Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 24
Reuters Lionel Jospin ávarpar stuðningsmenn sína á sunnudaginn. JÖRÐIN tók kipp undir franska lýðveldinu á sunnudaginn þegar hægri öfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen nýtti sér útbreidda óánægju kjósenda með sitjandi valdamenn og náði að komast áfram í seinni umferð forsetakosn- inganna, er fram fara í landinu 5. maí. Fékk Le Pen næstmest fylgi frambjóðenda, á eftir íhaldsmann- inum Jacques Chirac, núverandi forseta, en sósíalistinn Lionel Jospin forsætisráðherra náði ekki að komast áfram og hefur lýst því yfir að hann sé hættur afskiptum af stjórnmálum. Le Pen er alræmdur fyrir harða afstöðu sína gegn innflytjendum í Frakklandi og andúð hans á Evr- ópusambandinu. Stjórnmálaleið- togar bæði til hægri og vinstri lýstu sigri hans – og þeirri stað- reynd að engum frambjóðanda vinstrimanna tókst að komast áfram í seinni umferð kosninganna – sem „pólitískum jarðskjálfta“ og gengu sumir svo langt að segja farið að hrikta í stjórnarskrárleg- um undirstöðum lýðveldisins. „Fimmta lýðveldið er komið að fót- um fram – við verðum að snúa okkur að einhverju evrópskara, lýðræðislegra,“ sagði Jean-Luc Benhamias, kosningastjóri fram- bjóðanda græningja, Noel Mamere. Árangur Le Pens er hápunkt- urinn í 30 ára sögu flokks hans, Þjóðarfylkingarinnar (FN), og má að mestu rekja til pólitísks tryggðarofs sem skoðanakannanir höfðu bent til að myndi hafa úr- slitaáhrif í kosningunum. Er kjör- dagur nálgaðist varð ljóst, að Le Pen var eini frambjóðandinn sem gat ógnað Chirac og Jospin og útlit fyrir að margir kjósendur, sem voru óákveðnir, hafi komist að þeirri niðurstöðu að atkvæði greitt Le Pen væri besta leiðin til að veita stjórnmálakerfinu snupru. Stærsti sigur hægri öfgamanna Frambjóðendur hafa aldrei verið fleiri en nú – alls sextán – og þar af leiðandi áttu Chriac og Jospin meira á hættu en ella að „mót- mælaatkvæði“ yrðu greidd fram- bjóðendum á jaðrinum. Á endanum varð það Jospin sem fékk harðasta skellinn. En niðurstaðan bendir líka til þess, að Le Pen hafi haft rétt fyrir sér þegar hann sagðist tala mál – um glæpatíðni, innflytj- endur, Evrópu og spillingu innan ríkjandi stjórnmálastéttar – sem næði eyrum fleiri franskra kjós- enda en aðrir stjórnmálaleiðtogar þyrðu að viðurkenna. Þetta er langstærsti sigur sem hægri öfgamenn hafa unnið í Frakklandi eftir síðari heimsstyrj- öld og fréttaskýrendur voru á einu máli um að ástæðan væri fyrst og fremst sú, að kjósendur hefðu glat- að trausti á stjórnkerfi landsins. „Þessar niðurstöður eru nöturleg- ar – og hingað til óhugsandi – af- leiðingar þess, að ríkið er að bresta,“ sagði fjármálablaðið Les Echos. Vinstrablaðið Liberation sagði: „Stjórnmálalífið er að nið- urlotum komið, það hefur orðið fyrir áfalli, fengið högg, það er úr- vinda.“ Niðurstöðutölurnar bera glöggt með sér að eitthvað mikið er að. Le Pen fékk yfir 17% atkvæða, Jospin um 16%, og Chirac tæp 20%. Aðeins fjórir af hverjum tíu þeirra er greiddu atkvæði völdu vinstri eða hægri flokka sem áttu raunhæfa möguleika á að taka við völdum. Chirac á sigurinn vísan Ekki leikur vafi á, að mikill meirihluti Frakka, sem eru andvíg- ir skoðunum Le Pens, muni nú fylkja sér að baki Chiracs í seinni umferðinni til að tryggja ósigur Le Pens. Skoðanakannanir sýna að Chirac muni þá fá um þrjá fjórðu atkvæða. En hættan er sú, að sig- ur Chiracs verði ekki álitinn sann- ur, þar eð enginn frambjóðandi á vinstri vængnum náði að komast áfram í seinni umferð kosning- anna. Hefð er fyrir því, að Frakkar skipi sér í tiltölulega jafn stórar hægri og vinstri fylkingar, þannig að nú geta um 50% kjósenda með nokkrum rétti haldið því fram, að þeir eigi ekki í nein hús að venda þegar kemur að því á kjósa á milli hægrimanns – Chiracs – og öfga hægrimanns – Le Pens. Frönsk dagblöð voru harla sam- mála um að niðurstöður fyrri um- ferðar kosninganna væru pólitísk- ur jarðskjálfti. Liberation lýsti því yfir, að Frakkland hefði orðið lýð- ræðinu til skammar og Frakkar væru að leika sér að eldinum með því að ljá Le Pen stuðning. En blöð jafnt á vinstri og hægri væng stjórnmálanna voru líka á einu máli um að vinstri hreyfingin hefði sjálf átt stóran þátt í því hvernig fór, með því að tefla fram svo mörgum frambjóðendum sem raun bar vitni og valda þannig klofningi meðal kjósenda. „Á heildina litið kom vinstri- hreyfingin ekki svo illa út,“ sagði blaðið Le Monde. „Þetta var bylta sem við hefðum getað komist hjá.“ Liberation nefndi stjórnmála- ástandið á Ítalíu sem hliðstæðu, þar sem harðar deilur meðal vinstrimanna hefðu greitt götu hægri bandalags Silvios Berluscon- is forsætisráðherra í fyrra. Þetta verður í fyrsta sinn í rúmlega 30 ár sem vinstrimenn í Frakklandi eiga ekki frambjóðanda í seinni umferð forsetakosninganna, en 1969 féll sósíalistinn Francois Mitterrand út í fyrri umferð. Jospin hættir í pólitík Hægrablaðið Le Figaro sagði að dræm kosningaþátttaka, sem rekja mætti til óánægju kjósenda, hefði haft alvarlegri afleiðingar fyrir vinstrimenn en hægrimenn. Blaðið átaldi ennfremur Jospin fyrir að hafa ekki tekist að gera kjósendum ljósa grein fyrir pólitískri stefnu sinni. Le Monde tók í sama streng: „Hann virtist aldrei hafa náð full- um tökum á kosningabaráttunni, sem hófst á miðjureit, endaði úti á vinstra væng og einkenndist af illa grunduðum athugasemdum, eins og til dæmis um aldur Chiracs.“ Jospin lýsti sig ábyrgan fyrir því hvernig fór nú á sunnudaginn og tilkynnti að hann myndi hverfa af stjórnmálasviðinu að lokinni seinni umferðinni. Mun þá nýr leiðtogi taka við Sósíalistaflokknum er kemur að þingkosningunum, er fara fram í júní. Samstarfsflokkar Jospins, Kommúnistaflokkurinn og flokkur græningja, fóru einnig heldur illa út úr fyrri umferðinni. Hlaut leiðtogi græningja, Noel Mamere, aðeins 5,5% atkvæða. Afhroð kommúnista Leiðtogi kommúnista, Robert Hue, fékk innan við 4%, sem er það minnsta sem flokkurinn hefur nokkru sinni fengið og segja fréttaskýrendur að kommúnistar hafi beðið mestan hnekki. Flokk- urinn er fyrrverandi stórveldi í frönskum stjórnmálum, naut á ár- um áður stuðnings tuttugu af hundraði kjósenda og á nú fjóra ráðherra í ríkisstjórn. En í kosn- ingunum á sunnudaginn varð flokkurinn að lúta í lægra haldi fyrir 27 ára póstburðarmanni sem bauð sig fram á vegum trotskíista, og fyrir Arlette Laguiller, fyrrver- andi ritara, sem barðist fyrir al- ræði öreiganna. Jospin tók við embætti forsætis- ráðherra 1997 og lofaði kjósendum að hann myndi draga úr atvinnu- leysi og bæta almannatrygginga- kerfið. En í valdatíð sinni hefur Jospin fengið eindregna vinstri- sinna upp á móti sér, því þeir hafna hnattvæðingu og opnum, evrópskum markaði, en þessu hafnar flokkur Le Pens reyndar líka. Stjórnartíð Jospins virðist líka hafa leitt kjósendur að þeirri niðurstöðu, að hann væri að bregð- ast við nýjum vandamálum með gömlum lausnum og væri ekki í tengslum við þann raunveruleika sem kjósendur stæðu frammi fyrir. Franskir kjósendur völdu þann kostinn í fyrri umferð forseta- kosninganna að snupra ríkjandi stjórnmálakerfi í landinu með því annaðhvort að sitja heima eða greiða öfgasinnum atkvæði sitt. Fréttaskýrendur eru á einu máli um, að brautargengi Le Pens og ósigur Jospins megi rekja til óánægju kjósenda með kerfið.             !"#$ ! %  !  ' % #$(   )(  * %  + , ' #$ - + # & ' #$  .!     ! " # $ " "%#&$% '  () * +,## - .   ) /' * . # %#& %%0 # *1 ,##0  !2 ,  ' ) %%0 # $    ! ##' # $ " 345 "%#&$% '  () 6 *% $ 2 /0123 /410/ /41/5 4125 6173 6133 6185 5184 5186 3120 3132 8136 8138 /122 /1/0 9157 ': +;< 7 # #' !$#&$ 8#'  9' %+ * #%+ 6+   % + ' < :  &: =<$ 1 ( < > < : : < :  '   : :; ? '?*: < : : 6? ' !"#$ !>= ' ' ( !"#$ ! #& 5::; <: % => 9' 671/5@ * # 58127@ ,: ':' ' ? # París. AFP, AP. „Pólitískur jarðskjálfti“ í Frakklandi Jacques Chirac Frakklandsforseti eftir að niðurstöður voru ljósar. ERLENT 24 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sumardragtir Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið úrval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.