Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isStjarnan vann Hauka öðru sinni / B11 Toppurinn á ferlinum, segir Lárus Orri / B2 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM ERIK Bidsted, list- dansari og leikstjóri, er látinn. Bidsted kom til Íslands árið 1952, þegar Guðlaugur Rós- inkrans Þjóðleikhús- stjóri réð hann til að stofnsetja Listdans- skóla Þjóðleikhússins. Þá var Bidsted vinsæll ballettmeistari og leik- stjóri í heimalandi sínu, Danmörku, og hafði sett upp fjöl- margar danssýningar og söngleiki. Hann starfaði við Tívolíball- ettinn, sem starfaði á sumrin. Erik Bidsted kom Listdansskólanum á legg og var skólastjóri hans nær sam- fellt til ársins 1960. Meðal nemenda Bidsteds var Helgi Tómasson, sem nú er listrænn stjórnandi San Francisco- ballettsins. Bidsted sá hvert efni Helgi var og bauð honum að koma með sér og konu sinni til Danmerkur á sumrin, þar sem Helgi dansaði með Tívolíballettinum. Fyrir tilstilli Bid- steds fór Helgi fimmtán ára gamall til frekara náms við Tívolíballettinn. Erik Bidsted setti upp fjölmargar dans- og leiksýningar hér á landi meðan hann var skóla- stjóri Listdansskólans. Hann kom einnig nokkr- um sinnum til Íslands eftir 1960 og setti upp sýningar sem nutu mik- illa vinsælda. Meðal vin- sælustu sýninga Eriks Bidsteds hér voru Kardi- mommubærinn 1960 og síðar og Ég vil, ég vil 1970. Bidsted sá um dansatriðin í á My Fair Lady árið 1962, sem kennari hans frá Kaup- mannahöfn, Svend Åge Larsen, sem leikstýrði. Hann sá einnig um dansatriði í upp- færslu Þjóðleikhússins á Carmen árið 1975. Erik Bidsted samdi nokkra ball- etta hér á landi. Þeirra á meðal voru Ég bið að heilsa 1952 og Dimmalimm 1954, báðir við tónlist eftir Karl O. Runólfsson. Sýningin á Dimmalimm varð mjög vinsæl og það var þar sem Helgi Tómasson sló fyrst í gegn, tólf ára gamall. Erik Bidsted kom síðast til Íslands árið 1995 í tengslum við af- mælishátíð Þjóðleikhússins og þar áð- ur árið 1983. Þá veitti forseti Íslands honum fálkaorðuna fyrir störf hans við dansmennt á Íslandi. Andlát ERIK BIDSTED HÚSFYLLIR var á opnum fundi í Háskólabíói í gærkvöldi undir yfir- skriftinni „Stöðvum stríðsglæpina í Palestínu“, en að fundinum stóðu samtökin Ísland-Palestína, laun- þegasamtök, stjórnmálaflokkar og mannréttindasamtök. Á fundinum lýstu Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður sam- takanna Ísland-Palestína, og Viðar Þorsteinsson, nemi og ritari sömu samtaka, ástandinu í Palestínu, en þeir eru nýkomnir þaðan og heim- sóttu m.a. flóttamannabúðirnar í Jenin. Auk samtakanna Ísland-Palestína stóðu að fundinum Amnesty Inter- national, Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Fram- sóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokk- urinn, Kennarasamband Íslands, Samfylkingin, Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Öryrkjabandalag Íslands. Sveinn Rúnar Hauksson sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri óskaplega þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem komið hefði fram á fundinum með því fjölmenni sem þar hefði verið og með aðild allra þessara helstu fjöldasamtaka landsins og stjórnmálaflokka. „Þessi fundur er ótvíræð yfirlýs- ing um að stöðva verði stríðsglæpina og krafa til allra ríkja, ekki síst okk- ar eigin ríkisstjórnar, um að leggja sig alla fram um að koma böndum á Ísrael, ef svo má segja. Það verður með einhverju móti að knýja Ísr- aelsstjórn til að fara að alþjóðalög- um, til að virða almenn mannrétt- indi, til að virða sáttmála um mannúð og mannréttindi og síðast en ekki síst að fara að samþykktum Sameinuðu þjóðanna og þá sér- staklega Öryggisráðsins um að hverfa á brott af herteknu svæð- unum, um að virða sjálfsákvörðun- arrétt palestínsku þjóðarinnar og rétt flóttamanna til að snúa til heim- kynna sinna,“ sagði Sveinn Rúnar ennfremur. Sveinn Rúnar og Viðar voru tíu daga í Palestínu. Sveinn Rúnar sagði að þrátt fyrir ástandið væri ótrúlegt hvað fólkið héldi sinni mannlegu reisn. Það væri í rauninni ekki nein uppgjöf í því. „Það eygir ennþá von- ina um að á endanum muni það fá sinn rétt og að það verði réttlátur friður í þessu landi þar sem Ísrael og Palestína geta lifað saman sem tvö ríki hlið við hlið,“ sagði Sveinn Rún- ar. Hann bætti því við að meira en húsfyllir hefði verið á fundinum í Háskólabíói, því setið hefði verið á göngum og staðið í tröppum, en hús- ið tekur tæplega eitt þúsund manns í sæti. Auk Sveins Rúnars og Viðars flutti Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, for- maður Amnesty International, ávarp á fundinum, auk þess sem flutt var tónlist. Jafnframt fór fram söfnun á fundinum til stuðnings stríðshrjáðum í Palestínu og er hægt að leggja framlög inn á bankareikn- ing 542-26-6990. Húsfyllir á fundi undir yfirskriftinni „Stöðvum stríðsglæpina í Palestínu“ Verður að knýja Ísrael til að fara að alþjóða- lögum Morgunblaðið/Ásdís Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, á baráttufundinum í Háskólabíói í gær. HEIÐRÚN Jónsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Landssíma Íslands, segir að kannað verði í kjölfar kvörtunar hvernig að uppsögnum átta starfs- manna Landssímans á Akureyri 17. apríl sl. var staðið. Uppsagnir starfsmannanna voru gagnrýndar harðlega við umræður á Alþingi í gær. Að sögn Heiðrúnar leit- uðust starfsmenn Símans við að sýna starfsmönnum nærgætni og virðingu við framkvæmd uppsagnarinnar, eins og kostur hafi verið á. ,,Einn þeirra starfsmanna sem sagt var upp hefur lýst yfir óánægju með það hvernig að uppsögn var staðið. Hafi starfsmenn Símans farið offari við framkvæmd uppsagnanna og ekki sýnt starfsmanninum þá nærgætni og virðingu sem ber þá er það harmað. Í kjölfar kvörtunarinnar verður kann- að innanhúss hvernig að uppsögnun- um var staðið,“ segir hún. Að sögn Heiðrúnar eru uppsagn- irnar hluti af almennri rekstrarhag- ræðingu sem á sér nú stað innan fyr- irtækisins. Lokun húslagnadeildar- innar á Akureyri eigi sér nokkurn aðdraganda en afkoma hennar hafi ekki verið viðunandi. ,,Við greiningu á deildinni og verkefnum hennar varð niðurstaðan sú að eðlilegast væri að flytja verkefnin til rafverktaka á svæðinu, þannig að verkefnin verða áfram á Akureyri og efla þannig at- vinnustarfsemi þar,“ segir hún. Starfsmönnum fækkar í 86 þegar uppsagnirnar taka gildi. Heiðrún bendir á að þrátt fyrir uppsagnirnar hafi starfsmönnum Símans á Akur- eyri fjölgað úr 61 í 86 frá árinu 1998. Kanna upp- sagnir hjá Símanum hefði dagskrárkostnaður Norður- ljósa aukist um 400 milljónir króna á síðasta ári. Stefnir í uppgjör Fundur forráðamanna Skjás eins með lánardrottnum Norðurljósa í London á dögunum var sömuleiðis til umræðu. Sagði Kristinn þá ferð hafa verið farna vegna þess að forráða- menn Skjás eins teldu að erfiðleikar væru í rekstri Norðurljósa. „Við vild- um komast í návígi við þá aðila sem hafa hagsmuna að gæta ef það er eins og okkur sýnist á reikningunum að það geti stefnt í að það verði uppgjör í þessum málum.“ Sagði hann hugs- unina hafa verið þá að átta sig á því hvað myndi gerast í framhaldinu. „Okkar sýn á þessum markaði er að það þurfi að fækka félögum eða minnka rekstrarkostnað með ein- hvers konar samstarfi eða sam- keyrslu félaganna.“ Sigurður sagði stöðu Stöðvar tvö ekki góða en þó hefði mátt sjá betri rekstrarniðurstöður fyrstu mánuði þessa árs en í fyrra. „Auðvitað þurf- um við að ná tökum á fjármálum Stöðvar tvö, við skuldum allt of mikið við þær aðstæður sem eru í samfélag- inu í dag. En við þurfum að hafa það hugfast að langtímalán okkar hafa minnkað um 200 milljónir frá ára- mótum bara vegna þess að gengið er að breytast og ef við færum aftur til ársins 1999 þegar dollarinn var 72 krónur þá værum við með rekstrar- hæft módel.“ Í lok þáttarins sagðist Kristinn telja að breytingar væru framundan í þessum efnum. „Eins og staðan er á markaðinum í dag þá tel ég að eitt- hvað af þrennu gerist, að það verði samruni sjálfstætt reknu stöðvanna eða þá að önnur hvor stöðin gefist upp. Svona taprekstur eins og hann er í gangi getur ekki gengið.“ Sig- urður sagði öllum möguleikum haldið opnum í þessum efnum en undir- strikaði að slíkt hefði ekki verið rætt við eigendur Skjás eins síðan í fyrra. KRISTINN Geirsson, framkvæmda- stjóri Skjás eins, segir útlit fyrir að einkareknum sjónvarpsstöðvum í landinu fækki og þá með samruna þeirra eða með því að annaðhvort Stöð tvö eða Skjár einn gefist upp. Hann segir markaðinn of lítinn fyrir jafnmargar einkareknar stöðvar og raun ber vitni. Þetta kom fram í um- ræðum í sjónvarpsþættinum Ísland í dag á Stöð tvö í gærkvöld. Í þættinum ræddu Kristinn og Sig- urður G. Guðjónsson, forstjóri Norð- urljósa, við þáttarstjórnendur um framtíðarhorfur á sjónvarpsmarkað- inum. Kom fram að víða gengi illa hjá einkareknum sjónvarpsstöðvum í Evrópu og sagði Sigurður þessa rekstrarörðugleika hafa byrjað á síð- astliðnu ári þegar mikill samdráttur varð í auglýsingum. Sömuleiðis hefði dagskrárefni hækkað mikið í verði fyrir utan gengisfall krónunnar. Staðreyndin væri sú að stór hluti sjónvarpsefnis væri keyptur fyrir dollara og vegna hækkunar hans Útlit fyrir fækkun einka- rekinna sjónvarpsstöðva Framkvæmdastjóri Skjás eins í sjónvarpsumræðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.