Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 15 ANNAÐ kvöld kl. 18–22 verður Hafnfirðingum boðið að taka þátt í vinnufundi, svokallaðri Fjarðarvakt, í Setbergsskóla þar sem aðferðir íbúaþings verða notaðar. „Með Fjarðarvakt gætum við að því hvernig við eflum kosti Hafnar- fjarðar, ekki síður fyrir afkomendur okkar en okkur sjálf,“ segir í frétt frá Hafnarfjarðarbæ. Tilgangur fundar- ins er að endurskoða og útvíkka Staðardagskrá 21 sem er áætlun sveitarfélagsins um sjálfbæra þróun á 21. öldinni. Þar skal þess gætt að núlifandi kynslóðir rýri ekki mögu- leika og lífsskilyrði afkomenda sinna. Þetta er þriðji fundur Fjarðar- vaktar en þeir hafa verið haldnir ár- lega. „Þetta er vettvangur íbúa og at- vinnulífs til að taka þátt í mótun hafnfirsks samfélags til framtíðar,“ segir í fréttinni. „Ef þú vilt vita hvernig skórinn passar, spurðu þá þann sem gengur í honum, en ekki þann sem framleiddi hann.“ Því er leitað eftir sjónarmiðum Hafnfirð- inga um mótun bæjarins. Boðið verð- ur upp á veitingar í matarhléi. Kostir Hafnarfjarð- ar efldir Hafnarfjörður Í GÆR komu 15 áhugasamir einstak- lingar saman á fundi til að ræða stofn- un félags eldri borgara í Mosfellsbæ. Fundurinn var haldinn í þjónustumið- stöð aldraðra við Hlaðhamra. Til fundarins var boðað að tilstuðlan fé- lagsmálasviðs Mosfellsbæjar. Ólafur Gunnarsson, formaður fé- lagsmálanefndar, setti fundinn og kynnti tildrög hans. Markmið og hlut- verk hliðstæðra félaga í Reykjavík, Kópavogi og Árborg voru kynnt. Stefnt er að því að halda stofnfund n.k. haust og í undirbúninghóp voru valin þau Davíð Guðmundsson, Hulda Sigurjónsdóttir, Jón Vigfússon, Leif- ur Kr. Jóhannesson, María Gísladótt- ir, Paul Hansen og Sverrir Guðvarð- arson. Stofnun félags eldri borgara í undirbúningi Mosfellsbær FJÁRFRAMLÖG til grunnskóla Garðabæjar hafa aukist ár frá ári frá því að rekstur skólanna færðist frá ríki til sveitarfélaga árið 1996. Á síð- ustu fjórum árum, þ.e. 1998–2002, hefur nemendum í grunnskólum Garðabæjar fjölgað um 12,4% en rekstrarfé til grunnskóla hefur á sama tíma aukist að raunvirði um 65%. Fjárframlög á hvern nemanda hafa á þessum árum hækkað um 47%, úr 306 þúsund krónum í 450 þúsund. Í frétt frá Garðabæ segir að helstu ástæður þessarar hækkunar séu fjölgun stöðugilda, kjarasamn- ingar kennara og rekstrarkostnaður vegna hugbúnaðar og tækja. Fjárframlag á hvern nem- anda hækkar um tæp 50% Garðabær Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstitæknar Til þjónustu reiðubúnir! Eitt númer - 511 1707 www.handlaginn.is handlaginn@handlaginn.is ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.