Morgunblaðið - 18.05.2002, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 18.05.2002, Qupperneq 69
5 þúsund blöðrur skreyta bæinn BOÐIÐ verður upp á fjöl- breytta skemmtidagskrá á Ingólfstorgi í dag klukkan 16 á tónleikum sem bera yf- irskriftina Sleppum fordóm- um. Fram kemur fjöldinn all- ur af ólíkum tónlistarmönn- um til að leggja þessu verð- uga málefni lið en meðal þeirra sem fram koma eru Ragnhildur Gísladóttir, Páll Rósinkrans, Stefán Hilm- arsson, Jón Jósep, Leoncie, Vinabandið, Eyjólfur Krist- jánsson og Lúðraverk Sveitalýðsins auk eld- gleypa, trúða, dansara og fjöllistamanna. Hápunktur hátíðarinnar verður svo klukkan 17 þeg- ar sleppt verður lausum um fimm þúsund „fordóma“- blöðrum sem munu vissu- lega setja svip sinn á miðbæinn. Samkoman er öllum opin endurgjaldslaust. Morgunblaðið/Jim Smart Jón Jósep Snæbjörnsson. Eyjólfur Kristjánsson. Fordómum sleppt á Ingólfstorgi í dag FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 69 Strákurinn sem allt snýst um (All Over the Guy) Rómantísk gamanmynd Bandaríkin, 2001. Myndform VHS. (95 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Julie Davis. Aðalhlutverk: Dan Bucat- insky, Richard Ruccolo, Sasha Alexander og Adam Goldberg. Í þessari bráðskemmtilegu róm- antísku gamanmynd segir frá tveim- ur vinapörum sem fyrir tilviljun kynnast með afdrifaríkum afleiðing- um fyrir tilfinningalíf allra fjögurra. Það sem gerir myndina sérstæða er að ástarsamband tveggja karlmanna er meginsöguefnið, en fjallað er um það af bæði djúpstæð- um skilningi og hugljúfri gaman- semi. Söguhetjurn- ar Eli og Tom eru reyndar dálítið staðlaðar hommatýpur, annar er karlagull hið mesta en hinn er feim- inn og dálítið „kvenlegur“. Samskipti þeirra eru hins vegar raunsæ og gef- ur það myndinni mikið gildi að fjallað er um kynhneigð þeirra í víðara sam- félagslegu samhengi, en báðir glíma þeir við fortíðardrauga sem tengjast gömlum fjölskyldumynstrum og við- brögðum fjölskyldunnar þegar þeir komu út úr skápnum. Leikurunum Bucatinsky og Ruccolo (sem áhorf- endum Skjáseins er að góðu kunnur úr þáttunum Two Girls and a Guy) fara hlutverk sín einkar vel úr hendi og blása þeir verðskulduðu lífi í lip- urlega skrifað handritið. Þetta er fyrsta flokks mynd, lágstemmd, meinfyndin og eftirminnileg. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Vandasamt tilhugalíf NÝR SPORTLEGUR HERRAILMUR Strand- tískan Topshop ver›ur me› tískus‡ningu í Smáralind í dag kl. 15.00. 10% afsláttur af öllum vörum í Topshop og Topman allan daginn. SMÁRALIND / LÆKJARGÖTU TOPSHOP ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O P 17 82 2 0 5/ 20 02 KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN og framleiðandinn Steven Spielberg hefur loks lokið verkefni sem hann hóf fyrir 33 árum. Hann lauk há- skólanámi og mun útskrifast um mán- aðamótin. Spielberg, sem er 56 ára gamall, hóf há- skólanám í Kaliforníuhá- skóla árið 1965 en hætti námi ár- ið 1968 og hóf að vinna við kvikmyndir. Honum hef- ur ekki gengið illa á þeirri braut og sumar af myndum hans eru þær vinsælustu í sögunni, þar á meðal E.T., Jaws, myndirnar um Indiana Jones og Júragarðinn. Þá fékk hann Óskarsverðlaun sem besti leikstjóri fyrir myndina Listi Schindlers. Á síðasta ári skráði hann sig síðan á ný í háskólann og hefur nú lokið þeim námskeiðum sem hann þurfti til að útskrifast með BA-gráðu í kvikmynda- og lista- sögu. Hann sótti ekki tíma í skól- anum en vann að verkefnum sem honum var úthlutað og metin voru gild. Spielberg byrjaði ungur að vinna við kvikmyndir og vann m.a. við klippingar áður en hann hóf háskólanám. Þegar hann hætti í háskólanum var hann að skrifa handrit að fyrstu mynd sinni í fullri lengd, Amblin, og leikstýra sjónvarpsþáttunum The Name of the Game, sem sýndir voru á árunum 1968 til 1971. Spielberg klárar háskólann Nýstúdentinn Steven Spielberg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.