Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hjólbörur Sími 525 3000 • www.husa.is 85 lítra hjólbörur Verð áður: 6.395 kr. 4.285 kr. UM tuttugu þúsund manns heim- sóttu Ferðatorg 2002 sem haldið var í Vetrargarðinum í Smáralind- inni um helgina en þar gafst land- anum kostur á að kynna sér ferða- möguleika innanlands. Að sögn Péturs Rafnssonar, formanns Ferðamálasamtaka Íslands, voru sýnendur himinlifandi með mót- tökurnar og sagði hann ljóst að torgið yrði árviss viðburður hér eft- ir. Hér má sjá þjóðdansafólk úr Borgarfirðinum stíga dans sýning- argestum til skemmtunar og hafa tilþrifin ekki verið af verri endan- um ef marka má pilsaþytinn sem fylgir sporunum. Morgunblaðið/Sverrir Pilsaþytur á Ferða- torgi SAMRÆMD próf hefjast í dag í grunnskólum landsins og munu þau standa fram í næstu viku. Tæplega 4000 unglingar munu þreyta próf- in. Prófað er í fimm greinum. Í dag stendur íslenska fyrir dyrum, á morgun enska, náttúrufræði á föstudag, stærðfræði á mánudag í næstu viku og loks danska á þriðju- dag eftir viku. Að sögn Finnboga Gunnarssonar, umsjónarmanns samræmdra prófa hjá Námsmats- stofnun, eru það 3831 unglingar í 10. bekk sem munu þreyta prófin að þessu sinni en að auki eru 88 nemendur í 9. bekk sem munu taka eitt og eitt próf. Um er að ræða þriggja tíma próf sem verða sam- tímis um land allt og er hinn op- inberi tími milli klukkan 9 og 12 en að sögn Finnboga geta einstaka skólar byrjað fyrr ef það hentar þeim betur. Fram kemur í fréttabréfi Sam- bands foreldrafélaga og for- eldraráða í grunnskólum Reykja- víkur, að foreldrarölt sé skipulagt í borginni í tengslum við lok sam- ræmdu prófanna 30. apríl. Hvetja samtökin foreldra til að hafa augun opin og rölta líka 3. og 4. maí. Samræmd próf byrja í dag BJÖRGUNARSKIP Slysavarna- félagsins – Landsbjargar náði í tvo vélarvana báta í gærmorgun og tóku þá í tog til hafnar. Það gekk að óskum og komu bátarnir til hafnar um miðj- an dag. Engin hætta var á ferðum. Netabáturinn Pétursey VE-6 bilaði við Surtsey og var björgunarskipið Þór í Vestmannaeyjum sent honum til aðstoðar. Henrý A. Hálfdánarson frá Reykjavík var kallaður út á tólfta tím- anum í dag til aðstoðar þriggja tonna Sómabáti, sem var á ferð skammt fyr- ir utan Kollafjörð þegar drapst á vél. Er bátsverjum mistókst að koma henni í gang báðu þeir um aðstoð. Tveir bátar togaðir til hafnar DREGIÐ hefur saman með fylking- um í Reykjavík samkvæmt skoðana- könnun sem DV birtir í gær. Sam- kvæmt henni fær Reykjavíkurlistinn 42% atkvæða og 8 borgarfulltrúa en D-listi Sjálfstæðisflokks 36,2% og 7 borgarfulltrúa. F-listi Frjálslyndra og óháðra fær 3% og engan mann. 13,3% aðspurðra voru óákveðin og 5% neituðu að svara. Ef aðeins eru teknir þeir sem af- stöðu tóku fær R-listi 51,4% og D-listi 44,3%. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið fylgi sitt um 4,8 prósentustig frá síðustu könnun DV í mars en fylgi R-lista hefur minnkað um 5,5%. Verulegur munur er á afstöðu kynjanna, en 56,7% kvenna segjast ætla að styðja R-lista, en 39% kvenna segjast styðja D-lista. 46,7% karla lýsa yfir stuðningi við R-lista, en 49% karla segjast styðja D-lista. Könnun blaðsins var gerð á sunnu- dagskvöld og var úrtakið 600 manns. Dregur saman með fylkingum í Reykjavík UNGUR maður sem ásamt tveimur öðrum rændi pitsusendil við Vallar- hús um miðnætti á föstudags hefur verið úrskurðaður í sex vikna gæslu- varðhald að kröfu lögreglunnar í Reykjavík. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hef- ur maðurinn ítrekað komið við sögu lögreglunnar undanfarið m.a. vegna innbrota. Maðurinn réðst ásamt fé- lögum sínum á pitsusendilinn þegar hann hugðist afhenda pitsuna. Þeir náðu af sendlinum lítilsháttar af pen- ingum, pitsunni og gosflösku, sem hann var með eftir að hafa haft í hót- unum við hann. Sendilinn sakaði ekki. Pitsuræningi í gæslu- varðhald INNBROTSÞJÓFAR létu greipar sópa um Sögusetrið á Hvolsvelli að- faranótt sunnudags. Höfðu þeir m.a. á brott með sér reiðufé og frosið kjöt- meti, en skildu eftir vínflöskur og dýrt sjónvarp. Sýningagripir skemmdust ekki. Það var Arthúr Björgvin Bollason, forstöðumaður Sögusetursins, sem kom fyrstur á vettvang eftir innbrot- ið. Búið var að rífa upp alla skápa í minjagripabúðinni og hreinsa út silf- urmuni og fleiri verðmæti. Peninga- kassinn hafði verið spenntur upp og tæmdur, rifið hafði verið upp úr hirslum í skrifborði Arhtúrs, tveimur hljómflutningssamstæðum stolið sem og nýrri tölvu og tveimur litprentur- um svo flest sé nefnt. Þá gerðu þjóf- arnir, eða þjófurinn, tilraun til að ná þriðju hljómflutningssamstæðunni en gáfust upp á því. Arthúr segir að aðgerðir þjófanna virðist hafa verið harla óreiðukennd- ar. Þannig höfðu þeir stungið faxtæki og síma ofan í tösku sem þeir skildu eftir á afgreiðsluborði og þeir höfðu sett tvo kassa af vínflöskum upp á borð en skildu þá sömuleiðis eftir. Þeir höfðu á hinn bóginn á brott með sér talsvert magn af frosnum læris- sneiðum og öðrum matvælum úr frystikistu. Þá tóku þeir stórt og mik- ið sjónvarpstæki, gengu með það enda á milli í húsinu en misstu það þegar þeir voru komnir út, og þar fannst það á sunnudagsmorgun. Þjóf- arnir fóru einnig í húsakynni Kaup- félagssafns Suðurlands, sem er í sömu byggingu og Sögusetrið, þar sem þeir brutu upp tvo gamla pen- ingakassa sem þar voru til sýnis, al- gjörlega auralausir. Þá bendir allt til þess að þeir hafi ekki haft vasaljós við iðju sína, og ekki gátu þeir kveikt ljósin því það hefði vakið á þeim at- hygli. Þess í stað virðast þeir hafa notast við kertaljós en útbrunnið kerti fannst við hurðina sem þeir brutust inn um. Veisla var í Sögusetrinu á laugar- dagskvöld en Arthúr segir að afrakst- ur hennar hafi ekki verið í húsinu. Hann telur að þjófarnir hafi þó náð nokkrum tugum þúsunda í reiðufé en alls nemi tjónið um 600–700 þúsund krónum. Það tjón verður væntanlega bætt af tryggingunum. Tölvugögn sem töpuðust munu hins vegar liggja óbættt hjá garði, m.a. bókanir fyrir gesti Sögusetursins, samningar og ýmsar greinar eftir Arthúr. Starfsemi raskast minna „Til allrar hamingju er ég svo gam- aldags að ég hef handfært allar bók- anir og alla samninga við fólk sem er að koma í heimsókn og ég á það heima hjá mér, þannig að þetta rask- ar starfseminni minna en leit út fyrir í byrjun,“ segir Arthúr. Ekki er þjófa- varnakerfi í húsinu en Arthúr segir að nú hljóti að verða bætt úr því hið fyrsta. Þeir sem hafa upplýsingar um inn- brotið eru beðnir um að hafa sam- band við lögregluna á Hvolsvelli sem rannsakar málið. Stálu peningum og kjöti en skildu eftir vín Þjófar létu greipar sópa í Sögusetrinu á Hvolsvelli EUROPAY á Íslandi hefur kært bandaríska sölufyrirtækið Fasteam inc. til lögreglu fyrir að falsa debet- kort með alþjóðlega merkinu Maestro. Fyrirtækið mun stunda svokallaða keðjusölu sem byggist á því að sölumenn sem selja vörur frá fyrirtækinu eru hvattir til að fá fleiri sölumenn til liðs við fyrirtækið. Í staðinn er þeim lofað hlutdeild í sölu- launum þeirra. Ragnar Önundarson, fram- kvæmdastjóri Europay, segir að nokkrir hafi kvartað undan viðskipt- um við Fasteam inc. Fyrirtækið hafi tekið við greiðslum frá fólki og þær verið færðar á greiðslukort. Fólk hef- ur þá fengið sent debetkort sem var sagt duga til að taka út sölulaunin úr hraðbönkum. Framan á kortinu stendur „Fyrirframgreitt eldsneyti“ (prepaid fuel card á ensku). Aftan á kortinu er merki Maestro og Cirrus sem eru alþjóðleg greiðslukorta- merki. Sumum hefur tekist að taka út fé en í flestum tilfellum „gleypa“ hraðbankarnir kortið, en það eiga þeir að gera ef fölsuð kort eru sett í þá. Haft var samband við höfuðstöðv- ar Maestro og þar könnuðust menn ekki við að hafa gefið út kort fyrir Fasteam inc. Einnig hefur verið leitað eftir því við Europay að fyrirtækið bakfæri greiðslur til Fasteam þar sem vörur sem keyptar voru út á greiðslukort hafi aldrei borist. Eru dæmi um að fólk hafi greitt á þriðja hundrað þús- und krónur fyrir vörur sem það hugð- ist kaupa og síðan selja en hafa ekki borist. Ragnar segir að starfsemi fyr- irtækisins beri öll merki þess að verið sé að hafa fé af fólki. Það sé þó lög- reglunnar að rannsaka málið nánar. Hann hefur haft spurnir af því að fólki hafi verið boðið á kynningar- fundi þar sem söluferlið er útskýrt og eru fleiri slíkir fundir fyrirhugaðir. Grunur um fölsuð debetkort frá keðjusölufyrirtæki STAÐA upplýsingaiðnaðar og líf- tækni á Íslandi verður kynnt á stórri ráðstefnu, sem haldin verður í Stokkhólmi á morgun. Fyrirlesarar á ráðstefnunni, þar sem fjallað verð- ur um samspil upplýsinga- og líf- tækni, verða frá Íslandi, Bandaríkj- unum og Svíþjóð. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra verður viðstödd ráðstefn- una. Svavar Gestsson sendiherra flytur erindi sem hann kallar „Fjór- ar meginstoðir íslensks efnahags- lífs“ og Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, greinir frá stöðu og áformum fyrirtækisins. Sólveig Pétursdóttir mun einnig sitja alþjóðlega ráðstefnu í Stokk- hólmi í dag og á morgun, þar sem fjallað verður um sannleika, réttlæti og sættir milli þjóða og þjóðfélags- hópa. Forsætisráðherra Svíþjóðar býður til ráðstefnunnar og er hún hin þriðja í röðinni, sem haldin er í Stokkhólmi. Að þessu sinni verður m.a. fjallað um hvernig unnið er að því að koma á sáttum og jafnvægi í samfélögum Suður-Afríku, Rúanda, Bosníu-Herzegóvínu og Kambodíu. Upplýsinga- og líftækni á Íslandi kynnt á ráðstefnu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.