Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Það var vor í lofti, þegar við héldum uppá 100 ára afmæli skóla- halds í Nesjum 1987. Rafn var búinn að starfa samfleytt sem skólastjóri í Nesjum í 37 ár og hugðist nú láta af störfum. Honum var mjög í mun að halda veglega sýningu í tilefni af- mælisins og jafnframt að við hefðum öll nokkurn fróðleik af því að vinna að uppsetningu hennar. Við fengum lánað mikið af gömlum skólamunum, sendum nemendur út um sveitina til að taka viðtöl við fólk sem hafði verið í skólanum, hengdum upp myndir og veggspjöld með upplýsingum sem við höfðum viðað að okkur og reynt að gera glæsilega úr garði og svo var allri sveitinni boðið til veislu í skóla- lok ásamt foreldrum nemenda úr hinum sveitunum. Rafn hélt eina af sínum allra bestu og háfleygustu skólaslitaræðum, þar sem hann vitn- aði í skáldin okkar og benti okkur á fegurð náttúrunnar í kringum okkur og litlu fuglana sem nú færu brátt að sinna hreiðurgerðinni. Rafni fannst mikilsvert að halda hátíðir í skólan- um og taldi það ekki síður nauðsyn- legt og uppbyggjandi fyrir nemend- ur en bóknámið. Lengi vel voru vikulega kvöldvökur með skemmti- atriðum, eftir að heimavistin tók til starfa við skólann. Hann lét sér mjög annt um þá nemendur sem komu úr RAFN JÓNSSON ✝ Rafn Eiríkssonfæddist á Mið- skeri í Nesjum í Hornafirði 15. ágúst 1924. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Landakoti 13. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 22. apríl. hinum sveitaskólunum í 8. bekk og að þeir samlöguðust vel þeim sem fyrir voru í skólan- um. Mikið var vandað til Litlu jólanna og fóru margir foreldrar glaðir heim eftir þau ásamt börnum sínum og sögðu gjarnan að nú fyndu þau fyrir nálægð jólanna. Leiksýning- arnar á vorin mætti semja langt erindi um og ég efa það að nokkur kennari á landinu hafi lagt annað eins á sig til að koma upp glæsilegum leiksýning- um með nemendum sínum. Mörg þeirra bjuggu líka vel að því og urðu góðir upplesarar og leikarar. Rafn var sjálfur afburða góður leikari, hann leikstýrði sýningunum og mál- aði leiktjöldin, sem voru oft hrein- ustu listaverk. Þegar við Hreinn bróðir hans fluttum heim aftur eftir að hafa búið í nokkur ár í Reykjavík, þar sem ég var kennari og hann að mennta sig í húsasmíði, ákváðum við að setjast að í Nesjum, þar sem ég fékk kennarastöðu og Hreinn vinnu í sinni grein. Rafn tók mér ákaflega vel, sem nýjum kennara við skólann, en ég minnist þess að mér fannst eins og honum þætti enn mikilvæg- ara að fá bróður sinn, sem hann vissi að væri liðtækur að sinna félagslífinu með börnunum á kvöldin. Samstarf okkar Rafns við Nesja- skóla stóð í 20 ár og var að mínu mati gott og lærdómsríkt. Eftir að ég tók við skólastjórninni af honum, kenndi hann íslensku í tvö ár hjá mér. Það var gott að hafa hann hjá sér, hann var ekki afskiptasamur, var orðinn þreyttur á stjórnunarstörfum og hefði jafnvel viljað hætta fyrr, en núna var hann bara að kenna sitt uppáhaldsfag. Hann var afar vel að sér í íslensku, talaði fallegt og kjarn- mikið mál og setti það þannig fram að það hlustuðu allir þegar hann tal- aði. Mér fannst eftirtektarvert, þegar ég kom að skólanum, hve ungling- arnir voru námfúsir og ég hreifst af hugmyndum hans um sjálfstæði nemenda og sjálfstæði skóla. Hann var ekki talsmaður samræmdra prófa og eftir að þau komu var eins og honum fyndist hann bundinn á klafa sem hann vildi vera laus við. Hann lagði sig fram um íslensku- kennsluna og átti ekki í neinum erf- iðleikum með að ná góðum árangri með nemendur sína á samræmdum prófum, en það var eins og gleðin dvínaði og honum fannst hann ekki hafa eins mikinn tíma í öll hin störfin, sem í hans huga voru þó svo mik- ilvæg. Það var mikil eftirsjá að þeim Rafni og Ástu, þegar þau fluttu burt úr sveitinni. Rafni buðust störf við ís- lenskukennslu í Reykjavík en hann þáði þau ekki, þeim kapítula í lífi hans var lokið. Hann hafði nokkrum árum áður farið að mála myndir og tók nú til óspilltra málanna við það. Hann hafði líka mikla ánægju af því að hafa börnin og ekki síður barna- börnin í kringum sig og helgaði þeim mikinn tíma. Ef til vill fannst honum hann þurfa að bæta sér upp alla fjar- veruna frá fjölskyldunni, meðan börnin hans voru lítil og starfið tók nánast allan hans tíma. Ásta sá um uppeldið, sagði hann. Hún stóð ávallt við hlið hans og tók mikinn þátt í störfum skólans með honum. Mér þótti gaman að heyra hann segja fyr- ir skemmstu: Mér hefur nú alltaf þótt best að ráðfæra mig við Ástu. Góða Ásta, Kalli, Gunnar, Ásta Karen, Sölvína, makar og börn. Ég sendi ykkur kærleikskveðjur og bið Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Ég vil enda þetta á litlu ljóði eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur, sem Rafn hafði gjarnan yfir á haustin, þegar hann tók á móti yngstu börnunum í skólann. Einhverja nóttina koma skógarþrestirnir að tína reyniber af trjánum áður en þeir leggja í langferðina yfir hafið, en það eru ekki þeir sem koma með haustið það gera lítil börn með skólatöskur. Kristín Gísladóttir. Kær skólabróðir og samferðamað- ur, Rafn Eiríksson, er látinn. Rafn ólst upp að Miðskeri í Nesjum með móður sinni og systkinum, en faðir hans lést um aldur fram. Rafn var ágætum námsgáfum gæddur og eftir barnaskóla stundaði hann um eins vetrar nám við ung- lingaskóla á Höfn. Á þessum árum geisaði síðari heimsstyrjöldin og mikil vinna skapaðist, einkum í sam- bandi við skip, sem keyptu fisk, sem fluttur var til Englands. Eins og fleiri stundaði Rafn þessa vinnu og hygg ég að þá hafi skapast tækifæri fyrir hann að huga að frek- ara námi. Á þessum árum voru heim- ili tæpast fær um að styrkja ungt fólk til skólagöngu. Í framhaldi af þessu sækir Rafn um skólavist á Laugum og er þar við nám veturna 1942–1944. Eftir þetta varð ekki aftur snúið og 1946 hefur Rafn svo nám í myndlistadeild Handíðaskólans í Reykjavík, en hverfur frá því námi um áramótin og sest í Kennaraskóla Íslands og lýkur námi þaðan vorið 1950. Rafn var skorpumaður að hverju sem hann gekk og ekki mikið fyrir að slóra við hlutina. Þannig var það með námið í Kennaraskólanum, sem hann lauk á þrem árum. Að námi loknu hvarf Rafn svo heim í gömlu sveitina sína og tók þar við skólastjórn, fyrst sem farkennari og með aðalaðstöðu í litlu plássi í Mánagarði. Við þessar aðstæður kenndi hann í rúman áratug, en þá fluttist skólinn í nýbyggingu sem byggð var við heimili Rafns og Ástu eiginkonu hans á Sunnuhvoli. Þegar nýbyggingu núverandi Nesjaskóla lauk gegndi Rafn áfram skólastjóra- starfinu og starfaði við skólann til starfsloka. Rafn var stjórnsamur, vel liðinn og virtur skólastjóri. Í gegnum tíðina -  @1 2 + :$ ! .%"&% >!%   7 8 "     #!$**+  3 % <!$**+ - 2   .   .  3   # 3 #     0 $ & +  $  $   + ),9 -A 53 2 5" % ! 3. ""=>- 0    2  .$ (  "* .=*+ 3  . 9% ! "% *+   . 9 B@+ 9 *+ 5* &  *+ @+  % =& .  . @. *+ "* % + *+  . "@+  . = =& .%= = =& - 9 & ' C5,)C 5 (   4    &"* " . +* " .% &""* - 9 &    -@2 ) ! "#$" % $"7(   # 0 #  / 0      @+ @. + )%". "* "*+ )  "*.  % 3-@.  "+# @. -    /1, 55 3  3"# % 7D  ( 4 $  :  )" ) *+ ) % =& %) *+ ""% $ -) . !$* 4 . = =& .%= = =& - 9 &      53, 1//13/  E"" F +: .%= 7 (    4  5   )  %B -" *+ ;< 3- %. " *+ )+"  + . " . )  *+   = =& .%= = = - 9 &  )5)   " & ( #   ' ;     !"#$   , ! -" . 5* +3G# "*+ - 9 &      1/E*F@1  4 (7 ! => (  # 0 #  1     6 $    <  $  ,  ;; =    #  ' !>>/?!(   > @#  0  ;; ))A):)):B $  ( $ @+ 54!*+ 9% " %. % ! 9% *+  @+ . 54!9% . !=& +" *+ A"=. %9% *+ )H+  . .%= =& - 9 &   @-,5C) @. %&I    6 $  C $  ,  ;; !"#$   % ! !$*.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.