Morgunblaðið - 18.05.2002, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.05.2002, Qupperneq 28
ÚR VESTURHEIMI 28 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ hafa náð samningum við heima- menn um samstarf vegna verkefn- isins og gerir ráð fyrir að taka þar sýni úr um 120 fulltrúum þessara Kopar-Inúíta. „Við hittum öldung- aráð þeirra í Cambridgeflóa, en öldungarnir ráða þar miklu,“ segir Gísli. „Þeir greiddu atkvæði um hvort leyfa ætti þessa sýnatöku og í kjölfarið var fundur með bæj- arstjórninni, sem samþykkti einn- ig rannsóknina í atkvæða- greiðslu.“ Vísindasiðanefndin hér á landi hefur samþykkt verkefnið fyrir sitt leyti og greina Agnar og Gísli frá undirbúningi þess og mark- miðum á ráðstefnu við Háskólann á Akureyri 24. maí, en verkefnið er styrkt af Rannsóknasjóði Há- skóla Íslands og Grænlandssjóði. Meðal samstarfsaðila eru Háskól- inn á Grænlandi og Stofnun Vil- hjálms Stefánssonar. Greining á erfðaefni fer fram hjá Íslenskri erfðagreiningu. GÍSLI Pálsson, prófessor í mann- fræði við Háskóla Íslands, og dr. Agnar Helgason, mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, hafa fengið leyfi til að safna erfðasýn- um í Grænlandi og meðal frum- byggja í Nunavut í Kanada í þeim tilgangi að að bera þau saman við erfðaupplýsingar um Íslendinga, Dani og Norðmenn. Verkefnið snýst um það að kanna erfðasögu Inúíta og hvort íbúar norrænu nýlendunnar á Grænlandi hafi blandast Inúítum. Það hefur verið í undirbúningi í tvö ár og hefur meðal annars þurft að fá leyfi til að safna erfðasýnum á Grænlandi og meðal frumbyggja í Nunavut, sjálfstjórnarsvæði Inúíta í Kanada. Fyrir skömmu fóru Gísli Páls- son, Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, Ragnar Th. Sigurðsson, ljósmyndari, og Valdi- mar Leifsson, kvikmyndagerð- armaður, til Kanada til að afla þar nauðsynlegra leyfa, en Ari Trausti og Valdimar ætla að gera heimild- armynd um verkefnið frá byrjun til loka og verður hún væntanlega sýnd í Sjónvarpinu í lok ársins eða fljótlega á næstu ári. Fjórmenn- ingarnir fóru m.a. til Viktoríaeyju, en einn liður í rannsókninni bygg- ist á því að sannreyna tilgátu Vil- hjálms Stefánssonar um að Kopar- Inúítar séu að hluta til komnir af íbúum upprunalegu nýlendu nor- rænna manna frá Grænlandi, sem lagðist af um 1450 eftir um 400 ára byggð. „Vilhjálmur er talinn vera fyrsti hvíti maðurinn sem hitti þessa Kopar-Inúíta og rannsakaði samfélag þeirra. Hann kallaði þá reyndar Blond Eskimos eða „blá- eyga eða ljóshærða Eskimóa“ og taldi vera afkomendur norrænna manna á Grænlandi,“ segir Gísli. Félagarnir voru í eina viku í Nunavut, m.a. í Cambridge-flóa á Viktoríaeyju og þar verða sýnin tekin, að sögn Gísla. Hann segist Verkefnið erfðasaga Inúíta og afdrif norrænu nýlendunnar á Grænlandi Þrjár konur á fundi öldungaráðsins í Cambridge-flóa, en öldungarnir greiddu atkvæði um sýnatökuna. Sýni verða tekin í Cambridge-flóa á Viktoríaeyju í Nunavut, þar sem drengurinn og hundarnir una glaðir við sitt. Ljósmynd/Ragnar Th.Sigurðsson Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, hélt fyrir- lestra um kenningar Vilhjálms Stefánssonar varðandi Kopar-Inúíta og sýndi myndir frá 3. leiðangri hans 1913 til 1918. Öll tilskilin leyfi fengin í Nunavut OPIN HÚS Í DAG www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Allar upplýsingar veittar á skrifstofu í símum 588 4477 Boðagrandi 1 - laus fljótl. Gullfalleg og björt 3ja herb. íb. á 2 hæð í litlu fjölbýli. Íb. er sérl. vel- skipul. m. fallegum innréttingum. Nýl. parket. Góð stofa og gott út- sýni. Gott flísal. baðherb. m. glugga. 2 svefnherb. Stórar svalir. Íbúðin er laus nær strax. Frábær staðsetn. Stutt í skólann og útsýni á KR-völlinn. Verð aðeins 10,9 milj. Guðný sýnir íbúðina í dag kl. 14 - 17. Allir velkomnir. Rjúpufell 33 - 4ra herb. Í þessu vandaða fjölbýlishúsi er til sýnis í dag, 111 fm, 4ra herb. íb. á 2 hæð. Íb. er með nýju fallegu eld- húsi og tækjum. Svalir eru yfir- byggðar. Húsið er allt nýklætt að utan og gluggar allir nýjir úr áli. Húsið er óvenjuglæsilegt og í sérfl. Verð aðeins kr. 10,8 milj. Guðný sýnir íbúðina í dag kl. 14 - 17. Allir velkomnir. Frábært verð. Nánari upplýsingar veitir Bárður í 896-5221 FYRIRHUGAÐ er að Davíð Jóhann- esson, silfursmiður á Egilsstöðum, haldi námskeið í gerð íslensks víra- virkis í Vesturheimi á næsta ári, en hann hefur sýnt handverkið vestra í fjórgang á rúmu ári, síðast á ársþingi Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vest- urheimi, sem haldið var í Minneapolis í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Davíð sýndi réttu handtökin á þinginu í Vancouver í Kanada fyrir rúmu ári og í Safni íslenskrar arfleifð- ar í Kanada í Gimli á Íslendingadeg- inum í fyrrasumar auk þess sem hann sýndi á Norsku haustsýningunni í Minot í Norður-Dakóta í fyrrahaust, þar sem hann vann til gullverðlauna. Í kjölfarið var hann beðinn um að koma til Minneapolis og þar kom fram áhugi á því að fá hann til að halda námskeið í Bandaríkjunum og Kan- ada innan skamms. Davíð segir að mikil skiplagsvinna sé framundan ytra og verið sé að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að halda tvö námskeið á hverjum stað, byrjendanámskeið og framhaldsnám- skeið, og fara síðan frá einum stað til annars á einhverju ákveðnu tímabili. Í orðabók Menningarsjóðs er víra- virki skilgreint sem „skraut, myndað af vírþráðum, sem er brugðið marg- víslega saman“. Davíð hefur kennt þessa list á 10 kennslustunda helgar- námskeiðum um allt land undanfarin tvö ár og er venjulega með átta nem- endur hverju sinni. Hann segir fyr- irhugað að halda sams konar nám- skeið vestra og kenna gömlu aðferðina, þ.e. handsmíðaaðferðina, við að búa til víravirki. „Fólk fær að spreyta sig á þessu og hvert námskeið endar með því að fólkið lýkur við ein- hvern grip og fer heim með hann.“ Davíð segir að hann hafi lagt áherslu á að viðhalda þessari iðn inn- anlands og ánægjulegt sé að hafa líka getað kynnt víravirkisgerðina erlend- is. „Skemmtilegast er að hafa fengið tækifæri til að kynna íslenska víra- virkið á meðal afkomenda Íslendinga í Vesturheimi. Grínistarnir kalla mig víravirkistrúboðann, en hvað sem því líður þá er þessi kynning mikill sigur fyrir víravirkið, vegna þess að þetta er arfleifðin okkar.“ Víravirkið kynnt vestra Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Davíð Jóhannesson, silfursmið- ur á Egilsstöðum, sýnir gerð ís- lensks víravirkis á þjóðræknis- þinginu í Minneapolis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.