Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ ÞorbergurÓlafsson var fæddur á Hallsteins- nesi í Gufudalssveit í Austur-Barða- strandarsýslu 22. ágúst 1915. Hann lést á Landspítalan- um 13. apríl síðast- liðinn. Faðir hans var Ólafur Þórarins- son, f. 17. nóv. 1878, d. 4. maí 1964, er var sonur Þuríðar Gísladóttur frá Múla í Kollafirði í Gufu- dalshreppi og Þór- arins Ólafssonar, sonur hrepp- stjórans í Suðurfjörðum innan við Bíldudal. Móðir Þorbergs var Guðrún Jónsdóttir, f. 19. okt. 1877, d. 29. sept. 1958, er var dóttir Jóns Jónssonar og Þrúðar Ingibjargar Einarsdóttur frá Gröf við Þorskafjörð, næsta bæ við Hallsteinsnes. Bróðir Þorbergs var Ólafur Ólafsson, f. 15. feb. 1913, d. 14. júlí 1995. Þorbergur kvæntist 31. mars 1956 eftirlifandi eiginkonu sinni Olgu Ingibjörgu Pálsdóttur frá Siglufirði, f. 27. nóv. 1927. For- eldrar hennar voru Páll Jónsson fyrrverandi byggingarfulltrúi og Þorbergur 1936, prófi frá Iðn- skólanum í Reykjavík 1940, sveinsprófi í skipasmíði 1942 og meistarabréf fékk hann 1950. Hann stofnaði Bátasmíðastöð Breiðfirðinga sf. í Hafnarfirði ásamt öðrum árið 1947 en sam- lagsfélaginu var breytt í hluta- félagið Bátalón hf. árið 1956. Þor- bergur var framkvæmdastjóri og stjórnarformaður fyrirtækisins. Hann gerði flestar teikningar af nýsmíðum fyrirtækisins, sem voru alls 470, úr tré og stáli, auk fjölda viðgerða á skipum af ýms- um stærðum. Eigendaskipti urðu á fyrirtækinu 1. september 1986. Þorbergur var kjörinn formað- ur Landssambands skipasmíða- stöðva við stofnun þess 1963. Hann var fulltrúi á iðnþingum og var um skeið prófdómari í skipa- teikningum við Iðnskólann í Hafnarfirði. Þorbergur var fulltrúi skipaiðnaðarins í Rotary- félagi Hafnarfjarðar frá 1976 og hefur skrifað í dagblöð og tímarit um skipaiðnað o.fl. Hann teiknaði og hafði með að gera smíði á knerri fyrir þjóðhátíðina í Vatns- firði 1974, sem varðveitt er á byggðasafninu að Hnjóti. Þor- bergur var nokkur ár gjaldkeri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Garðahrepps og fulltrúi á þingum Skógræktarfélags Ís- lands. Útför Þorbergs fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. bæjarverkstjóri á Siglufirði og Guð- björg Eiríksdóttir húsmóðir, þau eru bæði látin. Börn Þor- bergs og Olgu eru: 1) Stjúpsonur Þorbergs Pálmi Bernhard Lar- sen, f. 27.8. 1952, á þrjú börn. Þau eru Elísabet Ósk, Gunnar Páll og Alda Björk. Maki Pálma er Sig- ríður Ólafsdóttir. 2) Brynja Þórdís, f. 18.9. 1956, á þrjú börn. Þau eru: Helena Björk, Skapti og Þórbergur Óli. Maki Brynju Þórdísar er Þórodd- ur Steinn Skaptason. 3) Guðrún Ólöf Þorbergsdóttir, f. 1.1. 1964, á þrjú börn. Þau eru: Olga Dís, Anna Dís og Þorbergur Steinn. Maki Guðrúnar Ólafar er Þor- valdur Steinsson. Þorbergur fór að læra báta- smíðar 15 ára hjá Valdimar Ólafs- syni í Hvallátrum á Breiðafirði og fékkst við það í nokkur ár ásamt bátasmíðum heima í sveitinni. Hann var í stjórn Ungmenna- félags Gufudalshrepps 1934–38 og formaður um hríð. Prófi frá Héraðsskólanum á Reykjum lauk Í dag kveðjum við ástkæran föður okkar Þorberg Ólafsson og langar okkur til að minnast hans með fáein- um orðum. Hann var fæddur árið 1915 og upplifði því þær miklu breyt- ingar og framfarir er einkenndu 20. öldina. Hann ólst upp á sjávarjörð og snemma hneigðist hugur hans til skipasmíða. Þær áttu hug hans allan allt frá barnsaldri og var hann byrj- aður að smíða sinn fyrsta bát 17 ára og urðu þeir alls sjö talsins sem hann lauk við áður en hann flutti frá Hall- steinsnesi og fór að reka sitt eigið fyrirtæki. Bátalónsárin eru þau ár sem mörkuðu spor í æsku okkar. Þessi ár voru mikill athafnatími hjá pabba og barst það inn á heimilið okkar þar sem pabbi sinnti starfi sínu af alhug . Hann sá um flestar báta- og skipateikningar fyrir við- skiptavini Bátalóns og vann hann mikið við það heima að loknum löngum vinnudegi, ásamt öðrum samskiptum við viðskiptavini. Oft fórum við í heimsókn í vinnuna til pabba. En þangað var stutt að fara enda heimilið steinsnar frá Bátalóni. Ætíð tók hann okkur opn- um örmum, þó að skipasmíðastöð væri ekki besti vettvangur leikja, en ævintýrin urðu bæði mörg og ógleymanleg. Pabbi hafði mikinn áhuga á sögu landsins og var alltaf tilbúinn að fræða okkur börnin sín eða barna- börn um marga þá sögustaði sem fyrirbar á ferðalögum um landið. Einnig var hann mjög hlynntur skógrækt og í frístunum hafði hann gaman af að rækta tré á landareign sinni Hallsteinsnesi og fylgjast með þeim vaxa og dafna. Pabbi hafði mikla manngæsku til að bera. Var hann ávallt reiðubúin að aðstoða okkur og liðsinna eftir bestu getu þrátt fyrir mikið annríki. Eftir að pabbi fór að fullorðnast og hægj- ast um hjá honum hafði hann gaman af skrifum um ýmis málefni sem á huga hans leitaði. Á heimili okkar Móabarði 18b safnaðist fjölskyldan oft saman og hafði pabbi mjög gam- an af að hafa barnabörnin í kringum sig, fór með þau í labbitúra, út í garð að týna ribsberin hennar ömmu eða kenna þeim að tefla. Var það því oft vinsælt að fá að gista hjá afa og ömmu og ávallt velkomið. Okkar bestu samverustundir hafa þó verið á Hallsteinsnesi innanum fagurt landslag, hólma, sker og kjarrivaxið landið. Þar unni pabbi sér best ásamt fjölskyldunni. Seinna keppt- ust barnabörnin um að fá að fara með ömmu og afa vestur. Hin síðari ár fóru mamma og pabbi mest með okkur systkinunum og fjölskyldum okkar vestur og eiga yngstu barna- börnin yndislegar minningar tengd- ar sumarfríum með þeim á Hall- steinsnesi. Meðan að heilsa leyfði gekk pabbi um með okkur og sagði frá örnefnum, en nánast hver steinn og þúfa hefur þar sitt nafn. Ófáar voru frásagnir hans um lífið og til- veruna á fyrri hluta 20. aldar. Yngra fólkið hlustaði með athygli á hvernig það var að alast upp í torfbæ, smíða báta og vinna öll sveitastörf án nokk- urra véla. Gengið var um fjöll og fyrnindi og oft með miklar birgðar eins og þegar hann bar skilvinduna góðu alla leið frá Kollafirði sem hann fékk gefins þar og suður að Hall- steinsnesi. Þar ætlaði hann að nota hana sem nokkurs konar vél í einn bátinn sem var í smíðum. Já, allt þetta gerði pabbi og miklu meira og virðist ekki hafa orðið meint af þrátt fyrir litla tækni og vélakost. Fólk þurfti að hafa mikið fyrir lífinu á þessum tíma, en pabbi sá alltaf já- kvæðu hliðarnar og reyndi ávallt að láta gott af sér leiða. Við munum ætíð geyma í hjarta okkar minninguna um ljúfan og elskulegan föður og kveðjum þig með þeim orðum sem þú ávallt kvaddir okkur með: „Drottinn blessi þig og láti þér líða vel.“ Margs er að minnast, Margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, Margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Pálmi, Brynja Þórdís og Guðrún Ólöf. Í dag, þegar við kveðjum Þorberg Ólafsson tengdaföður minn, verður mér hugsað til okkar fyrstu kynna. Þegar ég fór að venja komur mínar á heimili þeirra hjóna Þorbergs og Olgu tókust með okkur góð kynni. Hann hafði mjög gaman að ræða um pólitík og heimsmálin. Við vorum að sjálfsögðu sjaldnast sammála. Hann fyrrverandi formaður sósíalista- félags Hafnarfjarðar en ég á hinum vængnum. En honum fannst alltaf jafngaman að rökræða og ég held að hann hafi jafnvel gert sér upp skoð- anir sem hann vissi að ég væri ósam- mála til að fá rökræður um málefnin. Einnig ræddum við um þau mál sem hann var að skrifa um í dagblöðin hverju sinni, en hann skrifaði fjölda greina, m.a. um flutning Reykjavík- urflugvallar út á Álftanes. Eitt af því sem hann ræddi oft um var fiskveiðistjórnunarkerfið. Hann taldi rangt að leggja svona mikla áherslu á togaraflotann og stórút- gerð. Heldur ætti að leggja meiri áherslu á minni báta, sem gerðu út frá sjávarþorpum, þar sem stutt væri á miðin. Þessir bátar væru hag- kvæmari vegna minni fjárfestingar og sköpuðu fleiri atvinnutækifæri á landsbyggðinni, sem kæmi í veg fyr- ir fólksflótta frá minni sjávarþorp- um. Fyrir utan að þessir litlu bátar nota vistvænni veiðarfæri. Eftir að Þorbergur lét af störfum í Bátalóni, minnkaði áhugi hans á pólitík en hugurinn var meira við æskuslóðir á Hallsteinsnesi, þar sem hann og Ólafur bróðir hans ólust upp. Á hverju vori var farið að huga að ferð vestur. Spáð í veðrið og beðið eftir að frost færi úr jörðu, svo hægt væri að komast vestur á Hallsteins- nes. Þorbergur og Ólafur bróðir hans höfðu mikinn áhuga á að auka æðarvarpið á nesinu. Og þar sem þeir voru farnir að eldast fannst þeim gott að hafa yngri mann til að keyra bílinn vestur og aðstoða sig við að koma fyrir fuglahræðum og flöggum í hólmunum. Í næstum ára- tug fórum við þrír hvert vor vestur á Hallsteinsnes í varpið og að undir- búa sumarbústaðinn fyrir sumarið. Ég minnist þess í fyrstu ferðunum sem við fórum hvað Þorbergur hafði mikla ánægju af því að koma á heimaslóðir og hitta þá sveitunga sína sem enn voru eftir í Gufudals- sveitinni. Ekki spillti fyrir að á með- an gamli sveitasíminn var í notkun var auðvelt að hafa samband innan sveitarinnar og fylgjast með í sveit- inni. Þorbergi var mikið í mun að af- ÞORBERGUR ÓLAFSSON Hann Halldór Gíslason blessaður sem við kveðjum í dag var ekki hár í loftinu þegar leið hans lá í sveitina að Kálfafellsstað til ömmu og afa þar sem hann eyddi sumardögum og sleit barnsskónum við hóflegt frelsi, vakt- aður af ekki of hörðum húsbændum. Fleiri voru þar í hópi á svipuðu reki og hann, svo einsemdin plagaði hann vonandi ekki, enda er í sveit víðar til veggja en í þröng borgar, og hefur æskan gott af því að kynnast hvoru- tveggja. Nú eru þau sumur löngu liðin og bjarmi minninganna er einn til frá- HALLDÓR GÍSLASON ✝ Halldór Gíslasonfæddist í Reykja- vík 2. júní 1973. Hann lést 12. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Anna Fjalarsdóttir, f. 17.2. 1947, og Gísli Skúla- son, f. 16.11. 1939. Systkini Halldórs eru: 1) Fjalarr, f. 4.6. 1968, kona Elín Björg Jónsdóttir, f. 8.10. 1969, börn þeirra eru Arnþór, f. 1994, Vera og Hildur f. 1998. 2) Anna Beta, f. 23.5. 1988, hálfbróðir samfeðra Jón, f. 1963. Halldór lauk stúdentsprófi 1993 frá Menntaskólanum við Sund. Síðast starfaði hann við sambýlið í Lálandi í Reykjavík. Útför Halldórs verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. sagnar og ekki vert að hafa hátt um það. Halldór lauk mennta- skóla og þá opnast ungu fólki víðar og verkmikl- ar dyr til allra átta og margbreyttar leiðir eru í boði. En hann staldr- aði við, eins og kannski fleiri sem hika við að stefna að einu marki. Honum var ekkert að vanbúnaði nema að ráða við sig hvað hentast væri. En þau störf sem hann tók sér fyrir hend- ur að þeim var ekki kastað höndum. Listamannseðlið fann sér ekki farveg og það getur ver- ið harður húsbóndi og hann lagði ekki í að ráðast á þann garðinn. En eitt- hvað var á ferð í sálu hans sem engan uggði að yrði honum ofviða að sigra. Skjótt hefur sól brugðið sumri – og það varð myrkur um miðjan dag. Þótt nærri okkur sé höggvið, er þeirra raunin meiri: dóttur okkar Önnu og honum Gísla, bróðurnum Fjalari og systurinni Önnu Betu og öllum hinum sem nánast standa. Við vitum aldrei hvenær að vega- mótum er komið, það er flækjan í þessu lífi. En svo mikið ættum við að vita að dauðinn er andrá ein en lífið er eilíft hvernig sem vistaskiptin ber að, og þeir sem fara eru okkur reynslunni ríkari. Þegar stormana lægir kemur logn- ið, eftir glórulaust dimmviðri skín sól- in á ný, sólin sem er ljós og líf. Þegar sorgin sverfur að um sinn í einhverj- um ranni – þá er gott að eiga góða að og traustir vinir sýndu hvað í þeim bjó. Og einn er sá sem ég veit að ekki má gleymast. Það er hann séra Árni Bergur. Kannske veit hann ekki hvers virði hann var þeim í þessari glímu – en þá er best að hann viti að það var hann sem leiddi þau gegnum brim og boða þessarar kröppu sigl- ingar og kom þeim heilum í höfn – að því er í mannlegu valdi er fært. Kæri vinur Halldór, við hittum þig þegar okkar tími kemur. Beta og Fjalarr. Það er með mjög mikilli sorg í hjarta sem ég sest niður og skrifa þessar línur. Það er eins og að stór steinn sé inni í mér. Mikill höfðingi er fallinn frá. Það eru rúm 20 ár síðan mín smáa veröld hefur verið slegin svona hræðilegu höggi sem hún var að kvöldi þess 13. apríl sl. Það var þá, sem ég fékk þær sorglegu fréttir að hann Dóri frændi og vinur minn til margra ára væri dáinn. Já, góður drengur er farinn, farinn burt og kemur ekki aftur. Það er sárt, ég á mikið eftir að sakna þín, geri það strax. Allt hefur breyst, ekkert verð- ur samt á ný. Ég veit að þú ert kom- inn á góðan stað, þangað sem leiðir okkar allra liggja og að þér líður vel. Höfðingi góður, mikið höfum við misst með þér, en margt höfum við líka eignast, þau okkar sem fengu að kynnast þér. Það hryggir mig meir en orð fá lýst að geta ekki verið þér nær, en ég hugsa um þig og allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman í gegnum árin. Á tímamótum sem þessum líður vart sú mínúta, hvort sem er á svefnlausum nóttum og eða sólskinsdögum, sem ég minnist ekki einhverra þeirra atvika sem við gerð- um saman. Þú veist að ég kemst ekki til að fylgja þér síðasta spölinn, fjar- lægðin og þær aðstæður atvinnu minnar vegna gera það að verkum að ég kem því ekki við. Við verðum að láta okkur, kæri vinur, nægja það að ég komi í heimsókn og eigi með þér stund um leið og það tækifæri gefst. Ég veit að orð mín eru léttvæg og geta á engan hátt linað sorgina sem fjölskylda þín, vinir og öllum þeim er þér unnu, nú ganga í gegnum við frá- fall þitt. Þeim sendi ég mínar dýpstu sorgar- og samúðarkveðjur og vona að algóður guð styrki þau öll. En nú er komið að kveðjustund, allt, allt of fljótt, vinur kær! Far vel, höfðingi minn. Minning þín verður með mér svo lengi sem ég lifi. Sigurður Hjörleifsson. Sæll, kæri vinur, Ég er búinn að reyna nokkrum sinnum að setja niður á blað einhver kveðjuorð til þín. Það hefur gengið hálfilla. Ég finn ekki orðin. Það er eins og sambandið á milli heilans og hjartans sé rofið tímabundið. Ég er utangátta og skil þetta ekki. Þetta minnir mig á það sem Frank Black sagði í einu laga sinna. Mér líður eins og lappirnar séu í loftinu en höfuðið á jörðinni. Ég talaði við Sigga áðan en eins og þú veist þá er hann á flæmska. Ég heyrði líka í Gumma fyrir hádegi. Það féllu ekki mörg orð. Við erum að reyna að átta okkur á því sem hefur gerst. Það lítur út fyrir að Siggi kom- ist ekki til að fylgja þér á hinsta stað. Það er löndunarbann í Kanada og engin skip á leið í land. Líkt og við hin í vinahópnum er hann harmi sleginn yfir fráfalli þínu. Síðustu daga er ég búinn að verja mörgum stundum með Gumma, Ólöfu, Elínu og Brynju. Okkur þykir það mjög leitt, að Siggi skuli ekki geta verið með okkur á þessum erfiða tíma. Við erum búin að tala mikið um þig, vinur. Það hjálpar. Mig langar að deila með öðrum hvernig maður þú varst og hvaða áhrif þú hafðir á fólk í kringum þig. Eins og systir mín sagði, sem þekkti lítið til þín, barstu það með þér að þú varst góður strákur. Einlægur og hrífandi. Ég segi að þú komst til dyr- anna eins og þú varst klæddur. Ólöf hans Gumma lýsti þér svo vel í fyrra- dag, þegar hún sagði að þú hefðir ver- ið vinur litla mannsins. Þetta eru orð- in sönn. Á flestum málefnum hafðir þú sterkar skoðanir enda víðlesnari en flestir og vel upplýstur. Þú hafðir brennandi áhuga á listum og skipti þar einu hvort um var að ræða tónlist, myndlist, leiklist eða bókmenntir. El- ín var einmitt að rifja það upp í gær, hvernig þú varst alltaf til í að ræða við eða fræða aðra um dásemdir listar- innar enda viðfangsefnið þér hugfólg- ið. Taktarnir þínir, tilburðirnir og orðheppnin voru óborganleg. Þú varst heillaður af umhverfinu og nátt- úrunni, framandi og fallegum stöðum enda byrjaðir þú ungur að ferðast og fórst um víðan völl. Mig langar að rifja upp aðeins kynni okkar. Það var 17. júní fyrir nokkrum árum. Ég og Siggi hittum þig og Gumma fyrir tilviljun í bænum. Þið þrír voruð búnir að þekkjast frá því þið voruð litlir pjakkar. Gummi var besti vinur þinn en þú og Siggi tengdir ættarböndum. Við Siggi höfð- um verið bekkjarfélagar. Nákvæm- lega ári seinna upp á dag hittumst við fjórir félagarnir aftur. Það var engu líkara en það hefði liðið einn dagur. Saman fórum við félagarnir í ævintýr- lega ferð í Bláa lónið. Kvöldið var kór- ónað með sultugerð í morgunsárið. Manstu, vinur? Svo oft höfum við fjór- ir rifjað upp þessa ferð. Upp frá þessu tókst með okkur vinskapur sem entist til síðasta dags. Eftir síðustu áramót gistir þú hjá mér í nokkra daga. Þetta var stuttu áður en þú fórst að hitta Francois á Bíldudal. Ég mun aldrei gleyma því, hversu þakklátur þú varst. Elín lýsti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.