Morgunblaðið - 23.04.2002, Page 22

Morgunblaðið - 23.04.2002, Page 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ EINS og fram hefur komið hefur Kaupþing fest kaup á meirihluta hlutafjár í Þyrpingu og fyrir á Kaup- þing hlut í Stoðum, en bæði þessi fyrirtæki eiga og reka fasteignir. Ætlunin er að sameina þessi tvö fyr- irtæki, en nákvæm skipting eignar í nýju sameinuðu félagi liggur ekki fyrir. Stærð efnahagsreikninganna getur þó gefið grófa hugmynd um hver skiptingin kann að verða. Eignir Þyrpingar voru 13,5 millj- arðar króna um áramót en hafa vax- ið síðan og eru nú um eða yfir 14 milljarðar króna. Eignir Stoða voru um áramótin 4,4 milljarðar króna, en þar sem Höfðaborg við Borgar- tún hefur bæst við frá þeim tíma hafa þær vaxið umtalsvert og eru nú 5 til 6 milljarðar króna. Eiginfjár- hlutfall Stoða er um 20% og eig- infjárhlutfall Þyrpingar er rúmlega 21%. Hagnaður Þyrpingar var tæp- ar 40 milljónir króna á síðasta ári en hagnaður Stoða tæpar 80 milljónir króna. Þyrping með 70–75% í sameinuðu félagi Eftir kaup Kaupþings á Þyrpingu, að þeim hlut meðtöldum sem Kaup- þing hefur tryggt sér til kaups, verð- ur eignaskipting Þyrpingar þannig, að Kaupþing verður með 72,5% af heildarhlutafé, Ingibjörg Pálma- dóttir mun eiga 17,5% hlut og um 100 smærri eigendur skipta um 10% hlut á milli sín. Eignaskiptingin í Stoðum er þannig að Kaupþing á 40% hlut, Kaupþing Lúxemborg á 2%, Baugur á 48% og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis á 10%. Ef aðeins er miðað við stærð efna- hagsreikninganna eins og hún er nú má gera ráð fyrir að hlutur Þyrp- ingar í sameinuðu félagið verði á bilinu 70–75% og hlutur Stoða verði þá 25–30%. Að því gefnu ætti eign- arhlutur Kaupþings að vera nálægt 2⁄3 í sameinuðu félagi, hlutur Baugs 12–14%, hlutur Ingibjargar Pálma- dóttur 12–13%, hlutur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis 2,5–3% og hlutur annarra minni. Að sögn Ármanns Þorvaldssonar, framkvæmdastjóra hjá Kaupþingi, er ætlunin að Kaupþing, Baugur og Ingibjörg Pálmadóttir muni hvert um sig eiga um 20–30% í sameinuðu félagi, sem þýðir að Kaupþing mun selja talsvert af hlut sínum. Landsafl í svipaðri starfsemi Fyrir utan Þyrpingu og Stoðir er fyrirtækið Landsafl stórt í eignar- haldi og rekstri fasteigna. Eigendur Landsafls eru Íslenskir aðalverktak- ar, með 49% hlut, Landsbankinn- Fjárfesting, með 25,5% hlut, og Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn, með 25,5% hlut. Félagið er með eig- ið fé upp á 1,1 milljarð króna og eignir eru bókfærðar á um 6 millj- arða króna. Í samtali við Úlfar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóra þess, kom fram að stefna þess væri að stækka, annaðhvort með innri vexti eða sameiningum við aðra, með það að markmiði að skrá fyrirtækið á markað. Úlfar sagðist telja að til að raunhæft væri að skrá félag af þessu tagi á markað þyrftu eignir þess að vera að minnsta kosti 25 milljarðar króna. Eignaskipting í fyrirhugaðri sameiningu fasteignafélaganna Þyrpingar og Stoða Kaupþing verð- ur með 2⁄3 í sam- einuðu félagi Landsafl er þriðja stóra íslenska fast- eignafélagið með 6 milljarða eignir Morgunblaðið/Ásdís Kringlan er meðal eigna Þyrpingar sem fyrirhugað er að sameina fasteignafélaginu Stoðum. Ránarborg sel- ur allt hlutafé sitt í SH EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Rán- arborg ehf. seldi í gær allt hlutafé sitt í Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, alls um 71 milljóna króna hlut að nafnvirði. Kaupandi var fjárfest- ingarfélagið Afl og nam kaupverðið alls um 362,3 milljónum króna. Afl á eftir kaupin 7,16% hlut í SH eða 105,9 milljónir króna að nafnvirði. Þá keypti Ránarborg í gær hlutabréf í Íslenska fjársjóðnum að nafnvirði tæplega 232,6 milljóna króna. Eign- arhlutur Ránarborgar eftir kaupin er 12,7% en var áður enginn. Rán- arborg er í eigu Þorsteins Vilhelms- sonar, stjórnarmanns í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, en hann er enn- fremur stjórnarformaður Afls fjár- festingarfélags. ♦ ♦ ♦ TM selur hlut sinn í Samlífi TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf. hef- ur selt allan hlut sinn, eða 15%, í Sameinaða líftryggingarfélaginu hf., Samlífi. Kaupandi var Sjóvá-Al- mennar tryggingar hf. og nam sölu- verð hlutarins 191,3 milljónum króna. Sjóvá-Almennar framseldu í kjölfarið 10% eignarhlut í Samlífi til Íslandsbanka hf. með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins. Þessi félög eru nú einu eigendur Samein- aða líftryggingarfélagsins og eiga Sjóvá-Almennar tryggingar 60% eignarhlut og Íslandsbanki 40% eignarhlut. Sorpa með 39,5 milljónir í hagnað HAGNAÐUR Sorpu nam 39,5 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 57,4 milljónir árið 2000. Rekstrartekjur Sorpu námu 1 milljarði króna samanborið við 900 milljónir króna árið 2000. Rekstrargjöldin námu tæpum 900 milljónum króna en voru tæpar 800 milljónir árið á undan. Eigið fé Sorpu var í árslok 2001 717 milljónir króna og hafði aukist úr 610 milljónum króna frá árinu áður. Hagnaður Íshug 10,6 milljónir HAGNAÐUR Íslenska hugbúnaðar- sjóðsins, Íshug, nam 10,6 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Innleyst tap félagsins fyrstu þrjá mánuði ársins 2002 nam 24 milljón- um króna. Óinnleyst gengishækkun á skráðum hlutabréfum nemur rúm- um 34 milljónum. Heildareignir félagsins nema 1.835 milljónum króna sem er 299 milljóna króna hækkun frá áramót- um og nemur eigið fé tæplega 1.707 milljónum króna samkvæmt efna- hagsreikningi. Eiginfjárhlutfall er 94% og innra virði hlutafjár 2,09 Hlutafé félagsins nemur nú 828 milljónum króna en samkvæmt ákvörðun aðalfundar félagsins í mars sl. voru samningar við Nýsköp- unarsjóð atvinnulífsins og Lands- bankann Fjárfestingu staðfestir sem hefur í för með sér hækkun hlutafjár um 271 milljón króna en jafnframt nýtti stjórnin sér áður fengna heim- ild til að hækka hlutafé um 15 millj- ónir króna vegna kaupa á eignarhlut í CCP. Ný félög í eignasafninu vegna þessara samninga eru 16% eignar- hlutur í Taugagreiningu, 22% í LH tækni, 20% í CCP og 23% eignar- hlutur í Handtölvum. Í tilkynningu frá Íshug kemur fram að breyting hefur verið gerð á reikningsskilaað- ferðum félagsins í samræmi við breytingar á lögum um ársreikninga sem samþykkt voru á Alþingi undir lok árs 2001, um afnám verðleið- réttra reikningsskila. Við breyt- inguna er í afkomuhugtaki í árs- hlutareikningnum ekki tekið tillit til áhrifa verðbólgu. Ef beitt hefði verið óbreyttum aðferðum við gerð reikn- ingsskilanna væru áhrif verðleiðrétt- inga á rekstur félagsins tímabilið 1. janúar–31. mars 2002 þau að inn- leyst tap félagsins hefði aukist um 17,6 millj. kr., miðað við hækkun á vísitölu neysluverðs á tímabilinu, sem var 1,05%. Áhrif verðleiðrétt- inga á efnahagsreikning væru þau að framreikningur eignarhluta í öðrum félögum og varanlegum rekstrar- fjármunum næmi 31,6 millj. kr. og eigið fé félagsins væri hærra sem því nemur. Auglýsingar: Eyðsla eða fjárfesting? JOHN Philip Jones, hagfræðingur, sérfróður um auglýsingamál, hélt fyrirlestur á vegum Sambands ís- lenskra auglýsingastofa (SÍA) í síð- ustu viku. Jones fjallaði m.a. um hvort fé sem varið er í að auglýsa væri eyðsla eða fjárfesting. Jones kemst að þeirri niðurstöðu að sé auglýst á réttan hátt sé fénu vel varið. „Það þarf að sýna fram á árangur af auglýsingum og það get- ur verið erfitt að mæla hann,“ sagði Jones m.a. á fundinum sem var vel sóttur af íslensku auglýsingafólki. Hann fæst sjálfur við slíkar mæl- ingar og hefur í starfi sínu sem pró- fessor við Newhouse School of Publ- ic Communication við Háskólann í Syracuse, New York, gert margs konar rannsóknir sem hann byggir á raunverulegum gögnum sem safn- að er í viðskiptalífinu. Jones er fæddur í Wales, lauk hagfræðiprófi frá Háskólanum í Cambridge, starf- aði hjá J. Walter Thomson í 25 ár í London, Kaupmannahöfn og víðar og mótaði auglýsingastefnu fyrir mörg heimsþekkt vörumerki eins og Lux, Kodak, Ford og Kellogg’s. Eykur skilning á raunverulegum áhrifamætti auglýsinga Jones hefur skrifað nokkrar bæk- ur um auglýsingamál og árið 1995 kom út bókin When Ads Work: New Proof that Advertising Triggers Sales. Að sögn Halls Baldurssonar, annars framkvæmdastjóra samein- aðrar auglýsingastofu Yddu og Nonna og Manna, hefur þessi bók valdið þáttaskilum í umræðum um áhrifamátt auglýsinga. „Umfjöllun bókarinnar er byggð á greiningu á heildstæðum gögnum (single source) um auglýsingaáreiti og kauphegðun. Í bókinn sýnir John Philip Jones fyrstur manna fram á hvernig greina megi skammtíma- virkni auglýsinga og hefur þessi greining aukið mjög skilning manna á raunverulegum áhrifamætti aug- lýsinga,“ sagði Hallur m.a. í kynn- ingu sinni á Jones. Á síðasta ári kom nýjasta bók Jones út: The Ultimate Secrets of Advertising. Þar setur hann fram kenningu um virkni auglýsinga og fjallar bæði um skammtíma- og langtímavirkni auglýsinga. Skammtíma- og langtíma- virkni auglýsinga Í máli sínu lagði Jones áherslu á að hvort tveggja skipti máli, skammtíma- og langtímavirkni aug- lýsinga. Einnig væri afar mikilvægt að auglýsingar væru byggðar á skapandi hugmyndum. Skammtíma- virkni auglýsinga væri aukin sala en langtímavirkni væri styrking vöru- merkis og ímyndar. Hann sagði að verðlækkanir væru ofmetnar sem aðgerð til að auka sölu á vöru. Lækkað verð gæti haft skammtímavirkni en væri góðum auglýsingum t.d. beitt á sama tíma á réttan hátt, gætu áhrifin orðið góð til skamms og langs tíma, bæði á arðsemi fyrirtækisins sem auglýsir og á merkið og ímyndina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.