Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ S krif um Halldór Lax- ness vilja verða að kapphlaupi við klisj- urnar, þær eru fljótar að elta menn uppi þeg- ar segja á nokkur orð um skáldið. Sumir halda því fram að best sé að hafa sem flest orð eftir honum sjálfum, því fleiri því betri verði textinn. En þetta er líka orðin klisja, það morar allt í tilvitnunum í Laxness og eins og Ingi- björg Haralds- dóttir, skáld og þýðandi, benti á við setningu Lax- nessþings síðastliðinn föstudag getur raunar verið erfitt að opna munninn öðruvísi en út komi ein- hver laxneska. En að forðast það er líka klisja. Höfundar eru ekki lengur að skrifa sig frá Laxness. Óttinn við áhrif hans virtist að minnsta kosti ekki kvelja þrjá unga rithöfunda sem tóku til máls á þinginu. Þeir líktu honum ekki við fjall heldur sögðu hann meira eins og langafa sinn. Þetta er ákaflega jákvætt og hugsanlega merki um að tímabili klisjanna sé að ljúka í viðtökusögu Halldórs og hann hljóti þann erki- týpíska sess sem augljóslega bíður hans. Þá fyrst mun merking hans og verka hans ljúkast upp. Á með- an hann mettar svo andrúmsloftið sem síðustu 75 ár að minnsta kosti sést ekki í neina merkingu fyrir klisjum. Kannski er tími Halldórs alls ekki kominn. Til þess að klisjurnar hætti þarf að koma fram nýtt frá- sagnarform, nýtt tjáningarform. Til þess að hreinsa loftið þurfa ferskir vindar að blása. Eru þeir í kortunum nú? Eða er loftið enn mettað laxnesku? Ef svo, þá von- andi léttir henni fljótt því þegar það gerist munum við geta áttað okkur á því hver eða ætti frekar að segja hvað Halldór var. Þá fyrst verður hægt að skoða verk hans í skýru ljósi. Þá fyrst munu verk hans hlaðast merkingu. Þá hefst í raun tími Halldórs Laxness. Þann- ig verður 21. öldin öld hans rétt eins og 20. öldin var öld Jónasar og 19. öldin var öld Íslendingasagn- anna. Hugsanlega verður erfiðara en menn halda að sigrast á klisjunum. Hugsanlega er langt í að einhver ný bókmenntaleg orðræða vinni sér sess hér á landi sem geti í raun og veru skapað erkitýpíska fjar- lægð á verk Halldórs. Kristín Jó- hannesdóttir leikstjóri efaðist að minnsta kosti um að Íslendingar væru neitt móttækilegri fyrir nýj- ungum í leikritun nú en á sjöunda áratugnum þegar Halldór sendi frá sér þrjú framúrstefnuleg leik- rit við frekar dræmar undirtektir. Og hugsanlega eru klisjurnar svo stór þáttur í helgimynd Halldórs Laxness að ekki megi hrófla mikið við þeim. En helgimyndin Halldór á ekkert skylt við erkitýpuna Hall- dór. Helgimyndin er tilbúin mynd, gerð úr tilfinningalífi þjóðarinnar en erkitýpan er eins konar nátt- úruleg menningarafurð, loka- punktur í þróunarferli. Helgi- myndin er þar að auki hluti af ímyndarsmíð Halldórs en sá iðn- aður blómstrar svo lengi sem verk hans verða í höfundarrétti og jafn- vel lengur. Á Laxnessþinginu benti Jón Karl Helgason bókmennta- fræðingur á að viðtökur Halldórs Laxness nú um stundir snerust að miklu leyti um spurninguna: Hver á Halldór Laxness? Hann færði rök fyrir því að það væri verið að reyna að koma honum í þjóðareign en það þýddi að það þyrfti að sníða sögu hans og persónu að því hlut- verki – það væri jafnvel nauðsyn- legt að gera einhvers konar dýr- lingsmynd úr honum. Dýrlingar eru í eðli sínu klisjur því þeir eru nálægir og óumbreytanlegir. En hugsanlega er til leið fram hjá klisjufjallinu Halldóri Laxness. Kannski er hún ósköp einfaldlega fólgin í því að efla til muna fræði- lega umræðu um Halldór og verk hans. Með því móti mætti vafalaust brjóta upp klisjumyndunina sem á sér ekki síst stað við tilfinningagos á borð við þau sem við höfum orðið vitni að nýlega. Og það verður að segjast eins og er að fræðileg um- ræða um Halldór Laxness hefur verið ákaflega stopul þótt und- arlegt megi virðast. Varla eru til nema ein eða tvær viðamiklar út- tektir á höfundarverki hans og þótt skrifaður hafi verið nokkur fjöldi doktors- og þó einkum meist- araprófsritgerða um einstaka þætti á höfundarferli hans á síð- ustu þrjátíu árum er ekki hægt að segja að skapast hafi frjó rann- sóknarhefð. Ekki veit undirritaður til þess að neinn sé að vinna að doktorsritgerð um Halldór Lax- ness hér á landi. Og þeir sem stóðu að Laxnessþingi komust að því að fátt er að gerast í Laxnessrann- sóknum erlendis þrátt fyrir sífellt aukna útbreiðslu verka hans. Ekki spurðist til nokkurs erlends manns sem stundar nú rannsóknir á Lax- ness. Og ekki veit undirritaður til þess að það sé verið að skrifa ævi- sögu hans. Kannski er lítil von til þess að fræðin geti unnið á klisjufjallinu Halldóri Laxness. Og víst er að í fræðunum sjálfum eru á köflum óálitlegir klisjuhaugar sem erfitt hefur reynst að vinna á. En allir hljóta að sjá nauðsyn þess að eitt- hvað þurfi að gera til þess að Nób- elsskáldið dagi ekki uppi eins og nátttröll í annars berangurslegu landslagi íslenskrar menningar. Ef til vill mætti leggja það til að dug- miklir sprangarar í þessum björg- um stofnuðu til rannsóknarstofu um Halldór Laxness. Slíkt fyrir- tæki gæti vafalítið orkað hvetjandi á bæði innlenda og erlenda fræði- menn. En auðvitað myndi gengi þess ráðast af vilja peninganna. Klisjufjall- ið Halldór Laxness Kannski er tími Halldórs alls ekki kominn. Til þess að klisjurnar hætti þarf að koma fram nýtt frásagnarform, nýtt tjáningarform. Til þess að hreinsa loftið þurfa ferskir vindar að blása. Eru þeir í kortunum nú? Eða er loftið enn mettað laxnesku? VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Í ÞVÍ ágæta blaði Heimili og skóli kom fram grein eftir Krist- björgu Hjaltadóttur framkvæmdastjóra Heimilis og skóla. Greinin nefnist Að- gerðir gegn einelti í grunnskólum. Þarna var fjallað um málþing um einelti sem mennta- málaráðuneytið efndi til 9. nóvember sl. Að- alfyrirlesari málþings- ins var Dan Olweus, prófessor við Háskól- ann í Björgvin, og nefndist fyrirlestur hans „Einelti í skólum: Staðreyndir sem skipta máli og áætlun sem skilar árangri“. Í þessari grein kom vissulega margt fram at- hyglisvert og þarft og hvet ég alla, jafnt foreldra, forráðamenn og starfsmenn skóla, að kynna sér hana. Þar kom meðal annars fram að 60% af einelti eiga sér stað í frímín- útum. Lögverndað starfsheiti skólaliða Það þarf að mennta skólaliða og veita þeim lögverndað starfsheiti. „Í skólum þar sem kennarar eru við gæslu í frímínútum, er einelti minna en þar sem ófaglært starfsfólk gegn- ir gæslu.“ Þetta innlegg í greininni hefur verið mér umhugsunarefni. Það kom einnig fram í þessari góðu grein að skólabragurinn væri ekki síður mikilvægur en annað til að stuðla gegn einelti, og þar koma skólaliðar við sögu. Þeirra þáttur hefur aukist mjög innan skólans, og þeir skapa vinalegan ramma utan um hinn almenna skóladag með um- hyggju, hlýju og ekki síður jákvæð- um aga og góðu fordæmi. Það sem þyrfti hins vegar að gerast sem fyrst er að mennta skólaliða sem slíka og veita þeim lögverndað starfsheiti. Hér á Íslandi eru starfandi skóla- liðar við flesta skóla landsins. Þetta er tiltölulega ný stétt og starfið nær yfir allt er lýtur að þörfum nemenda á meðan skóladvöl stendur, annað en beina kennslu inn í bekk, þar með talin gæsla í frímínútum, að sjálfsögðu. Ég veit að við stönd- um okkur almennt vel skólaliðar, en með auk- inni menntun gætum við gert enn betur gagnvart börnunum okkar sem eyða löngum tíma á dag í u.þ.b 9 mánuði á ári í okkar umsjá. Börn í áhættuhópi Ég hef unnið sem skólaliði undanfarna 3 vetur við Grunnskóla Húnaþings vestra, starfið er oft mjög krefjandi en um leið alltaf gefandi. Við stönd- um vaktina á göngunum og í frímín- útum og höfum vakandi auga með nemendum. Ef eitthvað kemur uppá blöndum við okkur í málin og sjáum til þess að þau séu leyst og helst all- ltaf þannig að allir séu sáttir. Hér eru börn með AMO (athygl- isbrest með ofvirkni) og þeim þarf sérstaklega að fylgjast með og hlúa að, þannig að þau séu sér og öðrum til ánægju. Þessi börn eru að mínu mati í áhættuhópi gagnvart einelti, ásamt börnum með lélegt sjálfsmat og börnum sem á einhvern hátt skera sig úr hópnum. Yfirmenn okkar eru vakandi og á verði gegn einelti, það eru haldnir starfsmannafundir einu sinni í viku og þar eru málin almennt rædd, og umræðu um einelti haldið á lofti og alltaf tekið á einstöku málum sem upp kunna að koma. Það eru haldin námskeið reglulega er t.d. varða umönnun barna með AMO, sorg og sorgarviðbrögð barna og einelti í skólum. Þannig að ég tel að við stöndum nokkuð vel að vígi en vil ítreka það að með aukinni menntun og þekkingu gerum við enn betur. Ósáttir við hlutskiptið Í skólanum sem ég vinn í eru börn sem hafa verið í almennum grunn- skóla í Noregi. Að sögn foreldra þeirra eru að- stæður hér svo miklu betri að þar er engu saman að jafna, hreinlæti þar sé verulega ábótavant, börnin fóru t.d. aldrei á salerni í skólanum, held- ur „héldu í sér“ þar til þau komu heim, þar var farið inn um allan skól- ann á útiskóm, sama hvernig viðraði. Það þarf ekki öflugt ímyndunarafl til að sjá fyrir sér þannig skóla eftir t.d. rigningu. Allt almennt viðhald skorti verulega, myglu- og rakablettir á veggjum og í hornum. Þar sást aldrei starfsmaður á göngum þegar börnin voru inni í bekk og kennarar sáu um gæslu í frí- mínútum, óánægðir með það hlut- skipti, og gáfu sig allflestir lítið sem ekkert að börnunum. Móðir þessa barns er kennari og hefur kennt undanfarin 8 ár í Nor- egi. Hún fullyrðir að skóli sá er börn hennar sóttu sé alls ekkert einsdæmi þarlendis, það skortir verulega fjár- magn inn í skólakerfið og það hefur verið svelt lengi. Skólarnir eru í umsjá sveitarfélaga líkt og hér en kennarar þiggja laun sín frá ríkinu. Eftir að rekstur skólanna var færður til sveitarfélagana, fór öllu almennt að hraka. Hérl eru hlutirnir öðruvísi, lang- flestir skólar hafa eflst við það að færast yfir á sveitarfélögin og í flest- um þeirra eru skólaliðar sem eru aldrei langt undan ef til þeirra þarf að leita á göngum skólanna, ef vant- ar stuðning inni í bekk og í frímín- útum. En takmarkið hlýtur að vera að mennta þá og efla enn frekar til að takast á við öll þau mál sem upp koma og gera starfið í raun bæði skemmtilegt og fjölbreytt. Skólaliðar, gagn og gaman Elín Íris Jónasdóttir Húnaþing Hér á landi, segir Elín Íris Jónasdóttir, hafa langflestir skólar eflst við það að færast yfir á sveitarfélögin. Höfundur skipar 8. sæti B-lista í Húnaþingi vestra. ÖLL erum við neydd til þess að taka afstöðu, á hverjum degi, dag eftir dag alla ævina, til manna, mál- efna og atburða. Ef við gerum það ekki eigum við á hættu að verða leiksoppar lýð- skrumara, þrælahald- ara og loddara sem notfæra sér afskipta- leysi okkar og deyfð og fara sínu fram án þess að neinn grípi í taumana. Lýðræðið byggist á vilja okkar og krafti til þess að taka afstöðu. En ef við erum ekki sannfærð um sjónarmið okkar og vitum ekki af hverju við eigum að hafa hliðsjón verður þessi ákvörðunartaka stöðugt kvalræði. Ég held að eina viðhorfið, sem er óvefengjanlega rétt og óbrigðult, sé fólgið í því að vera alltaf á bandi þess sem má sín minna, þess sem er smár, varnarlaus og minnimátt- ar. Það kemur brátt að því að allt mannkynið verði að taka þessa ákvörðun, í heild og hver einstak- lingur fyrir sig, ef við eigum að halda áfram að vera til á þessari jörð. Skeytingarleysi gagnvart nátt- úrunni, sem er varnarlaus gegn frekju okkar og ágengni og virðing- arleysi gagnvart manneskjum sem við höldum að séu á einhvern hátt minni en við, er að gera út af við okkur og ef áfram er haldið á þess- ari braut verður jörðin brátt ekki annað en enn einn útbrunninn, steindauður hnöttur í geimnum. Allt mannkynið verður að taka afstöðu til þess sem er að ger- ast í Palestínu og sú afstaða getur ráðið úr- slitum um framtíð þess. Af ofbeldi fæðist ofbeldi og óréttlæti vekur hatur sem erfitt er að slökkva því að fórnarlamb verður alltaf böðull nema víta- hringurinn sé rofinn. Gyðingum var sýnd óvirðing í aldaraðir. Þeir voru hæddir, sví- virtir og ofbeldi beittir en þeir héldu mann- legri reisn sinni og voru okkur fyrirmynd með því að borga ekki í sömu mynt. Þær manneskjur sem ég hef dáð mest um dagana voru Gyðingar sem fórnuðu lífi sínu fyrir aðra. Ariel Sharon er ekki Gyðingur. Það er heiður að því að vera Gyðingur, eins og það er heiður að því að vera kristinn maður. Gyðingur er heið- urstitill sem Sharon hefur afsalað sér. Hann er nasisti og þá skiptir þjóðerni ekki lengur máli. Hann hefur látið hatur og hefnigirni ráða ferðinni og neytt unga menn til þess að verða að morðingjum sem nota sömu aðferðir og Gestapo þeg- ar þeir útrýmdu Gyðingum í ghettóinu í Varsjá. Hann hefur tek- ið upp aðferðir böðlanna og ráðist á saklaust fólk, barið það, stolið eig- um þess, niðurlægt það á allan hátt og drepið. Síðan er líkunum kastað í fjöldagröf og steypt yfir svo að útilokað sé að fórnarlömb villi- mennskunnar fái hinstu hvíld í vígðum reit. Alveg eins og hjá þýskum nasistum einkennast allar aðgerðir hans og orð af einstakri mannfyrirlitningu. Á meðan nasistar drápu Gyðinga í ghettóinu í Varsjá stóð heimurinn hjá og horfði á. Þeir voru ekki margir í þá daga sem þorðu að standa upp og mótmæla, segja við böðlana: Ég er líka Gyðingur! Ég er Gyðingur á meðan Gyðingar eru ofsóttir. Á sama hátt ættum við að segja nú: Ég er Arabi á meðan Arabar eru ofsóttir. Sumir eru hræddir við að taka þessa ákvörð- un, ýmist vegna þess að þeir halda að þeir geti bjargað eigin skinni með því að standa með þeim sem segjast hafa valdið eða þá að þeir óttast að á þá verði settur stimpill gyðingahaturs. En það eina sem við ættum að óttast er að láta, af gunguskap eða kæruleysi, ánetjast eyðileggingar- og mannfyrirlitning- aröflunum sem ráða ferðinni hjá Ariel Sharon og her hans og eina vopn okkar nú í baráttunni gegn böðlunum er samstaðan með fórn- arlambinu. Ég er Arabi Guðrún Finnbogadóttir Ófriður Allt mannkynið verður að taka afstöðu til þess sem er að gerast í Pal- estínu, segir Guðrún Finnbogadóttir, og sú afstaða getur ráðið úr- slitum um framtíð þess. Höfundur er blaðamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.