Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÉR leggja í púkk tvær kornung- ar listakonur, myndlistarmaðurinn Birta Guðjónsdóttir sem vakti athygli á samsýningunni „Fyrsta“ í Lista- safni ASÍ í fyrra fyrir hugvitsamlega notkun kvenlíkamans sem tákn um móður náttúru, og rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir, sem hef- ur gefið út fjölda smásagna, skáld- sagna og skrifað útvarpsleikrit. Alb- úm, skáldsaga Guðrúnar Evu, er nýkomin út. Birtu gefst hér gott tækifæri til að halda áfram vangaveltum sínum um líkama kvenmannsins: kvenpersónur verksins eru klæddar sem andstæð- ur: Sigrún Sól er klædd ýktum bún- ingi gjálífiskonunnar en Halla Mar- grét var siðsamlega klædd í svart en ávöl formin minntu á að meðganga næstu kynslóðar er líka í verkahring kvenna. Þröstur Guðbjartsson er þar að auki klæddur í nælonsokkabuxur með blúndubekk. Persónur leiksins eru allar fastar í kringumstæðum sem þeim virðist lík- amlega hægðarleikur að losa sig úr: Þröstur er fangi í búri úr frönskum langbrauðum; Ólafur Guðmundsson situr í bala og finnst hann verði að nota munninn til að tæma hann, Halla Margrét stendur keik og heldur á pjáturbakka. Þremenningarnir standa á hringlaga sviði sem Sigrún Sól snýr stöðugt með þartilgerðri sveif. Í raun eru þau öll fangar áráttu sinnar; þeim finnst þau verða „að standa sína plikt“. Sigrún Sól bendir öllum hinum á að þeim væri í lófa lag- ið að breyta lífi sínu en þau sjá sér það ekki fært og bregðast illa við ábend- ingum hennar. Sjálf stendur hún allt- af við sveifina og snýr; jafnföst í sínu hlutverki og þau hin. Verkið fjallar um þessar persónur, samskipti þeirra og mótbárur þeirra við að aðstæðum þeirra sé breytt en jafnframt þránni eftir því að losna úr viðjum, hvort sem sú þrá lýsir raun- verulegum löngunum þeirra eða að þær vilji í raun engu breyta. Þetta er mjög athyglisvert verk og ætti að vekja fólk til umhugsunar um stöðu sína, hvort það sé ánægt með sinn hlut og hvort það sé ekki hugs- unarháttur þess sem veldur því að það er fast í sömu sporum, fremur en ytri aðstæður. Hugmyndin er bráð- snjöll, textinn heillandi og útfærslan safarík. Ruglingur í texta olli skemmtilegum viðsnúningi uns komið var aftur á sama stað, hluti endurtek- inn og svo haldið áfram að leiðarlok- um. Þetta dró alls ekki úr áhrifamætti verksins heldur endurspeglaði þetta hringsól hringekjuna sem blasti við áhorfendum á staðnum. Útvarpshlustendur fengu aðeins reykinn af réttunum því þetta örleik- rit var sjónræn veisla fyrir áhorfend- ur. Leikararnir stóðu sig allir frábær- lega, sérstaklega hvernig þeim tókst að taka heljarstökk afturábak til að lenda aftur á réttum stað í textanum og finna nýja túlkunarleið í endur- tekna hlutanum. Sterkur leikur, út- sjónarsöm leikstjórn, athyglisvert verk og frábær útfærsla. Kringumstæður LEIKLIST Útvarpsleikhúsið og Listahátíð í Reykjavík Höfundar: Guðrún Eva Mínervudóttir og Birta Guðjónsdóttir. Leikstjóri: Ásdís Thoroddsen. Hljóðstjórn: Hjörtur Svav- arsson. Tæknimaður: Georg Magnússon. Leikarar: Halla Margrét Jóhannesdóttir, Ólafur Guðmundsson, Sigrún Sól Ólafs- dóttir og Þröstur Guðbjartsson. Föstu- dagur 17. maí. HRINGLEIKUR Sveinn Haraldsson Í TILEFNI af Listahátíð verður Ár- bæjarsafn opið annan í hvítasunnu frá kl. 13–17 og kl. 14 verður frum- flutt dagskrá á léttum nótum í hús- inu Lækjargötu 4. Dagskráin nefnist Spekúlerað á stórum skala og bygg- ist á lífshlaupi hins litríka athafna- manns Þorláks Ó. Johnson en hann bjó eitt sinn í húsinu. Leikhópurinn ITAT (The Icelandic Take Away Theatre) blæs lífi í gamlar sögur, túlkar persónur fortíðar, fær þær til að spjalla og segja okkur frá lífinu í Reykjavík fyrrum. Leikari er Árni P. Reynisson og leikstjóri Ágústa Skúladóttir en þau sáu um leikgerð og handrit. Katrín Þorvaldsdóttir og Guðrún Öyahals sáu um leikmynd og búninga. Einnig koma fram í sýning- unni leiðsögumenn Árbæjarsafns. Dagskrá á léttum nótum í Árbæjarsafni Sagnfræði og leiklist í fléttu Í EIRÍKS sögu rauða er eftirtekt- arverð frásögn af Þorbjörgu lít- ilvölvu er hún framdi seið og sagði mönnum það er þeim „þótti mest forvitni að vita“. Þegar að öllu hafði verið búið, svo hún mætti fremja seiðinn, bað hún að „fá sér konur þær, er kynni fræði þat, sem til seiðsins þarf ok Varðlokur hétu“. Þegar Guðríður hafði kveðið „kvæðit svá fagrt ok vel, at engi þóttist heyrt hafa með fegri rödd kvæði kveðit, sá er þar var hjá“, þakkaði spákonan „henni kvæðit ok kvað margar þær náttúrur nú til hafa sótt ok þykkja fagrt at heyra, er kvæðit var svá vel flutt, – er áðr vildu við oss skiljast ok enga hlýðni veita“. Þessi frásögn er fyrir margra hluta sakir mjög fróðleg en ekki er vitað til þess að kvæðið Varð- lokur væri til í letur fært en sam- kvæmt frásögninni, er nefnt kvæði einhvers konar nauðsynleg- ur „formáli“ eða forspjall fyrir þá trúarathöfn, sem hér er tilgeind að vera seiður. Þegar ég las grein Jónasar Kristjánssonar í Lesbók Morgun- blaðsins 27. apríl sl. um kvæði það sem kallað er Hrafnagaldur og einnig er nefnt Forspjallsljóð, blasti það við mér og söng í huga mér, að hér væri ef til vill komið það forspjallskvæði, sem Guðríð- ur söng mönnum á Grænlandi fyr- ir þúsund árum. Þessa hugmynd set ég fram, ekki af því að ég hafi til þess gefið nokkurn tíma í athugunum eða hafi kunnáttu til að styðja við þá hugmynd, heldur einungis vegna þess, að ég mátti til, eftir að hafa lesið kvæðið, að þar sé ef til vill að finna frumgerð af þeim Varðlok- um, er Guðríður kvað forðum daga. Ef það er rétt, að frumgerð þessa kvæðis hafi verið eins konar forspjall trúarathafna, svo sem fræðimönnum hefur í hug komið, fellur það vel inn í þá mynd sem brugðið er upp í Eiríks sögu rauða. Ef tilgáta mín reynist rétt, að Hrafnagaldur sé það kvæði sem öðru nafni kallast Varðlokur, er það hið best mál en ef ekki, „þá er skylt at hafa þat heldr er sann- ara reynist“. Jón Ásgeirsson Eru Varðlok- urnar fundnar? Höfundur er tónskáld. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Einar Falur Ing- ólfsson mynd- stjóri Morg- unblaðsins leiðir gesti um ljós- myndasýninguna American Odyss- ey kl. 15. Einar Falur hefur kynnst lífi og starfi hins virta, bandaríska ljósmyndara Mary Ellen Mark öðrum betur. Hann bæði nam hjá henni og starfaði um þriggja ára skeið. Sýningin er í samvinnu við Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Listahátíð í Reykjavík. Mánudagur Ýmir, Skógarhlíð Vortónleikar Karlakórsins Þrasta í Hafnarfirði kl. 20. Stjórnandi er Jón Kristinn Cort- ez og undirleikari Hólmfríður Sig- urðardóttir. Hásalir, Hafnarfirði Vortónleikar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hefjast kl. 16 með tónleikum Kammersveit- ar Tónlistarskólans. Stjórnandi er Óliver Kentish. Að tónleikum lokn- um efnir foreldrafélag Kammer- sveitarinnar til kaffisölu til ágóða fyrir sveitina sem heldur í tónleika- ferð til Danmerkur í lok maí. Skólaslit og vortónleikar forskól- ans verða þriðjudag og miðvikudag, 21. og 22., kl. 18. Á fimmtudag kl. 18 verða vortónleikar grunndeildarinn- ar og kl. 20 verða vortónleikar mið- deildarinnar. Á föstudag kl. 20 verða vortónleikar framhaldsdeildarinnar en á tónleikunum koma fram nem- endur sem lengst eru komnir í námi. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Einar Falur Ingólfsson Kammersveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. „GUÐ, helgur andi“ er yfirskrift vortónleika Mótettukórs Hallgríms- kirkju, sem haldnir verða á morg- un, annan í hvítasunnu, kl. 17. Með tónleikunum á morgun lýk- ur kórinn tuttugasta starfsári sínu, sem verið hefur einkar við- burðaríkt að sögn Harðar Áskels- sonar, stjórnanda kórsins. „Efnis- skrá tónleikanna verður fjölbreytt og spennandi að vanda. Hún reynir nokkuð á tungumálakunnáttu kór- félaga, eins og viðeigandi er á hvítasunnu, því sungið verður á fjórum málum: ensku, þýsku, latínu og íslensku. Auk verka frá ólíkum tímum og löndum hljóma nokkrir sálmar sem sérstaklega tengjast þessari hátíð heilags anda.“ „Í tilefni af aldarminningu franska tónskáldsins Maurice Duruflés flytur kórinn hinar frægu mótettur hans ópus 10, sem eru fjórar að tölu. Duruflé var ein- staklega vandvirkur maður og setti ekki nótu á blað án þess að hafa velt henni fyrir sér frá öllum sjón- arhornum. Þess vegna liggja fá en að sama skapi meistaraleg verk eft- ir hann. Annað franskt meistara- verk á efnisskránni er O sacrum convivium eftir Olivier Messiaen. Þessi litla perla er af sumum álitin fullkomnasta mótetta tuttugustu aldar,“ segir Hörður. Mótettukór- inn hefur í starfi sínu lagt áherslu á að kynna Íslendingum vandaða kórtónlist frá hinum Norðurlönd- unum. Að þessu sinni flytur kórinn því verk eftir Norðmennina Knut Nystedt og Kjell Mørk Karlsen. Verk hins síðarnefnda, Songs from the Revelation, er nýtt af nálinni og hefur aldrei heyrst áður hér á landi. „Lokaverk tónleikanna er eitt af mestu snilldarverkum kór- bókmenntanna, mótettan Der Geist hilft unser Schwachheit auf eftir Bach. Það hefur ekki glatað öreind af gildi sínu frá því að það heyrðist fyrst við útför í Leipzig 1729.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Mótettukórinn á æfingu fyrir vortónleika sína í Hallgrímskirkju. Fjölbreytt og spennandi EIN mesta óperu- söngkona okkar tíma, bandaríska sópransöngkonan June Anderson, syngur á tónleikum á Listahátíð í Há- skólabíói á morgun kl. 16.00. June Anderson var sautján ára þegar hún komst í úrslit söngvara- keppni Metropolit- an-óperunnar í New York, yngst allra sem þá höfðu náð slíkum árangri. Frumraun hennar á sviði var í hlutverki Nætur- drottningarinnar, hjá New York City Opera 1978. Þaðan lá leiðin til Evrópu þar sem hún gerði garðinn frægan; í Róm, Genf, Feneyjum, London, París og Flórens. Þannig var hún eigin- lega búin að festa sig í sessi sem evrópsk söngkona þegar hún steig fyrst á svið Metropolitan- óperunnar, þar sem hún söng hlutverk Gildu í Rigoletto á móti Luciano Pavarotti árið 1986. Upp frá því hefur June Ander- son verið ein af stóru stjörnun- um í óperuheiminum. Hún hefur sungið í öllum þeim óperuhúsum sem söngvurum þykir eftirsókn- arvert að syngja í og með öllum þeim hljómsveitarstjórum sem eitthvað kveður að. Í viðtali við Morgunblaðið fyr- ir skömmu sagði June Anderson um efnisskrá tónleikanna: „Þetta verður mjög fjölbreytt. Ég ætla að byrja á gömlum ítölskum söngvum, syngja næst lög eftir Liszt og einnig lög eftir Rakhmaninov. Eftir hlé syng ég lög eftir Tsjaíkovskíj og spænsk lög eftir Joaquín Rodrigo en lýk tónleikunum með lögum eftir Kurt Weill, á ensku, frönsku og þýsku. Þetta eru allt sönglög og engin aría, nema kannski að ég taki eina sem aukalag. Mér finnst ekki spennandi að syngja tónlist sem krefst hljómsveitarundir- leiks á einsöngstón- leikum með píanói. Ég geri ráð fyrir því að aukalagið verði Gimsteina- arían úr Faust. Hún er þannig, að píanóútsetningin er mjög góð og hljóm- sveitarundirleikur aríunnar hvort sem er ekki mjög sterk- byggður og í þannig tilfellum er þetta í lagi. Svo rímar hún líka ágætlega við þýskan söng Liszts, Kónginn í Túle, sem er í raun- inni sama efni og í aríunni.“ June Anderson hefur mikið dálæti á sönglögum Liszts og segir þau standa hjarta sínu nærri, en þau verða einmitt í öndvegi á tónleikum hennar. „Ég elska þessa tónlist svo mik- ið. Það er svo dásamlegt hvernig Liszt notar ljóðin; bæði hvernig hann velur sér ljóð og hvernig hann vinnur úr þeim. Ég upp- götvaði Liszt ekki fyrr en ég var að leita mér að einhverju lagi um Lorelei. Næstum öll þýsk tón- skáld á rómantíska tímanum sömdu lög við þetta fallega ljóð eftir Heine. Það sem mér fannst skara fram úr var lag Liszts. Þá fór ég að skoða lögin hans betur og fann fleiri þar sem ég sann- færðist enn betur um sérstakan hæfileika hans til að dramatís- era ljóð í tónum. Hann samdi líka ótal lög við frönsk ljóð, sem mér finnst alveg einstaklega fal- leg, en frönsk ljóð og franskar bókmenntir hafa alla tíð staðið mér nærri og verið mér hjart- fólgin. En þýsku ljóðin eru líka stórkostleg.“ Seinni tónleikar June Ander- son á Listahátíð verða í Há- skólabíói á miðvikudagskvöld kl. 20.00. Meðleikari hennar á tón- leikunum er landi hennar, píanó- leikarinn Jeff Cohen. June Anderson á tónleikum á Listahátíð á morgun Elskar Liszt June Anderson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.