Morgunblaðið - 18.05.2002, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 18.05.2002, Qupperneq 44
UMRÆÐAN 44 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í AFAR merkilegri og pólitískri viljayfir- lýsingu heilbrigðisráð- herra og borgarstjóra skal nú fjölga hjúkrun- arrýmum í Reykjavík um 284. Í nýútkomnu riti frá heilbrigðisráðuneytinu í mars sl., „Áætlun um uppbyggingu öldrun- arþjónustu 2002– 2007“, hvar farið er yf- ir stöðu þeirra mála á öllu landinu er þess getið að í Reykjavík fjölgi hjúkrunarrým- um um 236. Á tæpum tveimur mánuðum er áætlun heilbrigðisráðuneytisins að engu gerð vegna sveitarstjórnar- kosninga og áætluðum nýjum hjúkrunarrýmum fjölgað á næstu 5 árum úr 236 í 284, með einu penna- striki sem Reykvíkingar hljóta að gleðjast yfir. Rétt er þó að ítreka að 499 aldraðir Reykvíkingar bíða úr- lausnar í vistunarmálum og þar af 290 vegna vistunar á hjúkrunar- heimili. Við þennan hóp bætast u.þ.b. 50 einstaklingar á ári, þ.e. að árið 2007 hafa bæst við 250 ein- staklingar, sem þurfa á hjúkrunar- rými að halda, við þá 290 sem fyrir eru – eða alls 540 einstaklingar. Heilbrigðisráðherrann og borgar- stjóri ætla að leysa vanda 284 aldr- aðra Reykvíkinga, en um 260 ein- staklingar verða þá í þörf fyrir vistun á hjúkrunarheimili og eiga ekki kost á úrlausn. Stjórnendur annarra sveitarfé- laga hljóta að kætast yfir ómerkri „Áætlun“ heilbrigðisráðherra því stórlega vantar þar á framlagðar tölur, sérstaklega ef þeir ná vilja- yfirlýsingu við ráðherrann fyrir kjördag 25. maí nk. Breytt viðhorf Að hjúkrunarheimilinu Sóltúni undanskildu hefur sú regla gilt, er hjúkrunarheimili sjálfseignarstofn- ana hafa verið byggð, að fram- kvæmdasjóður aldraðra hefur lagt fram 40% af byggingarkostnaði en þeir sem að nýbyggingu standa 60%. Nú bregður hins vegar svo við að í „Viljayfirlýsingu ráð- herra og borgarstjóra“ leggur ríkið fram 70% en borgin 30% af byggingarkostnaði. Þetta eru nýmæli sem þýðir gjörbreytt við- horf í samskiptum rík- is og sveitarfélaga vegna byggingar nýrra hjúkrunarheim- ila. Þetta eru góð skilaboð til sjálfseign- arstofnana á sviði hjúkrunarheimila um hvernig að nýbygging- um í framtíðinni verð- ur staðið. Eða snýr kannski Sóltúnssamn- ingurinn að þeim, þ.e. hærri dag- gjöld en almennt er og sérstök greiðsla húsnæðiskostnaðar. R-listinn, Vinstri grænir, útboð Í viljayfirlýsingu framsóknarráð- herrans og Kvennalista borgar- stjórans fyrir hönd Vinstri grænna, Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokksins, öðru nafni R-listinn, segir svo um 100 rýma hjúkrunarheimili í Sogamýri: „Eignarhlutur ríkisins verður 70% en borgarinnar 30% og kostnaður verður greiddur í sömu hlutföllum, en gert er ráð fyrir að rekstur þjónustunnar verði boðinn út.“ Frumafl og aðrir fjárfestar sem og aðrir aðilar í þjónustu á rekstr- arsviði hjúkrunarheimila eiga auð- vitað möguleika og miðað við hið hagstæða tilboð Frumafls í bygg- ingu og rekstur Sóltúns, að mati heilbrigðisráðuneytis, er verið að senda ákveðin skilaboð. Mér þykir sem enn segi Vinstri grænir nei á Alþingi en já í borgarstjórn. Samfélagsleg gildi Í Mbl. 16. maí sl. ritar Ögmundur Jónasson sem svar við grein minni í Mbl. 14. maí sl. og segir þar m.a.: „Guðmundur Hallvarðsson gerir því skóna að fulltrúar VG á Alþingi annars vegar og R-listanum hins vegar tali tungum tveim og sitt með hvorri. Svo er ekki. Við viljum halda samfélagslegum gildum á lofti. Ástæða er hins vegar til þess að hafa áhyggjur af samfélagsþjón- ustunni ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda í borginni því sá flokkur hefur haft þá yfirlýstu stefnu að hafa markaðslögmál að leiðarljósi, jafnt innan velferðar- þjónustunnar sem annars staðar.“ Í ljósi þessara orða hlýt ég að minna á viljayfirlýsingu heilbrigð- isráðherrans og borgarstjórans hvar stendur um rekstur hins nýja væntanlega hjúkrunarheimilis í Sogamýri, „en gert er ráð fyrir að rekstur þjónustunnar verði boðinn út“. Ögmundur Jónasson hefur talað kröftuglega gegn einkavæðingu og verið sjálfum sér samkvæmur og er enn. En fyrrnefnd setning viljayfir- lýsingar ráðherra og borgarstjóra segir allt um frumhlaup kosninga- óráðsins vegna borgarstjórnarkosn- inganna og skal þá einskis látið ófreistað til árangurs og skítt með það þó smáhópar innan R-listans standi á prinsippum og hafi áhyggj- ur af markaðslögmálum. Voru það ekki annars sjálfstæðismenn í borg- arstjórn sem stoppuðu viljayfirlýs- ingu R-listans og Vinstri grænna vegna samstarfs við Frumafl þar sem markaðslögmálið skyldi haft að leiðarljósi? Nú skal bjóða út rekstur hjúkrunarheimila Guðmundur Hallvarðsson Reykjavík Voru það ekki annars sjálfstæðismenn í borg- arstjórn, segir Guð- mundur Hallvarðsson, sem stoppuðu vilja- yfirlýsingu R-listans og Vinstri grænna vegna samstarfs við Frumafl þar sem markaðs- lögmálið skyldi haft að leiðarljósi? Höfundur er alþingismaður og formaður Sjómannadagsráðs. FYRIR skömmu birtist í Morgunblaðinu auglýsing um kvennahátíð sem sjálf- stæðiskonur stóðu fyr- ir. Myndir af átta kon- um prýddu auglýsinguna og víst voru þetta allt bráð- myndarlegar og greindarlegar konur. „Þær hljóta að ætla að koma þarna með beinskeytta útleggingu á því hvað konur í Reykjavík munu græða á því að styðja þeirra stefnu,“ hugsaði ég og augu mín leituðu niður á dagskrá há- tíðarinnar. Mér til furðu virtist hún fremur í ætt við tískusýningarkvöld- in sem á árum áður voru afar vinsæl, til dæmis í Naustkjallaranum, en dagskrá kvenna sem gengið hafa fram fyrir skjöldu til að vinna sam- borgurum sínum það sem þær mega í málefnum líðandi og komandi stunda. Ég las hvern dagskrárliðinn af öðrum og sá að af hinu talaða máli var þarna fátt eitt bitasætt. Ágætar lista- konur höfðu tekið að sér að skemmta með óperusöng og gamanmálum og var það vafalaust gott innlegg, nú ekki skaðar að kunna að snyrta sig og raða blómum, en í þessu átti að veita tilsögn – en framlag kvennanna á framboðslistanum var hins vegar það að sýna föt, loðfeldi og skartgripi. Ég las dálítið hissa þennan dag- skrárlið aftur – furðulegt að allar þessar greindu og vel upplýstu konur skuli hafa komist að þeirri niðurstöðu að þær ættu það erindi helst við kon- ur á kvennahátíð fyrir kosningar að sýna þeim tískuvarning. Ég hugs- aði með mér: „Skrýtið, – ef hugur þeirra stend- ur til tískusýninga frek- ar en málefnalegra um- ræðna hvers vegna skyldu þær þá ekki á sínum tíma hafa farið út í tískubransann?“ Í það heila fannst mér þessi dagskrá ekki höfða til hugsandi kvenna. Allar höfum við kon- ur gaman af fötum, snyrtivörum, blómum, söng og gamanmálum – en framboð á slíku efni er margfalt á við umræður þar sem reifaðar eru grundvallarhugmyndir sem eru mikilvægar í sjálfri lífsbar- áttunni. Stjórnmál eru erfiður málaflokkur og kröfuharður og það fólk virðing- arvert sem vill helga honum krafta sína. Það á það hjá okkur, sem betur sleppum í þessu efni, að við hlustum á röksemdir þess, því væntanlega hef- ur þetta fólk eitt og annað til málanna að leggja. Við íslenskar konur stöndum frammi fyrir margvíslegum vanda- málum í okkar lífi. Við búum flestar við margfalt vinnuálag og atvinnu- þátttaka okkar hefur kostað sitt – fórnarkostnaðurinn er mikill. Hið óhóflega vinnuálag veldur því meðal annars að við verðum að sinna fjöl- skyldu okkar á hlaupum og tækifær- in til að efla sig sem manneskju verða oft furðu fátækleg af öllu saman. Verst er að börnin okkar hafa goldið þessa, það er nánast ofurmannlegt að eiga að halda utan um barn í leik og starfi við þessar aðstæður. Reynslan sýnir líka að of mörg börn á Íslandi búa við þröngan kost hvað varðar leiðsögn í þeim málum sem mestu skipta í leitinni að hamingju og fót- festu í lífinu. Um málefni af þessu tagi finnst mér að kvenframbjóðendur ættu að hugsa og tala – það væri ávinningur að slíku. Það er alveg nægilega mikið af sýndarmennsku ríkjandi í þessu samfélagi. Frambjóðendur sýna loðfeldi Guðrún Guðlaugsdóttir Höfundur er blaðamaður. Reykjavík Það er alveg nægilega mikið af sýndar- mennsku, segir Guðrún Guðlaugsdóttir, ríkjandi í þessu samfélagi. GEYSILEG uppbygging hefur átt sér stað í skólamálum í Hafn- arfirði á því kjörtímabili sem nú er að líða enda ekki hjá því komist að taka verulega til hendinni í þessum málaflokki þegar kjörtímabilið hófst. Aðkoman var reyndar ekki eins og best verður á kosið. Fjár- hagurinn verulega bágborinn, leik- skólamál í ólestri og lögbundin ein- setning grunnskólanna varla hafin. Því var ljóst að framkvæma þurfti fljótt, mikið og örugglega. Alls eru fermetrarnir um 2.500 af leikskólaplássi, í stað 640 kjörtíma- bilið 1994–1998. Það er nær fjórfalt. Nýir og glæsilegir leikskólar: Álfa- steinn, Tjarnarás og Hörðuvellir, voru byggðir og leikskólinn Norð- urberg stækkaður til mikilla muna. Þá voru reistir 15.200 fm af nýju grunnskólahúsnæði samanborið við tæplega 3.900 á árun- um 1994–1998. Það er nær fjórfalt. Byggt hefur verið við Öldu- túnsskóla, Engidals- skóla og Setbergs- skóla. Fyrsta áfanga að nýjum Lækjarskóla lýkur í sumar og Ás- landsskóli er nánast fullbyggður. Hér má að sjálf- sögðu ekki láta staðar numið og mikilvægt er að leik- og grunn- skólaþjónusta verði áfram byggð upp sam- hliða uppbyggingu nýrra hverfa í bænum en ekki er síður mikilvægt að ljúka endurbótum og viðbyggingum við eldri skóla. Í Hafnarfirði er mikið og metnaðarfullt starf unnið á öllum skólastigum. Nú þegar ytri skilyrðum hefur nánast verið fullnægt er kjörið tækifæri til þess að beina sjónum enn frekar að innri uppbyggingu skól- anna. Hafnarfjörður, vonandi undir styrkri stjórn Sjálfstæðis- flokksins, ætlar sér áframhaldandi for- ystuhlutverk á sviði skólamála. Til þess að tryggja að svo megi verða er mikilvægt að vinnu við heildstæða skólastefnu verði hraðað. Í skólastefnunni verð- ur lykilatriði að skólarnir fái að njóta sjálfstæðis í starfinu. Það tryggir að foreldrar fá skjótari og betri meðhöndlun erinda sinna þeg- ar þeir eiga samskipti við skólann. Það tryggir einnig að skólastjórn- endur og kennarar geta tekið á innri málum af aukinni festu og á markvissari hátt. Hvort tveggja tryggir betri þjónustu við foreldra og nemendur og ætti að leiða til þess að kjölfesta skólanna liggi í þeim sjálfum. Með heildstæðri skólastefnu verður skólagangan ein heild þar sem samstarf skólastiga verði eflt enn frekar. Styrkja þarf heilsteypt skólastarf og þróa í einstökum skól- um og í bæjarfélaginu í heild svo eðlileg samfella og stígandi verði í námsferlinu. Skólastefnuna er kjörið að vinna samhliða fjölskyldustefnu sem eflir samheldni fjölskyldunnar, tengsl hennar við öll skólastig og aðra þá þjónustu sem skapar kjöraðstæður til uppeldis og þroska. Þá er einnig mikilvægt að tækifæri til þróunar heildstæðrar hugmyndafræði verði veitt og foreldrar hafi áfram val um leikskóla eftir uppeldisstefnum og áherslum hvers skóla. Þróun samfélagsins er geysilega ör. Tíðar breytingar eiga sér stað, breytingar sem gera það að verk- um að hefðbundin hlutverk fjöl- skyldunnar taka breytingum og verða á ýmsan hátt óljósari en fyrr þegar færra glapti. Mikilsvert er að skólar og heimili byggi upp mark- viss og heilsteypt samskipti. Líkja má skóla og heimili við samherja í íþróttakappliði. Samherja sem hafa að vissu leyti ólík hlutverk en sömu markmið. Hlutverkin þurfa að sjálf- sögðu að vera á hreinu í þessu liði eins og öðrum sem ætla sér að ná árangri. Axla þarf ábyrgð og góða samvinnu þarf til að settu marki verði náð. Öll viljum við að börnin okkar vaxi úr grasi og verði heilsteyptir, sjálfstæðir og sterkir einstaklingar. Börn þurfa fyrirmyndir, öryggi, hæfilegan aga, hvatningu, ást og virðingu. Uppeldið þeirra er án efa mikilvægasta hlutverk okkar í líf- inu. Hlutverk sem við verðum að rækta af alúð. Til að ná góðum ár- angri verðum við að gefa þessu mikilvæga starfi okkar nauðsynleg- an tíma. Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði er annt um framtíð bæjarfélagsins og íbúa þess. Stefna okkar er í senn framsækin og raunhæf. Fylkjum liði á kjörstað 25. maí nk. og tryggjum stöðu Sjálfstæðisflokks- ins í Hafnarfirði, fyrir fólk og fram- tíð. Tryggjum Hafnfirðing- um vandaða skólastefnu Leifur S. Garðarsson Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði, segir Leif- ur S. Garðarsson, er annt um framtíð bæjar- félagsins og íbúa þess. Greinarhöfundur er aðstoðar- skólastjóri og í 6. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.