Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 59 Símar: 515 1735 og 515 1731 Bréfasími: 515 1739 Farsími: 898 1720 Netfang: oskar@xd.is Utankjörfundaratkvæ›agrei›sla vegna sveitarstjórnarkosninganna 25. maí nk. er hafin. Kosi› er hjá s‡slumönnum og hreppstjórum um land allt. Í Reykjavík er kosi› í Skógarhlí› 6 virka daga kl. 9.00 – 15.30. Utankjörsta›askrifstofan veitir allar uppl‡singar og a›sto› vi› kosningu utan kjörfundar. Utankjörsta›askrifstofa Sjálfstæ›isflokksins Sjálfstæ›isfólk! Láti› okkur vita um stu›ningsmenn sem ekki ver›a heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæ›, 105 Reykjavík Kringlunni - sími 581 2300 Í MIKLU ÚRVALI STÆRÐIR 34 - 48 STRETCHBUXUR 30% afsláttur af öllum vörumGarðar Ólafsson úrsmiður, Lækjartorgi, sími 551 0081 HÖRMUNGARNAR í Austurlönd- um nær hafa sterk áhrif á marga. Umræðan er því miður einhliða og dómgreind sumra ágætra manna hef- ur brugðist þeim í orrahríðinni. Maður er nefnd- ur Haukur Már Haraldsson og titl- ar sig framhalds- skólakennara. Hann skrifa pistil í Morgunblaðið 19.4. sl. þar sem hann fer með rangt mál og leggur mér og fleir- um orð í munn. Þegar ég var að alast upp varð ég ekki var við annað en að kennurum væri fyllilega treyst- andi fyrir því að fara með rétt mál og gefa nemendum sínum glögga mynd af umheiminum. Ég varð aldrei var við annað en að menn temdu sér að fjalla um mál af sanngirni og bæru ekki svívirðingar á aðra að tilefnis- lausu. Haukur fylgir ekki fordæmi þessara manna. Haukur staðhæfir að ég segi að Guð sé að verki þegar hermenn vinni voðaverk í stríði sem nú geisar í Ísr- ael. Þetta er fjarri öllum sanni. Ég hef aldrei réttlætt voðaverk af neinu tagi. Blóðsúthellingar og ofbeldi af hvaða tagi sem er hef ég fordæmt skilyrð- islaust. Tilgangurinn helgar aldrei meðalið. Það er aumt hlutskipti manns sem vill kenna öðrum að gera mönnum upp svo böðulslegt viðhorf. Ég hef sagt að Gyðingar eru þjóð sem er útvalin af Guði til ákveðins hlutverks. Guð gerði sáttmála á sín- um tíma við þessa þjóð og hann mun standa við hann óháð viðbrögðum þeirra. Ef menn halda að þar með sé allt gott og gilt sem Ísraelsmenn gera vegna þessa vaða menn reyk. Við blessum því ekki með neinum hætti þau voðaverk sem framin eru í þess- um átökum. Þau eru sannarlega ekki Guði þóknanleg. Kirkjan hefur unnið mörg illvirki í gegnum söguna. það vita allir sem vilja vita, en kirkjan á engu að síður sáttmála við Guð sem hann mun ekki rifta. Kirkjan er grundvöllur og stólpi sannleikans í samtímanum, en samt eru þar um borð ýmsir skuggabaldr- ar. Sáttmáli við Guð eða útvalning hans er ekki vottorð um ágæti við- komandi. Ísrael og kirkjan hafa svip- aða stöðu frammi fyrir Guði. Þegar ég var í skóla var það einn af kennurunum mínum, Felix Ólafsson, sem benti mér á sérstöðu Ísraels í fjölskyldu þjóðanna. Hann benti mér á hvernig trúfesti Guðs og reyndar til- vist væri sýnileg í samskiptum hans við þessa litlu hröktu þjóð sem fékk að fara heim eftir nær tveggja árþús- unda vergang. Látum ekki moldviðri átakanna í Austurlöndum nær villa okkur sýn. Við megum ekki láta ofstopamenn og morðingja, hvar í röðum sem þeir standa, stjórna skoðanamyndun okk- ar. GUNNAR ÞORSTEINSSON, forstöðumaður í Krossinum í Kópavogi. Haukurinn og dúfan Frá Gunnari Þorsteinssyni: Gunnar Þorsteinsson Íslandsmót í tvímenningi Undanúrslitin verða spiluð 25.-26. apríl. 25. apríl, sumardaginn fyrsta, byrjar spilamennska kl. 11.00 en 26. apríl er byrjað að spila kl. 17.00. Úrslitin verða síðan spiluð 27.-28. apríl. Að öðru leyti er mótið með hefð- bundnum hætti. Í undanúrslitum eru spilaðar 3 lotur og kemst 31 par í úrslitin. Í úrslitum spila að auki Íslandsmeistarar síðasta árs og allir svæðameistarar, alls 40 pör. Allir spila við alla, 3 spil milli para. Undanúrslitin og úrslitin verða spil- uð í Fjölbrautaskólanum Ármúla. Keppnisstjórar eru Sveinn Rúnar Eiríksson og Björgvin Már Krist- insson. Bridsfélag Reykjavíkur Föstudaginn 19. apríl var spil- aður einskvölds Mitchell tvímenn- ingur með þátttöku 25 para. Í efstu sætum í NS lentu: Birkir Jónsson – Bogi Sigurbjörnsson +45 Guðlaugur Sveinss. – Magnús Sverriss.+34 Gísli Steingrímss. – Sveinn R. Þorv. +27 Eggert Bergsson – Friðrik Jónsson +16 Í efstu sætum í AV lentu: Hermann Láruss. – Vilhjálmur Sig. Jr.+62 Unnar Atli Guðm. – Helgi Samúelss. +30 Guðm. A. Grétarss. – Óli B. Gunnarss. +22 Helgi Bogason – Guðjón Sigurjónss. +14 Spilaðir eru einskvölds tvímenn- ingar öll föstudagskvöld. Spila- mennskan hefst kl. 19.00. Allir eru velkomnir. Aðstoðað er við myndun para. Því miður er ekki spilað næstkomandi föstudag, 26. apríl, vegna Íslandsmóts í tvímenn- ingi. Bridsfélag Selfoss og nágrennis Eftir að hafa hitað upp með eins kvölds tvímenning þann 3. janúar, þá hófst aðalsveitakeppni félagsins þann 11. janúar. Í mótinu tóku 8 sveitir þátt og spiluðu 32 spila leiki sín á milli. Mótinu lauk 28. febrúar eftir æsispennandi keppni. Efstu sveitir urðu þessar: Anton, Pétur, Auðunn, Sigfinnur, Birgir B. og Sturla 121 Vilhjálmur, Guðjón, Magnús, Gísli H. og Helgi Grétar 120 Höskuldur, Gunnar V., Garðar, Guðmundur, Hörður og Jón 119 Sigurður, Stefán, Grímur M., Gísli Þ., Þórður og Grímur A. 114 Þessu næst tók við 4 kvölda tví- menningur, Sigfúsarmótið, sem er jafnframt aðaltvímenningur félags- ins. Í mótinu spiluðu 13 pör. Röð efstu para varð þessi: Þröstur Árnas. – Ríkharður Sverriss. 56,34 Ólafur Steinas. – Gunnar Þórðars. 56,29 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson ÉG VIL þakka Davíð Oddssyni fyrir andstöðu hans gegn inngöngu Íslands í Evrópubandalagið, en um leið bið ég hann að hugsa vel um og hlúa að ís- lenskum landbúnaði og standa vörð um búsetu í dreif- býli landsins sem nú stendur svo höllum fæti að við liggur að heilar sveitir leggist í eyði. Síðan vil ég segja nokkur orð um hugsanlega inngöngu Íslands í ESB. Í mínum huga liggur mjög ljóst fyrir að ef Ísland gengur í ESB þá ger- ist meðal annars tvennt sem menn verða að gera sér ljóst. Íslenska þjóðin glatar forræði sínu yfir auðlindum hafsins innan fiskveiði- lögsögunnar því þó takast mætti ef til vill að semja við ESB um tímabundnar undanþágur um óbreytta lögsögu, sem er mjög ólíklegt, þá myndi slíkur samningur ekki standast þegar til lengri tíma er litið. Íslenskur landbúnaður myndi bíða stórfellt tjón og er ekki á bætandi. Byggð myndi leggjast af í stórum stíl umfram það sem orðið er. Í stuttu máli sagt yrði þar með stórlega kreppt að framleiðslumöguleikum þjóðarinnar til sjávar og sveita. Ótalmargt annað mun gerast sem fyrst og fremst myndi skerða stórlega sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. En þessar tvær ofangreindar ástæður eru fullgild rök ein og sér gegn inn- göngu Íslands í ESB. Ég sé ekki ástæðu til að harma það þó EES-samningurinn sé orðinn „ófullnægjandi“, eins og það hefur verið orðað. Það er ekkert vandamál. Íslendingar eiga hreint út sagt að segja samningnum upp og hefja síðan viðræður um tvíhliða viðskiptasamn- inga við Evrópuríkin sem frjálsir menn eins og við önnur ríki veraldar. Að öðrum kosti fellur fullveldið eða réttara sagt það sem eftir stendur af því vegna þess að það hefur verið stórlega skert með gildistöku EES- samningsins. Það er áhyggjuefni og sorgarsaga hversu margir íslenskir forráðamenn og stór hluti þjóðarinnar hefur látið glepjast af blindri trú á samkeppni og efnishyggju. Við förum ekki með jarð- neskar fjárfúlgur yfir landamæri lífs og dauða þegar þar að kemur. Auðhyggja ríkra þjóða er orðið stórfellt vandamál sem veldur gríð- arlegri óánægju og hatri meðal fá- tækra þjóðríkja þar sem almenningur líður stórfelldan skort, hungur og dauða. Afleiðingin: Ófriður og hryðju- verk. Því verður varla á móti mælt með nokkrum fullgildum rökum að ís- lenska þjóðin hefur verið að versla með fullveldi sitt síðan EES-samn- ingurinn var samþykktur. Gangi hún inn í ESB mun það sem eftir stendur að mestu leyti heyra sögunni til. FRIÐJÓN GUÐMUNDSSON, Sandi, Aðaldal. Efnishyggjan og fullveldið Frá Friðjóni Guðmundssyni: UM ÞESSAR mundir fer fram þjóð- armorð í Palestínu. Ísraelar, sem um árabil hafa hunsað mannréttindi Pal- estínumanna og beitt þá ofbeldi og kúgunum, hafa nú gengið lengra en nokkru sinni fyrr. Í skjóli tryggrar vináttu sinnar við Bandaríkin og hinnar svokölluðu „baráttu gegn hryðjuverkum“ eru þeir með skipu- lögðum hætti að myrða saklausa borgara og að því er virðist að ganga endanlega frá heimastjórn Palestínu- manna. Allir sem hafa nokkurn snefil af sið- ferðiskennd sjá að hernaðaraðgerðir Ísraela eru óréttlætanlegir glæpir. Einmitt þess vegna brá mér í brún þegar ég fyrir nokkrum dögum heyrði í útvarpi Davíð Oddsson for- sætisráðherra lýsa því yfir að Ísraelar væru og hefðu alltaf verið vinaþjóð okkar. Í gærkvöldi kveikti ég svo á sjónvarpinu þar sem verið var að taka viðtal við Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra um ástandið í Palestínu. Þegar hann var búinn að lýsa því tvisvar yfir á innan við tveimur mín- útum að Ísraelar væru miklir vinir okkar og við vildum ekki fyrirgera þeirri vináttu ofbauð mér og ég slökkti. Það er smánarlegt að tveir æðstu ráðamenn þjóðarinnar skuli láta í ljós slíkar skoðanir þar sem þeir öðrum fremur hafa það hlutverk að tala fyrir hönd Íslendinga á alþjóða- vettvangi. Ég geti ekki túlkað þessi orð með öðrum hætti en að ríkisstjórn Íslands styðji þjóðarmorð í Palestínu. Að minnsta kosti minntist hvorug- ur þessara manna einu orði á að við værum „vinir Palestínumanna“. Að mér læðist hins vegar sá grunur að hinir raunverulegu „vinir“ sem Davíð og Halldór eiga hér við séu Banda- ríkjamenn, stríðsglaða veldið í vestri sem íslensk stjórnvöld virðast hafa takmarkalausa aðdáun á. Það er sama á hverju gengur, stjórnvöld hér á landi standa einatt gagnrýnislaust við bakið á stefnu Bandaríkjanna. Nærtækt dæmi er hin hræsnisfulla „barátta gegn hryðjuverkum“ sem hefur haft í för með sér ólýsanlegar hörmungar fyrir fólk í Afganistan og á fleiri stöðum, sem er svo óheppið að vera músl- imatrúar. Gegn þeirri „baráttu“ hafa ráðamenn þjóðarinnar engum mót- mælum hreyft – enda „vinir okkar“ þar á ferð. Ímyndum okkur nú að vinur okkar gangi einn góðan veðurdag inn á einkaheimili vopnaður skammbyssu og skjóti fjölskylduna sem þar býr. Myndum við reyna að réttlæta verknaðinn og koma honum undan refsingu með þeim rökum að „hann væri og hefði alltaf verið vinur okk- ar“? Ég efast um að nokkur maður myndi gera það. Það er skammarlegt að ríkisstjórn landsins þegi þunnu hljóði á meðan fram fara fjöldamorð. Ég minnist þess að ráðamenn þjóð- arinnar þurftu ekki langan umhugs- unarfrest áður en þeir fordæmdu op- inberlega hryðjuverkin í Banda- ríkjunum síðastliðið haust. Sem íslenskur ríkisborgari vil ég því fara fram á það að ríkisstjórn Íslands slíti tafarlaust stjórnmálasambandi við Ísrael og fordæmi á opinberum vett- vangi voðaverk þeirra gegn Palest- ínumönnum. SALKA GUÐMUNDSDÓTTIR, Skeiðarvogi 135, Reykjavík. Um vini ríkisstjórnar Íslands Frá Sölku Guðmundsdóttur: Félag eldri borgara í Kópavogi Mjög góð þátttaka er um þessar mundir hjá eldri borgurum í Kópa- vogi. Þriðjudaginn 16. apríl spiluðu 26 pör Mitchell tvímenning og urðu lokaúrslitin þessi í N/S: Auðunn Guðmss. - Bragi Björnss. 389 Hannes Ingibergss. - Magnús Halldórss. 370 Halla Ólafsd. - Ólína Kjartansd. 341 Hæsta skor í A/V: Hreinn Hjartarson - Ragnar Björnss. 376 Ásta Erlingsd. - Sigurður Pálsson 355 Brynja Dýrborgard.- Þorleifur Þórarins. 350 Sl. föstudag mættu svo 24 pör og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Jón Pálmason - Ólafur Ingimundars. 272 Eysteinn Einarss. - Jón Stefánss. 250 Ingibj. Halldórsd. - Sigríður Pálsd. 245 Hæsta skor í A/V: Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Dav- íðss.277 Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 270 Magnús Oddss. - Guðjón Kristjánss. 255 Ásta Erlingsd. - Sigurður Pálss. 255 Meðalskor á þriðjudag var 312 en 216 á föstudag. BRÉF TIL BLAÐSINS Guðjón Einarss. – Vilhjálmur Þ. Pálss. 55,09 Garðar Garðarss. – Sigfinnur Snorras./ Auðunn Hermannss. 53,87 Kristján M. Gunnarss. – Björn Snorra. 53,49 Næst síðasta mót vetrarins var spilað 11. apríl sl. og var jafnframt Suðurlandsmót í tvímenningi. Þátt tóku í mótinu 16 pör og keppn- istjórn var í góðum höndum Sig- urbjörns Haraldssonar. Röð efstu para varð þessi: Sigurður Vilhjálmss. – Vilhjálmur Sig. +41 Kristján M. Gunnarss. – Björn Snorras. +40 Stefán Jóhannsson – Daníel Sigurðsson +37 Höskuldur Gunnarss. – Gunnar Valg. +26 Þröstur Árnas. – Ríkharður Sverriss. +25 Guðmundur Gunn. – Bjarni Einarss. +22 Keppnistímabilinu lauk síðan með eins kvölds tvímenningur þann 18. apríl sl. Úrslit lágu ekki fyrir þegar þessar línur eru skrifaðar. Stjórn Bridsfélagsins vill þakka öllum þeim spilurum sem spiluðu hjá félaginu í vetur og vonast til að sjá sem flesta aftur í haust, ásamt nýjum félögum. Friðjón Guðmundsson Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.