Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ KÓR Menntaskólans í Reykjavík undir stjórn Marteins H. Friðriks- sonar söng fyrir troðfullum sal Lista- safns Íslands. Á efnisskrá voru ís- lensk og erlend þjóðlög, madrigalar, lög úr West Side Story eftir Leonard Bernstein, auk sönglaga og söng- verka eftir Jón Ásgeirsson, Martein H. Friðriksson, Mozart og Bach. Stærsta verkið á efnisskránni var Missa criolla eftir Ariel Ramírez, fyr- ir einsöngvara, kór og rytmasveit. Kór MR er orðinn stór, og sam- anstendur nú af tveimur kórum, kór yngri félaga og kór eldri félaga. Eitt- hvað virðist halla á karlpeninginn í kórnum, þeir eru fáir miðað við stelp- urnar, en þó raddmeiri í heild sinni en búast mætti við. Vandinn við skólakór af þessu tagi er hversu ör manna- skipti eru í kórnum; það má segja að stjórnandinn sé með nýtt hljóðfæri í höndunum á hverju hausti. Hljómur kórsins í hefðbundnum fjögurra radda söng var góður, en í madrigöl- um og öðrum verkum þar sem sópran var skipt í fyrsta og annan sópran hallaði á fyrsta sópran, sem var of fá- mennur og daufur miðað við neðri raddirnar. Í lögum Marteins sjálfs fyrir kvenraddir voru stúlknaradd- irnar þó í miklu betra jafnvægi sín á milli. Þetta voru góð lög, einkum það síðasta, Tunglskinskvöld, þar sem stúlka í kórnum söng afar fallega lítið einsöngshlutverk. Ungversku þjóð- lögin tvö, Draumurinn um Adam og Sígauninn í leti lá, voru vel sungin og hressilegur kraftur í söng krakkanna. Nokkur lög guldu þess að vera flutt of hratt, þar á meðal Maístjarnan, Lilju- lagið og þátturinn úr Magnificat eftir Bach. Það var svo mikil ákefð í krökk- unum að lögin urðu óróleg og misstu svolítið jafnvægið. Það síðastnefnda þessara þriggja, fimm radda fúgan úr Magnificat, var sungið með textanum Psallite deo nostro, og heyrist jafnoft sungið með þýska textanum Ehre und Preis, en nánast aldrei með „upp- runalegum“ texta, Sicut locutus est; – nema þegar verkið er flutt í heild sinni. Þetta er svolítið einkennilegt, og hefði kannski mátt skýra í efnis- skrá uppruna þess texta sem sunginn var, þó ekki væri nema fyrir forvitni sakir. Vera má að þar sem ekkert upprunalegt handrit er til að verkinu í heild sinni hafi mismunandi textar að fúgunni varðveist í seinni tíma uppskriftum að henni. Keðjusöngvar eftir Mozart með bráðsnjöllum texta- þýðingum Þorsteins Valdimarssonar eru stórskemmtilegir. Það var erfitt fyrir kórinn að halda keðjuna þar sem þau stóðu í hring meðfram veggjum salarins, umhverfis áheyrendur, og tempóið varð ögn loðið sums staðar, þótt ekki vantaði kraftinn og gleðina í söng unga fólksins. Í hléi söng kórinn lagasyrpu úr West Side Story. Kór- inn stillti sér upp í tröppum í anddyr- inu, og þá kom glöggt í ljós hve vel kórinn hljómar þar sem hljómburður er betri. Salur Listasafnsins er ekki sérlega söngvænn, en þarna kom rétti hljómurinn. Kórinn söng þessi fínu lög Bernsteins sérstaklega vel og með mikilli tilfinningu fyrir rytma og blæbrigðum í styrk og dýnamík. Í heild var þetta besta atriði tón- leikanna. Síðasta atriði tónleikanna var Missa criolla eftir Ramirez. Þriggja manna slagverk, bassi og semball mynduðu litla hljómsveit með kórnum, en einsöngvarar, átján talsins, komu úr röðum kórfélaga. Það var auðheyrt að kórinn kunni að meta þessa tónlist, og það var mikið stuð í söngnum. Hljómsveitin hefði þurft að vera öll á sama stað; – semb- all og bassi voru öðrum megin í saln- um en slagverkið hinum megin. Rytminn var svolítið köflóttur og loð- inn í upphafi, en Eggert Pálsson slag- verksleikari reif upp rétta bítið með öruggri taktfestu á stóru trommuna. Kórinn söng messuna skínandi vel og einsöngvararnir voru fínir. Það sem heillaði mest var að sjá og heyra sönggleðina í kórnum og skynja að þarna var ungt fólk að leggja sig fram um að gera vel og njóta þess um leið að gera eitthvað uppbyggilegt. Mar- teinn H. Friðriksson er með fínan kór í höndunum. Krakkarnir vilja stund- um hlaupa útundan sér í einskærri ákefð, og þyrftu að einbeita sér betur að því að fylgjast með stjórnandan- um, en þau syngja líka eins og englar þegar best lætur. Stórfín Saga úr vesturbænum TÓNLIST Listasafn Íslands Kór Menntaskólans í Reykjavík söng ís- lensk og útlend þjóðlög, madrigala, mót- ettur o.fl. auk Missu criolla eftir Ariel Ramírez. Einsöngvarar komu úr röðum kórfélaga; Heiða Njóla Guðbrandsdóttir lék á sembal, Jón Rafnsson á bassa, Egg- ert Pálsson, Rúna Esradóttir og Magnea Gunnarsdóttir á slagverk. Undirleikari og stjórnandi var Marteinn H. Friðriksson. Sunnudagur 14. apríl. KÓRTÓNLEIKAR Bergþóra Jónsdóttir Í TILEFNI af viku bókarinnar hefur bresku athafnarkonunni og frum- kvöðlinum Rachel von Riel verið boð- ið til Íslands. Rachel er stjórnandi fyrirtækisins Opening the Book í Bretlandi og helsti hugmyndasmið- urinn á bak við hreyfinguna Readers Development sem hefur bylt hug- myndum manna um hvernig bækur eru lesnar og kynntar á bókasöfnum, í bókaverslunum, á vinnustöðum, fé- lagsmiðstöðvum og á Netinu. Fyrir- tæki hennar veitir ráðgjöf til allra sem vinna með bækur og lestrar- hæfni, einstaklinga, fyrirtækja og stofnanna. Rachel stendur fyrir um- ræðum í Grófarhúsi á vegum Borg- arbókasafns Reykjavíkur í hádegi í dag og kl. 17 heldur hún opinn fyr- irlestur í boði heimspekideildar í Há- tíðarsal Háskóla Íslands. Fyrirlest- urinn kallar hún The Secret Pleasure of Reading og verður hann fluttur á ensku. Fólk hefur gaman af því að tala um bækur sem það hefur lesið Rachel von Riel segist mjög ánægð með að vera komin til Íslands, til þjóðarinnar sem hún segir hafa það orðspor á sér um heim allan að vera sérstaklega bókhneigð. En hún biður þá sem koma í Grófarhúsið í hádeg- inu að koma með bók sem þeir hafa ekki lesið en hefur lengi langað til að lesa. „Ég ætla að tala sérstaklega um það við Íslendinga hvernig þeir geta deilt ánægjunni af bók- lestri með fleirum. Fólk vill gjarnan ræða um bækur sem það hefur lesið. Mig langar líka að ræða um það að taka áhættu í bóklestri. Við höfum tilhneigingu til að lesa bækur sem við þekkjum til; bækur eftir rithöfunda sem við þekkjum, eða bækur sem við kynnumst af af- spurn. Þetta gerist alls staðar. En hvernig á fólk að fara að því að kynnast bók sem það þekkir ekki; til dæmis eftir unga eða óþekkta rithöfunda? Eitt af því sem ég hef verið að rannsaka, er það hvað það er sem gerir það að verkum að fólk legg- ur bók frá sér ólesna, og hvað veldur því að fólk festist í ákveðnum tegund- um af bókum, eða ákveðnum rithöf- undum. Þess vegna bið ég fólk að koma með þessa bók með sér, bókina sem það hefur alltaf langað til að lesa en ekki látið verða af. Við ætlum að kanna ástæð- ur þess að bókin er enn ólesin, og reyna að fletta ofan af sjálfum okkur og svara þessari spurningu. Leshringir og leshópar hafa hjálp- að mörgum. Þetta er leið sem margir fara til að kynnast nýjum bók- um. Fólk er svo fúst til að tala um það sem það hefur lesið, og ef þú veist að þú þarft að tala um bókina, þá lestu hana líka. Þér þarf alls ekki að líka við bókina og þú getur hætt við hana í miðju kafi; en þú hef- ur alla vega gefið þér tækifærið til að kynnast henni. Ef þér líkar við hana, þá ertu þeirri bók ríkari. Fólk í les- hringjum les gjarnan sínar uppá- haldsbókmenntir líka, og reynslan sýnir að leshringurinn er viðbót við það; viðbót sem færir því nýjar víddir í bóklesturinn.“ Rachel von Riel segir að fólk þurfi að vera afslappaðra gagnvart bók- lestri og láta ekki bugast þótt einni og einni bók sé fleygt hálflesinni aftur upp í hillu. „Sumum finnst þeim hafa mistekist eða þeir brugðist ef þeir gefast upp á bók. Þetta skapar hætt- una á að fólk festist í „sínum“ bókum og hætti að lesa eitthvað sem gæti komið á óvart. Þetta er alveg eins og með matinn. Það er alltaf eitthvað sem þér líkar ekki og þér þarf ekki að líka við. Öðrum kann að líka það sem þér líkar ekki en þín viðhorf eru eng- an veginn þín sök. En svo smakkarðu ólíka rétti og eitthvað nýtt og þér kann að líka þar við ýmislegt þótt þú hafir ekki vanist því eða bragðað það áður. Smám saman þróarðu með þér smekk fyrir því. Það tekur tíma, al- veg eins og með lestur nýrra bóka. Flestir hafa unun af því að smakka mat sem kemur á óvart, mat með nýju bragði, og það sama gildir um bækurnar, ef þú á annað borð treyst- ir þér til að smakka.“ Rachel segir að fólk finni oft til skammar eða sekt- arkenndar vegna bóka sem því finnst það eiga að hafa lesið til að geta tekið þátt í almennri umræðu, en hefur ekki gert. „Það er alls staðar snobbað fyrir bóklestri og sérstaklega á það við um ungt fólk, að því finnst það ætti að vera víðlesnara en það er. Svo eru líka uppi alls konar lítil samsæri; – fólk þorir ekki að segja að því líki ekki við bók sem öllum virðist líka. Þetta er ótækt og fólk þarf að vera miklu frjálsara með bóklestur sinn. Auðvitað er það hvorki bókinni né lesandanum að kenna þótt bók sé ekki lesin, þar kemur svo margt til, jafnvel bara skapið sem þú ert í dag- inn sem þú opnar bókina. Ég talaði um matinn áðan en það er líka hægt að líkja tengslum okkar við bækur við sambönd fólks. Suma elskarðu um stund og svo hverfa þeir úr lífi þínu; aðrir eru kaldir og fjarlægir og þig langar ekkert til að kynnast þeim, sumt fólk vekur forvitni þína og þig langar að kynnst því og enn aðra elskarðu allt þitt líf. Samband okkar við bækur er á sama veg.“ Að heimsókn Rachel von Riel til Ís- lands standa Bókmenntakynningar- sjóður, Breska sendiráðið, Endur- menntun HÍ, Borgarbókasafnið, Háskóli Íslands, Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaút- gefenda. Aðgangur er ókeypis og öll- um opinn. Prófum að taka áhættu í bóklestri Rachel von Riel Í TILEFNI af aldarafmæli Hall- dórs Laxness efna Samtök um leik- minjasafn til leiklestrar á öllum leikritum skáldsins á afmælisdegi hans, í dag, í Iðnó og hefst lesturinn kl. 12 og stendur til kl. 24. Dagskráin er í tengslum við sýn- inguna Laxness og leiklistin sem nú stendur yfir í Iðnó. Um sextíu leik- arar taka þátt, bæði af eldri og yngri kynslóð og stýrir Rúnar Guð- brandsson leikstjóri lestrinum. Straumrof kl. 12.00–14.30 Loftur Kaldan, faðirinn: Pétur Einarsson. Gæa Kaldan, móðirin: Tinna Gunnlaugsdóttir. Alda Kald- an, dóttirin: Nína Dögg Filippus- dóttir. Már Yman, unnusti nr. 1: Gísli Örn Garðarsson. Dagur Vest- an, unnusti nr. 2: Ingvar Sigurðs- son. Silfurtunglið kl. 14.30–17.00 Lóa (Ólöf Guðlaugsdóttir): Þór- unn Clausen. Ísa (Ísafold Thorlac- íus) saungmær: Edda Arnljótsdótt- ir. Laugi (Guðlaugur) faðir Lóu: Steindór Hjörleifsson. Óli (Ólafur Jónsson) bóndi Lóu: Gunnar Hans- son. Feilan Ó. Feilan forstjóri í Silf- urtungli: Gísli Rúnar Jónsson. Róri fyrrum svili Óla: Valdimar Flyg- enring. Mr. Peacock forstjóri í Uni- versal Concert Inc.: Árni Pétur Guðjónsson. Önnur hlutverk: Ágústa Skúladóttir, Árni Pétur Reynisson. Vilhjálmur Hjálmars- son, o.fl. Strompleikurinn kl. 17.00–19.30 Frú Ólfer ekkja af góðum ættum: Guðrún Þ. Stephensen. Ljóna Ólfer (Óljóna) dóttir hennar: Sigrún Sól Ólafsdóttir. Útflytjandinn (Fiskhaus og Kó): Hilmir Snær Guðnason. Innflytjandinn (merkið „sjálflýsandi kattarhaus“): Kjartan Guðjónsson. Saungprófessorinn: Baldvin Hall- dórsson. Kúnstner Hansen: Karl Guðmundsson. Lambi miljóner sjó- maður og barnakennari: Björn Hlynur Haraldsson. Útflytjandafrú- in: Helga Braga Jónsdóttir. Saungprófessorynjan: Guðrún Ás- mundsdóttir o.fl. Prjónastofan Sólin kl. 19.30– 22.00 Ibsen Ljósdal: Hjalti Rögn- valdsson. Sólborg prjónakona: Kristbjörg Kjeld. Sine Manibus: Þorsteinn Gunnarson. Fegurðar- stjórinn: Guðmundur Ólafsson. Þrí- dís: Lára Sveinsdóttir. Önnur hlut- verk: Agnar Jón Egilsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Hjálmar Hjálmars- son, Jón Hjartarson, Þórarinn Ey- fjörð, Þrúður Vilhjálmsdóttir o.fl. Dúfnaveislan kl. 22.00–24.00 Pressarinn, fátækur maður: Árni Tryggvason. Pressarakonan: Herdís Þorvaldsdóttir. Gvendó: Arnar Jónsson. Rögnvaldur Reykill: Björn Ingi Hilmarsson. Anda, barónessa: Nanna Kristín Magnúsdóttir. Önn- ur hlutverk: Björgvin Franz Gísla- son, Ólafur Darri Ólafsson, Rúnar Guðbrandsson, Steinunn Knútsdótt- ir, Víkingur Kristjánsson o.fl. Leikrit Laxness lesin á tólf klukkutímum Morgunblaðið/Sverrir Árni Tryggvason og Herdís Þorvaldsdóttir eru meðal þeirra leikara sem taka þátt í lestri leikrita Halldórs Laxness í Iðnó í dag. Samræður við Guð – óvenjuleg skoð- anaskipti er eftir Neal Donald Walsch í þýðingu Guðjóns Baldvins- sonar. Bókin heitir á frummálinu Con- versations with God – An uncomm- on dialogue. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Höf- undurinn, Walsch, átti við erfiðleika að stríða í lífi sínu þegar hann ákvað að skrifa bréf til Guðs og fá þannig út- rás fyrir örvæntingu sína. Ekki datt honum í hug að hann fengi nein við- brögð við því bréfi. En þegar hann hafði lokið við að skrifa það, þá var þrýst á hann með að skrifa meira og útkoman varð þessi einstöku svör við spurningum hans. Sumir hafa viljað flokka innihald bókarinnar undir trúarheimspeki enda tekur hún fyrir margar hinna flóknustu spurninga um tilveruna, kærleikann og trúna, lífið og dauðann, hið góða og það illa.“ Í bókinni er komið inn á flestar þær spurningar sem spurt hefur verið í gegnum tíðina um lífið, kærleikann, tilganginn, hlutverkin, fólkið og sam- böndin, gott og illt, sekt og synd, fyr- irgefningu og endurlausn, leiðina til Guðs, einnig veginn til vítis. Þessi bók er sú fyrsta af þremur um sama efni. Bók númer tvö er vænt- anleg hjá forlaginu í haust. Útgefandi er Bókaklúbburinn Birt- ingur, Skjaldborg ehf. Bókin er 204 bls., prentuð í Steinholt ehf. Ljós- mynd á kápu er eftir Björn Eiríksson. Lífsspeki Albúm er skáld- saga eftir Guðrúnu Evu Mínervu- dóttur. Sagan er byggð upp af níu- tíu og níu myndum úr lífi ungrar stúlku sem bregða ljósi á þá krókóttu braut sem liggur frá sakleysi æskunnar til þroska og sjálfstæðis. Guðrún Eva Mínervudóttir er fædd árið 1976. Hún hefur áður sent frá sér skáldsögur, smásagnasafn, barnabók og ljóð. Síðasta skáld- saga hennar, Fyrirlestur um ham- ingjuna, var tilnefnd til Íslensku bók- menntaverðlaunanna árið 2000. Í þessari nýju bók leikur hún sér að skáldsagnaforminu. Albúm – skáldsaga er fimmtánda verkið sem kemur út í Neon bóka- flokki Bjarts. Bókin er 111 bls., prentuð í Odda hf. Kápugerð ann- aðist Snæbjörn Arngrímsson. Skáldsaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.