Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 27 Tilboðið gildir á höfuðbor- garsvæðinu, Akranesi og Selfossi. Á meðan birgðir endast. Verð 498 PTP Hágæða hársnyrtivörur Verð 920 Áður 1.150 Wella Viva Topp litir fyrir vandláta Verð 589 Áður 752 E-vítamín 200 a.e., 80 hylki- styrkir ónæmiskerfið SÓSÍALISTAFLOKKURINN í Ungverjalandi bauð í gær Bandalagi frjálsra demókrata til formlegra við- ræðna um stjórnarmyndun, en sós- íalistar fengu 178 þingsæti í kosning- unum er fram fóru í landinu um helgina. Bandalagið fékk 20 sæti. Alls þarf 194 sæti til að hafa meiri- hluta á þingi, þar sem 386 þingmenn sitja. Sameiginlegur listi flokkanna sem sátu í stjórn, Fidesz-ungverska borgaraflokksins og Ungverska demókratasambandins, fengu 188 sæti, en þeir útiloka samstarf við Bandalag demókrata. Þótt Fidesz og demókratarnir hafi verið bandamenn í kosningunum 1990 hafa leiðir þeirra skilið. Und- anfarinn áratug hefur Fidesz skipt út flestum frjálslyndari viðhorfum sínum og tekið upp íhaldsstefnu í staðinn og verið eindreginn and- stæðingur kommúnisma. Frjálsir demókratar líta aftur á móti á sig sem eina frjálslynda flokkinn í Ung- verjalandi og lögðu andstöðu sína við kommúnisma til hliðar til að geta starfað með Sósíalistaflokknum, sem varð til úr leifum Kommúnista- flokksins sáluga. Sósíalistar og demókratar voru í samsteypustjórn 1994–98 og tóku oft höndum saman á lokastigum barátt- unnar fyrir kosningarnar nú. Engu að síður segir leiðtogi demókrata, Gabor Kuncze, að hann reikni með að stjórnarmyndunarviðræðurnar muni standa í allt að tvo mánuði. „Við viljum fá fram eins mikið af stefnumálum okkar og mögulegt er,“ sagði Kuncze, og bætti við, að skatta- lækkanir, endurbætur á heilbrigðis- kerfinu og aðgerðir gegn spillingu væru fremst í forgangsröðinni hjá flokknum. Þótt demókratarnir hafi með naumindum náð fimm prósenta lág- marksfylginu sem þarft til að fá þingsæti er flokkurinn í sterkri stöðu í stjórnarviðræðunum, því án þeirra geta sósíalistar ekki myndað stjórn. Ferenc Madl forseti verður að kalla saman nýtt þing innan mán- uðar eftir að kosningar fara fram og tilnefna síðan forsætisráðherraefni er myndar nýja stjórn, samþykki þingið hann. Forsætisráðherraefni sósíalista er Peter Medgyessy og meðal kosningaloforða sem þeir gáfu var hækkun launa kennara um 50%, 70 þúsund króna eingreiðsla til eft- irlaunaþega og afnám skatta á mán- aðartekjur lægri en 18.500 kr. Ríkisstjórn Ungverjalands beið ósigur í þingkosningum Sósíalistar og demókrat- ar hefja stjórnarmyndun Búdapest. AP. ÖFLUG bílsprengja sprakk í Madrid í gær og er bask- neska hryðjuverkahreyfingin ETA grunuð um að bera ábyrgð á henni. Olli hún allmiklu eignatjóni, meðal annars á tuttugu bílum, en engu beinu manntjóni. Einn mann varð þó að flytja undir læknishendur vegna hjartaáfalls og þrír fengu vægt taugaáfall. Kemur sprengingin í kjölfar þeirrar ákvörðunar spænsku rík- isstjórnarinnar að banna með lögum Batasuna, stjórn- málaarm ETA. Hér eru lögreglumenn að skoða bílflak- ið eftir sprenginguna. Reuters Öflug sprenging í Madrid
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.