Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 26
ERLENT 26 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ G æ ð i á N e tt o v e rð i. .. 35% ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500 35% afsláttur af öllum Nettoline innréttingum í 2 vikur ja vikna tilboð2 NÚ ER LAG! mánudaga–föstudaga kl . 9–18 laugardaga 10–16 sunnudag 21. aprí l k l . 13–16 OPIÐ: Glæsilegar danskar innréttingar DANSKA lögreglan skýrði frá því í gær að 25 menn hefðu verið handteknir í sjö löndum fyrir meinta aðild að alþjóðlegum barnaklámshring. Rannsókn málsins náði til ellefu landa beggja vegna Atlantsála. Jens Olufsen, lögreglustjóri í Ringkøbing, sagði að lögreglan hefði komist á sporið þegar hún handtók konu og unnusta henn- ar sem höfðu misnotað ellefu ára dóttur hennar kynferðislega. Á heimili þeirra fundust klám- myndir af börnum og langur nafnalisti. Dönsk yfirvöld segja að á listanum séu nöfn fólks sem misnoti börn kynferðislega og skiptist síðan á myndum af þeim. „Ég hef verið í lögreglunni í 30 ár og þetta er það grófasta sem ég hef séð,“ sagði Olufsen. Páfi ræðir við bandaríska kardinála BANDARÍSKIR kardinálar fóru í gær í Páfagarð til fundar við Jóhannes Pál páfa til að ræða ástandið inn- an kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkj- unum vegna ásakana um kynferðis- brot presta gegn börnum og tilraunir til að hylma yfir brotin. Er þetta í fyrsta sinn sem æðstu yfirmenn kaþólsku kirkjunnar koma sam- an formlega til að ræða málið. Talið er að þá greini á um hvort kardinálinn Bernard Law, yfir- maður erkibiskupsdæmisins í Boston, eigi að segja af sér, en hann hefur verið sakaður um að hafa hylmt yfir kynferðisbrot presta gegn börnum. Jarðasala verði leyfð VLADÍMÍR Pútín, forseti Rússlands, hvatti til þess í gær að rússneska þingið sam- þykkti lög sem heim- iluðu sölu á ræktuðu landi í fyrsta sinn frá bylt- ingunni 1917. Kommún- istar hafa hindrað slíka löggjöf frá hruni Sovétríkjanna fyrir rúmum ára- tug. Pútín sagði að ef til vill væri nauðsynlegt að banna að útlend- ingar keyptu jarðirnar. Gates fyrir rétt BILL Gates, stofnandi banda- ríska hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft, kom fyrir rétt í Washington í gær vegna lög- sóknar níu ríkja sem saka fyr- irtækið um brot á samkeppnis- lögum og lögum um hringa- myndun. Gates sagði að viður- lögin, sem ríkin vildu beita fyrir- tækið, myndu grafa undan þró- un hugbúnaðar sem milljónir Bandaríkjamanna noti. STUTT Handtóku barna- níðinga Bernard Law Vladímír Pútín „Innflytjendaholskeflan er rétt ný- hafin. Þetta er mesta vandamál sem steðjar að Frakklandi, Evrópu og lík- lega heiminum öllum. Við eigum á hættu að hún kaffæri okkur.“ Þetta sagði Jean-Marie Le Pen í viðtali nýlega og boðskapur hans virðist eiga mikinn hljómgrunn í Frakklandi ef marka má úrslit fyrri umferðar forsetakosninganna á sunnudag. Le Pen, sem er 73 ára, komst þá í aðra umferðina með því að fá fleiri atkvæði en forsetaefni sósíal- ista. Le Pen hefur notfært sér ótta margra Frakka við innflutning fólks frá múslímaríkjum, aðallega frá Norður-Afríku, og lagt áherslu á að Frakkland eigi að vera fyrir Frakka. Hann hefur lýst innflutningnum sem innrás og kennir útlendingum um aukið atvinnuleysi og glæpafaraldur í frönskum borgum. Hann kveðst að- eins segja það upphátt sem aðrir hugsi en geri ekki uppskátt. Philippe Mechet, aðstoðarforstjóri skoðanakannanafyrirtækisins Sofr- es, segir að fjórðungur franskra kjós- enda hafi einhvern tíma kosið Le Pen eða flokk hans, Þjóðarfylkinguna, sem stofnuð var fyrir þremur áratug- um. Fyrrverandi fallhlífahermaður Le Pen fæddist árið 1928 í bænum La Trinite-sur-Mer á Bretagne- skaganum. Hann gekk í útlend- ingahersveitirnar árið 1954, var í fall- hlífahersveit og gegndi herþjónustu í Indókína og Alsír. Hann haslaði sér völl í stjórnmál- unum árið 1956 þegar hann varð þingmaður flokks kaupmanna og eig- enda lítilla fyrirtækja, undir forystu Pierre Poujade. Árið 1965 stjórnaði Le Pen kosningabaráttu Jean-Louis Tixier-Vignancours, sem var lengst til hægri í frönskum stjórnmálum, og stofnaði Þjóðarfylkinguna árið 1972. Le Pen hefur fjórum sinnum verið í framboði í forsetakosningum og fékk aðeins 0,74% atkvæðanna þegar hann bauð sig fram í fyrsta sinn árið 1974. Hann fékk síðan 14,4% fylgi í kosningunum 1988 og 15% 1995, tveimur prósentustigum minna en í fyrri umferðinni á sunnudaginn var. Þjóðarfylkingin fékk 35 þingsæti af 577 í kosningum árið 1986 þegar hún naut góðs af nýju hlutfallskosn- ingakerfi – en aðeins eitt þingsæti tveimur árum síðar þegar gamla kosningakerfið var tekið upp aftur, en það byggist á því að frambjóðend- urnir þurfa að fá meirihluta at- kvæðanna til að ná kjöri. Eini þing- maður Þjóðarfylkingarinnar, Yann Piat, gekk síðar úr flokknum og var ráðinn af dögum. Morðið hefur ekki enn verið upplýst að fullu. Þjóðarfylkingin fékk engan þing- mann kjörinn í kosningunum 1997. Var afskrifaður vegna klofnings Þjóðarfylkingin klofnaði árið 1999 vegna valdabaráttu milli Le Pens og Brunos Megrets, sem talið var að yrði arftaki hans. Megret laut í lægra haldi og stofnaði nýjan flokk, Lýð- veldishreyfinguna (MNR). Flokk- arnir tveir fengu aðeins 9% fylgi í kosningum til Evrópuþingsins síðar sama ár. Þjóðarfylkingin hefur ekki náð sér á strik eftir klofninginn og margir höfðu afskrifað Le Pen sem stjórn- málaleiðtoga fyrir fyrri umferðina á sunnudag. Um tíma leit jafnvel út fyrir að hann yrði ekki í framboði því hann átti í mestu erfiðleikum með að tryggja sér stuðning nógu margra kjörinna embættismanna til að geta boðið sig fram. Lýsti gasklefum nasista sem „smáatriði“ Þeir sem eru á öndverðum meiði við Le Pen lýsa honum sem ofstæk- ismanni og yfirgangssegg. Hann hef- ur nokkrum sinnum verið dæmdur fyrir ummæli sem hann hefur viðhaft um gyðinga og tilraun nasista til að gereyða gyðingum í Evrópu. Árið 1987 lýsti hann til að mynda gasklef- unum í útrýmingarbúðum nasista sem „smáatriði“ í sögu síðari heims- styrjaldarinnar og var dæmdur til að greiða sekt. Hann neitar þó ásök- unum um að hann sé gyðingahatari. Le Pen var bannað að gegna op- inberu embætti í Frakklandi í eitt ár eftir að hann lagði hendur á andstæð- ing sinn úr röðum sósíalista fyrir þingkosningarnar árið 1997. Litlu munaði að hann missti einnig sæti sitt á Evrópuþinginu. Vill verndartolla og hafnar evrunni Le Pen hefur mildað stefnu sína í málefnum innflytjenda og fallið frá kröfu sinni um að þeim verði vísað úr landi. Hann hefur lagt áherslu á að skera þurfi upp herör gegn glæpum og minnka áhrif framkvæmda- stjórnar ESB í Frakklandi. Le Pen hefur notið góðs af því að ofbeldisglæpir hafa verið í brenni- depli í kosningabaráttunni. Hann hefur meðal annars lagt til að reist verði ný fangelsi fyrir um 200.000 fanga. Le Pen vill að Frakkar segi upp Maastricht-sáttmála Evrópusam- bandsins og hætti þátttöku í Scheng- en-samstarfinu um afnám landa- mæraeftirlits innan Evrópska efnahagssvæðisins. Hann vill að Frakkar haldi frankanum, sem vék fyrir evrunni um áramótin, en ljær þó máls á því að báðir gjaldmiðlarnir verði notaðir í Frakklandi. Hann er einnig andvígur því að Evrópski seðlabankinn ákveði vexti í Frakklandi og hefur heitið því að Frakkar endurheimti „sjálfstæði í peninga- og ríkisfjármálum“. Efnahagsstefna Le Pens byggist aðallega á því að hann hafnar al- þjóðavæðingu og vill að Frakkar taki upp verndartollastefnu. Hann hefur einnig lofað að leggja niður tekju- skatta í áföngum á fimm árum. Hann segist vilja lengja vinnuvikuna aftur, en stjórn sósíalista hefur stytt hana í 35 stundir, og hækka laun fátæks verkafólks. Lítur á sig sem fórnarlamb valdastéttarinnar Le Pen leggur þó enn mikla áherslu á málefni innflytjenda, sem hann segir rót margra af helstu vandamálum Frakka. Þótt hann hafi haft veruleg áhrif á hægri væng franskra stjórnmála síðustu áratug- ina hefur hann verið utangarðs því aðrir stjórnmálaleiðtogar hafa forð- ast beinar viðræður við hann eða flokk hans. Í kosningabaráttunni neitaði Jacques Chirac forseti ásök- unum um að hann hefði rætt við Le Pen eftir fyrri umferð forsetakosn- inganna 1988 þegar sósíalistinn Francois Mitterrand fór með sigur af hólmi. Le Pen hefur lýst sér sem „van- metnu fórnarlambi hefnigjarnrar valdastéttar Frakklands“. Þótt litlar líkur séu taldar á því að Le Pen verði kjörinn forseti í síðari umferð kosn- inganna 5. maí hlýtur hann að hlæja dátt að vandræðum valdamannanna sem hann fyrirlítur. Vill að Frakkland verði fyrir Frakka Reuters Jean-Marie Le Pen fagnar úrslitum fyrri umferðar forsetakosninganna í Frakklandi með stuðningsmönnum sínum í Saint Cloud, nálægt París. París. AFP, AP. ’ Kveðst aðeinssegja það upphátt sem aðrir hugsi en geri ekki uppskátt ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.