Morgunblaðið - 20.03.2002, Side 53

Morgunblaðið - 20.03.2002, Side 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 53 EURO NCAP Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstitæknar Vertu í góðum höndum! Eitt númer - 511 1707 www.handlaginn.is handlaginn@handlaginn.is FÁIR tónlistarmenn hafa verið dug- legri við að leggja góðum málefnum lið í gegnum tíðina en André Bach- mann, stundum nefndur „konungur kokkteiltónanna“. Færri vita kannski að André sjálf- ur hefur þurft að berjast við illvígan sjúkdóm og sjaldgæfan, sem kallast „ofholdgun“. Ýmislegt annað, miður skemmtilegt, hefur hent þennan bjartsýnismann á lífsleiðinni, en aldrei lætur hann deigan síga. Á föstudagskvöld ætla vinir og samstarfsmenn Andra í gegnum tíð- ina að halda honum skemmtun í Ás- byrgi, hliðarsal Broadway. Þar munu koma fram, m.a. Helga Möll- er, Raggi Bjarna, Laddi, Höfðaborg- arafélagið og Gleðigjafarnir (hljóm- sveit sem Andri stofnaði fyrir um tíu árum og inniheldur Árna Sheving, Alfreð Alfreðsson, Karl Möller og Tryggva Hübner). Húsið opnar 21.30 og rennur allur ágóði af skemmtuninni beint til Andra Bach- mann, sem kominn er upp yfir í haus Morgunblaðið/Jim Smart í skuldum, vegna mikils kostnaðar við sjúkraaðgerðir. Morgunblaðið ræddi við bróður Andra, Jóhannes, af þessu tilefni. „Ég er svona að reyna að klappa honum á bakið og hvetja hann áfram,“ segir Jóhannes. „Og þessir tónleikar á föstudaginn eru liður í því. Við erum ekki bara að horfa á peninginn, aðalatriðið er að brosa, klappa honum á bakið og styðja hann.“ Jóhannes segist vilja fá þarna fólk sem þekkir til Andra og hafa fylgt honum á ferlinum. „Hann er búinn að gera svo margt fyrir lamaða og fatlaða, styrktarfélag vangefinna, barnadeild Hringsins og hin og þessi sambýli. Hann er búinn að gefa út geisladiska þar sem allur ágóði fer í einhver líknarmál og jólatrés- skemmtanir í hrönnum þar sem allt er gefið.“ Og alltaf hefur hann haldið söngn- um áfram, þrátt fyrir mótlætið. „Já, já, hann gerir það,“ segir bróðir hans. „Hann fæddist holgóma og margir þannig eiga erfitt með tal. En það var hans draumur þegar hann var ungur að geta sungið og hann hélt því bara áfram. Það eru ekki nema þrjú eða fjögur ár síðan ég heyrði á leikskóla í foreldri sem var að koma með barnið sitt sem er holgóma. Þetta tiltekna foreldri tal- aði um hvað því þætti leiðinlegt að barnið sitt væri svona og þá sagði fóstran: „Ja... veistu, þetta er ekkert sem þú þarft að hafa miklar áhyggj- ur af. Horfðu bara á Andra Bach- mann, þetta er maður sem fer í við- tal og syngur heilu böllin.“ Þetta finnst mér sýna svolítið þau jákvæðu áhrif sem Andri hefur verið að hafa á fólk.“ Klapp á bakið Skemmtun til stuðnings André Bachmann Bræðurnir André og Jóhannes Bachmann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.