Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 23 STÓRSÝNINGIN Matur 2002 sem haldin var í Smáranum í Kópavogi 18.–21. apríl þótti takast vel, segir Dagmar Haraldsdóttir markaðs- stjóri Matar 2002. Búist var við 25–30.000 gestum á sýninguna og segir Dagmar því takmarki hafa verið náð þegar fjöldi boðsgesta og almennra sýningargesta sé lagður saman. „Við gerðum skoð- anakönnun meðal sýnenda síðasta daginn sem leiddi í ljós mikla ánægju með hvernig til tókst. Fólk hefur verið að þakka mér og Jón- asi Björnssyni framkvæmdastjóra fyrir en ég vil aftur á móti þakka sýnendunum sem gerðu sýning- una jafn glæsilega og raun bar vitni og óska þeim til hamingju,“ segir hún. Haldin var kaupstefna fyrstu tvo daga sýningarinnar nú í fyrsta sinn og segir Dagmar þann þátt hafa tekist vel. „Við buðum fjölmörgum stórum kaupendum að matvælum á sýninguna og er á sýnendum að heyra að það hafi gefið mjög góða raun.“ Matur 2002 þótti takast vel RAGNHEIÐUR Gísladóttir, kaffi- barþjónn hjá Kaffitári í Banka- stræti, bar sigur úr býtum í Íslands- móti kaffibarþjóna sem leitt var til lykta á Mat 2002 á sunnudag. Sex kaffibarþjónar komust í úrslit í undankeppninni og fara þeir sem landslið Íslands til Ósló í júní að taka þátt í heimsmeistarakeppni kaffibarþjóna. Þau sem komust áfram í undankeppninni voru Ragn- heiður Gísladóttir frá Kaffitári, sem fyrr er getið, Ásgeir Sandholt frá bakaríinu Sandholt, Njáll Björg- vinsson frá Te og kaffi, Ása Jelena Petterson frá Kaffitári, Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Konditori Cop- enhagen og Kristín Björnsdóttir frá Kaffibrennslunni. „Íslandsmót síðastliðinna tveggja ára hafa slegið rækilega í gegn og eru allir sammála um að á þeim tíma hafi kaffimenningin breyst til muna á Íslandi,“ segja aðstandend- ur keppninnar. Keppnisrétt á Ís- landsmóti kaffibarþjóna hafa allir þeir sem vinna við espressó-vélar á kaffihúsum, veitingahúsum, í bak- aríum, blómastofum og víðar. Áhugasamir og metnaðarfullir Einn af dómurum kaffibarþjóna- keppninnar var Tony Botterill, skólastjóri Lavazza-kaffiskólans í Bretlandi. Segir hann áberandi hversu þátt- takendur voru áhugasamir og metn- aðarfullir í keppninni. „Þetta er þriðja árið sem keppnin er haldin og eru keppendur þegar farnir að sýna þá fagmennsku sem einkennir góða kaffibarþjóna, til dæmis að byrja upp á nýtt ef þeir eru ekki sáttir við kaffið, þó að tím- inn sé naumur. Heildarskipulag keppninnar fannst mér gott og vel á málum haldið af aðstandendum hennar. Uppsetning var í samræmi við al- þjóðlegu keppnina og þetta rann allt samkvæmt áætlun. Það verður gaman að fylgjast með þróuninni á Íslandi í framtíð- inni hvað kaffi varðar og ánægjulegt að sjá kaffi skipa jafn stóran sess á þessari ágætu sýningu eins og raun bar vitni. Annars óska ég sigurvegaranum til hamingju og góðs gengis í heimsmeistarakeppn- inni,“ segir Tony Botterill. Morgunblaðið/Júlíus Kaffibarþjónarnir Kristín Björnsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Ragnheiður Gísladóttir, Ása Petterson og Njáll Björgvinsson þegar úrslitin á Íslandsmóti kaffibarþjóna 2002 voru kynnt á sunnudag. Kaffibarþjónn Íslands 2002 eins og víkingahjálmur og þriðju verðlaun Jóhannes Felixson Hjá Jóa Fel. Brauðbakstur Kornax Nemakeppni Kornax í brauð- bakstri var haldin í tengslum við sýninguna Matur 2002 og afurðum keppninnar stillt út á sýningarsvæð- inu. Að keppninni stendur Kornax hf. í samvinnu við Hótel- og mat- vælaskólann í Kópavogi, Landssam- band bakarameistara og Klúbb bak- arameistara. Keppendur til úrslita voru fjórir, Borgþór Þorgeirsson, Hjá Jóa Fel, Elías Þór Þórðarson, Mosfellsbakaríi, Haraldur Árni Þor- varðarson, Kökubankanum, og Þóra Berglind Magnúsdóttir, Myllunni- Brauðum. Úrslit urðu þau að Elías Þór Þórðarson varð í fyrsta sæti, Haraldur Árni Þorvarðarson í öðru sæti og Borgþór Þorgeirsson og Þóra Berglind Magnúsdóttir í 3.–4. sæti. Sigurvegarinn hlaut að laun- um farandbikar með áletruðum nöfnum allra sigurvegara keppninn- ar frá upphafi og náms- og kynn- isferð til Danmerkur frá Kornax. Íslandsmeistarakeppni í köku- skreytingum var haldin í 6. sinn á Mat 2002. Að keppninni stóðu Landssamband bakarameistara, Klúbbur bakarameistara og Bak- arasveinafélag Íslands. Keppendur voru þrír, Ásgeir Sandholt, Sand- holtsbakaríi, Eggert Jónsson, Kökubankanum og Hafliði Ragnars- son, Mosfellsbakaríi. Úrslit urðu þau að Hafliði Ragnarsson sigraði með yfirburðum en mjög mjótt var á munum milli annars og þriðja sæt- is,“ segir Ragnheiður. Eggert Jóns- son varð í öðru sæti og Ásgeir Sandholt í því þriðja. Sigurvegarinn hlaut að launum verðlaunagrip með áletruðum skildi frá Samtökum iðnaðarins, 50.000 króna ávísun frá Landssambandi bakarameistara, farandbikar frá Klúbbi bakarameistara með áletr- uðum nöfnum allra sigurvegara frá upphafi og farandbikar frá Bakó. Mun þetta vera í þriðja sinn sem Hafliði Ragnarsson verður í Ís- landsmeistari í kökuskreytingum. BAKARAR úr Mosfellsbakaríi báru sigur úr býtum í nemakeppni í brauðbakstri 2002, Íslandsmóti í kökuskreytingum og kransaköku- keppni 2002 á sýningunni Mat 2002 nú um helgina. Kransakökukeppnin er haldin í fyrsta skipti hérlendis, segir Ragn- heiður Héðinsdóttur, matvælafræð- ingur hjá Samtökum iðnaðarins og framkvæmdastjóri hjá Landsam- bandi bakarameistara. Að keppn- inni stóðu Bakarasveinafélag Ís- lands og Landssamband bakara- meistara og fólst hún í því að keppendur skiluðu inn fullgerðum kransakökum, undir nafnleynd sam- kvæmt tiltekinni forskrift. Meðal annars var tekið tillit til hugmynda- flugs, vinnubragða og hversu auð- velt er að framleiða kökuna til sölu, segir Ragnheiður. Sex kökur bárust inn til keppninnar. Eigandi sigur- kökunnar er Gunnlaugur Örn Vals- son, Mosfellsbakaríi en kaka hans var í líki saxófóns. Önnur verðlaun hlaut Kristján Sigmundsson, Sveinsbakaríi, fyrir köku sem leit út Elías Þórðarson sigraði í nemakeppni Kornax. Gunnlaugur Örn Valsson með saxófóninn, bestu kransakökuna. Hafliði Ragnarsson varð Íslandsmeistari í kökuskreytingum í þriðja sinn. Sigursælir í Mosfellsbakaríi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.