. Minningarnar eru margar sem ég á bæði með þér og ömmu. Einn dag þegar þið amma bjugg- uð hjá okkur eftir lát mömmu ákvað ég að afi skyldi fá að lesa mína heil- ögu dagbók og fannst mér sú stund svo hátíðleg að ég tók mynd af afa niðursokknum í lestur dagbókarinn- ar. Þessa mynd þykir mér mjög vænt um því það fékk nú ekki hver sem er að sjá í dagbókina mína. Þegar ég kom til þín í haust og var að kveðja þig áður en ég flutti til Danmerkur réttirðu mér pening og sagðir mér að fara upp í Fjarðar- kaup og kaupa skrokk til að taka með í töskunni. Þá gat ég nú ekki annað en brosað í gegnum tárin. Ég er svo þakklát fyrir þann stutta tíma sem ég átti með þér þeg- ar ég kom í janúar og náði að tala mikið við þig og við spiluðum olsen olsen og ég tapaði alltaf. Og auðvitað vildirðu að ég nuddaði þig með olíu. Einu sinni þegar þú varst á Grensás var þér mikið í mun að ein- hver settist nú í sjónvarpsstólinn þinn reglulega og ég lofaði þér að vera dugleg að setjast í sjónvarps- stólinn þinn og það gerði ég og þessa daga sem ég er hjá ömmu núna þá er ég dugleg að verma stól- inn þinn. Hinar ófáu berja- og sumarbú- staðaferðir okkar skilja eftir sig skemmtilegar minningar. Það verður skrýtið fyrir Bjarna að geta ekki komið til þín þegar hann kemur næst til Íslands og geta ekki spilað olsen olsen við afa Gumma. Báðir áttuð þið erfitt með að taka tapi en brostuð báðir út að eyrum ef þið unnuð. En hann huggar sig við þá tilhugsun að þú sért nú hjá Guði og hinum englunum ásamt ömmu Björgu. Ég heyrði í þér í í vikunni áður en þú lést en þá varstu orðinn mikið veikur þá fannst mér erfitt að kveðja þig því ég vissi að ég væri að kveðja þig í síðasta skipti en loksins hefurðu fengið þína hinstu hvíld, afi minn. Minning þín mun ávallt lifa í hjarta mínu. Heiða Björg Gústafsdóttir. Guðmundur Ársæll Guðmundsson skipstjóri og faðir minn hefur kvatt þessa jarðvist eftir erfiða sjúkdóms- legu. Með honum og hans líkum er kynslóð að hverfa sem rutt hefur braut þessarar þjóðar frá örbirgð til þess að vera þjóð meðal þeirra þjóða, sem bjóða þegnum sínum upp á bestu lífskjör sem völ er á. Þessari kynslóð Íslendinga verður seint full- þakkað. Guðmundur Ársæll er verð- ugur fulltrúi hennar. Hann missir föður sinn í sjóslysi frá móður og fimm börnum og fór jarðaförin fram á 13 ára afmælisdegi hans. Þá þegar var honum ráðið hlutskipti: Að hugsa fyrst og fremst um aðra áður en hægt er að hugsa um sjálfan sig. Hann sagði mér stoltur frá því þeg- ar hann fékk sitt fyrsta launaumslag og hljóp með það rakleiðis til móður sinnar að nota til framfærslu heim- ilisins. Enda var ábyrgðartilfinning hans rík og sameinuð skyldi fjöl- skyldan standa. Og snemmendis beygðist krókurinn til þess er verða vildi: Sjómennska skyldi verða hans ævistarf eins og föður hans og for- feðra. Honum auðnaðist það að fara tvær sumarvertíðar á síldveiðar með föður sínum þótt ungur væri. Og á þeim árum sem í hönd fóru eftir hinn sviplega föðurmissi var hann iðulega í skipsrúmi hjá Karvel Ög- mundssyni, frænda sínum, á Pilot. Hann lýkur skipstjóraprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1943 og upp frá því tekur hann að sér yfirmannsstöðu á bátum og tog- urum. Hann var lengi stýrimaður á Venusi og síðan hjá Guðjóni Illuga- syni, fyrst á Illuga og síðan á Edd- unni. Í september 1952 lá Eddan í vari á Grundarfirði í aftakaveðri. En það skipti engum togum að svipti- vindar sneru skipinu og því hvolfdi á örskotsstund. Því miður fórust mæt- ir sjómenn í þessum hildarleik, en á fáa er hallað þegar fullyrt er að Guð- mundur Ársæll átti stærstan þátt í björgun þeirra sem í land komust eftir mikla hrakninga. Árið 1955 tekur Guðmundur Ár- sæll við Reykjanesinu, nýju skipi í eigu Íshúss Hafnarfjarðar. Hjá þeirri útgerð starfaði hann óslitið til ársins 1966. Hann varð síðar skip- stjóri á Álftanesinu, nýju skipi sem hann sótti til Austur-Þýskalands og loks á Arnarnesinu sem hann tók við nýju árið 1963. Þessi ár voru ungum sjómannssyni sem var að vaxa úr grasi í Hafnarfirði ævintýraár. Á vetrarvertíðum var gaumgæfilega fylgst með aflatölum og samanburð- ur var iðulega gerður í bæjarblöðum og spennan jókst þegar nær dró lokadegi, 11. maí. Ævinlega voru bátar Guðmundar Ársæls í harðri keppni um efstu sætin, enda voru skipsrúm hjá honum eftirsóknar- verð. Við strákarnir fylgdumst með þegar siglutré bátanna komu í ljós GUÐMUNDUR ÁRSÆLL GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.