Morgunblaðið - 20.03.2002, Page 47

Morgunblaðið - 20.03.2002, Page 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 47 GUÐRÚN Marteinsdóttir, prófess- or í fiskifræði við Háskóla Íslands, flytur erindi á vegum Líffræðifélags Íslands sem nefnist „Áhrif strauma á framlag ólíkra stofnhluta þorsks til nýliðunar“, fimmtudaginn 21 kl. 20 í Lögbergi stofu 101. Almennt er talið að hrygning þorsksins fari fram að meginhluta við suðurströndina og að egg, lirfur og seiði reki þaðan vestur með land- inu inn á uppeldisstöðvar þorsksins fyrir norðan og austan lan. Fyrirlestur hjá Líffræðifélaginu FÉLAG ungra framsóknarmanna í Reykjavík efnir til opins umræðu- fundar um nýtt aðalskipulag Reykja- víkur 2001–2024, 21. mars kl. 20 í höfuðstöðvum Framsóknarflokksins á Hverfisgötu 33 (3. hæð). Frummælendur verða: Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi og Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda- gerðarmaður. Hægt er að kynna sér tillöguna: http://www.reykjavik.is/borgar- skipulag.nsf/pages/ar2001.html, seg- ir í fréttatilkynningu. FUF ræðir nýtt aðalskipulag SKEMMTIDAGSKRÁ í bíósal Austurbæjarskóla undir yfirskrift- inni „Börn gegn kynþáttafordóm- um“ verður á morgun, fimmtudaginn 21. mars, kl. 18. Sýndur verður frumsaminn leik- þáttur unglinga frá 8 löndum, MOMO leikþáttur og dans frá Balk- anskaga, Albaníu og Kúbu. Austurbæjarskóli er fjölmenning- arlegur skóli, 10% nemenda hefur ís- lensku sem annað tungumál. Skemmtidag- skrá í Austur- bæjarskóla JOHN McKinnell frá Háskólanum í Durham heldur fyrirlestur á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi fimmtudaginn 21. mars kl. 17.15 í stofu 201 í Árnagarði. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og fjallar um ástarsambönd Óðins í norrænum goðsögnum. John McKinnell er sérfræðingur um norræna trú, eddukvæðin og miðaldaleiklist. Hann hefur skrifað fjölda greina um íslenskar bók- menntir, þýtt verk á borð við Víga- Glúms sögu og Ögmundar þátt dytts, og leikstýrt fjölda miðaldaleikrita. Fyrirlestur um ástarsam- bönd Óðins BERGMÁL, líknar- og vinafélag, heldur árshátíð laugardaginn 23. mars í safnaðarheimili Háteigs- kirkju og hefst hún kl. 19. Húsið verður opnað kl. 18.30. Boð- ið verður upp á mat og skemmtiat- riði. Miðar verða seldir við inngang- inn, segir í frétt frá stjórn Bergmáls. Árshátíð Bergmáls Á AÐALFUNDI Félags leiðsögu- manna sem haldinn var fyrir skömmu var Eiríkur Þ. Einarsson kosinn formaður félagsins í stað Borgþórs Kjærnested. Að öðru leyti er stjórnin skipuð eftirtöldum leiðsögumönnum: Vara- formaður Jón Ingvar Jónsson, ritari Valgarð Runólfsson, gjaldkeri Hild- ur Bjarnason og meðstjórnandi Ásta Óla Halldórsdóttir. Í varastjórn eru Guðjón Jensson, Sigurður Levy, Val- ur Pálsson og Bjarni Þorsteinsson, segir í fréttatilkynningu. Ný stjórn Félags leiðsögumanna RÁÐSTEFNAN „Hreyfingarleysi og offita – tíðni, meðhöndlun og for- varnir“ verður haldin á Hótel Loft- leiðum á morgun, fimmtudaginn 21. mars, kl. 10 –15.30. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, setur ráð- stefnuna. Erindi halda: Mikael Fog- elholm, næringarfræðingur og for- stöðumaður UKK-stofnunarinnar í Finnlandi, Robert Ross, lífeðlisfræð- ingur og dósent við læknadeild Queen’s University í Kanada, Sig- urður Guðmundsson landlæknir, Vil- mundur Guðnason, forstöðulæknir Rannsóknastöðvar Hjartaverndar, Laufey Steingrímsdóttir, forstöðu- maður Manneldisráðs, Þórarinn Sveinsson, dósent og skorarformað- ur sjúkraþjálfunarskorar Háskóla Íslands, og Erlingur Jóhannsson, dósent og forstöðumaður Íþrótta- fræðaseturs Kennaraháskóla Ís- lands á Laugarvatni. Ráðstefnan er samvinnuverkefni Íþróttafræðaseturs, Kennarahá- skóla Íslands, Íþrótta- og ólympíu- sambands Íslands, sjúkraþjálfunar- skorar Háskóla Íslands og Land- læknis. Ráðstefna um hreyfingarleysi og offitu GARÐYRKJUFÉLAG Íslands, Skógræktarfélag Íslands og Reykjavíkurborg boða sameiginlega til ráðstefnu 22. mars kl. 11–17.30 í Borgartúni 6, Reykjavík (ráðstefnu- salir ríkisins), um aukna fjölbreytni gróðurfars í búsetulandslagi á Ís- landi. Ráðstefnustjóri er Vilhjálmur Lúðvíksson. Erindi halda: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhann Pálsson, Sigurður Blöndal, Jón Geir Péturs- son, Simon Bell, Samson Harðar- son, Kristinn H. Þorsteinsson, Hrefna Jóhannesdóttir, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Áslaug Helgadóttir, Þorsteinn Tómasson, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, Helgi Þórsson og Guð- ríður Helgadóttir. Tilgangur ráðstefnunnar er að lýsa hugsanlegum breytingum sem verða í kjölfar breyttrar búsetu og landnýtingar og velta fyrir sér í hvaða farveg við viljum beina þró- uninni með hliðsjón af fenginni reynslu í skógrækt og garðyrkju, segir í fréttatilkynningu. Ráðstefnan er tileinkuð Jóhanni Pálssyni, fyrrv. garðyrkjustjóra Reykjavíkur, sem varð sjötugur á sl. ári og lét þá af störfum. Að lokinni dagskrá eru veitingar í boði Reykjavíkurborgar. Ráðstefna um breyting- ar á gróðurfari landsins FJÖGURRA daga alþjóðlegu nám- skeiði fyrir eftirlitsmenn Flugmála- stjórnar og flugrekenda í úttektum og gæðastjórnun lauk nýlega. Nám- skeiðið var á vegum Flugmálastjórn- ar og sátu námskeiðið 16 manns, eft- irlitsmenn Flugmálastjórnar ásamt starfsmönnum frá smærri flugrek- endum, s.s. Flugfélagi Vestmanna- eyja, Flugfélaginu Jórvík hf. og Flugfélaginu Mýflugi. Einnig sátu námskeiðið starfsmenn Landhelgis- gæslunnar. Námskeiðið skiptist í tvo hluta og hófst með umfjöllun Péturs K. Maack, framkvæmdastjóra flugör- yggissviðs, um kröfur ISO 9001- gæðastjórnunarstaðalsins til gæða- stjórnunarkerfa og uppbyggingu þeirra í flugrekstri. Einnig fékk Flugmálastjórn breska fyrirtækið Nigel Bauer & Associate til að ann- ast seinni hluta námskeiðsins, þar sem þátttakendur voru þjálfaðir í að gera úttektir í flugrekstri á grund- velli gæðastjórnunar. Samkvæmt upplýsingum Flug- málastjórnar eru smærri flugrek- endur á Íslandi í innleiðingarferli fyrir svokallaðar JAR-OPS 1-flug- rekstrarreglur Flugöryggissamtaka Evrópu, en þessar reglur voru tekn- ar upp fyrir stærri flugrekendur hérlendis fyrir fjórum árum. Var námskeið Flugmálastjórnar ekki hvað síst haldið til að gera smærri flugrekendur betur í stakk búna til að innleiða og vinna eftir reglunum. Innleiðingu þeirra á að vera lokið í júní nk. Erfitt að vera hlutlaus í úttektum hinna smærri „Hjá smærri flugfélögum vinnur sami einstaklingurinn mörg verk, ólíkt því sem gerist hjá stærri félög- unum þar sem sérhæfingin er meiri,“ sagði Alan Munro, aðstoðar- maður Nigels Bauers, kennara á námskeiðinu. „Það er því mjög erfitt að gera hlutlausa og sjálfstæða út- tekt á flugrekstrinum og nauðsyn- legt að kalla til utanaðkomandi aðila af og til. Þá eiga smærri flugfélög aldrei fé til ráðstöfunar í þessa hluti, en hins vegar er ekki þar með sagt að smærri félögin geti ekki haft sama gagn af gæðastjórnun og stærri félögin, en þessir hlutir þurfa þá líka að vera stöðugt undir smá- sjánni.“ Nigel Bauer sagði þátttakendur fá að framkvæma ýmsa hagnýta hluti námskeiðinu, sem þeir félagar hafa haldið víða um heim og sagði hann afar áhugavert að sjá fulltrúa Flug- málastjórnar og flugfélaganna sam- an á námskeiðinu hér. „Um það leyti sem þeir ljúka nám- skeiðinu geta þeir sýnt færni sína í verki í umhverfi sem líkir eftir raun- verulegum aðstæðum,“ sagði hann. „Þeir læra líka mjög öfluga aðferða- fræði í úttektaráætlunum, sem hefur skilað góðum árangri í flugöryggis- málum hjá öðrum flugmálayfirvöld- um ogstærstu aðilunum í flug- rekstri.“ Íslendingar með fyrstu Evrópuþjóðum til að innleiða JAR-OPS 1-reglur fyrir smærri flugrekendur Morgunblaðið/Sverrir Sextán manns sátu námskeið Alans Munros og Nigels Bauers á vegum Flugmálastjórnar. Þjálfaðir í flugrekstrarúttekt á grunni gæðastjórnunar AÐBÚNAÐUR til heimilisfræði- kennslu er góður og þægð ís- lenskra grunnskólabarna er aðdá- unarverð að mati 12 verðandi heimilisfræðikennara frá Norð- urlöndunum sem voru í heimsókn hér á landi fyrir skemmstu. Þeir voru hér til að kynna sér náms- umhverfi og komu á vegum Félags heimilisfræðikennara á Norður- löndum. Í fyrra var Danmörk heimsótt og í ár var röðin komin að Íslend- ingum að taka á móti norrænum frændum sínum. Vanalega eru tveir nemar sendir frá hverju landi og dvelja eina viku en vegna mikils áhuga á Íslandsheimsókninni tvö- faldaðist þátttakendafjöldinn frá Danmörku og Noregi og voru því nemarnir alls 12 í stað 8. Konur voru í miklum meirihluta, en þær fylla tuginn á móti tveim körlum. „Þau kynntu sér heimilisfræði- kennslu, skólastarf og menningu landsins í þeim tilgangi að víkka sjóndeildarhring sinn og skiptast á skoðunum,“ sagði Brynhildur Briem, lektor við Kennaraháskóla Íslands, sem skipulagði heimsókn- ina. Nemarnir heimsóttu grunn- og framhaldsskóla, Hótel- og mat- vælaskólann í Kópavogi, Kenn- araháskóla Íslands og Hússtjórn- arskólann. Lögð var áhersla á að nemarnir tækjuþátt í kennslu- stundum og kynntust þannig hvernig kennslan fer fram. „Þeim fannst þetta skemmtilegt og sömu- leiðis eftirtektarvert hversu snemma er byrjað á heimilisfræði- kennslu. Hér á Íslandi hefst kennslan í 1. bekk sem er ólíkt því sem gerist annarsstaðar á Norð- urlöndunum. Þau dáðust líka að því hvað börnin voru þæg og hvað allt gekk vel. Þá fannst þeim að- búnaður góður í þeim stofnunum sem þau hafa heimsótt og enn- fremur njóta þau þess að ferðast um landið,“ sagði Brynhildur. Nemarnir eru mislangt komnir í kennaranámi sínu, sumir eru að ljúka því og aðrir nýbyrjaðir. Nem- arnir nýttu Íslandsheimsóknina einnig til að skreppa á hestbak, fara í Bláa lónið og skoða álfa- byggðir í Hafnarfirði. Íslenskir heimilisfræðikenn- aranemar fóru síðast í svipaða heimsókn árið 2000 til Noregs en sátu hjá í fyrra vegna fjárskorts þegar Jótland var heimsótt. Morgunblaðið/Sverrir Brynhildur Briem ásamt norrænum heimilisfræðikennaranemum sem hér voru í stuttri heimsókn. Kynntu sér heimilisfræði- kennslu á Íslandi Rangt heiti Í frétt á höfuðborgarsíðunni í gær misritaðist nafn Ungmennasam- bands Kjalarnesþings og er beðist velvirðingar á þeim mistökum. LEIÐRÉTT Í TILEFNI af alþjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna gegn kynþátta- misrétti 21. mars verður opið hús í Alþjóðahúsi fimmtudaginn 21. mars kl. 17 – 19. Dagskráin hefst kl. 17 með málstofu þar sem fjallað verður um kynþáttafordóma. Að málstof- unni lokinni verða óvæntar uppá- komur og boðið upp á léttar veiting- ar. Dagskráin er öllum opin og aðgangur ókeypis. Alþjóðahús er að Hverfisgötu 18, gegnt Þjóðleikhús- inu, segir í fréttatilkynningu. Alþjóðlegur dagur gegn kyn- þáttamisrétti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.