Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 14
„Sjáðu hvað amma bjó til,“ gætu þessar ungu stúlkur verið að segja en þær skoðuðu í gær listmuni á uppskeruhátíð eldri borgara í Garðabæ og Bessastaðahreppi. Morgunblaðið/Ásdís Uppskerudagar tómstundastarfsins FJÖLBREYTT listsýning stendur nú yfir í safn- aðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund í Garðabæ. Tilefnið er uppskeruhátíð tómstundastarfs eldri borg- ara í Garðabæ og Bessa- staðahreppi. Sýningin er öllum opin frá kl. 13-18 í dag og á morgun. Á sýningunni er margt sem gleður augað en þeir listmunir sem þar eru til sýn- is hafa verið unnir í tóm- stundastarfinu í vetur. Auk listasýningar eru vinnustof- ur opnar en þar vinnur fólk við margar ólíkar listgrein- ar, t.d. leirlist, postulíns- málun, tréskurð og trésmíði, málun, keramik, glerskurð og glerbræðslu, pennasaum, bútasaum og aðra handa- vinnu. Gestir geta kynnt sér vinnubrögð í ólíkum list- greinum og keypt veitingar á vægu verði. Þá verður fjöl- breytt skemmtidagskrá alla dagana milli kl. 15.30-16.30 með hljóðfæraleik, söng, leikfimi og dansi. Sérstök kynning verður á nýrri íþróttagrein, „hnallleik“ (kurling) í dag kl. 13. Ýmislegt hefur orðið til í höndum eldri borgara í félagsstarf- inu í vetur og nú getur almenningur skoðað afraksturinn, kíkt inn á vinnustofur og hlýtt á tónlistardagskrá. Garðabær Gallerí og vínveitinga- staður ekki í húsinu              ! "  # ! $ %&!  '  # (  )$  ! )  *   ' ( + #  , * (  GUÐMUNDUR Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykja- víkur, segir að ekki sé fyrir- hugað að hafa listagallerí í nýj- um höfuðstöðvum Orku- veitunnar á Réttarhálsi, sem nú er verið að byggja. Ekki sé heldur ráðgert að bjóða áfenga drykki til sölu. Á borgarstjórnarfundi á fimmtudag gagnrýndu Sjálf- stæðismenn útboð OR á rekstri líkamsræktarstöðvar í höfuðstöðvunum og sagði Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti Sjálfstæðismanna, að einnig stæði til að hafa netkaffihús, vínveitingar og listagallerí í húsinu. Ekki um eiginlegt kaffihús að ræða Guðmundur segir að ekki sé um eiginlegt kaffihús að ræða, heldur kaffiaðstöðu sem teng- ist annars vegar móttöku Orkuveitunnar og hins vegar fyrirlestrasal sem hvort tveggja verði í anddyri húss- ins. Þar verði m.a. skjáir þar sem hægt verður að tengjast Netinu í gegnum rafmagnslín- ur. Hann segir að ekki sé fyr- irhugað að bjóða áfengi á kaffihúsinu. Við sérstök tæki- færi verði þó hægt að nota að- stöðuna til að veita óáfenga og áfenga drykki, en það verði ekki hluti af almennri starf- semi, enda verði kaffihúsið ekki opið á kvöldin. Guðmundur segir að ekki sé gert ráð fyrir listagalleríi í húsinu. „Hins vegar kann að vera að þessi misskilningur komi upp þar sem í anddyri hússins er ætluð aðstaða fyrir uppsetningu sýninga sem fyrst og fremst er hugsuð fyir kynningu á tækni og sögu Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta rými er jafnframt því að vera sýningaraðstaða hluti af fyrir- lestrasal hússins sem einnig er í anddyri,“ segir hann. Alls er húsið rúmir 14 þús- und fermetrar. Aðstaða undir líkamsrækt er tæpir 500 fer- metrar, líkamsræktarsalurinn sjálfur verður 240 fermetrar og búningsaðstaða um 230. Kaffihúsið og barnahorn, þar sem börn geta leikið sér með- an foreldrar sinna málum sín- um í húsinu, nær yfir 270 fer- metra. Sýningarsalurinn og fyrirlestrasalurinn, sem tekur 90 manns í sæti, ná yfir 390 fermetra. Heildarkostnaður við bygginguna 2,3 milljarðar Heildarkostnaður við bygg- inguna er áætlaður 2,3 millj- arðar með uppfærðri bygging- arvísitölu og segir Guðmundur að þegar hafi 900 milljónir ver- ið greiddar í húsið. Reiknað er með að OR flytji í húsið í sept- ember í haust og eru starfs- menn um 500 talsins. Þegar veitufyrirtæki borg- arinnar voru sameinuð voru þau í 22 þúsund fermetra hús- næði. Orkuveitan á einnig þrjár aðrar byggingar á lóð- inni, verkstæðishús, kyndistöð fyrir heitt vatn og spennistöð fyrir rafmagn. Jafnframt er fyrirhugað að byggja 2.700 fermetra bílastæðahús. Heild- araðstaða OR á Réttarhálsi 2–4 verður því um 18.500 fer- metrar. Ef það er borið saman við húsnæði veitufyrirtækj- anna áður og áætlanir sem gerðar höfðu verið fyrir sam- eininguna um rúmlega 5.000 fermetra byggingar má segja að húsnæðisþörf OR minnki um 9.000 fermetra. Guðmund- ur bendir þó á að hér sé ekki um sambærilegar tölur að ræða þar sem veigamiklar breytingar hafi verið gerðar á starfseminni, lagerhúsnæði hafi verið minnkað verulega þar sem lagerhald hafi verið boðið út að meginhluta, mæla- stöðvar hafi verið seldar og í nýja húsnæðinu sé gert ráð fyrir að starfsmenn starfi í opnu rými en ekki með lokað- ar skrifstofur. Ártúnshöfði Átta hæða nýbygging Orkuveitu Reykjavíkur á Réttarhálsi er rúmlega 14 þúsund fermetrar að flatarmáli. Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt hjá Hornsteinum, er hönnuður hússins. Kostnaður við bygginguna er áætlaður 2,3 milljarðar. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í GÆR var undirritaður samningur milli Kópavogs- bæjar og fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, um kaup bæjarins á um 150 hekturum lands í Vatsendahvarfi og á Rjúpnahæð. Kaupverð lands- ins er 700 milljónir króna. Um 60 hektarar landsins eru fyrirhugaðir sem bygg- ingarland. Undanskilið kaup- unum eru 7,5 hektarar efst í Vatnsendahvarfi sem eru í forræði Ríkisútvarpsins. Kópavogsbær hefur á síð- asta áratug eignast stóran hluta lands á Vatnsenda. Með samningi þessum hefur bær- inn nú eignast allt byggingar- hæft land í efri byggðunum. Í Vatnsendalandi fullbyggðu er reiknað með að búa muni allt að 5000 manns. Af hálfu Kópavogsbæjar undirrituðu bæjarfulltrúarnir Sigurður Geirdal, Gunnar I. Birgisson og Flosi Eiríksson samninginn, en Geir H. Haarde fjármálaráðherra undirritaði hann fyrir hönd ríkisins. Kaupverð landsins er 700 milljónir króna Morgunblaðið/Kristinn Flosi Eiríksson, Gunnar I. Birgisson, Geir H. Haarde og Sigurður Geirdal virða fyrir sér kort af Vatnsendahvarfi að lokinni undirritun kaupsamningsins í gær. Kópavogur ALLS voru 447 börn í leik- skólum í Garðabæ 1. desem- ber 2001. Á sama tíma bjuggu í bænum 470 börn á aldrinum 18 mánaða til sex ára. Það þýðir að um 95% barna á leikskólaaldri voru í leikskóla. Frá þessu er greint á heimasíðu Garða- bæjar. Hinn 1. september sama ár hafði öllum börnum sem náð höfðu átján mánaða aldri og áttu inni umsókn um leikskóla, verið boðin leikskóladvöl. Þar með var settu markmiði náð. Leikskólarýmum í Garða- bæ fjölgaði um 109 árið 2001 og hefur fjölgað um 193 frá árinu 1996. Þetta er um 80% fjölgun leikskólarýma. 95% barna á leikskólum Garðabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.