Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ertu a› ver›a pabbi? Pabbi er greinargó› handbók sem svarar öllum helstu spurningum um me›göngu, fæ›ingu og ungbarni›. Ómissandi bók fyrir ver›andi fe›ur. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 1 75 29 04 /2 00 1 Það er nú ekkert smá hagræði að geta verið í eilífu góðæri og þurfa aldrei framar að taka niður sólgleraugun, góði minn. Alþjóðlegur dagur bókarinnar Staða bókar- innar á Íslandi er firnasterk Í DAG er alþjóðlegurdagur bókarinnar oger heilmikið á dag- skrá hér á landi í tilefni þess eins og vant er. Það er Bókasamband Íslands sem sér um hátíðarbrigði dagsins. Formaður sam- bandsins er Stefán Ólafs- son, en hann er fulltrúi Félags bókargerðar- manna í stjórn Bókasam- bandsins. Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Stefán á dögunum og eru svör hans hér að neðan. Segðu okkur aðeins frá alþjóðlegum degi bókar- innar og Bókasambandi Íslands. „Alþjóðlegur dagur bókarinnar var fyrst haldinn 23. apríl árið 1996. Okk- ur Íslendingum finnst það sjálf- sagður hlutur að fæðingardagur Halldórs Kiljan Laxness sé al- þjóðlegur dagur bókarinnar, en auðvitað er það aldeilis frábær tilviljun að aldarafmælis skálds- ins okkar á Gljúfrasteini skuli vera minnst um allan heim í dag. Bókasamband Íslands hefur um- sjón með Degi bókarinnar á Ís- landi. Sambandið er lausleg sam- tök Félags bókargerðarmanna, Félags íslenskra bókaútgefenda, Hagþenkis, Rithöfundasambands Íslands, Samtaka gagnrýnenda, Samtaka bókaverslana, Samtaka iðnaðarins og Upplýsingar. Ég er fulltrúi Félags bókargerðar- manna í stjórn Bókasambands- ins og er nú formaður þess.“ Hvernig stendur bókin að vígi í tölvu- og margmiðlunarum- hverfinu? „Staða bókarinnar á Íslandi er firnasterk þótt sviptingar séu í bókaútgáfunni. Við lesum mikið, kaupum bækur og teljum bók sjálfsagða gjöf. Bókasöfn eru í sókn og eru alhliða menningar- stofnanir um land allt. Já, það er óhætt að segja að bókin lifi góðu lífi á Íslandi í dag.“ Er einhver sérstök yfirskrift að þessu sinni? „Börn og bækur er yfirskrift bókavikunnar í ár. Barnabækur eru á tilboðsverði í bókabúðum og ég hvet fólk til að nýta sér það. Ég tel reyndar að áhyggjur af því að tölvukynslóðin lesi ekki bækur séu orðum auknar. Þátt- taka í og áhugi á upplestrar- keppni barna og unglinga um land allt segir okkur ennfremur að unga fólkið les einnig bækur sjálfu sér til gagns og ánægju. Það eru hins vegar gömul sann- indi og ný að það sem börn venj- ast í æsku verður vani. Ef ekki er lesið fyrir börnin eru minni líkindi til að þau lesi sjálfum sér til ánægju og ef ekki er lesið á heimilinu verður það ekki eðli- legur þáttur af lífinu. Sjálfur er ég nýbúinn að lesa bækurnar um Harry Potter og bíð spenntur eftir næstu bók. Ég var einfald- lega ekki samræðuhæfur við börnin í fjölskyldunni. Ég komst þó fljótlega að því að biðröð var eftir bókunum á bókasafninu mínu og það endaði með því að ég las þær á ensku.“ Segðu okkur annars frá dag- skrá Dags bókarinnar í dag. „Dagskrá dagsins er þétt. Í bókasöfnum um land allt er dag- skrá helguð Laxness og í bóka- verslunum verður einnig mikið um að vera. Laxnesshátíð hefst í heimabæ skáldsins, Mosfellsbæ, en segja má að dagskráin hefjist með því að klukkan 10 afhjúpar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hellu í gangstétt sem merkir steinbæinn, fæðingarstað Hall- dórs Laxness á Laugavegi 32 í Reykjavík. Rithöfundasamband- ið og Borgarbókasafnið standa að þessu og rithöfundar hlaupa síðan 24 km Laxness-boðhlaup upp að Gljúfrasteini. Hagþenkir og Reykjavíkurakademían gang- ast fyrir upplestri úr verkum Laxness frá morgni til kvölds. Vigdís Finnbogadóttir hefur lesturinn klukkan 10. Um kvöld- ið verður bókmenntakvöld í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, heimili Rithöfundasambandsins. Dagskrá vikunnar var auglýst í Morgunblaðinu á sunnudaginn og dagskrá hvers dags er kynnt dag hvern.“ Og svo er eitthvað meira eða hvað? „Bókasambandið ætlar að bjóða í Halldórsgöngu um kvöld- ið. Gangan hefst klukkan 19 við Laugaveg 32, fæðingarstað Hall- dórs Laxness. Guðjón Friðriks- son, rithöfundur og sagnfræðing- ur, leiðir okkur um slóðir Halldórs. Hversu víða verður farið ræðst af veðrinu. Göngunni lýkur í Félagsheimili bókargerð- armanna, Hverfisgötu 21, en þangað komu Halldór og vinir hans gjarna á heimili þeirra Kristínar Guðmunds- dóttur og Hallbjarnar Halldórssonar. Félag bókargerð- armanna býður veitingar í tilefni dagsins. Til sýnis verða áritaðar frumútgáfur bóka Halldórs og skjöl tengd Halldóri og félögum hans í Mjólkurfélagi heilagra. Félag bókargerðarmanna mun við þetta tækifæri afhenda Landsbókasafni Íslands – Há- skólabókasafni bréfasafn Hall- bjarnar og Kristínar.“ Stefán Ólafsson  Stefán Ólafsson er fæddur í Reykjavík 16. júní 1945. Hann lauk námi í prentsetningu í Alþýðuprentsmiðjunni 1968. Vann hann við bókaútgáfu næsta áratuginn og var þvínæst fram- leiðslustjóri í prentsmiðju í hálft fimmta ár. Frá 1983 hefur hann unnið við blaðaútgáfu og er nú annar tveggja umsjónarmanna minningargreina í Morgun- blaðinu. Eiginkona Stefáns er Bára Björk Lárusdóttir banka- maður og eiga þau þrjú börn. Yfirskriftin er börn og bækur FERÐAMÁLARÁÐ Íslands veitti um helgina Klúbbi matreiðslu- meistara fjölmiðlabikar ferða- málaráðs fyrir gott starf í þágu Ís- landskynningar sem hefur skilað sér í mikilli erlendri fjölmiðlaum- fjöllun. Afhendingin fór fram á sýn- ingunni „Matur 2002“ í Kópavogi og veitti Gissur Guðmundssyni, for- maður Klúbbs matreiðslumeistara, bikarnum viðtöku úr hendi Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra. Sturla sagði við afhendinguna að kynningar íslenskra matreiðslu- meistara á hámenningu Íslendinga í matargerð hefðu vakið mikla at- hygli erlendis og áhersla þeirra á úrvals hráefni og náttúrulegar af- urðir hefðu opnað augu ótalmargra á hreinni og óspilltri náttúru Ís- lands. Mikil umfjöllun um íslenskan mat og íslenskt hráefni í stórum og virtum erlendum fjölmiðlum hefði leitt af sér mikil greinaskrif um Ís- land sem áskjósanlegan áningar- stað fyrir sælkera. Fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs Íslands var afhendur í fyrsta sinn árið 1982, þá Sæmundi Guðvinssyni fyrir skrif hans um ferðamál. Síðast fékk bikarinn Gunnar Marel Egg- ertsson, skipasmiður og skipstjóri víkingaskipsins Íslendings. Morgunblaðið/Jim Smart Fjölmiðlabikarinn var afhentur Klúbbi matreiðslumeistara á 30 ára afmæli klúbbsins. Fjölmiðlabik- arinn til Klúbbs matreiðslu- meistara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.