Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 55 LAUGARDAGINN 20. apríl var ek- ið á vinstra afturhorn bifreiðarinnar KH 016 þar sem hún stóð á bifreiða- stæðinu við Eiðistorg. Tjónvaldur fór á brott af vettvangi. Atvikið gerð- ist á milli kl. 16.30 og 17.00. Bifreiðin sem ekið var á er fólks- bifreið af tegundinni Toyota Corolla árgerð 1994, ljósgrá að lit. Þeir sem geta gefið upplýsingar um atvikið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum FORELDRAVERÐLAUN Heimila og skóla voru afhent á foreldra- þingi landssamtaka samtakanna, sem haldið var í Ársal Hótels Sögu síðastliðinn laugardag. Verðlaunin hlutu að þessu sinni Dagný Annas- dóttir, Borgarskóla, Húsavík, en verkefni hennar ber yfirskriftina: Er hægt að efla lífsleikni fjöl- skyldna í gegnum upplýsingatækni? Ljósmynd/Jón Svavarsson Foreldraverðlaunin 2002, fremri röð frá vinstri: Kristjana Magnúsdótt- ir, Dagný Annasdóttir og Guðný Helga Árnadóttir. Aftari röð: Ásgeir Sigmarsson, Sigríður Ólafsdóttir, Guðrún K. Hafsteinsdóttir, Erna Stef- ánsdóttir, Arnar Þorsteinsson, Margrét Annie Guðbergsdóttir, Sigurlín Sveinbjarnardóttir og Sigurður Lyngdal. Foreldraverðlaun Heimila og skóla FREMUR fámennt var í miðbænum á föstu- dagskvöldi og hafði lög- regla ekki mikil afskipti af borgurum. Kona datt af svölum veitingastaðar en meiddist ekki al- varlega þrátt fyrir nokkurra metra fall. Fíkniefni og varnarúði fundust á einum manni og tvær stúlkur voru stöðvaðir þegar þær framvísuðu föls- uðum skilríkjum. Þá stöðvaði lög- regla skemmtun sem haldin var án tilskilinna leyfa í húsi á Grandanum. Húsnæðið uppfyllir meðal annars ekki eldvarnarskilyrði en þarna voru um 200 manns að skemmta sér. Í eftirlitsmyndavélum sást stúlka ráðast á vegfarendur. Stúlkan, sem er 19 ára, var handtekinn skömmu síðar eftir að hún sparkaði í lögreglu- mann. Karlmaður var fluttur á slysadeild á föstudag eftir að hafa ekið reiðhjóli sínu á bifreið í Skipholti. Síðla laugardagsnætur var lög- reglu tilkynnt um fáklætt par á Bú- staðavegi á umferðareyju. Ekki er vitað hvað fólkinu gekk til en þau voru farin er lögreglan kom. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Hringbraut síðdegis á laug- ardag með þeim afleiðingum að bif- reiðin lenti á grindverki sem skilur að akreinar og hafnaði loks á kyrr- stæðri bifreið. Ökumaður er grun- aður um ölvun við akstur, hann var einnig fluttur á slysadeild vegna áverka. Hann hafði ekki notað ör- yggisbelti við aksturinn. Annar öku- maður, sem einnig er grunaður um ölvun við akstur, missti vald á bifreið sinni á laugardag á Sæbraut með með afleiðingum að hún valt út fyrir veg og lenti á kyrrstæðum sendibíl. Aðfaranótt sunnudags var karl- maður handtekinn eftir að hafa dregið upp hníf á veitingastað í mið- borginni. Lögreglumenn komu að kyrr- stæðri bifreið í Öskjuhlíð aðfaranótt laugardags. Greinilegt varð að fíkni- efna hafði verið neytt í bílnum sem farþegar og ökumaður gátu ekki gef- ið skýringar á. Úr dagbók lögreglunnar, 19.–22. apríl 200 manns á óleyfi- legri skemmtun NÁMSTEFNAN Hönnun fyrir alla verður haldin hjá Endurmenntun HÍ föstudaginn 26. apríl kl. 9 -1 6. Hún er ætluð öllum sem koma að hönnun ný- bygginga og endurhönnun eldri húsa. Fjallað verður um aðgengilegt um- hverfi utanhúss sem innan og hvernig megi á skipulags- og hönnunarstigi taka tillit til sérþarfa fatlaðra. Erindi halda: Bjarne Kenning, danskur sérfræðingur um aðgengi, Anne Grethe Hansen iðjuþjálfi, Sig- urður Thoroddsen arkitekt, Helga Guðmundsdóttir arkitekt, Ólafur Stefánsson tæknifræðingur, Ragnar Frank Kristjánsson þjóðgarðsvörð- ur, Magnús Skúlason arkitekt, Hall- dór Gíslason, Jón Ólafur Ólafsson arkitekt, Jón Sigurðsson líffræðing- ur, Ögmundur Skarphéðinsson arki- tekt og Sigurður Harðarson arkitekt. Umsjón með námstefnunni hefur Jón Ólafur Ólafsson arkitekt. Einnig er dagskrá námstefnunnar á vefsíðunni www.endurmenntun.is, segir í fréttatilkynningu. Námstefna um hönnun ANNA-Lind Pétursdóttir, sálfræð- ingur við ráðgjafar- og sálfræðideild Leikskóla Reykjavíkur, heldur mál- stofu á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ miðvikudaginn 24. apríl kl. 16:15. Málstofan verður haldin í sal Sjómannaskóla Íslands við Háteigs- veg og er öllum opin. Málstofan byggist á rannsókn sem var lokaverkefni Önnu-Lindar í cand. psych. námi við HÍ sl. vor og unnin undir handleiðslu dr. Z. Gabr- ielu Sigurðardóttur. Þar voru athug- uð áhrif þjálfunar starfsfólks leik- skóla í kennslutækni byggðri á hagnýtri atferlisgreiningu, á færni ungra barna með þroskahömlun. Kennslutæknin hefur hér á landi einkum verið notuð í atferlismeðferð fyrir börn með einhverfu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að kennslutækni byggð á hagnýtri atferlisgreiningu sé talsvert frábrugðin hefðbundinni sérkennslu, en að hægt sé að þjálfa starfsfólk í afmörkuðum þáttum hennar á tiltölulega stuttum tíma. Þegar þátttakendur náðu tökum á kennslutækninni, fjölgaði námsein- ingum úr 0,03 í 2,4 á mínútu að með- altali og færni barnanna jókst á þeim sviðum sem kennslan beindist að. Þátttakendur lærðu að beita kennslutækninni við einstaklings- kennslu en gátu að lokinni þjálfun einnig notað hana við hópaðstæður. Í athugunum eftir einn mánuð og fjóra mánuði reyndist starfsfólkið enn fært um að beita kennslu- tækninni, jafnvel við kennslu færni á nýju sviði sem þjálfun hafði ekki beinst að. Fyrirlestur um kennslu- tækni VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð í Sveitarfélaginu Skagafirði hefur ákveðið framboðslista sinn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 25. maí 2002. Ársæll Guðmundsson, aðstoðar- skólameistari FNV á Sauðárkróki skipar fyrsta sætið á listanum og er hann jafnframt sveitarstjóraefni framboðsins. Í öðru sæti er Bjarni Jónsson, fiskifræðingur á Hólum, for- stöðumaður Norðurlandsdeildar Veiðimálastofnunar og í þriðja sæti er Harpa Kristinsdóttir, leiðbeinandi á Hofsósi. Í fjórða sæti listans er Gísli Árnason, rafvirkjameistari og fram- haldsskólakennari á Sauðárkróki og í því fimmta er Valgerður Inga Kjart- ansdóttir, bóndi á Hóli. Önnur sæti á listanum eru þannig skipuð: 6. Þorgrímur Ómar Unason, skip- stjóri, Sauðárkróki 7. Guðbjörg Bjarnadóttir, fram- haldsskólakennari, Sauðárkróki 8. Úlfar Sveinsson, bóndi, Ingveld- arstöðum 9. Guðrún Sigurbjörg Guðmunds- dóttir, geislafræðingur, Sauðár- króki 10. Sigurður Sigfússon, bóndi, Vík 11. Hafdís Skúladóttir, fulltrúi, Sauð- árkróki 12. Ólafur Þ. Hallgrímsson, sóknar- prestur, Mælifelli 13. Guðrún Hanna Halldórsdóttir, að- stoðarskólastjóri, Helgustöðum 14. Rúnar Páll Stefánsson, nemi, Grindum 15. Sigurlaug Kr. Konráðsdóttir, leik- skólakennari, Sauðárkróki 16. Grétar Þór Steinþórsson, nemi, Sauðárkróki 17. Jórunn Árnadóttir, starfsmaður öldrunarþjónustu, Ásgeirsbrekku 18. Helga Bjarnadóttir, fyrrverandi skólastjóri, Varmahlíð Listi VG í Skagafirði kynntur Sauðárkróki. Morgunblaðið. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.