Morgunblaðið - 18.05.2002, Side 70

Morgunblaðið - 18.05.2002, Side 70
UNDANFARNAR vikur hefur fólk víða um land orðið vart við lífsglaða verðandi stúdenta uppáklædda sem hinar ýmsu fígúrur. Þessi áralanga hefð gefur nemendum tækifæri á að sletta rækilega úr klaufunum áð- ur en próflestur tekur við. Útskriftarárgangur Iðnskólans í Hafnarfirði gerði að sjálfsögðu enga undantekningu þarna á og klæddi sig upp í tilefni dagsins. Dagurinn var að þeirra sögn hinn skemmtilegasti og að vanda segja myndirnar meira en mörg orð. Nemendur af út- stillingabraut Iðnskólans í Hafnarfirði stilla sér upp. Útskrifarnem- endur af hár- snyrtibraut grímuklæddir í tilefni dagsins. Hafnfirðingar dimmitera Til minningar um fórnarlömb stríðs ÞEIM SEM leggja leið sína í Frí- kirkjuna í kvöld um klukkan 21 gefst sjafdgæft tækifæri á að hlýða á strengjakvartett fluttan af Áróra kvartettinum og hljómsveitinni múm ásamt Graduale Nobili. Kvartettinn, sem er númer 8, er eftir rússneska tónskáldið Dmítrí Sjostakovitsj og er hann fluttur til minningar um öll fórnarlömb stríðs í heiminum, eða eins og Sjostakovitsj komst sjálfur að orði: „Of margir hafa dáið og verið grafnir á óþekktum stöðum. Þetta kom fyrir marga af vinum mínum. Hvar á að reisa legsteinana? Aðeins tónlistin getur séð um það. Ég er reiðubúinn að skrifa tónverk fyrir hvert og eitt einasta fórnarlamb en það er ógjörningur, þess vegna til- einka ég tónlist mína þeim öllum.“ Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög verða vel þegin. Allur ágóði af tónleikunum mun renna óskertur til fórnarlamba stríðsátaka í Palest- ínu. Að sögn Gyðu Valtýsdóttur, eins liðsmanna múm, eru tónleikarnir einnig síðasta tækifæri landsmanna að sjá hljómsveitina múm koma fram hérlendis áður en þau leggja upp í tónleikaferð um heimin. „Við verðum að spila í öllum helstu stórborgum Evrópu í sumar auk tón- leika í Japan og Bandaríkjunum,“ sagði Gyða og sagðist að sjálfsögðu hvetja alla til að koma í Fríkirkjuna í kvöld og styðja verðugt málefni. múm Síðustu tónleikar múm á Íslandi í sumar FÓLK Í FRÉTTUM 70 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ sumar Nú eru komnar spennandi vörur fyrir sumarið í Mogga- búðina, kjörið tækifæri fyrir fríska ferðalanga. Þú getur keypt boli, sundpoka, töskur, golfvörur, geisladiskahulstur, klukkur, reiknivél o.fl. á einstöku verði beint af Netinu með öruggum hætti. Þú skoðar vörurnar og pantar á mbl.is og færð þær sendar heim til þín eða á vinnustað. Líttu inn hjá okkur fyrir ferðalagið! Hvítur bolur, nú 500 kr. Brúnn bolur, nú 500 kr. Armbandsúr, nú 750 kr. Þú getur líka komið við hjá okkur í Morgunblaðshúsinu, Kringlunni 1, og skoðað vörurnar þar. EINFALT OG ÞÆGILEGT! sumartilboð 50% afsláttur! Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. Derhúfa, aðeins 800 kr. Síðermabolir, aðeins 1.300 kr. Sundpoki, aðeins 1.000 kr. Reiknivél, aðeins 950 kr. Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr. Músarmotta, aðeins 450 kr. Íþróttataska, aðeins 2.400 kr. í Moggabú›inni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.