Morgunblaðið - 20.03.2002, Page 52

Morgunblaðið - 20.03.2002, Page 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MYND vikunnar hjá Filmundi er Wild at Heart, verðlaunamynd Dav- ids Lynch frá árinu 1990. Þessi ofursvala mynd vakti mikla athygli og viðbrögð á sínum tíma, bæði góð og slæm, vann meðal ann- ars Gullpálmann í Cannes, mörgum til mikillar furðu en þó fleirum til ómældrar ánægju. Wild at Heart, sem Sigurjón Sig- hvatsson framleiddi fyrir þáverandi fyrirtæki sitt Propaganda Film, er í vissum skilningi vegamynd, eða öllu held- ur paródía á slíkar mynd- ir, sem gerist á sjötta áratugnum, með til- heyrandi brilljantíni og Presley- lögum. Hún vísar til unglingamenn- ingar þessa tíma, sem er löngu búið að gera ódauðlega í kvikmyndum og nægir þar að nefna Grease, Americ- an Graffiti og Cry-Baby en þetta tímabil virðist eiga vel upp á pall- borðið þegar kemur að því að gera ástum ungmenna skil. Wild at Heart er þó engan veginn hefðbundin ung- lingamynd og í raun ekki hefðbundin í neinum skilningi. Vísanir eru mý- margar í hinar ýmsu kvikmynda- greinar og menningarkima og þannig vinnur Lynch úr klisjum á markviss- an en þó súrrealískan hátt. Óhætt er að segja að myndmál Lynch sé engu líkt og er þessi mynd engin undan- teking þar á. Í Wild at Heart segir frá ástarsam- bandi Sailor Ripley (Nicolas Cage) og Lula Pace Fortune (Laura Dern). Marietta, móðir Lulu, reynir að fá Sailor til við sig inni á kló- setti á balli og þegar ekk- ert gengur hjá henni sendir hún mann á hann til að ganga í skrokk á honum. Sailor drepur manninn og lendir í fangelsi í tæp tvö ár og Lula bíður þolinmóð eftir ást- inni sinni á meðan. Þegar hann losnar loks úr prísundinni halda þau skötuhjú í ferðalag um gjörvöll Bandaríkin, á flótta undan Mariettu, sem hefur heitið því að eyðileggja þetta samband með góðu eða illu. Ferðalag þeirra minnir sterklega á ferðalag Dóróteu í uppáhaldsbíó- myndinni þeirra, Galdrakarlinn í Oz. Gallinn er bara sá að það býður eng- inn galdrakarl við lok ferðarinnar sem þau geta spurt ráða. Og þau þurfa svo sannarlega á góð- um ráðum að halda. Mar- ietta hefur fengið kærast- ann sinn, sem jafnframt er einkaspæjari, til að elta þau uppi. Það gengur erfiðlega og að lokum ákveður hún að fá leigu- morðingja í lið með sér. Ferðalag skötuhjúanna snýst upp í martröð, þau eru hundelt af alls konar óþjóðalýð, minnisstæð- astur þeirra er án efa Willem Dafoe í hlutverki Bobbys Perus. Ekki verður sagt frá endi myndarinnar hér – til að spilla ekki fyrir þeim sem enn eiga eftir að sjá hana. Þeir sem þekkja til verka Lynch munu sjá hér nokkur af hans helstu stíleinkennum. Myndin er í senn gaman- og harmleikur og kaldhæðni og einlægni blandast saman á ein- stakan hátt. Hinar martraðarkenndu myndir sem Lynch framkallar á hvíta tjaldinu minna á óra undirmeðvit- undarinnar eða drauma, bæði klisju- kenndar, hráar og hættulegar. Mörk- in milli góðs og ills leysast áþreif- anlega upp í súrrealískum hug- myndaheimi Lynch, þar sem ekkert er eins og það á að vera. Af öðrum myndum Lynch má nefna Eraser- head, Blue Velvet og Lost Highway, svo ekki sé minnst á hina Twin Peaks-þættina. Wild at Heart verður sýnd í Há- skólabíói í kvöld kl. 20, á morgun kl. 22.30, sunnudaginn kl. 18 og mánu- daginn kl. 22.30. Villt eðli Davids Lynch Sailor á þjóðveginum í snákaskinnsjakkanum sem hann segir tákn fyrir sjálfstæði sitt og persónufrelsi. LIÐ Menntaskólans við Sund sigr- aði lið Verkmenntaskóla Austur- lands í undanúrslitakeppni Gettu betur í Neskaupstað síðasta föstu- dag með 31 stigi gegn 18 stigum heimamanna. Það verður því lið MS sem mætir liði MR, sem er í úrslitum eins og oft áður. Mikil stemmning var í Neskaup- stað í kringum keppnina og mættu margir til að sjá liðin kljást í íþróttahúsinu, bæði heima- menn og fjölmennt lið stuðnings- manna MS sem lagði á sig langt og strangt rútuferðalag úr borg- inni. Það ríkti mikil stemmning í íþróttahúsinu meðan á keppninni stóð. Ljósmynd/Guðrún Neskaupstaður Mikill áhugi á Gettu betur Neskaupstað. Morgunblaðið. HANNA DÓRA NOKKUR SÆTI LAUS Engelbert Humperdinck: Hans og Gréta, forleikur Alban Berg: Sieben frühe Lieder Gustav Mahler: Sinfónía nr. 4 í G-dúr Vegna óviðráðanlegra orsaka verður breyting á efnisskrá tónleikanna á fimmtudaginn: Hljómsveitarstjóri: Steuart Bedford Einsöngvari: Hanna Dóra Sturludóttir AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN gul áskriftaröð á morgun, fimmtudaginn 21. mars kl. 19.30 í háskólabíói Sinfóníuhljómsveit Íslands Háskólabíó við Hagatorg Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is www.sinfonia.is BOÐORÐIN 9 eftir Ólaf Hauk Símonarson Lau 23. mars kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 6. april kl 20 - NOKKUR SÆTI Lau 13. apr kl 20 - NOKKUR SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fi 21. mars kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Sun 24. mars kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 5. apr kl. 20 - NOKKUR SÆTI ATH: Sýningum fer fækkandi SLAPPAÐU AF eftir Felix Bergsson Gamansöngleikur Verzlunarskólans Fö 22. mars kl. 20. Aukasýning ATH: Síðasta sinn FYRST ER AÐ FÆÐAST e. Line Knutzon Lau 23. mars kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fi 4. april kl. 20 - UPPSELT Fö 12. apr kl 20 - LAUS SÆTI JÓN GNARR Fö 22. mars kl 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Fi 21. mars kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Su 24. mars kl 20 - NOKKUR SÆTI Fö 5. april kl 20 - LAUS SÆTI CAPUT Tónleikar Tilegnelse Lau 23. mars kl. 15.15. GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Fö 22. mars kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 23. mars kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 5. apr kl. 20 - LAUS SÆTI Stóra svið Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Litla sviðið                                 !      " #" $   %   &   '  (  )     * +       $,      "   - . /      " 0  " $     "   %  1   . 2     '  (  +   !!                                                        !    "   ## $ "  ## Sunnud. 24. mars kl. 20.00 laus sæti Mánud. 1. apríl kl. 20.00 laus sæti                                           !"#$  %&     sýnir í Tjarnarbíói söngleikinn eftir Þórunni Guðmundsdóttur 5. sýn. fös 22. mars 6. sýn. sun 24. mars 7. sýn. fim 28. mars 8. sýn. lau 6. apríl Sýningar hefjast kl. 20.00. Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 551 2525 eða með tölvup. á hugleik@mi.is Miðasala opin alla sýningardaga frá kl. 19.00.                                                     ÞRIÐJUDAGINN 2. apríl mun Útvarp Saga 94,3 fara í loftið með breyttu sniði. Aðal- markmið stöðvarinnar breytist nú frá því að leika einungis íslenska tónlist yfir í að bjóða upp á fréttir, spjall og íþróttir. Fréttastofa Stöðvar 2 mun þá flytja hlustendum fréttir á klukkutímafresti allan daginn auk ítarlegra fréttaskýringa. Nýir stjórnendur, sem allir eru þekktir fyrir störf sín í fjölmiðl- um í gegnum tíðina, munu svo stýra gagnrýnni pólitískri og þjóðfélags- legri umræðu um það sem efst er á baugi hverju sinni. Þá verður fjallað ítarlega um inn- lendar og erlendar íþróttir, síðdegis og á kvöldin alla daga vikunnar. Alla virka daga verður svo boðið upp á sérþætti þar sem tekið er á hin- um ólíkustu málum. Seint á kvöldin verða einnig á dagskrá sérþættir en þá verður fjallað um mýkri málefni. „Við erum að sá nýju fræi í þann útvarpsjarð- veg sem fyrir er,“ segir Jón Axel Ólafsson, fram- kvæmdastjóri útvarps- sviðs Norðurljósa. „Um er að ræða nýja tegund útvarps, sem ekki hefur áður verið á landinu.“ Jón vill hins vegar ekki gefa neitt upp um hverjir munu manna stöðina. „Það má ekki segja,“ segir hann og glottir. „Við ætlum að halda fólki á tánum með það, fyrst um sinn. Um þessar mundir er verið að ráða inn fólk og þarna verða reyndir ein- staklingar á meðal. Þetta verður mjög spennandi og skemmtilegt verkefni, og við ætlum okkur í harða sam- keppni við Ríkisútvarpið.“ Stöð sem þessi hefur verið í bígerð í nokkurn tíma en útvarpsstöðvar af þessu tagi hafa verið gríðarlega vin- sælar erlendis. Útvarpi Sögu breytt í talmálsrás Jón Axel Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.