Morgunblaðið - 23.04.2002, Side 55

Morgunblaðið - 23.04.2002, Side 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 55 LAUGARDAGINN 20. apríl var ek- ið á vinstra afturhorn bifreiðarinnar KH 016 þar sem hún stóð á bifreiða- stæðinu við Eiðistorg. Tjónvaldur fór á brott af vettvangi. Atvikið gerð- ist á milli kl. 16.30 og 17.00. Bifreiðin sem ekið var á er fólks- bifreið af tegundinni Toyota Corolla árgerð 1994, ljósgrá að lit. Þeir sem geta gefið upplýsingar um atvikið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum FORELDRAVERÐLAUN Heimila og skóla voru afhent á foreldra- þingi landssamtaka samtakanna, sem haldið var í Ársal Hótels Sögu síðastliðinn laugardag. Verðlaunin hlutu að þessu sinni Dagný Annas- dóttir, Borgarskóla, Húsavík, en verkefni hennar ber yfirskriftina: Er hægt að efla lífsleikni fjöl- skyldna í gegnum upplýsingatækni? Ljósmynd/Jón Svavarsson Foreldraverðlaunin 2002, fremri röð frá vinstri: Kristjana Magnúsdótt- ir, Dagný Annasdóttir og Guðný Helga Árnadóttir. Aftari röð: Ásgeir Sigmarsson, Sigríður Ólafsdóttir, Guðrún K. Hafsteinsdóttir, Erna Stef- ánsdóttir, Arnar Þorsteinsson, Margrét Annie Guðbergsdóttir, Sigurlín Sveinbjarnardóttir og Sigurður Lyngdal. Foreldraverðlaun Heimila og skóla FREMUR fámennt var í miðbænum á föstu- dagskvöldi og hafði lög- regla ekki mikil afskipti af borgurum. Kona datt af svölum veitingastaðar en meiddist ekki al- varlega þrátt fyrir nokkurra metra fall. Fíkniefni og varnarúði fundust á einum manni og tvær stúlkur voru stöðvaðir þegar þær framvísuðu föls- uðum skilríkjum. Þá stöðvaði lög- regla skemmtun sem haldin var án tilskilinna leyfa í húsi á Grandanum. Húsnæðið uppfyllir meðal annars ekki eldvarnarskilyrði en þarna voru um 200 manns að skemmta sér. Í eftirlitsmyndavélum sást stúlka ráðast á vegfarendur. Stúlkan, sem er 19 ára, var handtekinn skömmu síðar eftir að hún sparkaði í lögreglu- mann. Karlmaður var fluttur á slysadeild á föstudag eftir að hafa ekið reiðhjóli sínu á bifreið í Skipholti. Síðla laugardagsnætur var lög- reglu tilkynnt um fáklætt par á Bú- staðavegi á umferðareyju. Ekki er vitað hvað fólkinu gekk til en þau voru farin er lögreglan kom. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Hringbraut síðdegis á laug- ardag með þeim afleiðingum að bif- reiðin lenti á grindverki sem skilur að akreinar og hafnaði loks á kyrr- stæðri bifreið. Ökumaður er grun- aður um ölvun við akstur, hann var einnig fluttur á slysadeild vegna áverka. Hann hafði ekki notað ör- yggisbelti við aksturinn. Annar öku- maður, sem einnig er grunaður um ölvun við akstur, missti vald á bifreið sinni á laugardag á Sæbraut með með afleiðingum að hún valt út fyrir veg og lenti á kyrrstæðum sendibíl. Aðfaranótt sunnudags var karl- maður handtekinn eftir að hafa dregið upp hníf á veitingastað í mið- borginni. Lögreglumenn komu að kyrr- stæðri bifreið í Öskjuhlíð aðfaranótt laugardags. Greinilegt varð að fíkni- efna hafði verið neytt í bílnum sem farþegar og ökumaður gátu ekki gef- ið skýringar á. Úr dagbók lögreglunnar, 19.–22. apríl 200 manns á óleyfi- legri skemmtun NÁMSTEFNAN Hönnun fyrir alla verður haldin hjá Endurmenntun HÍ föstudaginn 26. apríl kl. 9 -1 6. Hún er ætluð öllum sem koma að hönnun ný- bygginga og endurhönnun eldri húsa. Fjallað verður um aðgengilegt um- hverfi utanhúss sem innan og hvernig megi á skipulags- og hönnunarstigi taka tillit til sérþarfa fatlaðra. Erindi halda: Bjarne Kenning, danskur sérfræðingur um aðgengi, Anne Grethe Hansen iðjuþjálfi, Sig- urður Thoroddsen arkitekt, Helga Guðmundsdóttir arkitekt, Ólafur Stefánsson tæknifræðingur, Ragnar Frank Kristjánsson þjóðgarðsvörð- ur, Magnús Skúlason arkitekt, Hall- dór Gíslason, Jón Ólafur Ólafsson arkitekt, Jón Sigurðsson líffræðing- ur, Ögmundur Skarphéðinsson arki- tekt og Sigurður Harðarson arkitekt. Umsjón með námstefnunni hefur Jón Ólafur Ólafsson arkitekt. Einnig er dagskrá námstefnunnar á vefsíðunni www.endurmenntun.is, segir í fréttatilkynningu. Námstefna um hönnun ANNA-Lind Pétursdóttir, sálfræð- ingur við ráðgjafar- og sálfræðideild Leikskóla Reykjavíkur, heldur mál- stofu á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ miðvikudaginn 24. apríl kl. 16:15. Málstofan verður haldin í sal Sjómannaskóla Íslands við Háteigs- veg og er öllum opin. Málstofan byggist á rannsókn sem var lokaverkefni Önnu-Lindar í cand. psych. námi við HÍ sl. vor og unnin undir handleiðslu dr. Z. Gabr- ielu Sigurðardóttur. Þar voru athug- uð áhrif þjálfunar starfsfólks leik- skóla í kennslutækni byggðri á hagnýtri atferlisgreiningu, á færni ungra barna með þroskahömlun. Kennslutæknin hefur hér á landi einkum verið notuð í atferlismeðferð fyrir börn með einhverfu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að kennslutækni byggð á hagnýtri atferlisgreiningu sé talsvert frábrugðin hefðbundinni sérkennslu, en að hægt sé að þjálfa starfsfólk í afmörkuðum þáttum hennar á tiltölulega stuttum tíma. Þegar þátttakendur náðu tökum á kennslutækninni, fjölgaði námsein- ingum úr 0,03 í 2,4 á mínútu að með- altali og færni barnanna jókst á þeim sviðum sem kennslan beindist að. Þátttakendur lærðu að beita kennslutækninni við einstaklings- kennslu en gátu að lokinni þjálfun einnig notað hana við hópaðstæður. Í athugunum eftir einn mánuð og fjóra mánuði reyndist starfsfólkið enn fært um að beita kennslu- tækninni, jafnvel við kennslu færni á nýju sviði sem þjálfun hafði ekki beinst að. Fyrirlestur um kennslu- tækni VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð í Sveitarfélaginu Skagafirði hefur ákveðið framboðslista sinn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 25. maí 2002. Ársæll Guðmundsson, aðstoðar- skólameistari FNV á Sauðárkróki skipar fyrsta sætið á listanum og er hann jafnframt sveitarstjóraefni framboðsins. Í öðru sæti er Bjarni Jónsson, fiskifræðingur á Hólum, for- stöðumaður Norðurlandsdeildar Veiðimálastofnunar og í þriðja sæti er Harpa Kristinsdóttir, leiðbeinandi á Hofsósi. Í fjórða sæti listans er Gísli Árnason, rafvirkjameistari og fram- haldsskólakennari á Sauðárkróki og í því fimmta er Valgerður Inga Kjart- ansdóttir, bóndi á Hóli. Önnur sæti á listanum eru þannig skipuð: 6. Þorgrímur Ómar Unason, skip- stjóri, Sauðárkróki 7. Guðbjörg Bjarnadóttir, fram- haldsskólakennari, Sauðárkróki 8. Úlfar Sveinsson, bóndi, Ingveld- arstöðum 9. Guðrún Sigurbjörg Guðmunds- dóttir, geislafræðingur, Sauðár- króki 10. Sigurður Sigfússon, bóndi, Vík 11. Hafdís Skúladóttir, fulltrúi, Sauð- árkróki 12. Ólafur Þ. Hallgrímsson, sóknar- prestur, Mælifelli 13. Guðrún Hanna Halldórsdóttir, að- stoðarskólastjóri, Helgustöðum 14. Rúnar Páll Stefánsson, nemi, Grindum 15. Sigurlaug Kr. Konráðsdóttir, leik- skólakennari, Sauðárkróki 16. Grétar Þór Steinþórsson, nemi, Sauðárkróki 17. Jórunn Árnadóttir, starfsmaður öldrunarþjónustu, Ásgeirsbrekku 18. Helga Bjarnadóttir, fyrrverandi skólastjóri, Varmahlíð Listi VG í Skagafirði kynntur Sauðárkróki. Morgunblaðið. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.