Morgunblaðið - 23.04.2002, Page 8

Morgunblaðið - 23.04.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ertu a› ver›a pabbi? Pabbi er greinargó› handbók sem svarar öllum helstu spurningum um me›göngu, fæ›ingu og ungbarni›. Ómissandi bók fyrir ver›andi fe›ur. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 1 75 29 04 /2 00 1 Það er nú ekkert smá hagræði að geta verið í eilífu góðæri og þurfa aldrei framar að taka niður sólgleraugun, góði minn. Alþjóðlegur dagur bókarinnar Staða bókar- innar á Íslandi er firnasterk Í DAG er alþjóðlegurdagur bókarinnar oger heilmikið á dag- skrá hér á landi í tilefni þess eins og vant er. Það er Bókasamband Íslands sem sér um hátíðarbrigði dagsins. Formaður sam- bandsins er Stefán Ólafs- son, en hann er fulltrúi Félags bókargerðar- manna í stjórn Bókasam- bandsins. Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Stefán á dögunum og eru svör hans hér að neðan. Segðu okkur aðeins frá alþjóðlegum degi bókar- innar og Bókasambandi Íslands. „Alþjóðlegur dagur bókarinnar var fyrst haldinn 23. apríl árið 1996. Okk- ur Íslendingum finnst það sjálf- sagður hlutur að fæðingardagur Halldórs Kiljan Laxness sé al- þjóðlegur dagur bókarinnar, en auðvitað er það aldeilis frábær tilviljun að aldarafmælis skálds- ins okkar á Gljúfrasteini skuli vera minnst um allan heim í dag. Bókasamband Íslands hefur um- sjón með Degi bókarinnar á Ís- landi. Sambandið er lausleg sam- tök Félags bókargerðarmanna, Félags íslenskra bókaútgefenda, Hagþenkis, Rithöfundasambands Íslands, Samtaka gagnrýnenda, Samtaka bókaverslana, Samtaka iðnaðarins og Upplýsingar. Ég er fulltrúi Félags bókargerðar- manna í stjórn Bókasambands- ins og er nú formaður þess.“ Hvernig stendur bókin að vígi í tölvu- og margmiðlunarum- hverfinu? „Staða bókarinnar á Íslandi er firnasterk þótt sviptingar séu í bókaútgáfunni. Við lesum mikið, kaupum bækur og teljum bók sjálfsagða gjöf. Bókasöfn eru í sókn og eru alhliða menningar- stofnanir um land allt. Já, það er óhætt að segja að bókin lifi góðu lífi á Íslandi í dag.“ Er einhver sérstök yfirskrift að þessu sinni? „Börn og bækur er yfirskrift bókavikunnar í ár. Barnabækur eru á tilboðsverði í bókabúðum og ég hvet fólk til að nýta sér það. Ég tel reyndar að áhyggjur af því að tölvukynslóðin lesi ekki bækur séu orðum auknar. Þátt- taka í og áhugi á upplestrar- keppni barna og unglinga um land allt segir okkur ennfremur að unga fólkið les einnig bækur sjálfu sér til gagns og ánægju. Það eru hins vegar gömul sann- indi og ný að það sem börn venj- ast í æsku verður vani. Ef ekki er lesið fyrir börnin eru minni líkindi til að þau lesi sjálfum sér til ánægju og ef ekki er lesið á heimilinu verður það ekki eðli- legur þáttur af lífinu. Sjálfur er ég nýbúinn að lesa bækurnar um Harry Potter og bíð spenntur eftir næstu bók. Ég var einfald- lega ekki samræðuhæfur við börnin í fjölskyldunni. Ég komst þó fljótlega að því að biðröð var eftir bókunum á bókasafninu mínu og það endaði með því að ég las þær á ensku.“ Segðu okkur annars frá dag- skrá Dags bókarinnar í dag. „Dagskrá dagsins er þétt. Í bókasöfnum um land allt er dag- skrá helguð Laxness og í bóka- verslunum verður einnig mikið um að vera. Laxnesshátíð hefst í heimabæ skáldsins, Mosfellsbæ, en segja má að dagskráin hefjist með því að klukkan 10 afhjúpar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hellu í gangstétt sem merkir steinbæinn, fæðingarstað Hall- dórs Laxness á Laugavegi 32 í Reykjavík. Rithöfundasamband- ið og Borgarbókasafnið standa að þessu og rithöfundar hlaupa síðan 24 km Laxness-boðhlaup upp að Gljúfrasteini. Hagþenkir og Reykjavíkurakademían gang- ast fyrir upplestri úr verkum Laxness frá morgni til kvölds. Vigdís Finnbogadóttir hefur lesturinn klukkan 10. Um kvöld- ið verður bókmenntakvöld í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, heimili Rithöfundasambandsins. Dagskrá vikunnar var auglýst í Morgunblaðinu á sunnudaginn og dagskrá hvers dags er kynnt dag hvern.“ Og svo er eitthvað meira eða hvað? „Bókasambandið ætlar að bjóða í Halldórsgöngu um kvöld- ið. Gangan hefst klukkan 19 við Laugaveg 32, fæðingarstað Hall- dórs Laxness. Guðjón Friðriks- son, rithöfundur og sagnfræðing- ur, leiðir okkur um slóðir Halldórs. Hversu víða verður farið ræðst af veðrinu. Göngunni lýkur í Félagsheimili bókargerð- armanna, Hverfisgötu 21, en þangað komu Halldór og vinir hans gjarna á heimili þeirra Kristínar Guðmunds- dóttur og Hallbjarnar Halldórssonar. Félag bókargerð- armanna býður veitingar í tilefni dagsins. Til sýnis verða áritaðar frumútgáfur bóka Halldórs og skjöl tengd Halldóri og félögum hans í Mjólkurfélagi heilagra. Félag bókargerðarmanna mun við þetta tækifæri afhenda Landsbókasafni Íslands – Há- skólabókasafni bréfasafn Hall- bjarnar og Kristínar.“ Stefán Ólafsson  Stefán Ólafsson er fæddur í Reykjavík 16. júní 1945. Hann lauk námi í prentsetningu í Alþýðuprentsmiðjunni 1968. Vann hann við bókaútgáfu næsta áratuginn og var þvínæst fram- leiðslustjóri í prentsmiðju í hálft fimmta ár. Frá 1983 hefur hann unnið við blaðaútgáfu og er nú annar tveggja umsjónarmanna minningargreina í Morgun- blaðinu. Eiginkona Stefáns er Bára Björk Lárusdóttir banka- maður og eiga þau þrjú börn. Yfirskriftin er börn og bækur FERÐAMÁLARÁÐ Íslands veitti um helgina Klúbbi matreiðslu- meistara fjölmiðlabikar ferða- málaráðs fyrir gott starf í þágu Ís- landskynningar sem hefur skilað sér í mikilli erlendri fjölmiðlaum- fjöllun. Afhendingin fór fram á sýn- ingunni „Matur 2002“ í Kópavogi og veitti Gissur Guðmundssyni, for- maður Klúbbs matreiðslumeistara, bikarnum viðtöku úr hendi Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra. Sturla sagði við afhendinguna að kynningar íslenskra matreiðslu- meistara á hámenningu Íslendinga í matargerð hefðu vakið mikla at- hygli erlendis og áhersla þeirra á úrvals hráefni og náttúrulegar af- urðir hefðu opnað augu ótalmargra á hreinni og óspilltri náttúru Ís- lands. Mikil umfjöllun um íslenskan mat og íslenskt hráefni í stórum og virtum erlendum fjölmiðlum hefði leitt af sér mikil greinaskrif um Ís- land sem áskjósanlegan áningar- stað fyrir sælkera. Fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs Íslands var afhendur í fyrsta sinn árið 1982, þá Sæmundi Guðvinssyni fyrir skrif hans um ferðamál. Síðast fékk bikarinn Gunnar Marel Egg- ertsson, skipasmiður og skipstjóri víkingaskipsins Íslendings. Morgunblaðið/Jim Smart Fjölmiðlabikarinn var afhentur Klúbbi matreiðslumeistara á 30 ára afmæli klúbbsins. Fjölmiðlabik- arinn til Klúbbs matreiðslu- meistara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.