Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 68
SJÚKLINGUM sem fengu sjúkra- þjálfun fjölgaði um fjögur þúsund á árabilinu 1997–2000, úr 22 þúsund í 26 þúsund eða um 19%. Á sama tíma- bili jókst heildarkostnaður um 31%, að því er fram kemur í stjórnsýslu- endurskoðun Ríkisendurskoðunar á sjúkraþjálfun. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að skortur á skýrum reglum í almannatryggingalögum feli í sér að fleiri en þeir sem eigi lög- varinn rétt njóti sjúkraþjálfunar sem ríkið taki þátt í að greiða og í ljósi þess að 850 milljónum króna hafi verið varið til sjúkraþjálfunar á síð- asta ári „sýnist fullkomin ástæða til að settar verði nákvæmari reglur um þessa þjónustu“. Ríkisendurskoðun telur einnig þörf á að heilbrigðisráðuneytið skil- greini betur hvert sé hlutverk sjúkraþjálfunar í heilbrigðiskerfinu svo að slíkt hlutverk haldist í hendur við opinber markmið í heilbrigðis- málum. Skýr stefna ráðuneytisins í sjúkraþjálfunarmálum sé forsenda markvissrar stjórnunar Trygginga- stofnunar á þessum málum. Þá kemur fram að eftirlit trygg- ingarlækna nái aðeins til um það bil 20% af heildarfjölda þeirra sem njóti sjúkraþjálfunar. Þeir hafi ekki beint eftirlit með frumbeiðnum 80% sjúk- linga. Telur Ríkisendurskoðun að TR eigi að leggja ríkari áherslu á eft- irlit sem grundvallist á úrtaki úr öll- um beiðnum um sjúkraþjálfun. Þá fjallar Ríkisendurskoðun um sjúkraþjálfara sem starfa á stofnun- um ríkisins og taka að sér sjúklinga á eigin vegum, en þeim ber að greiða sérstakt aðstöðugjald. Segir stofn- unin að í þeim tilvikum sem skoðuð hafi verið bendi ýmislegt til þess að gjaldið sé nokkuð undir raunkostn- aði. „Kostnaður vegna aðstöðu fer nærri því að nema um helmingi af rekstrarkostnaði en sjúkraþjálfarar sem starfa á stofnunum ríkisins greiða mun lægra hlutfall fyrir að- stöðuna og dæmi er um að þeir greiði ekkert fyrir hana. Þrátt fyrir þetta er greiðsla TR til þeirra sem þessa aðstöðu hafa sú sama og til þeirra sem reka sjálfir sínar eigin sjúkra- þjálfunarstofur. Lagt er til að kann- að verði nánar hvort eðlilegt og sanngjarnt verð fáist fyrir aðstöðu þá sem hér um ræðir og hlutast verði til um leiðréttingu ef þörf er á slíku,“ segir síðan. Loks kemur fram að árin 1990 til 2000 hafi kostnaður ríkisins vegna sjúkraþjálfunar af völdum íþróttameiðsla hækkað úr 11 millj- ónum kr. í 39 milljónir kr. Kostnaðurinn jókst um 31% frá 1997 til 2000 Stjórnsýsluendurskoðun vegna sjúkraþjálfunar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. NÁNAST allir jöklar hopuðu á síðasta ári samkvæmt árlegum mælingum Jöklarannsóknafélags Íslands og er ástandinu helst líkt við óðabráðnun jökla á fjórða áratug síðustu aldar. Þetta er niðurstaðan úr árlegum jökla- mælingum Jöklarannsóknafélags Íslands þar sem 50 jökulsporðar voru mældir. Aðeins Leirufjarð- arjökull í Drangajökli mjakaðist fram um 10 metra. Árið 2001 var í hlýrra lagi en þó var sumarið svalt, einkum framan af norðan heiða. Veturinn 2000–2001 voru snjóalög með minnsta móti nema á Norður- og Austurlandi þar sem snjóaði drjúgt. Í grein um sporðamæl- ingar í fréttablaði Jöklarann- sóknafélagsins segir Oddur Sig- urðsson jarðfræðingur að af þessum sökum hafi allir jöklar á landinu rýrnað, að undanskildum þeim vestfirsku og jöklum við Eyjafjörð og á Austfjörðum. Af- koma Hofsjökuls var neikvæð sjö- unda árið í röð og er þess farið að gæta sjáanlega í ummáli jök- ulsins. Þrándarjökull bætti hins vegar við sig í fyrra. Oddur sagði í samtali við Morg- unblaðið að gera mætti ráð fyrir að jöklarnir héldu áfram að hopa á þessu ári þar sem snjókoma í vetur hefði verið lítil. Oddur segir að síðustu ár hafi verið í hlýrra lagi. Við bætist að síðustu sex ár hafi fallið til- tölulega lítil úrkoma, sem sé lengsta tímabil úrkomulítilla ára sem hann viti um. Eftir sjö ára af- hroð hafa jöklar nú styst um það sem þeir gengu fram á kulda- tímabili sem hófst á hafísárunum á 7. áratug 20. aldar. Nánast allir jöklar hafa styst og sumir veru- lega. Meðal þeirra sem nú standa aftar en nokkru sinni fyrr síðan mælingar hófust árið 1930 er austanverður Skeiðarárjökull, Skaftafellsjökull, Falljökull, Kví- árjökull og Fjallsjökull en þessir jöklar eru allir í austanverðri Öræfasveit. Sama á við um Fláa- jökul í Austur-Skaftafellssýslu, jöklana í Hornafirði og Naut- hagajökul í Hofsjökli. Þá hefur Breiðamerkurjökull hopað án af- láts alla 20. öldina og hafa kulda- tímabil ekki dugað til að stækka hann. Mikið land kemur undan jökl- unum þegar þeir hopa. Oddur segir að til skamms tíma verði af- leiðingarnar aðallega þær að ár muni breyta farvegi sínum með tilheyrandi vandamálum. Ljósmynd/Einar Gunnlaugsson Gunnlaugur Einarsson sést hér við sporðamælingar á Sólheimajökli sem hefur hopað mikið, um rúmlega 100 metra síðan 1995. Aldarfjórðunginn á undan hafði hann skriðið fram um hálfan kílómetra en á árunum 1930–1969 hopaði hann um kílómetra. Niðurstöður árlegra sporðamælinga Jöklarannsóknafélags Íslands Nánast allir jöklar hafa hopað FJALLASPORT hefur gert samn- ing við norskt bílaumboð um breyt- ingar á um 300 jeppum á ári í Noregi til að bílarnir uppfylli ákveðin skil- yrði. Fjallasport hefur hafið mark- aðssókn í Noregi fyrir breytta jeppa en fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun og breytingum á fjórhjóladrifnum jeppum fyrir almenning. Fjallasport hefur nú undirritað samning við norska bílaumboðið DAF, sem m.a. selur Ssanyoong- jeppa í Noregi, um breytingar á 70 bílum á tímabilinu frá 15. júlí til 15. september nk. og 30 bílum frá 15. september fram að áramótum. Auk þess er stefnt að því að gera sams- konar breytingar á 300 bílum á ári eftir það. Að sögn Steinars Sigurðssonar, eins af eigendum Fjallasports, hafði umboðið áður leitað til tveggja fyr- irtækja um breytingarnar en þau gátu ekki leyst þann vanda sem við var að etja. Um er að ræða breyt- ingar á nýjum jeppa frá Ssanyoong er snúa að bílum sem undanþegnir eru virðisaukaskatti. Með breyting- unum er innra rými bílanna aukið til muna. „Til að bílarnir uppfylli þessi skilyrði þarf að koma ákveðnum kassa inn í bílinn. Hin fyrirtækin vildu hækka toppinn á bílunum til að koma kassanum fyrir en sú lausn þótti ekki viðunandi, þar sem hún þótti koma niður á útliti bílanna. Við hins vegar förum niður um gólfið og gerum þá tilfallandi breytingar á fjöðrunarfestingum og undirvagni bílanna.“ Fjallasport hefur nýlega opnað útibú í Drammen í Noregi og boðið breytingar á jeppum fyrir norskan almenning. „Þessi samningur er gríðarleg vítamínsprauta fyrir Fjallasport og hefur mikla þýðingu fyrir markaðsstarf fyrirtækisins í Noregi, en þar höfum við verið að hasla okkur völl með breytingar á jeppum að undanförnu,“ segir Stein- ar. Fjallasport gerir stóran samning við norskt bílaumboð Breytir 300 jeppum á hverju ári  Norðmenn/20 HJÖRDÍS Hákonardóttir, hér- aðsdómari í Reykjavík, féllst ekki á kröfu lögreglunnar um að gæsluvarðhald yrði framlengt yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um aðild að smygli á um 30 kílóum af hassi til landsins. Var þeim því sleppt úr haldi á föstu- dag. Lögreglan hefur kært úrskurð- inn til Hæstaréttar. Taldir líklegir til að koma sér undan refsingu Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var farið fram á gæslu- varðhald yfir tvímenningunum á grundvelli þess að þeir væru grunaðir um alvarlegt fíkniefna- brot og væru því meðal annars lík- legir til að reyna að koma sér und- an refsingu. Á þetta féllst dómurinn ekki. Þriðji maðurinn, sá sem handtekinn var síðastur, er enn í gæsluvarðhaldi. Hæsti- réttur hefur staðfest úrskurðinn en þriðji maðurinn er líkt og hinir tveir grunaður um að eiga stóran þátt í innflutningnum. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, hefur ein- arðlega neitað allri aðild að inn- flutningnum. Mótmælti hann harðlega gæsluvarðhaldskröfunni og sagði mikla persónulega og fjárhagslega hagsmuni í húfi fyrir sig. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur lögreglan lengi grunað hann um þátttöku í fíkni- efnasmygli. Tveimur sleppt en einum haldið Lögreglan kærir úrskurðinn Grunur um alvarlegt fíkniefnabrot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.