Morgunblaðið - 18.05.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 18.05.2002, Qupperneq 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRÁBÆRIR SPORTSKÓR Á STRÁKA OG STELPUR Margir litir Sumarið er komið! St. 28-35 • kr. 3.995 St. 36-41 • kr. 4.495 10% afsláttur í dag KRINGLAN - SMÁRALIND - AKUREYRI FYRSTU ættleiðingar íslenskra foreldra á kínverskum börnum eru nú orðnar að veruleika. Í gær gátu foreldrar tíu stúlkna, nýrra Íslend- inga, sest upp í flugvél á leið til Ís- lands með nýju börnin sín í kjölt- unni. „Ég geri ráð fyrir að fleiri Íslendingar muni notfæra sér tæki- færið,“ sagði Ólafur Egilsson, sendiherra Íslands í Kína, en hann hefur tekið þátt í samningunum um börnin. Hafa viðræðurnar tekið nokkur ár en samningar voru loks undirritaðir í júní í fyrra. Nefnd frá Íslenskri ættleiðingu, samtökum sem hafa milligöngu í málinu, kom til Kína í september sl. og fór fyrir henni Guðrún Sveins- dóttir. Fyrir tveimur vikum komu síðan fyrstu foreldrarnir á vettvang og hittu börnin sem þeir höfðu ætt- leitt. Allt eru þetta stúlkur, enda mest um þær á barnaheimilum í Kína, heimili þeirra var í stórborg- inni Guangzhou, öðru nafni Kant- on, í suðurhluta landsins, skammt frá Hong Kong. Þær eru á aldrinum tæplega eins árs og upp í hálfs ann- ars árs gamlar og hafa þegar feng- ið sín íslensku nöfn. „Það liðu ekki nema nokkrar klukkustundir og þá voru þær bún- ar að taka okkur í sátt,“ sögðu for- eldrarnir hamingjusömu. Sumir þeirra eiga börn fyrir en fyrir flesta er um nýja reynslu að ræða. Atburðurinn er ekki síst óvenju- legur fyrir hjónin Svanhvíti Magn- úsdóttur og Hjalta Jón Sveinsson á Akureyri. „Nýja dóttirin okkar, Jó- hanne Lan Hjaltadóttir, sem er fædd 25. mars í fyrra, varð dóttir okkar 8. maí. Daginn eftir hringdi uppkomin dóttir mín frá Akureyri og sagði okkur að sama dag hefði hún alið son … á einum sólarhring varð ég því bæði faðir og afi,“ segir Hjalti Jón, sem er skólastjóri Verk- menntaskólans á Akureyri. Á myndinni eru nýbökuðu for- eldrarnir með börnunum ásamt Ólafi Egilssyni sendiherra og eig- inkonu hans, Rögnu Ragnars, í garði sendiherrahjónanna í Peking. Svanhvít stendur fyrir framan sendiherrahjónin (á milli þeirra) með Jóhanne Lan, á bak við sendi- herrahjónin er Hjalti Jón (í dökkri skyrtu). Auk þess eru á myndinni nokkrir starfsmenn sendiráðsins. Ljósmynd/Niels Peter Arskog Tíu nýir Íslendingar frá Kína BEÐIÐ var í gær endanlegra niðurstaðna í þing- og forseta- kosningunum í Sierra Leone á þriðjudag en þær eru þær fyrstu í landinu eftir að áratug- arlöngu borgarastríði lauk. Fyrstu tölur bentu til, að Ahm- ad Tejan Kabbah, forseti lands- ins, myndi sigra með yfirburð- um í forsetakosningunum og stjórnarflokkurinn, Þjóðar- flokkurinn, í þingkosningunum. Alls buðu fjórir flokkar fram og þar á meðal flokkur fyrrver- andi skæruliða. Virtist hann ekki ætla að fá nema innan við 3% atkvæða. Ókunn sótt í Afganistan ALLS 38 breskir hermenn í Afganistan hafa veikst af sjúk- dómi, sem læknar kunna enn engin skil á. Eru nokkrir þeirra mjög illa haldnir en einkennin eru uppsölur og niðurgangur. Hafa um 300 manns, hermenn og annað starfslið, verið settir í sóttkví. Ekki þykir líklegt, að um sýklahernað hafi verið að ræða og er getgátum um það vísað á bug. Ekki hrifnir af Bush AÐEINS fjórðungur Rússa hefur jákvætt álit á George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, en hann mun fara til fundar við Vladímír Pútín, forseta Rúss- lands, í Moskvu og Sankti Pét- ursborg í næstu viku. Þeir, sem hafa lítið álit á Bush, segja hann „árásargjarnan“ og „frumstæðan“ en þeir, sem lík- ar hann vel, lýstu honum sem „kraftmiklum“, „sterkum“ og „boðbera lýðræðis“. Voru 1.500 manns inntir álits en af þeim vildu 30% ekki svara. Flugþjóni birt ákæra MICHAEL Philippe, franskur flugþjónn hjá flugfélaginu Virgin Atlantic Airways, hefur verið formlega ákærður í Or- lando á Flórída fyrir að hafa verið með sprengjuhótun um borð í einni flugvéla félagsins. Er hann einnig sakaður um að hafa ógnað öryggi bandarískra borgara og logið að FBI. Vegna sprengjuhótunarinnar varð flugvélin að lenda á Keflavík- urflugvelli 19. janúar sl. Verði Philippe fundinn sekur á hann lífstíðarfangelsi yfir höfði sér. Prestur stytti sér aldur ALFRED Bietighofer, rúm- lega sextugur prestur í Conn- ecticut í Bandaríkjunum, sem sakaður hafði verið um að mis- nota börn á áttunda og níunda áratugnum, svipti sig lífi á fimmtudaginn. Var hann á stofnun fyrir þá, sem gerst hafa sekir um sama glæp, og hengdi sig í herbergi sínu. William Lori, biskup í Bridgeport, sagði í gær, að hneykslið innan kaþ- ólsku kirkjunnar í Bandaríkj- unum krefðist nýrra fórnar- lamba á hverjum degi. STUTT Stjórnar- sigur í Sierra Leone LÖGREGLA í Pakistan telur að höfuðlaust lík sem fannst í blóði drifnum hellisskúta í Kar- achi í gær kunni að vera af bandaríska blaðamannin- um Daniel Pearl. „Líkið hafði verið af- höfðað og hlut- að í sundur,“ sagði Manzoor Mughal rann- sóknarlög- reglumaður í viðtali við AFP. „Við munum rannsaka hár og tennur. Þetta gæti verið Pearl, en við viljum taka af all- an vafa.“ Myndband er sýndi er Pearl var afhöfðaður var sent til bandarísku ræðismannsskrif- stofunnar í Karachi í febrúar. Pearl starfaði fyrir blaðið Wall Street Journal og hvarf 23. janúar er hann var að rann- saka vígbúnað íslamista í Pak- istan. Haft var eftir lögreglu að líkið hefði verið grafið upp úr rúmlega metradjúpri gröf í helli sem lögreglan sagði líkj- ast bakgrunninum sem sást á myndunum er sendar voru til ræðismannsins. „Líkinu svipar til Pearls,“ sagði lögreglan ennfremur. Líkamsleifarnar voru fluttar í líkhús í Karachi. Fjórir menn sem ákærðir eru fyrir að hafa rænt Pearl og myrt hann eru nú fyrir rétti í fangelsi í Hyderabad í Pakist- an, en sjö aðrir, sem grunaðir eru um aðild að verknaðinum, ganga enn lausir. Lík Pearls talið fundið Karachi. AFP. Pearl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.