Morgunblaðið - 18.05.2002, Page 29

Morgunblaðið - 18.05.2002, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 29 Úrvalsbændaferðir 2002 ( Opnar fyrir alla, húsbændur sem og aðra bændur) Úrval Útsýn býður að þessu sinni eftirfarandi ferðir, sem eru mjög vel skipulagðar af Friðriki fararstjóra. Gist verður á mjög góðum hótelum með morgunverðarhlaðborði og kvöldmáltíðir verða snæddar á útvöldum veitingastöðum. Verð ferðanna er mjög hagstætt, sérstaklega þegar tekið er mið af hve margt er innifalið. Fararstjórinn Friðrik G. Friðriksson (Frissi) hefur undanfarin 23 ár áunnið sér vinsæld- ir sem leiðsögumaður víða um heim. Bílstjórinn Þórir Jens Ástvaldsson, hinn síkáti bóndasonur, mun sitja undir stýri á nýju rútunni sinni og skemmta farþegum. 1. ferð: Ítalía með viðkomu í Þýskalandi og Austurríki. 20. maí-1. júní (uppselt) 2. ferð: Ítalía með viðkomu í Þýskalandi og Austurríki 2.-13. júlí (örfá sæti laus) Komið verður við m.a. í þýsku og austurrísku Ölpunum, ítölsku Dólómítaölpunum, Feneyjum, Róm, Pompei, Flórens, Pisa og flogið heim frá Mílanó að kvöldi síðasta dags. Verð kr. 119 þúsund (innifaldir allir skattar, 9 kvöldverðir og 1 hádegisverður) 3. ferð: Þýskaland með viðkomu í Frakklandi 16.-26. júlí (nokkur sæti laus) Í þessari ferð gefst mönnum tækifæri til að kynnast menningu og skemmtun vínhéraða í Þýskalandi og Frakklandi. Nánast einu kaupfélögin, sem hafa staðist tímans tönn, eru kaupfélög vínbænda í Evrópu. Farið verður um fallegustu héruð Þýskalands. Þegar hitinn fer að vera of mikill í Suður-Evrópu þá er hitinn hér þægilegur. Ekkert stress, aðeins gist á tveimur hótelum í ferðinni, veislumatur í 9 kvöld út um allar sveitir. Sigling á Mósel og Bodenseevatni (blómaeyjan Mainau) og kvöldsigling með músík og dansi á Mósel og margt fleira. Verð kr. 115 þúsund (innifaldir allir skattar og 9 kvöldverðir) Nánari upplýsingar veita Silja Rún og Helena í síma 585 4140 og taka þær einnig við pöntunum. Ferðaávísun Mastercard gi ldir 5.000 ÚRVAL•ÚTSÝN Húsnæði KFUM og K, Holtavegi Fjórðu vortónleikar Allegro Suzuki Tónlistarskólans eru í dag. Dag- skráin hefst kl. 9.30 þar sem nem- endur munu útskrifast úr Suzuki- bókum, einnig verður útskrift úr Suzukibókum kl. 10.30 en tónleikar og skólaslit hefjast kl. 11:30 og eru þá hópatriði á fiðlur, selló og píanó. Gallerí Tukt, Hinu Húsinu, Póst- hússtræti 3-5 Sýning á ljós- myndum Rósulind Hansen verður opnuð kl. 16. Rósalind er 24 ára Íslendingur, en búið í Danmörku undanfarin 10 ár. Hún hefur starfað fyrir danska tíma- ritið Frontline4000 og einnig sem aðstoðarkona hjá einum fremstu portrettljósmyndurum í Danmörku. Það eru tísku- og portrettljósmyndir frá þessu tímabili sem Rósalind hef- ur valið að sýna. Rósalind hefur áður haldið þrjár sýningar í Danmörku, en þetta er hennar fyrsta sýning hér á landi. Gallerí Tukt er opið virka daga kl. 9- 20, laugardaga kl. 16-18. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Í ÓÐINSHÚSINU á Eyrarbakka opna þau Ingibjörg Klemenzdóttir leirlistamaður og Sverrir Geir- mundsson málari sýningu á verkum sínum kl. 14 í dag. Ingibjörg sýnir leir- og postulínsverk og Sverrir sýn- ir olíumálverk. Ingibjörg útskrifaðist úr leirlista- deild Listaháskóla Íslands vorið 2000. Íslensk náttúra hefur verið sérstakt viðfangsefni hennar að und- anförnu og þangað sækir hún inn- blástur hvað varðar litbrigði og áferð leirverka sinna. Leir og glerungar spila saman og mynda litrænt sjón- arspil sem líkir eftir hafinu, ísnum og litum harðgerrar náttúru landsins. Sverrir er að mestu sjálfmenntað- ur í myndlist en hefur tekið ýmis námskeið m.a. í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hann hefur stundað sína myndlist síðustu fjórtán ár. Helstu viðfangsefni í verkum Sverris eru landslag og mannslíkaminn. Sýningin verður opin til kl. 18 í dag. Á hvítasunnudag, annan í hvíta- sunnu og um helgar, til 17. júní, frá 12–19. Málverk og leirlist á Eyrarbakka Í skálinni er holubrenndur stein- leir og lampafóturinn er úr sama efni. Verk Ingibjargar Klemenzdóttur. Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía Frá Miðjarðarhafinu í apótekið þitt „Pharmaceutical - Grade“ ólífuolía í gelhylkjum með vítamínum, jurtum og/eða steinefnum. Heilsuleikur Þú gætir unnið ferð til Spánar! Aðeins í Plúsapótekunum www.plusapotek.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.