Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 61 DAGBÓK LJÓÐABROT SONNETTA Þótt form þín hjúpi graflín, granna mynd, og geymi moldin þögla augun blá hvar skáldið forðum fegurð himins sá, – ó fjarra stjörnublik, ó tæra lind – og eins þótt fölni úngar varir þær sem eitt sinn þíddu kalinn hlekkjamann, þær hendur stirðni er ljúfar leystu hann og ljúki dauðans greip um báðar tvær, það sakar ei minn saung, því minning þín í sálu minni eilíft líf sér bjó af yndisþokka, ást og mildri ró, einsog þú komst í fyrsta sinn til mín; einsog þú hvarfst í tign, sem mál ei tér, með tár á hvarmi í hinsta sinn frá mér. Halldór Kiljan Laxness Árnað heilla 60 ÁRA og 70 ÁRA systkinaafmæli. Í dag, þriðjudaginn23. apríl, verður sextug Katrín Eymundsdóttir, Lind- arbrekku, Kelduhverfi, og sjötugur verður Magnús Ey- mundsson, Bárugötu 5, Reykjavík. Þau verða að heiman í dag, en Katrín og eiginmaður hennar, Gísli G. Auðunsson, bjóða vinum og sveitungum til fagnaðar í Skúlagarði, Keldu- hverfi, laugardaginn 27. apríl, frá klukkan 17–20. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. b3 Bf8 14. d5 c6 15. c4 Rb6 16. Bd3 Rfd7 17. Ba3 cxd5 18. cxd5 f5 19. exf5 Rxd5 20. Re4 R7f6 21. Rfg5 Rf4 22. Bc1 Rxd3 23. Dxd3 Rxe4 24. Rxe4 d5 25. Rg3 e4 26. Dd2 d4 27. Bb2 Bc5 28. Hac1 Bb6 29. Df4 Dd5 30. Hc2 e3 31. fxe3 Hac8 32. Hd2 Hxe3 33. Hxe3 dxe3 34. He2 Staðan kom upp á Amber mótinu í Monakó sem lauk fyrir skömmu. Vladim- ir Kramnik (2.809) náði sér ekki á strik á mótinu og varð áttundi á meðal 12 keppenda. Hann átti þó sína spretti og hér tókst honum með svörtu að leggja Peter Leko (2.713) að velli. 34...Hc2! 35. Dg4 35. Hxc2 gekk ekki upp vegna 35...e2+ 36. Kh2 Dxg2#. Framhaldið varð: 35...Hxb2! 36. f6 g6 37. f7+ Dxf7 og hvítur gafst upp enda manni og stöðunni undir. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. SPILAMENNSKA suðurs í fjórum hjörtum er næst- um því sjálfgefin og myndi ekki vefjast fyrir neinum við „græna borðið“. En ill- ur grunur læðist að les- andanum þegar spilið er sett á „teikniborðið“. Er einhvers staðar fiskur und- ir steini? Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ G752 ♥ 52 ♦ ÁD4 ♣ÁK96 Suður ♠ K ♥ KD10983 ♦ KG95 ♣D8 Vestur Norður Austur Suður -- 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 tíglar * Pass 2 grönd Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass * geimkrafa Hvernig á að spila með litlum tígli út? Í hreinskilni sagt kemur varla neitt annað til greina en að spila laufi þrisvar og henda spaðakóng. En um leið er ljóst af samhenginu að sú leið er dæmd til að misheppnast. Og víkur þá sögunni til vesturs: Norður ♠ G752 ♥ 52 ♦ ÁD4 ♣ÁK96 Vestur Austur ♠ D983 ♠ Á1064 ♥ ÁG3 ♥ 74 ♦ 10872 ♦ 63 ♣107 ♣G5432 Suður ♠ K ♥ KD10983 ♦ KG95 ♣D8 Sagnhafi tekur á tígulás, spilar laufi þrisvar og hendir spaðakóng. Vestur trompar með þristinum og íhugar framhaldið. Skipt- ing suðurs liggur nokkuð ljós fyrir – hann á þrjú svört spil og sennilega 6-4 í rauðu litunum. Þar með sér vestur fallega fléttu: Hann spilar tígli. Sagnhafi svarar með hjartakóng, en vestur tekur strax á ásinn og gefur makker tígul- stungu. Fær svo lauf til baka og uppfærslu á trompgosanum. Vörnin hefur þannig fengið fjóra slagi á tromp. Sagnhafi gat auðvitað unnið fjögur hjörtu með því að spila strax trompi, en það má teikna upp ýms- ar legur þar sem sú leið er ekki gæfuleg. Til dæmis ÁGxx í trompi í vestur og einspil í tígli, en spaðásinn í austur. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú hefur góða félagslega hæfilega. Þú átt gott með samskipti, sérstaklega innan samtaka. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það kemur þér á óvart hversu auðveldlega þér reynist að fá þínu framgengt í vinnunni í dag. Þetta sannar það að bý- flugur laðast fremur að hun- angi en ediki. Naut (20. apríl - 20. maí)  Afstaða stjarnanna felur í sér loforð um stuðning og frið þér til handa. Leitaðu leiða til að njóta lífsins. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Nýttu þér hvert tækifæri sem gefst í dag til líkamsræktar. Þú þarft að sleppa lausri orku sem hefur hlaðist upp innra með þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Njóttu samræðna við vin, hópa og samtök. Þú ert í góðu formi í dag og munt vekja hrifningu annarra fyrir nú- tímalega hugsun. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú nýtur athygli annarra vegna þess að þér líður vel í sviðsljósinu. Fólk er farið að taka eftir þér og lítur á þig sem fyrirmynd. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Fyrirætlanir þínar um að bæta við menntun þína eru góðar. Hlýddu þeim í dag með því að skrá þig á námskeið í dag. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Í dag ættir þú að skila bókum og öðrum munum sem þú hef- ur fengið að láni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Dagurinn í dag er kjörinn til þess að koma á ný sambönd- um sem farið hafa út um þúfur vegna misskilnings. Þar sem þú áttar þig fljótt á tilfinning- um annarra muntu vita hvað er best að segja. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þér getur orðið ágegnt í vinnunni í dag vegna þess að yfirmenn eru móttækilegir fyrir uppástungum þínum. Samstarfsfólk þitt er einnig hjálplegt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Málefni tengd ástinni, róman- tík og jafnvel léttúðugu daðri gera daginn mjög spennandi fyrir þig. Einhver sem býr langt í burtu mun reyna að komast í samband við þig. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Áform þín um að bæta heim- ilið eða fjölskylduna munu fá þann stuðning sem þú hefur óskað eftir. Aðrir eru reiðu- búnir að veita fjárhagslega að- stoð svo þú getir framkvæmt áform þín. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hæfileiki þinn til að ná til fólks er í hámarki í dag. Þú finnur til sjálfstraust þegar kemur að kennslu, sölumennsku, skrif- um og markaðssetningu vegna þess að þú munt hrífa aðra með orðavali þínu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Með morgunkaffinu Er samkomulagið ekkert að lagast…?! Bankastræti 14, sími 552 1555 Sumardragtir Jakkar frá 8.950 - Buxur frá 5.950 Pils frá 5.600 SUNDBOLIR OG BIKINI í skálastærðum Stuttbuxur, strandkjólar og -sloppar Sendum í póstkröfuNóatúni 17, sími 562 4217Gullbrá, Rýmingarsala á ANTIK Laugavegi 101, sími 552 8222. Opið mánudag-laugardags frá kl. 11-18 Verslunin flytur Allt að 50% afsláttur Einstakt tækifæri til að koma með í spennandi 16 daga rútuferð um Færeyjar og Noreg, auk hringferðar um Ísland. Ljúf sigling með Norrænu milli landa. Ferðast í lúxusrútu með góðri leiðsögn og gist á bestu hótelum. Almennt verð 155.900. Fararstjóri: Kristján M. Baldursson. Kynningarfundur í dag, þriðjudag 23. apríl, kl. 18 í Ferðafélagshúsinu í Mörkinni 6 (risi). Spennandi rútu- og skemmtiferð með Vestfjarðaleið 12.-27. júní Vestfjarðaleið, Ferðaskrifstofa, Skógarhlíð 10, s. 562 9950, info@vesttravel.is Sjá heimasíðu: www.vesttravel.is Þrjár heildsölur 1. Heildverslun sem selur vörur fyrir matvæla- og sjávarútvegsfyrir- tæki. Góð umboð og fastir viðskiptavinir. Góð velta. 2. Heildverslun með hárvörur og ýmiss heimilistæki og tól. Er með vörur sem gott er að selja í heimasölu. Gott verð. 3. Heildverslun með hárskraut, töskur og eldhúsáhöld. Er með góð viðskiptasambönd og gott dreifikerfi. Laust strax. Upplýsingar aðeins á skrifstofu. Sími 567 3718 virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-14 BUXNADAGAR 15% afsláttur af nýjum buxum 20-70% afsláttur af eldri buxum Opið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.