Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir sveppasýkingar www.islandia.is/~heilsuhorn Oregano olía SENDUM Í PÓSTKRÖFU Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Nýkaupi og Árnesapóteki á Selfossi Einbýlishús á Dalvík til sölu Hús þetta við Dalbraut á Dalvík er til sölu. Stærð þess er 216,5 fm og bílskúrs 36 fm. Húsið er mjög vel staðsett og er ástand þess mjög gott. Hugsanleg skipti á húseign í Reykjavík eða nágrenni. Upplýsingar á fasteignasölunni Eignakjör ehf., Akureyri, sími 462 6441 VELTA Fóðurverksmiðjunnar Lax- ár á Akureyri jókst umtalsvert árið 2001 eða um tæp 50%, úr 210 millj- ónum árið 2000 í 312 milljónir árið 2001. Þessi aukning kemur til vegna sölu til Færeyja, en einnig hækkaði fóður í verði. Tap á rekstrinum nam rúmum 3,4 milljónum króna á síðasta ári. Þetta kom fram í máli Valgerðar Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra á aðalfundi fyrirtækisins nýlega. Framleiðsla fyrirtækisins í fyrra var rúmlega 4.300 tonn samanborið við 3.100 tonn árið 2000, sem er um 40% aukning milli ára. Til Færeyja voru seld 1.904 tonn og 2.415 tonn innanlands sem er samdráttur frá fyrra ári. Þar munar mestu um tjón sem einn af stærstu viðskiptavinum Laxár varð fyrir, er nánast allur fisk- urinn hans drapst. Einnig kom fram í máli Valgerðar að árið 2001 var mjög erfitt rekstr- arlega séð. Verð á hráefnum hækk- aði mjög mikið og fóðurverð náði ekki að fylgja að fullu í kjölfarið. Gíf- urlegar hækkanir urðu á lýsi, allt að 300%, og fiskimjöli vegna eftirspurn- ar umfram framboð í heiminum, en mestur hluti þess fer nú til fiskeldis. Þá hafa sveiflur á gengi íslensku krónunnar mjög mikið að segja í hrá- efnainnkaupum en þau eru öll í er- lendri mynt, jafnvel fiskimjöl og lýsi sem framleitt er á Íslandi. Framleið- endur þess selja á heimsmarkaðs- verði og er þá engin undantekning gerð hvort kaupandinn er íslenskur eða erlendur. Afskriftir Fóðurverksmiðjunnar Laxár á síðasta ári námu 11,1 milljón króna, sem er svipuð upphæð og árið áður. Tap fyrir fjármagnstekjur og gjöld nam 1,6 milljónum króna á móti rúmlega 11 milljóna króna hagnaði árið áður. Nettófjármagns- gjöld voru 176 þúsund krónur og tap af reglulegri starfsemi 3,7 milljónir króna. Heildareignir í árslok námu 167,5 milljónum króna. Veltufjár- munir voru 105 milljónir króna og skammtímaskuldir rúmar 43 millj- ónir króna. Veltufjárhlutfall var 2,42 og lækkaði úr 3,3 árið áður. Fasta- fjármunir nema um 62 milljónum króna og langtímaskuldir eru 4 millj- ónir króna. Heildarskuldir fyrirtæk- isins voru tæpar 48 milljónir króna í lok síðasta árs og eigið fé um 120 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall var því 71,6% en það var tæp 80% árið áður. Tilraunaverksmiðja sett upp á Dalvík Í máli Valgerðar kom fram að Laxá hefur nú einn markaðsmann sem starfar á vegum Útflutnings- ráðs í Kanada en stefnt er að því að senda þorskafóður þangað á vori komanda. Hún er bjartsýn á fram- haldið og hefur trú á að yfirstand- andi ár gangi vel. Fiskeldi er nú að aukast á Íslandi og eru menn að skoða ýmsa möguleika í þeim efnum. Má þar nefna þorsk-, beitarfisk- og sandhverfueldi. Þá standa vonir til þess að ná sölu til Færeyja. Unnið er að því að setja upp tilraunaverk- smiðju á Dalvík en í henni er fyr- irhugað að framleiða smáar einingar af fóðri og gera tilraunafóður. Starfsmenn á síðasta ári voru 10 tals- ins. Tap á rekstri Fóðurverksmiðjunnar Laxár Veltan jókst um tæplega 50% milli ára BLÓMABÚÐ Akureyrar hefur fært út kvíarnar og opnað aðra blóma- búð í bænum. Nýja blómabúðin er í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi, í norðurenda hússins, við hliðina á Sportveri en Blómabúð Akureyrar er einnig í göngugötunni við Hafn- arstræti. Á myndinni eru eigendur Blóma- búðar Akureyrar, Kristín Ólafs- dóttir og Jóhann Gunnar Arnars- son, í húsnæðinu á Glerártorgi. Morgunblaðið/Kristján Blómabúð Akureyrar á Glerártorg Tækifæri efri ára „ÚLLEN dúllen doff-dagur- inn“ verður haldinn í fyrsta sinn á Akureyri á morgun, síð- asta vetrardag. Undirtitill dagsins er „tækifæri efri ára“ þar sem fjallað verður um efri árin á jákvæðan hátt og hin ýmsu tækifæri sem bjóðast. Stefnt er að því að dagur þessi verði haldinn árlega og að þá verði skoðaðar ýmsar hliðar þessa lífsskeiðs. Dagskrá dagsins fer fram í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju. Þar verða fluttir fyrir- lestrar auk þess sem ýmsar sýningar og kynningar verða í anddyri og á gangi. Fyrirlesar- ar eru Haraldur Bessason, fyrrverandi háskólarektor, Ingibjörg Pétursdóttir iðju- þjálfi, Jón Björnsson, fyrrver- andi félagsmálastjóri, Ingi- gerður Einarsdóttir, Félagi eldri borgara, Gunnar Eyjólfs- son, leikari, Sigríður Halldórs- dóttir, prófessor, Vilhjálmur Bergmann Bragason og Guð- rún Ásmundsdóttir leikkona. Óskar Pétursson og Sigrún Arna Arngrímsdóttir syngja. Féll af hestbaki UNG kona féll af hestbaki þar sem hún var stödd í reiðtúr í hesthúsahverfinu í Breiðholti á Akureyri um miðjan dag í gær. Sjúkrabíll frá Sökkviliði Ak- ureyrar var sendur eftir henni og var hún flutt á Fjórðungs- sjúkrahúsið vegna gruns um háls- og hryggáverka. Á sunnudagsmorgun barst slökkviliði tilkynning um bíl- veltu á Svalbarðsströnd, við bæinn Mógil. Tveir sjúkrabílar og klippu- bíll voru sendir á staðinn auk læknis. Einn maður var í bíln- um og var hann fluttur meðvitundar- laus á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Við skoðun komu í ljós hryggáverkar og var hann lagður inn á gjörgæsludeild FSA. Líkamsbeit- ing og skíða- búnaður JEANNIE Thoren, sem er heimsþekktur skíðakennari heldur fyrirlestur í kaffiteríu Íþróttahallarinnar á Akureyri í kvöld, 23. apríl, og hefst hann kl. 20. Þar fjallar hún um líkamsbeitingu og skíða- búnað. Fyrirlesturinn er á vegum Vetraríþróttamið- stöðvar Íslands og Hlíðar- fjalls. AÐALFUNDUR Auðhumlu, félags mjólkurframleiðenda í Eyjafirði og S-Þingeyjarsýslu, sem haldinn var í Sveinbjarnargerði í gær, sam- þykkti að fela stjórn félagsins að ganga frá kaupum á hlut Kaldbaks hf. í Norðurmjólk ehf. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að eign Auðhumlu verði 40–41% í Norður- mjólk, Mjólkurbú Flóamanna kaupi 16%, Mjólkursamsalan 16% og 16% skiptist á milli KEA svf. og Kaup- félags Skagfirðinga. Þá kaupi Osta- og smjörsalan 11–12% hlut sem Auðhumla hafi forkaupsrétt að. Samningur skal borinn upp á félagsfundi í Auðhumlu Náist samningar við Kaldbak um kaupverð skal bera kaupsamning- inn undir félagsfund í Auðhumlu til staðfestingar. Náist hins vegar ekki samningar um kaupverð sam- þykkir fundurinn að láta meta verðmæti Norðurmjólkur sam- kvæmt ákvæðum hluthafasam- komulags, náist um það samkomu- lag meðal kaupenda. Þá samþykkti fundurinn að niðurstöður mats- manna skyldi bera undir félagsfund í Auðhumlu til ákvörðunar um hvort kaupa skuli hlut Kaldbaks á matsverði eða að kaupverðið verði sett í gerðardóm. Aðalfundur Auðhumlu Hlutur Kaldbaks í Norðurmjólk verði keyptur Eyjafjarðarsveit ÁGÆT aflabrögð hafa verið hjá ís- fisktogurum Útgerðarfélags Akur- eyringa að undanförnu. Í gærmorg- un komu tveir togarar félagsins til heimahafnar, Harðbakur EA með um 125 tonn og var uppistaðan karfi og Árbakur EA með um 80 tonn af þorski. Veiðiferðir skipanna voru stuttar en Árbakur landaði 123 tonnum 15. apríl sl. og Harðbakur 78 tonnum 13. apríl. Þá landaði Kaldbakur EA 114 tonnum í síðustu viku. Rauðinúpur ÞH er á rækjuveið- um á Flæmska hattinum og landaði um 165 tonnum á Nýfundnalandi í gær. Að sögn Sæmundar Friðriks- sonar, útgerðarstjóra ÚA, hefur ekki verið nema rétt þokkaleg veiði á Flæmska hattinum og of mikið af smárækju í aflanum. Sléttbakur EA-304, hinn nýi frystitogari ÚA, lét úr höfn á sunnu- dag. Verið er að prófa búnað og tæki úti fyrir Norðurlandi, áður en skipið heldur til grálúðu- og karfa- veiða á Vestfjarðamiðum. Morgunblaðið/Kristján Árbakur EA kemur til heimahafnar í gærmorgun. Ágæt aflabrögð hjá ÚA-togurum Úllen dúllen doff-dagurinn í Safnaðarheimilinu Sumarfagn- aður Hlífar ÁRLEGUR sumarfagnaður Kven- félagsins Hlífar verður haldinn sum- ardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl, kl. 15 í safnaðarsal Glerár- kirkju. Sr. Örn Friðriksson sýnir lista- verk eftir sig. Helgi, Reynir og Við stelpurnar syngja og spila og þá verður boðið upp á veislukaffi og happdrætti. Allur ágóði rennur til styrktar á tækjakaupum fyrir barna- deild Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri. GUÐSÞJÓNUSTA verður í Akur- eyrarkirkju á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl, og hefst hún kl. 11. Að venju munu skátar setja svip á þessa athöfn. Prestur verður séra Svavar A. Jónsson. Hugleiðingu flytur Jenný Karlsdóttir kennari. Sigríður A. Whitt mun lesa St. Georgsboðskap- inn, sem að þessu sinni er ritaður af Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Einsöng syngur Arna Vals- dóttir. Skátar safnast saman við Íþróttahöllina við Skólastíg og munu ganga þaðan til kirkju kl. 10.30 við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar. Skátamessa ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.