Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFTANESHREYFINGIN – mannlíf og umhverfi er nýtt afl í Bessastaðahreppi. Samtök íbúa sem vilja bæta skóla- og tóm- stundastarf og félags- og menning- arlíf. Samtök sem vilja varðveita þær fjölmörgu náttúruperlur og söguminjar sem Álftanesið er svo ríkt af. Að Álftaneshreyfingunni standa þrír stjórn- málaflokkar, Fram- sóknarflokkur, Sam- fylkingin og Vinstrihreyfingin – grænt framboð, auk þess tvö félög óflokks- bundinna íbúa. Rekja má stofnun Álftanes- hreyfingarinnar að nokkru leyti til bar- áttu á liðnu vori gegn áformum meirihlutans að sameina Bessa- staðahrepp og Garða- bæ. Sigur íbúanna í kosningunum, þar sem mikill meirihluti hafnaði sameiningar- viðræðum var afdrátt- arlaus. Þetta tókst þrátt fyrir að flokksmaskínu D-listans og meiri- hlutavaldi innan hreppsnefndar- innar væri beitt til hins ýtrasta. Með samstöðu tókst að brjóta áform meirihlutans á bak aftur. Reynt var að draga fjöður yfir eig- inlegan tilgang könnunarinnar og sagt að samþykki þýddi aðeins við- ræður. Staðreyndin er þó sú, úr sameiningarferli sveitarfélaga víða um land, að sameiningarviðræður leiða nær alltaf til sameiningar. 60% gegn áformum meirihlutans 60% íbúanna lögðust gegn áformum meirihlutans í fyrra um sameiningarviðræður við Garða- bæ. Sumir létu blekkjast af þess- um áróðri, því má ætla að enn fleiri en 60% hafi í reynd verið móti sameiningu m.a, ýmsir fyrr- verandi stuðningsmenn D-listans sem, eins og Álftaneshreyfingin, vilja efla hér sjálfstætt sveitarfé- lag. Talsmenn sameiningar töldu að sá mikli fjöldi nýrra íbúa sem hefur flutt hingað á síðustu átta árum væri ginnkeyptur fyrir sam- einingu. Annað kom í ljós, nýir íbúar hreppsins, að meirihluta ungar barnafjölskyldur, eru komn- ir í Bessastaðahrepp til að ala börn sín upp í sveit í bæ. Allt þetta fólk á samleið með Álftaneshreyf- ingunni sem hefur metnaðarfulla sýn á framtíð sérstakrar byggðar í Bessastaðahreppi. Forsenda stefnu Álftaneshreyfingarinnar er sjálfstætt sveitarfélag í Bessa- staðahreppi. Íbúarnir þurfa nýjan meirihluta Á næstunni mun D-listinn reyna með ýmsum hætti að kaupa sér fylgi íbúanna, jafnvel skreyta sig með tillögum minnihlutans. Þannig ruku þeir til í sömu vikunni og fréttist um stofnun Álftaneshreyf- ingarinnar og lækkuðu ýmis gjöld á íbúunum. Ég ætla að fólk láti ekki blekkjast. Á komandi vori þurfa íbúar Bessastaðahrepps, með stuðningi við Álftaneshreyf- inguna – mannlíf og umhverfi, að sýna samstöðu sína og kjósa nýjan meirihluta í hreppsnefnd. Velja til forustu fólk sem gerir sér grein fyrir því einstaka tækifæri sem við höfum til að skipa okkar málum sjálf. Móta skólastarf jafnt í leikskóla sem grunn- skóla, menningar- starf, þjónustu og fé- lagsmál aldraðra og umhverfismál á okkar eigin forsendum. Þetta fólk hafnar mið- stýrðum ákvörðunum meirihlutans sem oft- ar en ekki eru teknar vegna þröngra hags- muna eða til að þókn- ast verktökum. Þann- ig er nú verið að böðlast áfram nokkr- um vikum fyrir kosn- ingar með skipulags- ákvarðanir í hjarta sveitarinnar þótt fyrir liggi að margir íbúar vilji skoða málið betur. Hægt verði á nýbyggingum – skipulagsmálin tekin til endurskoðunar Það er krafa Álftaneshreyfing- arinnar að þessar skipulagstillögur verði skoðaðar nánar enda engin brýn nauðsyn að undirbúa nú ný byggingarsvæði. Heildarendur- skoðun þarf að fara fram í skipu- lagsmálum, m.a. þarf að hverfa frá þeirri stefnu meirihlutans að stefnt skuli að 3000 manna byggð í Bessastaðahreppi. Núverandi skipulagsstefna um 3000 manna byggð er ógnun við þá kröfu íbú- anna að varðveita ósnortnar nátt- úruperlur í hreppnum og það dreifbýli sem í dag er einkenni byggðarinnar. Þetta skipulag stangast á við stefnu Álftanes- hreyfingarinnar um sveit í bæ. Það er krafa Álftaneshreyfing- arinnar að hægt verði á íbúaþróun og í stað þess hugað betur að inn- viðum í Bessastaðahreppi, – skóli, æskulýðsstarf og félagslíf íbúanna eflt. Flutningur krefst undirbúnings Vöndum vinnu við undirbúning á flutningi kennslu grunnskólabarna úr Garðabæ. Sama er nú uppi á teningnum í sambandi við sam- starf okkar við Garðbæinga í skólamálum, þar er nú vaðið áfram án samráðs við foreldra eða skóla- nefnd. Hagsmunum barna og for- eldra er vikið til hliðar en strípaðir áróðurshagsmunir meirihlutans settir á oddinn. Það er að sjálf- sögðu vilji foreldra barna við Álftanesskóla að kennsla allra bekkja grunnskólans fari fram í hreppnum. Flutningur kennslu eldri bekkjanna úr Garðabæ krefst hins vegar mikil undirbúnings sem sýna þarf fram á að hægt sé að standa við. Erfið fjárhagsstaða hreppsins sem hefur fengið gula spjaldið frá yfirvöldum er þannig í dag helsta hindrunin fyrir skjótum breytingum í skólamálum okkar. Foreldrar barna í Álftanesskóla setja að sjálfsögðu efst á blað kröfuna um að faglega sé staðið að þessum málum og skólanefnd og foreldrar fái að fjalla um málið. Við viljum lýðræðislega umræðu og ákvarðanatöku þar sem fólkið kemur sjálft að sínum málum. X – Á fyrir framtíð Bessastaðahrepps. Nýtt afl í Bessastaða- hreppi Sigurður Magnússon Bessastaðahreppur Það er krafa Álftanes- hreyfingarinnar, segir Sigurður Magn- ússon, að hægt verði á íbúaþróun og í stað þess hugað betur að innviðum í Bessastaðahreppi. Höfundur er myndlistarmaður og í fyrsta sæti á lista Álftaneshreyfing- arinnar, mannlíf og umhverfi. ÞEGAR samræmdu prófin fara í hönd leiða foreldrar ævinlega hug- ann að því hvað tekur við að þeim loknum. Í flestum tilvikum eru próflokin tilhlökkunar- efni og ánægjulegur áfangi. En oft hafa alls kyns leiðindi og ólæti fylgt í kjölfar þeirra þegar unglingarnir safnast saman til að fagna próflokum. Þó er það að líkum miklu al- gengara að allt gangi vel fyrir sig og foreldrar geti verið áhyggjulaus- ir. Það er ljóst að prófin skipta flesta unglinga miklu máli. Þau geta meðal annars ráðið úrslitum um það hvort unglingarnir geti valið um framhalds- skóla. Samræmdu prófunum fylgir oft gífurleg spenna fyrir unglingana, þeir eru að velkjast í vafa um það hvort þeir hafi náð eða ekki, hvaða einkunn þeir fá o.s.frv. Eðlilegt er að þau þurfi að losa um þessa spennu og vilji halda upp á prófalokin með ein- hverjum hætti. Mikilvægt er að foreldrar axli ábyrgð á unglingunum á þessum tíma eins og öðrum og haldi upp á prófa- lokin með þeim eða hvetji þau til að taka þátt í skipulögðum ferðum eða öðrum jákvæðum og uppbyggilegum atburðum. Víða hefur tíðkast um nokkurt skeið að foreldrar, skólar, foreldrafélög og félagsmiðstöðvar hafi í sameiningu skipulagt ferðir eða aðra atburði við lok samræmdra prófa. Í þeim skóla þar sem ég á barn í 10. bekk hafa nemendur sjálfir lagt drjúga hönd á plóg, auk foreldra og skóla, við að skipuleggja og afla fjár til próflokaferðar sem hefst sama dag og sam- ræmdu prófunum lýk- ur. Tilgangurinn er vitaskuld sá að halda upp á próflokin, hópur- inn er að skemmta sér saman í síðasta sinn með því að fara saman í tveggja daga ferð ásamt nokkrum fullorðnum, þar sem boðið verður upp á margt fróðlegt og spennandi. Ætlunin er að úr verði eftirminnileg ævintýraferð. En það er augljóst að þótt sumir velji að fara í ferðalög með ung- lingana verður það ekki þannig alls staðar og það fara heldur aldrei allir með í ferðalög. Auk þess hentar það ekki öllum og aðstæður fólks eru æði mismunandi. Nokkur hópur unglinga hefur að jafnaði valið að halda upp á áfangann með því að neyta áfengis eða annarra vímuefna. Í sumum til- vikum eru þetta fyrstu kynnin af vímuefnum. Því miður hefur það of oft reynst afar afdrifaríkt, því margir ráða ekki við neyslu sína þegar hún á annað borð er orðin staðreynd og við þekkjum allt of mörg sorgleg dæmi um afleiðingar vímuefnaneyslu ung- menna. Mikilvægt er að foreldrar haldi vöku sinni og sammælist um að kaupa hvorki áfengi fyrir börn og unglinga né veita þeim. Stundum er sagt að það sé betra að kaupa kippu handa barninu sínu heldur en að það drekki landa eða neyti annarra efna. Þau rök halda hins vegar ekki. Áhætt- an að ánetjast vímuefnum er líklega því meiri sem unglingar eru yngri þegar neysla hefst. Þess vegna er svo þýðingarmikið að spyrna við fótum og gefa unglingunum skýr skilaboð um að neysla áfengis eða annarra vímu- efna sé eitthvað sem við sættum okk- ur ekki við. Þá má heldur ekki gleymast að börn eru börn þangað til þau eru 18 ára og eru á ábyrgð okkar foreldr- anna eða annarra forráðamanna. Það er ekki rétt að börn axli t.d. þá ábyrgð sem því fylgir að fá félagana í heim- sókn þegar mamma og pabbi eru ekki heima. Hvernig getum við ætlast til að þau geti tekist á við þann vanda sem oft skapast þegar óboðnir gestir gera innrás? Það er sjálfsagt að opna heimili sín fyrir vinum barnanna sinna en foreldrar/forráðamenn eiga að vera til staðar. Ég hvet alla foreldra og forráða- menn unglinga sem nú þreyta sam- ræmd próf, að leggja sitt af mörkum til að próflokin verði ánægjuleg og uppbyggileg og standa saman um að veita börnunum okkar stuðning, að- hald og hvatningu. Samræmdu próf- in – hvað svo? Árni Þór Sigurðsson Höfundur er í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og skipar 1. sæti Reykjavíkurlistans. Próf Það er sjálfsagt að opna heimili sín fyrir vinum barnanna sinna, segir Árni Þór Sigurðsson, en for- eldrar/forráðamenn eiga að vera til staðar. TÍMAMÓT í lífinu eru ávallt tilefni hátíða- brigða og fagnaðar. Við komum saman á af- mælum, sumardaginn fyrsta, þjóðhátíðardag- inn, við útskriftir úr skóla, o.s.frv. Tilefnið er ætíð hið sama, að fagna áfanga eða minn- ast einhvers sem skipt- ir okkur máli. Þessum augum eru nemendur í grunnskóla farnir að líta á lok skyldunámsins í grunn- skóla. Tíu ára sam- felldri skyldusetu á skólabekk er lokið. Við tekur nýr áfangi sem byggist á frjálsu náms- og starfsvali, tími frelsis og sjálf- stæðis er runninn upp í huga þeirra. Í augum grunnskólanema er því ær- ið tilefni til fagnaðar og hátíðahalda. Lok samræmdu prófanna er sú við- miðun sem þeir nota, hugsanlega vegna þess að þau eru síðasti áfang- inn sem öllum ber að ná. Því miður hafa þessi annars merkilegu tímamót orðið vettvangur leiðinda hjá sumu af þessu unga fólki og tilefni kvíða meðal foreldra og skólamanna. Útúrdrukknir ungling- ar, slagsmál og skemmdarverk er mynd sem orðið hefur ofan á við þessi tímamót grunnskólanema. Mynd sem við viljum afmá með öll- um tiltækum ráðum. Um það hefur skapast eining á undanförnum árum og leggjast nú foreldrar og foreldra- félög, kennarar og skólar, starfsfólk æskulýðsmiðstöðva sveitarfélaga og æsku- lýðs- og íþróttafélög og fleiri á eitt við að beina hátíðahöldum nemenda inn á jákvæðari braut- ir. Nemendum standa til boða ýmsar ævin- týraferðir og skemmti- leg viðfangsefni, yfir- leitt þeim að kostn- aðarlausu. Þessar uppákomur hafa tekist vel á síðustu árum og virðast unglingarnir vera mjög ánægðir að þeim loknum. Það sýnir að „fyllerí“ til hátíðabrigða er ekki sjálfsagt í augum allra ung- linga. Framundan eru enn á ný lok sam- ræmdra prófa í 10. bekk grunnskóla. Gamla myndin af drukknum ung- lingum lifnar við og áhyggjur setjast að foreldrum. Ásetningur um að koma í veg fyrir að gamla sagan end- urtaki sig er endurvakinn. Tökum öll þátt í því! Tökum þátt í gleði barnanna af þessu tilefni og hvetjum þau til þess að halda upp á það á ánægjulegan hátt. Munum samt að flestir unglingar hafa lítinn eða eng- an áhuga á að eyða þessum tímamót- um í drykkju og leiðindi. Þeir vilja einungis gera sér sjálfsagðan daga- mun en fyrirmyndir þeirra eru e.t.v. ekkert til þess að hrópa húrra fyrir. Hvaðan skyldu þau t.d. hafa þá mynd að áfengisneysla og skemmtun hvers konar þurfi að fara saman? Lítum í eigin barm um leið og við hellum úr skálum vandlætingar í garð unglinganna. Er ekki eini mun- urinn sá að þau skortir reynsluna og þroskann til þess að sjá fótum sínum forráð? Börnin okkar mótast ekki í félagslegu tómarúmi. Foreldrar ættu að nota tækifærið sem nú gefst vegna umræðunnar um lok samræmdu prófanna til þess að ræða í hreinskilni við börn sín um merkingu þess áfanga að hafa lokið grunnskólanámi, um þýðingu þess að njóta frelsis og hafa val, um lífs- gæðin sem felast í því að hafa for- sendur til þess að setja sér markmið í lífinu í þeirri vissu að möguleikarnir eru allt um kring. Ræða um það að frelsi fylgi ábyrgð. Við foreldrar ættum einnig að nota þessi tímamót til þess að ræða um og minna börn okkar á að neysla áfengis og annarra vímuefna er á engan hátt sjálfsagður förunautur þeirra sem vilja gera sér dagamun. Að gera sér dagamun Árni Einarsson Prófin Börnin okkar, segir Árni Einarsson, mótast ekki í félagslegu tómarúmi. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r Nýjar línur á nýjum stað undirfataverslun Síðumúla 3-5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.