Morgunblaðið - 18.05.2002, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.05.2002, Qupperneq 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 23 MIKE Tomlinson, sem er fyrrver- andi yfirmaður Ofsted, eftirlits með grunnskólum í Bretlandi, segir að verið sé að grafa undan ýmsum námsgreinum með ofuráherslu á grunnfögin lestur, skrift og stærð- fræði. Í frétt BBC er haft eftir hon- um að þessi ofuráhersla væri að grafa undan kostunum sem fylgt hefðu því að taka upp samræmda námskrá fyrir um áratug. Hann seg- ir að einkum hafi greinar eins og landafræði, saga, listagreinar og kennsla í hönnun og tækni látið und- an síga. Skólarnir séu einnig hvattir til að leggja meiri áherslu á verknám en áður og þegar upp sé staðið eigi sér stað hljóðlát bylting þar sem hlutar af námskránni séu smám saman þurrkaðir út. Hann segist vissulega meta gildi verknáms fyrir marga nemendur en hættan sé að nemend- ur missi af verðmætum sem gefi til- veru þeirra aukið gildi um alla fram- tíð. „Enginn getur efast um að listgreinar, tónlist, leiklist og bók- menntir eru námsgreinar sem hafa ákaflega mikil áhrif á það hvernig við verjum lífi okkar.“ Tomlinson segir að með þessari slæmu þróun sé verið að þrengja mjög sviðið og framhaldsskólarnir noti auk þess margir nýfengið frelsi og sjálfstæði til að einfalda náms- framboðið. „Ég hef áhyggjur af því sem verið er að ýta út af borðinu og það er hryggilegt að margar af þessum greinum eru þær sem algengast var að ekki stæðu til boða áður en sam- ræmdu námskránni var komið á,“ sagði hann. BBC ræðir einnig við kennara sem deila áhyggjum Tomlinsons. Einn þeirra, Sue Matthew, sem kennir við St Ebbe’s grunnskólann í Oxford, segir að áherslan á lestur og stærðfræði þrengi að öðrum grein- um. Hún segir kennara stundum fá sektarkennd. „Tíminn er alltaf of lítill og manni finnst að huga þurfi betur að stærð- fræðinni og lestrinum svo að þegar farið er inn á yndisleg svið sköpunar- máttarins er innra með manni nag- andi tilfinning, „Drottinn minn, er ég búinn að klára lestrartímann?“ og þrýst er á um að ljúka við námsefn- ið.“ Breskir grunnskólar sagðir hunsa æ meira skapandi greinar Lestur, skrift og stærðfræði ofar öllu TAMAE Watanabe (t.h.) er 63 ára gömul kona frá Japan, hún var meðal þeirra mörgu sem klifu hæsta fjall jarðar, Everest, á fimmtudag. Watnabe mun vera elsta kona sem komist hefur á tind Everest sem á máli Nepalmanna heitir Sagarmatha. Með henni á myndinni er ljósmyndarinn Nor- iyuki Muraguchi en myndin var tekin í grunnbúðum áður en lagt var í tindinn. Alls klifu 54 Everest á fimmtudag, að sögn AP-fréttastof- unnar og meðal þeirra var Tashi Wangchuk Tenzing. Hann er barnabarn Tenzing Norgay, sér- pans sem var í för með Edmund Hillary þegar Everest var klifið í fyrsta sinn 1953. Hjónin Phil og Susan Ershler komust á tindinn á fimmtudag og urðu að sögn Aften- posten fyrst allra hjóna til að klífa saman hæstu tinda allra heimsálf- anna sjö. AP Allt er sextugum fært
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.