Morgunblaðið - 18.05.2002, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 18.05.2002, Qupperneq 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 37 ÞAÐ ER eftirtektar- vert hvað börn, öryrkj- ar, aldraðir og lág- tekjufólk verða allt í einu í miklu uppáhaldi hjá sjálfstæðismönnum rétt fyrir kosningar. Þetta eru þó hóparnir sem þeir gleyma alltaf á milli kosninga og þeim er gjarnt að seilast í vasann hjá til að eiga meira til skiptanna til þeirra betur settu. Og þeir bregða ekki út af vananum nú. Það hljómar vissulega falskt úr munni Björns Bjarnasonar að kalla allt í einu eftir auknum húsaleigubót- um, þegar flokkur hans barðist harð- ast gegn því að lögfesta þessa kjara- bót fyrir láglaunafólk. Sama falsið lekur úr penna aðstoðarmanns for- sætisráðherra nú í vikunni. Talnabrella aðstoðarmanns forsætisráðherra Í grein í DV nú í vikunni reynir þessi talsmaður forsætisráðherra með ákaflega ómerkilegri talnabrellu að draga upp ranga mynd af kjörum aldraðra og öryrkja á árunum 1988– 1991, þegar íhaldið var utan ríkisstjórnar, um leið og hann reynir með afar kúnstugum hætti að fegra þá aðför að kjörum lífeyrisþega sem stjórnarflokkarnir hafa staðið fyrir. Ef matreiðslan á upplýs- ingum frá forsætis- ráðuneytinu til þjóðar- innar er öll á þessa lund er ekki mikið fyrir hana gefandi. Talsmaður forsætis- ráðherra dregur ein- ungis upp mynd af þró- un grunnlífeyris en sleppir mikilli hækkun tekjutryggingar lífeyrisþega á þessu tímabili, en tekjutrygging er stærsti hluti í samanlögðum grunnlífeyri og tekjutryggingu eða 63%. Athyglis- vert er líka að talsmaðurinn viður- kennir í grein sinni að kaupmáttur grunnlífeyris og tekjutryggingar hafi verið 6% minni en kaupmáttur lágmarkslauna þegar borin eru sam- an árin 1994 og 2000. Lágmarkslaun og lífeyri Súluritið hér til hliðar sýnir þá hækkun sem varð á lágmarkslaunum annars vegar og grunnlífeyri og tekjutryggingu hins vegar á kjör- tímabili síðustu vinstristjórnar, 1988–1991, og síðan á fyrsta kjör- tímabili núverandi ríkisstjórnar, 1996–1999. Eins og sést á töflunni hækkaði tekjutryggingin á árabilinu 1988– 1991 um 41,5% á sama tíma og lág- markslaunin hækkuðu um 37%. Aft- ur á mótti hækkaði tekjutryggingin einungis um rúm 13% á fyrsta kjör- tímabili núverandi ríkisstjórnar á árinu 1996–1999 en lágmarkslaunin hækkuðu á sama tíma um rúm 33%. Grunnlífeyrir og tekjutrygging hækkuðu samanlagt á árunum 1988 til 1991 – eða í tíð vinstristjórnarinn- ar – um 37,3% en einungis um 16,7% á fyrsta kjörtímabili núverandi hægristjórnar 1996–1999. Hvort sem litið er til hækkana grunnlífeyris og tekjutryggingar eða samanburðs á þeim og lágmarks- launum á þessum tilvitnuðu tveimur tímabilum er hér staðfest að betur er séð fyrir kjörum aldraðra þegar sjálfstæðismenn eru utan stjórnar. Sjálfstæðismenn hafa heldur enga afsökun fyrir því að skerða svona gíf- urlega kjör lífeyrisþega, þegar litið er til þess að tekjur ríkissjóðs á sam- bærilegu verðlagi (verðlag 1998) voru 105 milljörðum meiri árin 1996– 1999 en 1988–1991. Ávísun á verri kjör Staðreyndin er líka sú að áður en íhaldið tók við stjórnartaumunum 1991 var 9 þúsund króna munur á grunnlífeyri og tekjutryggingu ann- ars vegar og lágmarkslaunum hins vegar, en í lok síðasta árs var mun- urinn orðinn 38 þúsund krónur. Þá er ótalin gífurleg aukning á lyfja- og lækniskostnaði. Svo er nú komið að margir lífeyrisþegar eiga ekki fyrir lífsnauðsynlegum lyfjum og þurfa að leita til hjálparstofnana til að leysa þau út. Algengt er líka að útgjöld ör- yrkja og aldraðra vegna lyfja- og lækniskostnaðar samsvari á ári eins mánaðar lífeyrisgreiðslum. Það er því ávísun á verri kjör öryrkja og aldraðra þegar Sjálfstæðisflokkur- inn stjórnar. Jóhanna Sigurðardóttir Reykjavík Það er ávísun á verri kjör öryrkja og aldraðra, segir Jóhanna Sigurðardótt- ir, þegar Sjálfstæð- isflokkurinn stjórnar. Höfundur er alþingismaður. Sýndarmennska sjálfstæðismanna EITT af stefnumál- um Höfuðborgarsam- takanna, A-lista, er að treysta fjárhag borg- arinnar með hagræð- ingu og sparnaði er hlýst af betra skipu- lagi. Við byggingu nýs úthverfis þarf Reykja- víkurborg fyrst að borga fyrir landið, síð- an þarf að leggja götur og gangstéttar, skólp- og vatnslagnir. Þjón- ustufyrirtækin leggja svo rafmagn, síma og hitaveitu. Þar sem byggðin er dreifð þurfa æ fleiri meira magn af landi og lögnum. Engin leið er að setja þennan kostnað á lóðarverðið þar sem það yrði svo dýrt að fáir myndu hafa efni á því. Þess vegna hafa Reykvíkingar þurft að niðurgreiða nýjar lóðir verulega með fé sem annars nýttist til málefna sem bæta líf borgaranna. Kostnaður borgar- innar við síaukinn bílaflota borgar- búa er áætlaður að hækki um 50 milljarða á skipulagstímabilinu. Með því að byggja borgina inn á við munu sparast 60 milljarðar á skipu- lagstímabilinu ef miðað er við stefnu R- og D-lista. Biðlistar leikskólanna og þjónustuíbúða eldri borgara eru malbik undir bifreiðar borgarbúa. Höfuðborgarsamtökin stefna einnig að því að dregið verði úr notkun negldra hjólbarða. Sú ryk- og tjörumengun sem af þeim stafar gerir lífið í okkar annars ágætu höf- uðborg illbærilegt á köflum. Við þá ráðstöfun sparast miklar fjárhæðir bæði í beinhörðum peningum og bættu heilsufari borgarbúa (astmi, öndunar- og ofnæmisjúkdómar af völdum mengunar). Í stefnuskrá Höfuðborgarsamtak- anna stendur einnig: „Gerð borg- arinnar ræður miklu um andlegt og líkamlegt heilbrigði íbúanna. Með þéttingu byggðar dregur úr þörf fyrir akstur. Með þéttingu byggðar dregur sjálfkrafa úr sjúkdómum af völdum loftmengunar og hávaða. Umferðarslysum fækkar og skilyrði skapast til að vinna á sjúkdómum vegna streitu, hreyf- ingarleysis, einsemdar, firringar og annarra þátta sem tengjast bílasamfélaginu. Með því fé sem borgarsam- félagið sparar með þéttingu byggðarinnar má m.a. verja meira fé til heilbrigðismála, málefna aldraðra og til skólasamfélagsins.“ Aldraðir eru oft sett- ir í steyputurna á um- ferðareyjur þar sem þeir einangrast æ meir frá samfélagi borgar- innar. Með þéttri byggð blandast þjóðfélags- og ald- urshópar og allir geta tekið virkan þátt í samfélaginu. A-listinn vill búa öldruðum heimili í lifandi samfélagi samborgaranna þar sem þjónusta, verslun, torg og almenningsgarðar eru í göngufæri. A-listinn vill snúa frá þeirri þróun að senda aldraða í einangrun upp á heiði eða norður með sjó. Aldraðir einstaklingar í þéttbyggðri borg eiga að hafa möguleika á að fá íbúð við sitt hæfi, með þjónustu, afþreyingu og mann- líf við höndina. Það eru ekki litlar fjárhæðir sem koma til með að sparast við þéttingu byggðar. Þessa fjármuni viljum við hjá A-listanum, Höfuðborgarsam- tökunum, nota til að hlúa að öllu mannlífi og auka velferð borgarbúa. Ég vil leyfa mér að benda les- endum á að kynna sér stefnuskrá Höfuðborgarsamtakanna. Slóðin er www.xa.is. Aukið ráðstöfun- arfé til að bæta líf borgaranna Dóra Pálsdóttir Höfundur skipar 4. sæti á A-lista Höfuðborgarsamtakanna. Reykjavík A-listinn, segir Dóra Pálsdóttir, vill búa öldruðum heimili í lifandi samfélagi samborgaranna. ÉG ER Álftnesing- ur, alinn upp á Álfta- nesi og hef séð það breytast úr fámennri sveit í glæsilegt sveit- arfélag þar sem myndast hefur gott mannlíf í óvenjulegri sátt við náttúru og umhverfi staðarins. Í mínu ungdómi var sími til á þremur bæj- um í allri sveitinni (fyrir utan forseta- setrið á Bessastöð- um), mjólk var keypt af næsta sveitabæ, enginn strætó, engin sameiginleg vatns- veita, engin hitaveita, engin sorp- hreinsun en rusli var kastað í fjörur að þeirra tíma hætti. Þessir tímar höfðu sannarlega sína töfra, en hver vill hverfa til þeirra í dag? Stjórn sjálfstæðismanna í sveitarstjórn Bessastaðahrepps Frá því listakosning var tekin upp í Bessastaðahreppi hefur Fé- lag sjálfstæðismanna verið leiðandi afl við stjórnun þar. Svo vel hefur til tekist að allir þeir, sem nú bjóða sig fram fyrir hönd Álftanes- hreyfingarinnar, Á-listans, vilja hvergi annars staðar búa en hér í hreppnum að eigin sögn. Betri mælikvarða á árangursríka upp- byggingu sjálfstæðis- manna í hreppnum í áraraðir, er ekki hægt að fá. En hjá Álftanes- hreyfingunni kveður nú við annan tón. Nú á að hægja á allri uppbyggingu. Frambjóðendur Á- listans ætla að hætta við fyrirhugaða stækkun leikskólans Krakkakots, ekki taka 9. og 10. bekk heim í Álftanesskóla á kjör- tímabilinu, ekki stækka íþróttahúsið svo að þar verði keppnisvöllur af fullri stærð fyrir unglingana okkar, ekki byggja smærri íbúðir fyrir unga fólkið okkar sem er að hefja búskap eða fyrir þá eldri sem vilja minnka við sig. Jafnvel hefur heyrst, að aðeins eigi að fjölga íbúum með því að leyfa börnum þeirra sem nú búa í hreppnum að fá að byggja hér. Stundum finnst manni að viðhorfið hjá Álftaneshreyfingarfólki sé, að úr því að það sé komið í hreppinn megi fara að draga úr fjölguninni. Að bera saman epli og appelsínur Sigurður Magnússon, efsti mað- ur á lista Álftaneshreyfingarinnar, hefur ekki skrifað um nein stefnu- mál það sem af er kosningabarátt- unni, heldur einungis skrifað af mikilli innlifun um skuldir. Hann fullyrðir, að skuldir á hvern íbúa í Bessastaðahreppi hafi verið 346 þúsund krónur um síð- ustu áramót en 286 þús. krónur í Reykjavík og telur að þessar tölur sýni hversu illa hafi tekist til í stjórnun fjármála í hreppnum okk- ar. Þarna er Sigurður að bera saman epli og appelsínur, því hann er að bera saman heildarskuldir á íbúa í Bessastaðahreppi við nettó skuldir í Reykjavík. Hið rétta er að nettó skulda- staða Reykjavíkurborgar var 303 þús. krónur pr. íbúa í árslok 2001 en nettó skuldastaða Bessastaða- hrepps 292 þús krónur. Heildar- skuldir á íbúa árið 2001 voru 417 þús krónur í Reykjavík en 346 þús. krónur í Bessastaðahreppi (heim- ild Borgarbókhald). Samanburðurinn er Bessastaða- hreppi hagstæður, þveröfugt við það sem haldið er fram. Áróður Sigurðar og félaga hans í Álftaneshreyfingunni er hræðslu- áróður, sem er einungis til þess fallinn að draga úr metnaði og dug íbúa Bessastaðahrepps. Metnaðarfull uppbygging Við sjálfstæðismenn í Bessa- staðahreppi erum stoltir af því hvernig til hefur tekist með upp- byggingu í hreppnum á yfirstand- andi kjörtímabili. Metnaðarfull stefna sjálfstæðis- manna hefur skilað íbúum Bessa- staðahrepps nýju húsnæði Álfta- nesskóla, tvöföldun leikskólarýma og nýrri aðstöðu fyrir tónlistar- skólann. Biðlistar á leikskóla hafa verið í lágmarki á kjörtímabilinu. Það er fyrst nú á liðnum vetri sem biðlistar fóru að myndast á ný. Á því verður gerð bragarbót þegar í haust með nýrri deild á leikskól- anum Krakkakoti. Sjálfstæðismenn mun vinna fyrir íbúa Bessastaðahrepps af sama metnaði á næsta kjörtímabili. Íbúar í Bessastaðahreppi, tryggjum áframhaldandi velferð, ábyrgð, áræðni, metnað og við- höldum góðu mannlífi með því að kjósa Sjálfstæðisfélagið áfram til forystu í sveitarfélaginu. Bessastaðahreppur, perla höfuðborgarsvæðisins Jón G. Gunnlaugsson Bessastaðahreppur Við sjálfstæðismenn í Bessastaðahreppi erum stoltir, segir Jón Gunn- ar Gunnlaugsson, af því hvernig til hefur tekist með uppbyggingu í hreppnum á yfirstand- andi kjörtímabili. Höfundur á sæti í hreppsnefnd Bessastaðahrepps og skipar 14. sætið á framboðslista Sjálfstæðis- félags Bessastaðahrepps. Vandaðar heimilis- og gjafavörur Kringlunni 4-12 - sími 533 1322 Vasi: Hönnun Lars Sestercik. Verð 13.900.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.