Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ EINS og fram hefur komið hefur Kaupþing fest kaup á meirihluta hlutafjár í Þyrpingu og fyrir á Kaup- þing hlut í Stoðum, en bæði þessi fyrirtæki eiga og reka fasteignir. Ætlunin er að sameina þessi tvö fyr- irtæki, en nákvæm skipting eignar í nýju sameinuðu félagi liggur ekki fyrir. Stærð efnahagsreikninganna getur þó gefið grófa hugmynd um hver skiptingin kann að verða. Eignir Þyrpingar voru 13,5 millj- arðar króna um áramót en hafa vax- ið síðan og eru nú um eða yfir 14 milljarðar króna. Eignir Stoða voru um áramótin 4,4 milljarðar króna, en þar sem Höfðaborg við Borgar- tún hefur bæst við frá þeim tíma hafa þær vaxið umtalsvert og eru nú 5 til 6 milljarðar króna. Eiginfjár- hlutfall Stoða er um 20% og eig- infjárhlutfall Þyrpingar er rúmlega 21%. Hagnaður Þyrpingar var tæp- ar 40 milljónir króna á síðasta ári en hagnaður Stoða tæpar 80 milljónir króna. Þyrping með 70–75% í sameinuðu félagi Eftir kaup Kaupþings á Þyrpingu, að þeim hlut meðtöldum sem Kaup- þing hefur tryggt sér til kaups, verð- ur eignaskipting Þyrpingar þannig, að Kaupþing verður með 72,5% af heildarhlutafé, Ingibjörg Pálma- dóttir mun eiga 17,5% hlut og um 100 smærri eigendur skipta um 10% hlut á milli sín. Eignaskiptingin í Stoðum er þannig að Kaupþing á 40% hlut, Kaupþing Lúxemborg á 2%, Baugur á 48% og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis á 10%. Ef aðeins er miðað við stærð efna- hagsreikninganna eins og hún er nú má gera ráð fyrir að hlutur Þyrp- ingar í sameinuðu félagið verði á bilinu 70–75% og hlutur Stoða verði þá 25–30%. Að því gefnu ætti eign- arhlutur Kaupþings að vera nálægt 2⁄3 í sameinuðu félagi, hlutur Baugs 12–14%, hlutur Ingibjargar Pálma- dóttur 12–13%, hlutur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis 2,5–3% og hlutur annarra minni. Að sögn Ármanns Þorvaldssonar, framkvæmdastjóra hjá Kaupþingi, er ætlunin að Kaupþing, Baugur og Ingibjörg Pálmadóttir muni hvert um sig eiga um 20–30% í sameinuðu félagi, sem þýðir að Kaupþing mun selja talsvert af hlut sínum. Landsafl í svipaðri starfsemi Fyrir utan Þyrpingu og Stoðir er fyrirtækið Landsafl stórt í eignar- haldi og rekstri fasteigna. Eigendur Landsafls eru Íslenskir aðalverktak- ar, með 49% hlut, Landsbankinn- Fjárfesting, með 25,5% hlut, og Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn, með 25,5% hlut. Félagið er með eig- ið fé upp á 1,1 milljarð króna og eignir eru bókfærðar á um 6 millj- arða króna. Í samtali við Úlfar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóra þess, kom fram að stefna þess væri að stækka, annaðhvort með innri vexti eða sameiningum við aðra, með það að markmiði að skrá fyrirtækið á markað. Úlfar sagðist telja að til að raunhæft væri að skrá félag af þessu tagi á markað þyrftu eignir þess að vera að minnsta kosti 25 milljarðar króna. Eignaskipting í fyrirhugaðri sameiningu fasteignafélaganna Þyrpingar og Stoða Kaupþing verð- ur með 2⁄3 í sam- einuðu félagi Landsafl er þriðja stóra íslenska fast- eignafélagið með 6 milljarða eignir Morgunblaðið/Ásdís Kringlan er meðal eigna Þyrpingar sem fyrirhugað er að sameina fasteignafélaginu Stoðum. Ránarborg sel- ur allt hlutafé sitt í SH EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Rán- arborg ehf. seldi í gær allt hlutafé sitt í Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, alls um 71 milljóna króna hlut að nafnvirði. Kaupandi var fjárfest- ingarfélagið Afl og nam kaupverðið alls um 362,3 milljónum króna. Afl á eftir kaupin 7,16% hlut í SH eða 105,9 milljónir króna að nafnvirði. Þá keypti Ránarborg í gær hlutabréf í Íslenska fjársjóðnum að nafnvirði tæplega 232,6 milljóna króna. Eign- arhlutur Ránarborgar eftir kaupin er 12,7% en var áður enginn. Rán- arborg er í eigu Þorsteins Vilhelms- sonar, stjórnarmanns í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, en hann er enn- fremur stjórnarformaður Afls fjár- festingarfélags. ♦ ♦ ♦ TM selur hlut sinn í Samlífi TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf. hef- ur selt allan hlut sinn, eða 15%, í Sameinaða líftryggingarfélaginu hf., Samlífi. Kaupandi var Sjóvá-Al- mennar tryggingar hf. og nam sölu- verð hlutarins 191,3 milljónum króna. Sjóvá-Almennar framseldu í kjölfarið 10% eignarhlut í Samlífi til Íslandsbanka hf. með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins. Þessi félög eru nú einu eigendur Samein- aða líftryggingarfélagsins og eiga Sjóvá-Almennar tryggingar 60% eignarhlut og Íslandsbanki 40% eignarhlut. Sorpa með 39,5 milljónir í hagnað HAGNAÐUR Sorpu nam 39,5 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 57,4 milljónir árið 2000. Rekstrartekjur Sorpu námu 1 milljarði króna samanborið við 900 milljónir króna árið 2000. Rekstrargjöldin námu tæpum 900 milljónum króna en voru tæpar 800 milljónir árið á undan. Eigið fé Sorpu var í árslok 2001 717 milljónir króna og hafði aukist úr 610 milljónum króna frá árinu áður. Hagnaður Íshug 10,6 milljónir HAGNAÐUR Íslenska hugbúnaðar- sjóðsins, Íshug, nam 10,6 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Innleyst tap félagsins fyrstu þrjá mánuði ársins 2002 nam 24 milljón- um króna. Óinnleyst gengishækkun á skráðum hlutabréfum nemur rúm- um 34 milljónum. Heildareignir félagsins nema 1.835 milljónum króna sem er 299 milljóna króna hækkun frá áramót- um og nemur eigið fé tæplega 1.707 milljónum króna samkvæmt efna- hagsreikningi. Eiginfjárhlutfall er 94% og innra virði hlutafjár 2,09 Hlutafé félagsins nemur nú 828 milljónum króna en samkvæmt ákvörðun aðalfundar félagsins í mars sl. voru samningar við Nýsköp- unarsjóð atvinnulífsins og Lands- bankann Fjárfestingu staðfestir sem hefur í för með sér hækkun hlutafjár um 271 milljón króna en jafnframt nýtti stjórnin sér áður fengna heim- ild til að hækka hlutafé um 15 millj- ónir króna vegna kaupa á eignarhlut í CCP. Ný félög í eignasafninu vegna þessara samninga eru 16% eignar- hlutur í Taugagreiningu, 22% í LH tækni, 20% í CCP og 23% eignar- hlutur í Handtölvum. Í tilkynningu frá Íshug kemur fram að breyting hefur verið gerð á reikningsskilaað- ferðum félagsins í samræmi við breytingar á lögum um ársreikninga sem samþykkt voru á Alþingi undir lok árs 2001, um afnám verðleið- réttra reikningsskila. Við breyt- inguna er í afkomuhugtaki í árs- hlutareikningnum ekki tekið tillit til áhrifa verðbólgu. Ef beitt hefði verið óbreyttum aðferðum við gerð reikn- ingsskilanna væru áhrif verðleiðrétt- inga á rekstur félagsins tímabilið 1. janúar–31. mars 2002 þau að inn- leyst tap félagsins hefði aukist um 17,6 millj. kr., miðað við hækkun á vísitölu neysluverðs á tímabilinu, sem var 1,05%. Áhrif verðleiðrétt- inga á efnahagsreikning væru þau að framreikningur eignarhluta í öðrum félögum og varanlegum rekstrar- fjármunum næmi 31,6 millj. kr. og eigið fé félagsins væri hærra sem því nemur. Auglýsingar: Eyðsla eða fjárfesting? JOHN Philip Jones, hagfræðingur, sérfróður um auglýsingamál, hélt fyrirlestur á vegum Sambands ís- lenskra auglýsingastofa (SÍA) í síð- ustu viku. Jones fjallaði m.a. um hvort fé sem varið er í að auglýsa væri eyðsla eða fjárfesting. Jones kemst að þeirri niðurstöðu að sé auglýst á réttan hátt sé fénu vel varið. „Það þarf að sýna fram á árangur af auglýsingum og það get- ur verið erfitt að mæla hann,“ sagði Jones m.a. á fundinum sem var vel sóttur af íslensku auglýsingafólki. Hann fæst sjálfur við slíkar mæl- ingar og hefur í starfi sínu sem pró- fessor við Newhouse School of Publ- ic Communication við Háskólann í Syracuse, New York, gert margs konar rannsóknir sem hann byggir á raunverulegum gögnum sem safn- að er í viðskiptalífinu. Jones er fæddur í Wales, lauk hagfræðiprófi frá Háskólanum í Cambridge, starf- aði hjá J. Walter Thomson í 25 ár í London, Kaupmannahöfn og víðar og mótaði auglýsingastefnu fyrir mörg heimsþekkt vörumerki eins og Lux, Kodak, Ford og Kellogg’s. Eykur skilning á raunverulegum áhrifamætti auglýsinga Jones hefur skrifað nokkrar bæk- ur um auglýsingamál og árið 1995 kom út bókin When Ads Work: New Proof that Advertising Triggers Sales. Að sögn Halls Baldurssonar, annars framkvæmdastjóra samein- aðrar auglýsingastofu Yddu og Nonna og Manna, hefur þessi bók valdið þáttaskilum í umræðum um áhrifamátt auglýsinga. „Umfjöllun bókarinnar er byggð á greiningu á heildstæðum gögnum (single source) um auglýsingaáreiti og kauphegðun. Í bókinn sýnir John Philip Jones fyrstur manna fram á hvernig greina megi skammtíma- virkni auglýsinga og hefur þessi greining aukið mjög skilning manna á raunverulegum áhrifamætti aug- lýsinga,“ sagði Hallur m.a. í kynn- ingu sinni á Jones. Á síðasta ári kom nýjasta bók Jones út: The Ultimate Secrets of Advertising. Þar setur hann fram kenningu um virkni auglýsinga og fjallar bæði um skammtíma- og langtímavirkni auglýsinga. Skammtíma- og langtíma- virkni auglýsinga Í máli sínu lagði Jones áherslu á að hvort tveggja skipti máli, skammtíma- og langtímavirkni aug- lýsinga. Einnig væri afar mikilvægt að auglýsingar væru byggðar á skapandi hugmyndum. Skammtíma- virkni auglýsinga væri aukin sala en langtímavirkni væri styrking vöru- merkis og ímyndar. Hann sagði að verðlækkanir væru ofmetnar sem aðgerð til að auka sölu á vöru. Lækkað verð gæti haft skammtímavirkni en væri góðum auglýsingum t.d. beitt á sama tíma á réttan hátt, gætu áhrifin orðið góð til skamms og langs tíma, bæði á arðsemi fyrirtækisins sem auglýsir og á merkið og ímyndina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.