Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 51 hefur Rafn alltaf málað talsvert, en það má segja að hans eiginlegi lista- mannsferill hefjist ekki fyrr en að skólastarfi loknu, en þá flytur hann sig um set, til Reykjavíkur. Á þeim árum sem framundan voru, var Rafn afkastamikill á sviði málaralistarinn- ar, en myndefni sitt sótti hann mest í íslenska náttúru. Rafn hélt margar sýningar og prýða myndir hans mörg heimili og stofnanir, ekki síst í Austur-Skaftafellssýslu. Rafn var fjölhæfur íþróttamaður og með þeim bestu hér um slóðir, einkum í hlaupagreinum og stökk- um. Sumarið 1944 keppti hann í 3.000 metra hlaupi á landsmóti ÍSÍ og vann til fyrstu verðlauna. Einnig keppti hann í Reykjavík og varð þar í þriðja sæti. Segja má að lengri hlaup hafi verið hans aðal íþróttagrein. Rafn var mikill útivistarmaður, gekk mikið og hélt sér alla tíð í góðu lík- amlegu formi. Rafn hafði töluverð afskipti af fé- lagsmálum í sinni sveit og sat um árabil í hreppsnefnd Nesjahrepps og var jafnframt oddviti, fórust honum þau störf vel úr hendi. Einnig starf- aði hann með Umf. Mána og stóð m.a. annars að uppsetningu leik- verka og minnisstæðar eru leik- myndir hans úr skólasýningum. Hinn 19. júlí 1953 giftist Rafn heit- konu sinni, Ástu Karlsdóttur, sem ávallt hefur staðið við hlið hans á lífs- leiðinni. Kæra Ásta og börn, við Sig- rún vottum ykkur og fjölskyldum ykkar dýpstu samúð og þökkum fyr- ir vináttu og tengsl liðinna ára. Guðmundur Jónsson. Margir segja að Nesjasveit sé fal- leg sveit og það finnst mér líka. Þetta votu lokaorð ritgerðar einn- ar er ég skrifaði í barnaskólanum hjá honum Rafni undir heitinu Sveitin mín. Sannarlega er hún fögur sýnin sem við blasir þeim er henni heilsa um leið og ekið er niður Almanna- skarð og í vestur eftir þjóðveginum að Hornafjarðarfljótum. Þó held ég að skynjun mín á fegurð sveitarinnar í þá daga hafi ekki bara mótast af því sem augað sá heldur einnig af þeim hug er ég bar til hennar og sam- félags þeirra er hana byggði. Þar skipaði skólinn okkar Nesjaskóli stóran sess. Ég man enn fyrsta skóladaginn minn, og hafði mikið hlakkað til hans. Rafn tók á móti mér á stéttinni fyrir framan skólann og bauð mig velkomna með handa- bandi. Elsta skólahúsið var í bygg- ingu og í stofunni í kjallaranum fékk ég fyrstu skólabækurnar afhentar. Rafn kenndi okkur allar greinar ut- an handavinnu er við sóttum til Ástu sem lagði til eldhúsið sitt í því skyni, meðan annað húsnæði var ekki fyrir hendi. Ég á góðar minningar frá þessum vetri, ég hlakkaði til hvers dags og mér leið vel í skólanum. Skólinn stækkaði og heimavist var sett á stofn og nemendur unglinga- stigs úr öðrum sveitum bættust í hópinn. Þá gáfust enn betri tækifæri til félagsstarfs, sem var afar blóm- legt um áraraðir. Yfir veturinn voru kvöldvökur, jafnvel vikulega, þar sem við sungum og lékum leikrit, frumsamin ef því var að skipta. Vel var vandað til litlu jólanna og á vorin voru oft færð upp viðamikil verk til sýninga eins og Snædrottningin, og Óskastundin ofl. Eftirminnilegast er mér samt fyrsta leikritið sem ég tók þátt í, Eld vil ég fá eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Rafn sá sjálfur um alla framkvæmd, eins og í öllum þeim leiksýningum sem á eftir komu. Hann leikstýrði, málaði leiktjöldin sem oft voru hreinustu listaverk, hann lagði búningasaumakonunum línurnar, sem oftast voru mæður okkar og Ásta, og ef vantaði lag við ljóð eða undirleik við söng leitaði hann til Sigjóns á Brekkubæ. Út- koman var stórkostleg, svo vel var vandað til þess alls. Það er hreint ótrúlegt og óskiljanlegt hvernig einn maður komst yfir öll þessi verkefni að vera skólastjóri yfir heimavistar- skóla með mun meiri kennsluskyldu en tíðkast nú á dögum og vera leið- andi í öllu félagsstarfi skólans. Hann lagði líka oft nótt við dag á þessum árum og ég veit að launin hans voru ekki í samræmi við vinnustunda- fjöldann, en okkur nemendunum hlotnaðist það veganesti sem við vit- um nú sem fullorðið fólk að er óborg- anlegt og ófáanlegt í dag. Rafn var góður kennari, hann hafði gott lag á að vekja áhuga og metnað nemenda sinna fyrir námsefninu og halda þeim við efnið. Kennslustundirnar voru skemmtilegar og lifandi, enda var hann spaugsamur og sló oft á létta strengi samhliða því að sýna festu og ákveðni enda átti hann traust og virðingu nemenda sinna. Tuttugu árum eftir fyrsta skóla- daginn, stóð ég aftur á stéttinni fyrir framan skólann, en nú með elsta drenginn mér við hönd. Þetta var fyrsti skóladagurinn hans. Allt hafði tekið breytingum, nema Rafn, sem bauð hann velkominn í skólann, og þeim leið vel í skólanum, strákunum mínum, og þeir hlökkuðu til hvers dags. Það þarf því ekki að undrast það þótt á kveðjustund eigi hann hjá okkur hlýjan hug og innilegt þakk- læti fyrir árin góðu. Ég sendi Ástu og fjölskyldu inni- legar samúðarkveðjur og bið guð að gefa þeim styrk í sorginni. Ég bið þess einnig að vorsólin fái að senda geisla sína yfir Nesjasveitina er hún kveður einn af máttarstólpum þess samfélags er gerði hana svo undur fallega. Anna Egilsdóttir. Mín fyrsta sterka minning um Rafn er neðan af Stapasandi ein- hvern tíma að sumarlagi og ég svona fimm til sex ára. Það stóðu yfir kapp- reiðar hestamannafélagsins og allir sem vettlingi gátu valdið voru mætt- ir sparibúnir á svæðið að fylgjast með og höfðu kaffi í brúsa, smurt brauð og jólaköku í makkintosdós í farteskinu, og kannski svona einn og einn kall með pela líka. Það var heittt og sterk lykt í lofti enda höfðu menn og hross verið á spretti allan daginn og mjúkur sandurinn var sundur- sparkaður. Ég kann ekki utanað dagskrá svona móta en einhvern tíma kom að keppni í stökki og mér er ógleymanlegur knapinn sem var kominn á bak einhverjum hesti úr Stórulág: þvílík einbeiting og sigur- vilji, einsog hann væri fær um að kljúfa loftið með hljóðhraða með nef- inu einu og kæmi jafnvel á undan klárnum í mark, hann beygði sig langt fram, hver vöðvi spenntur og var samankýttur í hnakknum, hinir kallarnir voru alls ekki í sömu keppni og hann. Hver er þetta, spurði ég. Þetta er pabbi hennar Sig- nýjar. Nú? - þetta er ekkert líkt hon- um. Rafn fór í ham sem var sjaldan sýnilegur, þó mátti ef til vill greina daufan enduróm við aðrar kringum- stæður, en þarna var hann í ofur- essinu sínu. Það sem leiddi hann allt- af til sigurs á þessum mótum niðri á sandi voru snerpan og vandvirknin og þetta tvennt fannst mér einkenna allan hans karakter öðru fremur. Rafn var mikill skapmaður, ákveð- inn og viljasterkur og bjó svo vel að hann gat allt sitt líf verið sjálfur við stjórnvölinn, hann var skólastjóri og engum háður. Líklega var þetta hans gæfa í lífinu. Hann bjó líka yfir óvenju miklum krafti og úthaldi, hann hafði unun af því að láta reyna á sig. Það eru ekki margir sem hafa dirfsku og þrek til þess að æfa löng leikrit með nemendum sínum á hverju vori meðfram hefðbundnu skólastarfi og sviðsetja þau eftir 4-5 vikna strangan æfingatíma, og hafa þá einnig lagt á ráðin með búninga, söng, dans, æft allan texta fram og til baka, hannað og málað öll leiktjöld, takið myndir af öllu saman, bókstaf- lega haldið einn utanum sýninguna frá upphafi til enda. Þetta krafðist samhæfingar allra hlutaðeigandi og ófrávíkjanlega tókst honum að hafa alla þá þræði í hendi sér. Sýningarn- ar og undirbúningur þeirra er flest- um nemendum áreiðanlega með því eftirminnilegasta frá skólaárunum. Þetta var dásamleg blanda af óheftu frelsi og stífri ögun og þegar best tekst til er útkoma slíkrar blöndu vel heppnað uppeldi. Rafn var skólamaður í klassískum skilningi þess orðs, fullur ung- mennafélagsanda, trúaður á heil- brigða sál í hraustum líkama, við átt- um að öðlast færni á öllum sviðum, íþróttum og upplestri, hannyrðum og stærðfræði, en mest þó í íslensku. Það var raunar mjög skemmtilegt að njóta kennslu hans í þeim fræðum, á góðum degi var hrein unun að hlýða á hann lesa með skaftfellskum rjómaframburði upp góðan texta, bundinn jafnt sem óbundinn. Og við hlökkuðum alltaf til þegar smábútur úr leikriti var framundan í lestrar- bókinni, þá var viðbúið að Rafn léki allan þann kafla og færi í ólík gerfi. – Skólabyggingarnar geymdu ýmsar vistarverur sem oft þurfti að mála og þegar maður horfði á eftir Rafni til slíkra starfa var aldrei einsog verk- efnið framundan væri venjuleg málningarvinna, nei hann var að fara að keppa í málningu og stefndi ótrauður að vönduðum sigri, ætlaði líka að vera fljótari en síðast! – Hann var einstakt snyrtimenni, eini mað- urinn í sveitinni sem notaði rakspíra daglega, og skemmtilega fordóma- fullur gagnvart fötum, hann átti bágt með að leyna því að minn uppáhalds- klæðnaður, lopapeysa og lúnar galla- buxur, fyndist honum í hæsta máta óviðeigandi fatnaður fyrir fólk sem teldi sig vera fullorðið. Þau hjónin voru einstaklega ólík, Ásta jafn róleg og yfirveguð og hann var skapheitur og fór hratt yfir, og þau færðu manni heim sanninn um að innviðir hjónabands geta verið mjög sterkir þrátt fyrir ólíkar skoð- anir. Þau voru bæði tvö mitt skjól austur á Hornafirði árum saman, ég var alltaf velkomin og fyrir það er ég þeim ævinlega þakklát. Ástu og allri fjölskyldunni nær og fjær votta ég samúð mína. Védís Skarphéðinsdóttir. Elsku Ásta mín, mig langar kveðja þig með fáeinum orðum og þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum á lífsleiðinni. Ég man vel eftirþeim tíma þegar ég og Kimmý fengum að hanga með þér í æsku, báðar með stjörnurnar í ÁSTA RAGNA JÓNSDÓTTIR ✝ Ásta Ragna Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 1. apríl 1968. Hún lést á heimili sínu, Klepps- vegi 38, þriðjudag- inn 9. apríl. Útför Ástu Rögnu var gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudag- inn 22. apríl sl. augunum. Þó svo að það séu lið- in mörg ár frá því að við áttum okkar stundir saman, eru þessar minningar mér mjög kærar og koma til með fylgja mér til æviloka, takk fyrir þær, Ásta mín. Alla mína samúð og væntumþykju sendi ég Thelmu Lind, Aron Elí, Sjöfn, Tryggva Rúnari, Kimmý, Rósu og öðrum aðstandendum hennar Ástu Rögnu. Megi guð veita ykkur styrk til að takast á við þennan mikla missi, hlú að ykkur og vaka að eilífu. Herdís. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem við- hengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.    .        3      0  # 3#       0 $  +    $     $     3 5 J 5 2 ,""9 # :: "#$"   "" = 88   !- /(   . D&       2  $       4   !  " .   #"  0D    #   @+  *+  % ! 3 # *+  "" !   3 # *+    A%"*. A"=. %3 # *+  9$* +. @+!#"*   3 # *+  "9  . % ! 3 # *+  ."  3 # *+  ;<    . .   .= 3 # *+    . .% =& -   &      '     &      /  ,A 1 2 (   "$ E& :    6 $   4 #  $       "* !$**+  A!  = % . ."= 4 *A!*+  4  % !. )""   A!*+  ."  A! .%&   )"" *+ - F   . " 3   0# 3+ #      0      $      '  A  /13/  /1 2 K :K. " ,"+ * - < ' " $  K# .:#  " % *. % ! - ""*+ . % ! - % !. ! !  "% *+  )"  - $   $  %*3- % ! *+  $  .- F   . " 3   0# 3+ #       0 $ $      $       /1 /13/ 2   $"%="+  ! "#$"   "7(- /(  .    &   / #  & % % ! *+  9% ) . % ! % ! *+  +$ " . & * % ! *+   & %. >  % !. ""*+ !$**+  =  =& .%" % =& - F    .      .    3    0  #     0 $            $ 1 5  /16  /13/  / ! %&L A.%$- < ' " $  )  % . !$*  &  ) .   !$**+ .%=  =& -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.