Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 41 Á kosningavori fyrir rúmum átta árum kom í vesturbæinn ofan af Akranesi, Guðjón Þórðarson, einn sigur- sælasti knattspyrnu- þjálfari landsins, og tók við stjórn knatt- spyrnumála í KR. Undirritaður var þá meðal liðsmanna. Guð- jón er ekki bara far- sæll þjálfari, heldur er hann líka hugmynda- ríkur og ófeiminn við að hafa skoðanir og viðra þær. Oft áttum við tveir í skemmtileg- um rökræðum um ým- is pólitísk deilumál þess tíma, svona rétt til að koma okkur í keppnis- skapið á leikdegi. Við Guðjón vorum reyndar ávallt sammála um eitt, enda var það óum- deilt og deginum ljósara, og það var hörmuleg aðstaða barna og ung- linga til að stunda knattspyrnu í vesturbænum. Guðjón var ofan af Skaga, þar sem svigrúm var nóg og sparkvellir um allan bæ. Í vestur- bænum var hins vegar allt öðru til að dreifa, alls staðar malbik, bíla- stæði og byggingar. Nú er Guðjón kominn til Stoke og breyttir hans hagir, en hagir vest- urbæinga hafa þó ekki breyst að sama skapi, þeir standa enn frammi fyrir sama vanda. Allt síðan Guðjón vakti menn til vitundar um það í vesturbæ, hvað brýnt það væri að bæta aðstöðu barna til knattspyrnu- æfinga, hafa forsvarsmenn KR unn- ið ötullega að lausn þeirra mála. Fé- lagið hefur skoðað vandlega ýmsa möguleika en því miður ekki haft ár- angur sem erfiði. Æfingasvæði í Ánanaustum Hugmynd að land- fyllingu framan við Ánanaust er fyrsta raunhæfa lausnin sem fram hefur komið og eitthvað munar um í þessu efni. Þar er hug- myndin að koma fyrir nýjum framhaldsskóla, hjúkrunarheimili fyrir aldraða, einhverri íbúðabyggð og ekki síst nýjum grasvöllum fyrir börn og unglinga. Undanfarin ár hafa börn sem stunda knattspyrnu með KR yfir hásumar- ið, fengið eina æfingu á viku á gras- völlum félagsins við Kaplaskjól, aðr- ar æfingar hafa farið fram á malarvelli félagsins, gæsaskitnu þýfinu bakvið sundlaug Vesturbæj- ar eða framan við aðalbyggingu Há- skóla Íslands. Öðru er ekki til að dreifa í vesturbæ Reykjavíkur. Hvar á KR að vera? Síðastliðinn þriðjudag ritaði ég grein í Morgunblaðið þar sem ég vakti athygli á þessum vanda og lýsti jafnframt áhyggjum af and- stöðu D-lista við fyrirhugaða land- fyllingu. Ég gerðist reyndar svo bí- ræfinn að óska eftir stefnu- breytingu D-lista í þessu máli, að aðstandendur hans létu af andstöðu sinni við einu raunhæfu leiðina til að bæta úr umræddum vanda barna- og unglingastarfs KR. Hanna Birna Kristjánsdóttir, 4. maður á lista D-lista, ritaði grein í sama blað síðastliðinn fimmtudag og sagði mig hafa slitið ummæli hennar úr samhengi. Hún segir D- lista á móti uppfyllingunni en með bættri aðstöðu fyrir KR. Það væri svosem gott og blessað ef það fyrra væri ekki hreinlega forsenda hins síðara. Skýr svör vantar Hanna bendir ekki á neinar leiðir til úrlausnar fyrir KR-inga og verð- ur grein hennar léttvægari fyrir vik- ið. Það dugir hreinlega ekki að lýsa sig reiðubúna til að ræða við KR um lausn vandans og geta ekki einu sinni ýjað að annarri lausn en þeirri sem hún segist vera á móti. Það vita allir vesturbæingar að land undir æfingasvæði er ekki á lausu og því hreinlega ekki um það að ræða, að setjast saman í makindum við að velja úr kostum sem engir eru. Nú í vikunni berast tíðindi um að nýtt aðalskipulag borgarinnar hafi verið samþykkt í borgarstjórn og borgarráði. Í skipulaginu er gert ráð fyrir áðurnefndri uppfyllingu og er fyrsta skrefið í henni svæði undir sparkvelli KR-inga. Undir stjórn R-listans sjáum við vesturbæingar loksins hilla undir lausn á aðstöðuleysi okkar KR-inga. Það er vel. Æfingasvæði og uppfylling Magnús Orri Schram KR Vesturbæingar vita, segir Magnús Orri Schram, að uppfylling við Ánanaust er eina vonin um æfingasvæði. Höfundur er KR-ingur. ÞAÐ ER mikið fagnaðarefni að Björn Bjarnason skuli hafa valist til að vera borg- arstjóraefni sjálfstæð- ismanna. Í borginni ríkir stöðnun og metnaðarleysi eftir átta ára stjórn R- listans. Skuldir hafa hlaðist upp, biðlistar lengst og stórfelldur lóðaskortur myndast. Reykjavík er ekki lengur eftirsóknar- verðasta sveitarfélag landsins, ungt fólk flytur til Kópavogs eða Garðabæjar. Enginn maður er líklegri til að snúa við blaðinu í Reykjavík en Björn Bjarnason. Hann sýndi það sem menntamálaráðherra að hann er afburða stjórnandi. Dugnaður hans er alkunnur, en kannski hans mesti kostur sé hversu annt hon- um er um að vera í sem nánustu sambandi við kjósendur. Ekki síst þess vegna yrði hann góður borg- arstjóri. Gríðarleg skuldasöfnun R-list- ans hefur stefnt fjár- málum borgarinnar í voða. Það er aðeins tímaspursmál hvenær það fer að bitna svo um munar á ráðstöf- unartekjum reyk- vískra heimila. 20 milljarða skuldin sem Ingibjörg Sólrún hef- ur stofnað til í nafni Orkuveitunnar, að stórum hluta til að fegra stöðu borgar- sjóðs, gerir það að verkum að gjöld Orkuveitunnar verða ekki lækkuð um fyr- irsjáanlega framtíð. Ekki síst vegna skuldahala R- listans er nauðsynlegt að tryggja sigur Sjálfstæðisflokksins. Það verður að stöðva skuldasöfnunina. Björn Bjarnason hefur sýnt mikla ábyrgð í meðferð opinbers fjár og nýtur óskoraðs trausts allra sem með honum hafa starfað. Slíkir menn eru ekki á hverju strái. Ég efast um að við munum um langt skeið eiga kost á jafn- hæfum borgarstjóra og Birni Bjarnasyni. Fylkjum okkur um lista Sjálf- stæðisflokksins í komandi kosning- um – og gerum Björn Bjarnason að borgarstjóra. Hann á það skilið, við eigum það skilið, Reykjavík á það skilið. Fylkjum okkur um Björn Ásgeir Jóhannesson Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Stjórnmál Gerum Björn Bjarna- son, segir Ásgeir Jóhannesson, að borgarstjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.