Morgunblaðið - 18.05.2002, Page 27

Morgunblaðið - 18.05.2002, Page 27
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 27 KJÚKLINGASKORTUR hefur verið viðvarandi í verslunum Hag- kaupa allt þetta ár, að sögn Lilju Guðjónsdóttur, innkaupamanns matvöru Hagkaupa. Hún segir að neytendur kvarti undan skorti á kjúklingi. Skorturinn á bæði við um ferska kjúklinga, sem notið hafa aukinna vinsælda, svo og frysta. Lilja segir að jafnmikil ásókn sé í kjúklingakjöt nú sem áður en ekki sé hægt að fá hjá birgjum það magn sem anni eft- irspurn. „Við höfum ekki fengið allt það kjöt sem við höfum viljað og það þýðir að við höfum ekki getað haft tilboð og annað,“ segir Lilja. „Því eins og staðan er í dag þá er ekki tilefni til þess,“ segir hún. Fá nánast ekki neitt suma daga Sólmundur Oddsson, inn- kaupastjóri kjöts og fisks hjá Kaupási, sem rekur Nóatún, KÁ, 11-11, Kjarval og Krónuna, segir að verulegur skortur hafi verið á kjúklingum í verslunum fyrirtæk- isins frá því í desember og það sem af er árinu. „Bæði er um að ræða ferska og frysta kjúklinga og það sem okkur hefur borist hefur rétt dugað til þess að slá á mestu þörf- ina. Suma daga fáum við nánast ekki neitt,“ segir hann. Sólmundur telur að vöntun á kjúklingi í hillum umræddra verslana „skipti tonn- um“ og segir tilboðum hafa fækk- að í kjölfarið. „Neytendur hafa kvartað undan skortinum, en flest- ir skilja ástandið, enda hefur greinin þurft að glíma við áföll og uppstokkun á vinnsluþættinum,“ segir hann. Vantar 2–300 tonn Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, segir að verslanirnar hafi ekki fengið nema brot af þeim frosna kjúk- lingi, sem verslunin sé vön að hafa á boðstólum, undanfarna mánuði. „Skorturinn hefur verið þvílíkur að ég gæti trúað því að um væri að ræða 2–300 tonn, sem okkur hefur vantað. Framboðið af ferskum kjúklingi hefur verið þokkalegt en rysjótt og hillur yfirleitt tómar á sunnudögum og mánudögum. Skorturinn á frosnum kjúklingi hefur síðan verið nánast alger,“ segir hann. Til umræðu er hjá Bónusi að flytja kjúkling inn frá Svíþjóð meðan ekki er næg framleiðsla hér innanlands og segir Guð- mundur að tilskildir pappírar séu til reiðu þótt umsókn hafi ekki ver- ið lögð fram hjá landbúnaðarráðu- neytinu ennþá. „Við erum mjög óhressir með þetta ástand og vild- um geta flutt kjúkling inn að utan meðan skorturinn er. Okkur þykir eðlilegt að gjöld af fyrirhuguðum innflutningi yrðu felld niður á meðan þessi skortur ríkir,“ segir Guðmundur Marteinsson fram- kvæmdastjóri Bónuss. Kvartað vegna kjúklingaleysis SKORTUR á kjúklingum hefur verið áberandi í verslunum undanfarna mánuði og segja kjúklingabændur ekki útlit fyrir að ástandið fari að lagast fyrr en seinna í sumar eða und- ir haust. Framleiðsla hefur verið með minnsta móti hjá Reykjagarði hf., Móum og Íslandsfugli, að sögn for- svarsmanna, en öðru máli gegnir um Ísfugl. Þorsteinn Sigmundsson, stjórnar- formaður Ísfugls, segir þvert á móti að framleiðslan hjá fyrirtækinu „hafi aldrei verið meiri“. „Við getum sinnt eftirspurn allra sem hafa verslað við okkur og höfum reynt að koma til móts við fleiri vegna kjúklingaskorts- ins. Hlutdeild okkar í þessum mark- aði er nú með mesta móti,“ segir hann. Þorsteinn segir að stöðug aukning, upp á10–15%, hafi orðið á framleiðslu Ísfugls síðastliðin þrjú ár og að aukn- ingin verði að líkindum 15% á þessu ári. Hann segir tímabilið þegar fersk- ur kjúklingur kom í hillur verslana í stað þess frosna fyrir fáeinum árum hafa verið greininni erfitt vegna sjúk- dóma, en nú sé öldin önnur. „Engin þjóð hefur náð viðlíka árangri í að fyr- irbyggja sjúkdóma og við. Ástæð- urnar eru GÁMES-kerfi, gott hrein- læti og gríðarlegt eftirlit. Fjöldi sýna er tekinn áður en afurðin fer á mark- að, 3–4 sýni úr hverjum eldishópi.“ Þorsteinn segir að síðustu að fram- leiðsla á kjúklingi muni að líkindum byrja að aukast seinni partinn og verði þá hægt að stemma stigu við kjúklingaskorti undanfarinna vikna að einhverju leyti. Endurskipulagning hjá Reykjagarði Jónatan S. Svavarsson, fram- kæmdastjóri Reykjagarðs hf., segir rekstur fyrirtækisins hafa verið end- urskipulagðan að undanförnu og að verið sé að endurbyggja framleiðslu- ferlið frá grunni. Forsvarsmenn fyr- irtækisins sjá hins vegar fram á að „fari að birta til eftir áföll að undan- förnu“ að hans sögn. „Þetta er fram- leiðsla sem tekur langan tíma. Fyrst er að flytja inn egg og unga þeim út. Að því búnu eru ungarnir sendir í ein- angrun til þess að tryggja að engir sjúkdómar hafi borist til landsins. Þvínæst eru þeir teknir í stofnaeldi og 26 vikna fara þeir að verpa. Þeim eggjum er ungað út og eftir 5–6 vikur er fuglunum slátrað og þeir síðan settir á markað daginn eftir. Innflutningur á stofnfuglum var stöðvaður í fyrra vegna sjúkdóma, sem leiddi til úrkynjunar og minnk- andi frjósemi. Einnig kom upp kam- fýlóbakter-sýking hjá okkur fyrir skömmu og þurftum við að frysta sem svaraði tveimur sláturdögum hjá okkur, en við slátrum 10–15.000 fugl- um á dag. Þessar sveiflur hafa haft sitt að segja um framboð á ferskum kjúklingi frá Reykjagarði, en við telj- um samt sem áður að ársframleiðsla okkar 2002 muni halda miðað við fyrri ár,“ segir hann. Reykjagarður selur kjúklinga til verslana Baugs og Samkaupa, auk þess að selja til veitingastaða sem sérhæfa sig í kjúklingaréttum að hans sögn. „Reykjagarður og Móar reyndu samruna sem Samkeppnisstofnun vildi ekki heimila. Því var eina ráðið að hagræða og ná tökum á tilverunni. Ég tel það betri leið, en ef fyrirtækj- unum hefði verið steypt saman í eina heild. Það er til hagsbóta fyrir neyt- endur og skilar betri niðurstöðu, til skemmri tíma litið. Samruni er hins vegar ekki útlokaður í framtíðinni, þótt engar slíkar ráðagerðir séu uppi núna,“ segir Jónatan S. Svavarsson að síðustu. Framleiðslan að ná lágmarki hjá Íslandsfugli Sigmundur Ófeigsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsfugls, segir að framleiðsla á kjúklingi muni ná „al- geru lágmarki“ hjá fyrirtækinu á næstu tveimur til þremur vikum. „Eftir það liggur leiðin hægt og ró- lega upp á við og búist við að fram- leiðslan verði komin í sitt fyrra horf í ágúst/september,“ segir hann. Sigmundur segir að Íslandsfugl hafi glímt við sýkingar að undanförnu og einnig hafi fyrirtækið verið „tæknilega gjaldþrota“ þegar nýir aðilar tóku við fyrir skömmu. „Verið er að endurreisa fyrirtækið um þess- ar mundir. Framleiðsluferlið er langt, 90 dagar, og ekki langt síðan öllum varphænum var slátrað þar sem þeirra skeið var runnið á enda. Síðastliðna tvo mánuði hefur fram- leiðsla verið mjög lítil og verður svo áfram út ágúst,“ segir hann. Sig- mundur segir að Hagkaup hafi verið mjög stór kaupandi að kjúklingum frá fyrirtækinu og þar að auki hafi framleiðslan verið seld ýmsum sam- lokugerðum og kjúklingastöðum. „Framleiðslugeta okkar er 700 tonn á ári, 60 tonn á mánuði, og er þá verið að tala um heilan kjúkling án innyfla. Markaðurinn í heild er síðan um 4.000 tonn á ári,“ segir hann að síð- ustu. Móar ná sér á strik í júlí Ólafur Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Móa, segir framleiðslu fyrir- tækisins vera að aukast um þessar mundir eftir lægð. „Skorturinn byrj- aði að bitna á okkur í nóvember en á síðasta ári komu upp sjúkdómar í Sví- þjóð og bann við innflutningi á frjó- eggjum sett í kjölfarið. Framleiðslan er ekki mikið minni nú en á sama tíma í fyrra og við gerum ráð fyrir að ná okkur alveg á strik í júlí,“ segir hann. Móar selja „gríðarlegt magn“ af kjúklingi og segir Ólafur Kaupás stærsta viðskiptavin fyrirtækisins. Hann kveður verð á kjúklingum ekki hafa hækkað frá framleiðendum, þrátt fyrir minna framboð, og segir að síðasta hækkun hafi orðið fyrir ári. „Einstaka verslanir hafa hins vegar hækkað verðið, við höfum horft upp á það,“ segir hann. Kamfýlóbakter- sýking kom upp hjá Móum nú í maí og segir Ólafur að heilbrigði kjúk- linga sé samt sem áður orðið mjög gott, miðað við það sem áður var. Ólafur á ekki von á því að verð á kjúklingi fari lækkandi á næstunni. „Um 80% af því sem við seljum er ferskur kjúklingur og á framleiðend- um eru kvaðir vegna heilbrigðiseft- irlits sem kosta tugi milljóna á árs- grundvelli. Ég sé því ekki hvernig á að vera hægt að ná niður kjúklinga- verði í framtíðinni,“ segir Ólafur Guð- jónsson, framkvæmdastjóri Móa. Horfur á kjúklinga- skorti frameftir sumri Sjaldséður hvítur … kjúklingur. Kjúklingaþurrð hefur verið áberandi í verslunum undanfarna mán- uði. Helga Kristín Einarsdóttir ræddi við kjúklingaframleiðendur, sem vonast til að rétta úr kútnum síðar í sumar og haust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.