Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 1
93. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 23. APRÍL 2002 „NEI“, „Reiðarslag“, „Jarðskjálfti“. Þannig voru upphrópanirnar í frönsku blöðunum í gær þegar það lá fyrir, að hægriöfgamaðurinn Jean- Marie Le Pen yrði andstæðingur Jacques Chirac forseta í síðari um- ferð forsetakosninganna 5. maí. Var víða efnt til mótmæla gegn Le Pen á götum úti en leiðtogar flestra flokka, jafnt til vinstri sem hægri, skoruðu í gær á kjósendur að styðja Chirac í seinni umferðinni. Víða erlendis voru úrslitin kölluð „áfall fyrir lýðræðið“ og „tímabær viðvörun“. „Le Pen er ógnun við lýðveldið. Þegar ekki verður um annað að ræða en hann eða Chirac, munum við kjósa Chirac,“ sagði Francois Hol- lande, formaður Sósíalistaflokksins, og leiðtogar flestra annarra stjórn- málaflokka tóku í sama streng, líka kommúnistaflokksins. Eru úrslitin mikið áfall fyrir stóru, hefðbundnu flokkana í Frakklandi og ekki síst fyrir Sósíalistaflokkinn. Lenti leið- togi hans, Lionel Jospin forsætisráð- herra, í þriðja sæti og á eftir Chirac og Le Pen. Hann sagði í gær, að hann myndi hætta afskiptum af stjórnmálum að lokinni síðari um- ferðinni 5. maí. Efnt var mótmæla víða um Frakk- land í gær gegn Le Pen og Þjóðar- fylkingu hans og eru slíkir fundir fyrirhugaðir næstu tvær vikurnar fram að kosningum. Í Frakklandi finnst mörgum skömm að gengi Le Pens í fyrri um- ferðinni þótt kannanir sýni, að hann muni ekki fá meira en 20% atkvæða í þeirri síðari. Eru fréttaskýrendur sammála um, að úrslitin séu að hluta til mótmæli gegn dauðyflislegri póli- tík stóru flokkanna og að hluta óánægja með innflytjendastrauminn og vaxandi glæpi. Le Pen höfðaði einnig til Evrópuandstæðinga og lof- aði að afnema tekjuskatt og koma á verndartollum. Kvaðst hann mundu leiða Frakkland út úr Evrópusam- bandinu yrði hann forseti. Pat Cox, forseti Evrópuþingsins, sagði í gær, að útkoman í fyrri um- ferð forsetakosninganna í Frakk- landi væri „tímabær viðvörun“ og þjóðarleiðtogar um alla Evrópu lýstu miklum áhyggjum. Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og margir fleiri skoruðu á Frakka að hafna Le Pen í síðari umferðinni. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði hins vegar, að gengi Le Pens væri liður í uppgangi hægri- flokka í álfunni. Frakkar hvattir til að sameinast gegn Le Pen Alvarlegt áfall fyrir franska stjórnmálakerfið AP Stuðningsmenn Jacques Chirac, forseta Frakklands, brugðust við með ýmsum hætti er ljóst var, að keppinaut- ur hans í síðari umferð forsetakosninganna yrði hægriöfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen.  „Pólitískur jarðskjálfti“/24 París. AP, AFP. Viður- kennir „mikinn ósigur“ Berlín. AFP. GERHARD Schröder, kansl- ari Þýskalands, viðurkenndi í gær, að Jafnaðarmannaflokk- ur hans hefði beðið „mikinn ósigur“ í kosningunum í Sax- en-Anhalt en reyndi að gera lítið úr hugsanlegum áhrifum hans á þingkosningarnar í landinu í september næst- komandi. Jafnaðarmenn misstu 15 prósentustig, fóru úr 35% í 20%, en kristilegir demókrat- ar bættu sömu prósentustig- unum við sig og fengu 37,3. Lýðræðislegi sósíalistaflokk- urinn, arftaki austur-þýska kommúnistaflokksins, fékk 20,3% og því heldur meira en jafnaðarmenn. Schröder sagði, að í kosn- ingunum í haust yrði spurt um hvort kjósendur vildu heldur Schröder eða Edmund Stoiber, leiðtoga kristilegra demókrata. Schröder nýtur meiri persónuvinsælda en Stoiber en flokki kristilegra hefur aftur á móti vegnað bet- ur í skoðanakönnunum að undanförnu. Stoiber sagði, að úrslitin í Saxen-Anhalt væru aðeins forsmekkurinn að því, sem yrði í kosningunum. Saxen-Anhalt, sem var áður iðnaðarmiðstöð Austur- Þýskalands, er nú fátækasta héraðið í landinu og atvinnu- leysi mikið. WILLIAM Burns, sendimaður Bandaríkjastjórn- ar í Miðausturlöndum, átti í gær fund með Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, í Ramallah um hugsanlegt vopnahlé en umsátur Ísraela um höf- uðstöðvar heimastjórnarinnar og um Fæðingar- kirkjuna í Betlehem kemur meðal annars í veg fyrir það. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur aftekið með öllu að fækka gyðingabyggðum í Palestínu. Palestínumenn neita að ræða vopnahlé fyrr en Ísraelsher er farinn frá heimastjórnarsvæðunum en Ísraelar segjast ekki munu hætta umsátrinu um Arafat og Fæðingarkirkjuna fyrr en vopnaðir menn á báðum stöðunum gefi sig fram. Arafat og hans menn óttast, að Ísraelar ætli að ráðast inn í höfuðstöðvarnar, og ísraelski dálkahöfundurinn Alex Fishman segir ísraelska ráðherra hafa gefið það í skyn. Haft er eftir embættismönnum, sem standa nærri Sharon, að hann sé að velta fyrir sér hugsanlegum afleiðingum slíkrar árásar. Verkamannaflokkur á útleið? Sharon sagði á ríkisstjórnarfundi á sunnudag, að ekki kæmi til greina að fækka gyðingabyggð- unum á palestínsku landi fyrir kosningarnar í október 2003 og jafnvel heldur ekki eftir þær. Er þessi yfirlýsing út af fyrir sig sögð útiloka alla frið- arsamninga milli Ísraela og Palestínumanna og ísraelska dagblaðið Haaretz segir, að hún sé lík- lega undanfari þess, að Verkamannaflokkurinn segi skilið við stjórnina. Augljóst sé, að Sharon hyggist reiða sig eingöngu á hægriöflin í landinu. Mannréttindasamtökin Amnesty International hvöttu í gær til alþjóðlegrar stríðsglæparannsókn- ar á atburðunum í Jenin. Sagði talsmaður þeirra, að ljóst væri að þar hefðu alþjóðalög verið þver- brotin. Rannsóknarnefnd skipuð Hjálparstarf er að hefjast í borginni en Peter Hansen, yfirmaður Hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sagði, að það tefði fyrir hve eyðilegg- ingin væri óskapleg og líka það, að beðið væri eftir rannsóknarnefnd frá SÞ. Var hún skipuð í gær og verður Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finn- lands, formaður hennar. Aðrir nefndarmenn verða Sadako Ogata, fyrrverandi formaður Flótta- mannastofnunar SÞ, og Svisslendingurinn Corn- elio Sammaruga, fyrrverandi forseti Alþjóða Rauða krossins. Búist er við, að fulltrúadeild Bandaríkjaþings taki í dag fyrir ályktun þar sem Arafat verður lýst- ur hryðjuverkamaður og lýst yfir „samstöðu með Ísrael“. Aftekur að fækka gyðingabyggðunum Reuters Ísraelsk leyniskytta mundar riffilinn að við- stöddum tveimur palestínskum konum og börnum í Betlehem í gær. Ramallah, London. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.