Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ FJALLASPORT hefur hafið mark- aðssókn í Noregi fyrir breytta jeppa en fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun og breytingum á fjór- hjóladrifnum jeppum. Eigendur Fjallasports segja þessháttar breytingar á jeppum lítt þekktar í Noregi og falla vel í kramið bæði hjá almenningi og fyrirtækjum. Reynir Jónsson og Steinar Sig- urðsson, eigendur Fjallasports, hafa allt frá árinu 1998 boðið upp á breytingar á fjórhjóladrifnum jeppum fyrir almenning. Breyting- arnar felast einkum í því að sett eru stærri dekk undir bílana, 31 til 44 tommu, stærri brettakantar og ýmiskonar aukahlutir. Þeir segja breytingar byggjast á langri hefð á Íslandi. „Við erum að selja ís- lenska hönnun og íslenska fram- leiðslu. Íslendingar eru skrefi á undan öðrum þjóðum þegar kem- ur að breytingum á jeppum en hugmyndin hefur enn sem komið er ekki verið flutt mikið út. Það er hinsvegar ekki svo ýkja langt síð- an menn fóru að horfa á breyt- ingar í líkingu við þær sem við gerum. Það er mun lengra síðan menn fóru að setja stór dekk undir jeppa og fara á þeim á jökla eða fjöll. Hinsvegar er ekki langt síðan almenningur fór að sækja í breytta jeppa. Þá skiptir útlitið mun meira máli og við erum eink- um að sækja inn á þann markað.“ Í mörgum tilfellum spurning um lífsstíl Fjallasport hefur nýverið komið sér upp bækistöðvum í Drammen í Noregi og segja þeir Reynir og Steinar að breyttir jeppar af þessu tagi falli vel í kramið hjá Norð- mönnum. „Við flytjum út brettak- anta, upphækkunarsett og fleira sem framleitt er á Íslandi, en breytum bílunum í Noregi. Þetta eru hlutir sem hafa verið þróaðir á Íslandi í gegnum tíðina. Við höfum lagt mikla vinnu í að undirbúa sókn á erlendan markað. Bílarnir hafa farið í gegnum svokallaða TUV-skoðun í Þýskalandi, þar sem gerðar eru mjög strangar kröfur um gæði og öryggi. Þar voru öll vinnubrögð og útlit bílanna lofuð í hástert og þeir standast alla þá staðla og kröfur sem til slíkra bíla eru gerðar. Við teljum okkur því vera að selja mjög frambærilega vöru sem á erindi við almenning hvar sem er í heiminum.“ Norðmenn sjá ótal möguleika í breyttum bílum Fjallasport hefur nýverið und- irritað samning við norska bílaum- boðið DAF, sem m.a. selur Ssanyo- ong jeppa í Noregi, um breytingar á 70 bílum á tímabilinu frá 15. júlí til 15. september nk. og 30 bílum frá 15. september fram að áramót- um. Auk þess er stefnt að því að gera samskonar breytingar á 300 bílum á næsta ári. Auk þess hefur Fjallasport hefur gert samning við umboð Nissan, Ssanyoong, Chervolet og Mitsubishi í Noregi um að kynna viðskiptavinum þær breytingar og þjónustu sem Fjalla- sport býður upp á. Reynir og Steinar segja þennan samning hafa skipt höfuðmáli í markaðs- sókn Fjallasports í Noregi. „Sölu- menn þessara umboða skipta hundruðum í Noregi og þeir kynna allir þessa möguleika fyrir viðskiptavinum sínum. Annars lít- um við svo á að hver bíll sem við breytum sé í raun akandi auglýs- ing, því á bílunum sést best hvað við erum að gera.“ Norðmenn hafa tekið bílunum mjög vel að sögn þeirra félaga og sjá ótal möguleika í notkun breytt- ra bíla af þessu tagi. „Okkur hefur alls staðar verið tekið mjög vel og Norðmenn hafa verið ótrúlega fljótir að koma auga á mögu- leikana sem í breytingunum á bíl- unum felast. Norðmenn sækja mjög til fjalla í fríum sínum, enda eru norskir fjallakofar hliðstæðir íslensku sumarbústöðunum. Þar eru hinsvegar víða slæmir vegir og oft mikil ófærð. Á breyttum jeppum komast þeir á áfangastað án mikillar fyrirhafnar. Þetta er líka spurning um lífsstíl. Fólk vill vera á flottum og vel búnum bílum auk þess sem mörgum finnast stórir og háir bílar veita meiri ör- yggistilfinningu í umferðinni. Við höfum auk þess fengið fyr- irspurnir frá norsku orkuveitunni sem er mikið á ferðinni uppi á há- lendi og hafa að sögn oft hreinlega lent í því að brjóta bíla sína. Þeir gætu komist hjá því þegar bílarnir eru á stærri og mýkri dekkjum. Eins vorum við nú að breyta bíl fyrir björgunarfyrirtækið Viking í Noregi, sem er bílabjörgunarfyr- irtæki með útibú um allan Noreg og hundruð bíla á sínum snærum. Þeir sjá ýmsa mögulega í þessum breyttu bílum. Við höfum auk þess breytt bílum fyrir skíðasvæði í Noregi sem hafa reynst mjög vel.“ Spennandi möguleikar í Svíþjóð og Finnlandi Þeir Reynir og Steinar segjast síður en svo ætla að láta staðar numið í Noregi og stefna að koma útfærslum sínum á framfæri í öðr- um löndum. Þeir segja að til dæm- is sé spennandi markaður í Svíþjóð og í Finnlandi. „Við teljum fram- tíðarmöguleika þessa fyrirtækis mjög mikla þegar tekið er tillit til stærðar markaðarins í öðrum löndum. Markaðurinn í Svíþjóð er til að mynda tvöfalt stærri en í Noregi. Þar eru miklir möguleikar að okkar mati.“ Fjallasport tók þátt í sýningu sem haldin var í Ósló fyrir skömmu, sýningu sem aðeins var ætluð karlmönnum. Norðmenn falla fyrir breyttum jeppum Fjallasport hyggst hasla sér völl í útflutningi á breyttum jeppum Morgunblaðið/Árni Sæberg SÆPLAST hf. á Dalvík, ásamt nokkrum öðrum íslenskum fyrir- tækjum, hóf fyrir þremur árum samstarf um þróun á eins konar ör- flögum eða tölvuupplýsingakubbum til þess að fella inn í kerin frá Sæ- plasti. Þessi tækni hefur ekki áður verið nýtt með þessum hætti í ís- lenskum sjávarútvegi. Fiskiðjan-Skagfirðingur á Sauð- árkróki hefur á síðustu mánuðum reynt þessa tækni um borð í Hegra- nesi SK-2, ísfisktogara fyrirtækis- ins. Stærðarflokkari frá Marel var settur um borð í Hegranesið í maí 2001 og í kjölfarið var mögulegt að reyna þennan nýja flögubúnað um borð. Í Hegranesinu eru 460 lítra ker frá Sæplasti með áðurnefndum ör- flögum. Hver flaga hefur ákveðið númer og hún veitir upplýsingar um þann fisk sem er í viðkomandi keri; t.d. fisktegund, veiðislóð, veiðitíma og stærðarflokk á fiskinum. Sér- stakur aflestrarbúnaður frá Mari- tech les upplýsingarnar af örflög- unum og þær eru síðan sendar í tölvupósti á hverjum morgni til út- gerðar- og vinnslustjóra. Þórir Matthíasson, sölustjóri hjá Sæplasti hf., telur að þessi tækni sé mikilvægur þáttur í að uppfylla stöðugt auknar kröfur erlendra kaupenda um rekjanleika sjávaraf- urða. „Það er í raun hægt að velja hvaða og hversu miklar upplýsingar eru vistaðar í hverri flögu. Með tölvupósti er unnt að senda allar nýjustu upplýsingar um aflann til lykilstjórnenda í landi og þar geta menn fylgst nákvæmlega með því hvaða fisk er verið að veiða úti á sjó og í hvaða magni. Ef ástæða er til er hægt að senda upplýsingarnar áfram til fiskkaupenda eða annarra sem þurfa á þeim að halda. Þegar síðan fiskinum er landað er komið fyrir nema á lyftaranum sem tekur kerið. Neminn les þær upplýsingar sem flagan í kerinu hefur að geyma og þær birtast á litlum skjá á lyft- aranum. Lyftaramaðurinn fær þannig strax upplýsingar um inni- hald kersins og ráðstafar því í sam- ræmi við þær. Í móttökunni eru sömuleiðis nemar sem lesa upplýs- ingar úr flögunni og þannig er hægt að fylgjast með öllu ferlinu, segir Þórir Matthíasson. Sæplast hf. verður með sýning- arbás á sjávarútvegssýningunni í Brussel í næstu viku og þar mun fyrirtækið m.a. veita upplýsingar um þessi nýju flöguker og þá mögu- leika sem þau gefa. Sæplast hf. á Dalvík Unnið að þróun flögukera ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Moody’s Investors Service hefur breytt horfum í A3 / Prime 2 / C lánshæfismati Landsbankans úr „stöðugum í „jákvæðar. Í tilkynn- ingu frá Landsbankanum kemur fram að breytingin byggist m.a. á endurskipulagningu samstæðunnar sem leitt hefur til hagræðingar í rekstri bankans, treyst rótgróna ímynd hans sem og styrkt stöðu hans í hinni hörðu samkeppni sem ríkir meðal íslenskra banka. Breyt- ingin endurspeglar einnig þá stað- reynd að dótturfyrirtæki Lands- bankans í Bretlandi, Heritable Bank, hafði töluverð áhrif á heildar- afkomu bankans á síðasta ári, sem veldur því að betri áhættudreifing hefur náðst í tekjustofnum bankans. „Samkvæmt Moody’s byggist láns- hæfismat Landsbankans sem fyrr á traustum fjárhagslegum grunni, sem hefur reynst bankanum vel – við þær erfiðu efnahagslegu aðstæð- ur sem ríkt hafa undanfarna tólf til átján mánuði. Því var bætt við af hálfu Moody’s að þótt lánveitingar til sjávarútvegsins vægju hlutfalls- lega þungt í heildarútlánum, sökum mikilvægis þeirrar greinar í atvinnu- lífi landsins, hefði Landsbankinn, eins og reyndar aðrir íslenskir bank- ar, gripið til virkra aðgerða á und- anförnum árum til þess að draga úr útlánavægi í þessari grein. Einnig var tekið fram að eftir því sem fjöl- breytni ykist í atvinnulífi landsins með vaxandi vægi þjónustugreina, álframleiðslu og hátækniiðnaðar, væri hlutdeild sjávarútvegs í útlán- um bankans smám saman að minnka með samsvarandi hætti. Framtíðarþróun varðandi láns- hæfismat bankans mun markast að verulegu leyti af áframhaldandi hæfni bankans til þess að dafna við ríkjandi óvissu í efnahagsmálum sem einkennt hefur hið litla og opna hagkerfi Íslands. Þótt dregið hafi úr líkum á beinum efnahagslegum sam- drætti, er allt eins víst að aðstæður verði áfram erfiðar. Árangur Lands- bankans í að auka enn hagræði í rekstri sínum verður einnig mikil- vægt atriði sem litið verður til þegar mat verður lagt á bankann í framtíð- inni, samkvæmt Moody’s,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Lands- bankanum. Jákvæðar horf- ur framundan Moody’s endurskoðar lánshæfismat Landsbankans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.