Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 29
LISTIR/DAGUR BÓKARINNAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 29 Innritun fyrir haustönn er hafin! Hafðu samband og viðsendum þér Námsvísirfyrir haustönn. Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is Tölvunám og TÖK tölvunám Myndvinnsla / Photoshop ACE Myndbandavinnsla (Premier) Lotus Notes forritun MCP - Netumsjón Umbrot með QuarkXpress Tölvunám fyrir eldri borgara Varðveisla þekkingar - Þekkingarstjórnun Forritun og kerfisfræði Skrifstofu- og tölvunám Sölu- og tölvunám Auglýsingatækni Vefsíðugerð AutoCad og 3D Studio Max Bókhald og tölvubókhald Starfsnám Styttri námskeið www.ntv.is Heimasíðan okkar er þegar uppfærð miðað við haustönn VIÐ erum það sem við borðum, segja nær- ingarfræðingar, og vel getur það verið rétt hvað varðar ytra hylk- ið. En þegar kemur að innra hylkinu hygg ég að við séum það sem við lesum. Hvernig í ósköpunum væri líf okkar og heimsmynd ef við hefðum aldrei lesið neitt? Svarið er raunar auðfundið meðal bágstaddra bræðra okkar og systra víða um heim, sem ekki njóta þeirra forréttinda að geta lesið. Fátækt, sjúkdómar og barnadauði, tölur um meðalaldur langt undir því sem gerist í hinum læsa heimi, eru fylgifiskar ólæs- isins. Menning þessara þjóða og þjóðarbrota hefur ósjaldan glatast og orðið ofbeldi hinna læsu að bráð vegna þess að arfur kynslóðanna fluttist ekki fram til þeirra sem löndin erfðu, án þess að munnleg geymd sé vanmetin. En trúlega má hún sín minna á upplýsingaöld. Við sem þeirra forréttinda njót- um að geta aflað okkur allrar þeirrar þekkingar sem finna má í bókum, allrar þeirrar lífsnautnar, sem bækur veita okkur, höldum í heiðri dag bókarinnar. Og sá dag- ur ætti að vera okkar þakkargjörð. Þakkargjörð til þeirra sem kenndu okkur að lesa bækur, þakkargjörð til allra þeirra, sem skrifað hafa bækur, hvort sem okkur féllu þær vel eða illa, þakkargjörð til þeirra sem höfðu umtalsverð áhrif á líf okkar og opnuðu okkur sýn inn í áður óþekkt víðerni. Halldór Laxness er einn þeirra. Á þessum degi, þegar eitt hundrað ár eru liðin frá fæðingu hans, fær hann heita þökk frá þrettán ára stelpu, sem fyrir tilviljun las Vef- arann mikla frá Kasmír eina nöt- urlega janúarnótt í litlu húsi meðan vind- urinn gnauðaði á þak- inu og varð aldrei söm aftur. Og allar hinar bækurnar hans hafa síðan fylgt henni æv- ina alla og erfitt að hugsa sér lífið án þeirra. Hvernig er hægt að þakka slíkt svo vert væri? Jú, með því að halda áfram. Halda merki hans á lofti. Halda áfram að færa komandi kynslóðum, öðrum þrettán ára stelpum og strákum töfra íslenskrar tungu og opna þeim sýn inn í líf genginna og óborinna kynslóða. Einungis sá sem hefur vald á eigin tungu getur tileinkað sér önnur tungumál og sá einn sem er hluti af eigin menn- ingu, á sér samastað í tilverunni, er fær um að skilja menningu ann- arra þjóða. Og það er aldrei of snemmt að byrja. Aldrei er of snemmt að sýna börnum bækur. Hver hefur ekki uppgötvað hamingju lítils barns sem situr á heitu lærinu á ömmu eða mömmu, pabba eða afa, og hlustar agndofa á sögu? Hvort það er bara hitinn frá lærinu eða inn- tak sögunnar skiptir ekki máli. Það er góð byrjun á ævilöngum kynnum. Á þessu ári kvaddi heimurinn þá konu sem þetta skildi betur en flestir aðrir, Astrid Lindgren, sem lést í hárri elli fyrir skömmu. Fáir rithöfundar hafa glatt fleiri með skrifum sínum en hún, milljónir barna á öllum aldri. Við sem feng- ist höfum við að skrifa fyrir börn höfum um árabil barist fyrir því að hún hlyti Nóbelsverðlaunin og ég átti þess kost að ræða það mál við forseta sænsku akademíunnar á síðasta ári. Svarið sem ég fékk var að í stofnskrá sjóðsins væri gert ráð fyrir að verðlaunin væru veitt fyrir fagurbókmenntir. O, jæja, henni var sama. En skelfing vildi ég að ég skrifaði einhvern tíma fagurbókmenntir á borð við Ronju ræningjadóttur og Bróður minn Ljónshjarta. Astrid Lindgren fylgja hjartans þakkir frá okkur öllum og hlýjar kveðjur til vina hennar í Nangíjala. Það var við hæfi að helga þessa viku barna- bókmenntum. Það minnir okkur á að Astrid Lindgren er ekki farin langt. Í síbreytilegum heimi mynd- banda, tölvuleikja og geimboja, sem stundum hleypur á undan vit- undarsviði okkar, fyllumst við stundum skelfingu og óttumst um áhrif alls þessa á börnin okkar. Það er ekki fyrr en við þurfum að hlaupa til og rifja upp gríska goða- fræði til að vera viðræðuhæf í sam- skiptum við þriggja ára afkom- endur okkar að við uppgötvum að þetta er allt í lagi. Að baki þessa iðnaðar er bókin, sagan, og með fulltingi vandaðra þýðenda og ann- arra góðra listamanna er þetta ein- ungis nýr miðill til að skila góðum sögum. Hið einskis verða deyr af sjálfu sér eins og lélegt slangur sem fer úr tísku. En bók sem skiptir máli, hugmynd sem opnar nýja áður óþekkta sýn, er ekki létt verk að deyða. Á DEGI BÓKARINNAR Alþjóðadagur bókarinnar, 23. apríl, er haldinn hátíðlegur víða um heim að frumkvæði UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Guðrún Helgadóttir rithöfundur hefur samið Ávarp Dags bókarinnar 2002 að beiðni Bókasambands Íslands. Guðrún Helgadóttir ÁVARP dagsins: Guðrún Helga- dóttir rithöfundur. Flutt og birt í fjölmiðlum. Við Laugaveg 32. Kl. 10: Borg- arstjóri afhjúpar hellu í gangstétt sem merkir steinbæinn, fæðingar- stað Halldórs Laxness. Laxness-boðhlaup frá Laugavegi 32 að Gljúfrasteini ræst. Rithöfund- ar hlaupa 24 km boðhlaup. JL-húsið, Hringbraut 121. Kl. 10. ReykjavíkurAkademían og Hag- þenkir standa fyrir maraþon-upp- lestri úr verkum Halldórs Laxness. Sjá nánar hér að ofan. Borgarbókasafnið – Aðalsafn í Grófarhúsi. Kl. 12–13. Hádegis- fundur um leshópa með Rachel Van Riel á Reykjavíkurtorgi í Grófar- húsi. Þátttakendur eru beðnir að taka með sér bók sem þeir hafa ekki enn komist til að lesa, einhverja sem þeir hafa hug á að lesa en hafa ein- hverra hluta vegna ekki látið verða af. Borgarbókasafn – Kringlusafn í Borgarleikhúsi. Kl. 15–16. Í dag eru 100 ár liðin frá fæðingu Lax- ness. Af því tilefni býður starfsfólk Kringlusafns gestum sínum uppá kaffi og pönnukökur með strausykri í kaffitímanum. Borgarbókasafn – Seljasafn Hólmaseli. Kl. 15. Hallveig Thorlacius kemur með Sögusvunt- una og sýnir brúðuleikritið um Loð- inbarða. Bókasafn Öxarfjarðar og Byggðasafn N-Þing. Kl. 15–18. Kynning á bókum Halldórs Lax- ness. Bókasafn Bolungarvíkur. Kl. 20. Dagskrá helguð Halldóri Laxness. Bókasafn Garðabæjar. Kl. 17. Halldórs Laxness minnst með út- stillingum og upplestrum úr bókum hans. Bókasafn Grindavíkur, salur bæjarstjórnar. Kl. 17.15. Grunn- skólanemar og fleiri lesa úr verkum Halldórs Laxness. Nemendur Tón- listarskólans spila á hljóðfæri og Hörður Torfason skemmtir í boði menningarnefndar Grindavíkur. Bókasafn Húsavíkur. Nýir gestir fá frí lánþegaskírteini.Verk eftir Laxness og fróðleiksmolar um hann í safninu. Amtsbókasafnið Akureyri. Kl. 15, 17 og 18. Nemendur úr 9. bekkj- um grunnskóla bæjarins koma og lesa úr verkum Halldórs Laxness. Auk þess sem verður spilaður geisladiskur þar sem Halldór Lax- ness les upp úr eigin verkum. Tölvur með netaðgangi verða pakkaðar í plast og lokaðar á þessum degi. Háskóli Íslands, Hátíðasalur. Kl. 17. Rachel Van Riel frá „Opening the Book“ í Bretlandi heldur fyr- irlesturinn The Secret Pleasures of Reading í boði háskólarektors og heimspekideildar. Sjá nánar á bls. 30. Norræna húsið. Opnuð verður sýning á teikningum Siri Derkert við smásögu Laxness, Úngfrún góða og húsið. Bæjar- og héraðsbókasafnið á Akranesi. Kl. 17–18. Börn úr Stóru upplestrarkeppni grunnskólanna lesa úr verkum Halldórs Laxness. Laugavegur 32 – Hverfisgötu 19. Kl. 19. Guðjón Friðriksson verður með leiðsögn og segir frá því sem tengist Halldóri Laxness. Sjá nánar hér að ofan. Opið hús hjá Félagi bókagerðarmanna, Hverfisgötu 21. Gunnarshús, Dyngjuvegi 8. Kl. 20.30. Bókmenntakvöld í Gunnars- húsi, heimili Rithöfundasambands- ins. Laxnesshátíð í Mosfellsbæ Bókasafn Mosfellsbæjar. Kl. 13– 20. Sýning á persónulegum munum fjölskyldunnar á Gljúfrasteini og ljósmyndir úr fórum safnsins. Hlégarður. Kl. 20. Hátíðadagskrá í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu Halldórs Laxness. Sjá nán- ar á bls 31. Alþjóðadagur bókarinnar Morgunblaðið/Golli HAGÞENKIR og Reykjavíkuraka- demían bjóða í dag til upplestr- arveislu í tilefni af aldarafmæli Hall- dórs Laxness í JL-húsinu, Hringbraut 121, 4. hæð. Lesturinn hefst kl. 10 árdeg- is og lýkur í kvöld kl. 22. Vigdís Finnbogadóttir hefur lesturinn en meðal gesta sem lesa eru Þor- steinn frá Hamri og Sigríður Hall- dórsdóttir kl. 10; Þorleifur Hauks- son, Gísli Sig- urðsson, Jón Karl Helgason, Þór- unn Valdimars- dóttir kl. 12; Pét- ur Gunnarsson, Þorvaldur Þor- steinsson, Ari Klængur Jónsson og Halldór Hall- dórsson kl. 15; Ingibjörg Har- aldsdóttir, Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson, Auður Jónsdóttir og Margrét Laxness kl. 17; Silja Aðal- steinsdóttir, Vilborg Dagbjartsdótt- ir og Sigurður A. Magnússon kl. 20. Almenningi býðst að lesa sinn uppáhaldskafla úr verkum nóbels- skáldsins og þiggja kaffi og hnall- þórusneið. Maraþon- upplestur í JL-húsinu Vilborg Dagbjartsdóttir Vigdís Finnbogadóttir Þorsteinn frá Hamri BÓKASAMBAND Íslands efnir til Halldórsgöngu að kvöldi Dags bók- arinnar, í dag, 23. apríl. Gangan hefst kl. 19 við Laugaveg 32, en Halldór Laxness fæddist í stein- bænum sem þar stóð. Guðjón Frið- riksson, rithöfundur og sagnfræð- ingur, gengur um slóðir Halldórs en hversu víða verður farið ræðst af veðri. Göngunni lýkur á Hverfisgötu 21 en þangað komu Halldór og vinir hans gjarnan á heimili þeirra Krist- ínar Guðmundardóttur og Hall- bjarnar Halldórssonar. Félag bókagerðarmanna býður göngumönnum og öðrum gestum veitingar í tilefni dagsins. Til sýnis verða áritaðar frumútgáfur bóka Halldórs og skjöl tengd Halldóri og félögum hans í Mjólkurfélagi heil- agra. Félag bókagerðarmanna mun við þetta tækifæri afhenda Landsbóka- safni Íslands – Háskólabókasafni bréfasafn Hallbjarnar og Kristínar. Á slóðum skáldsins FRESTUR til að skila inn hand- ritum í samkeppni til Bókmennta- verðlauna Halldórs Laxness rennur út 1. maí, en verðlaunin verða veitt í sjötta sinn í haust. Verðlaunin, sem nema 500.000 krónum, eru veitt fyr- ir nýja og áður óbirta íslenska skáldsögu eða safn smásagna. Sam- keppnin er öllum opin og mun bók- in, sem verðlaunin hlýtur, koma út hjá Vöku-Helgafelli sama dag og þau verða afhent nú í haust. Megintilgangur Bókmenntaverð- launa Halldórs Laxness er að efla íslenskan sagnaskáldskap og stuðla þannig að endurnýjun íslenskrar frásagnarlistar. Bókaforlagið Vaka- Helgafell stendur að verðlaunun- um. Að samkeppni lokinni geta þátt- takendur vitjað verka sinna hjá Vöku-Helgafelli. Skilafrestur að renna út Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.