Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 58
ÍRSKA tónlistarmanninum VanMorrison hefur alltaf verið ínöp við flest það sem tengisttónlistariðnaðinum, hann hefur lítið álit á blaðamönnum, hefur oft látið það í ljós, og háð marga rimm- una við plötufyrirtæki. Hann hafði þo sitt fram að lokum og hefur sent frá sér mikið safn af afbragðsskífum á ríflega fjörutíu ára ferli, en plöt- urnar eru orðnar vel á fjórða tuginn. Fyrir skemmstu kom svo út ný skífa með Morrison, Down the Road. Van Morrison er kominn hátt á sextugsaldur, fæddur í Belfast á Norður-Írlandi 31. ágúst 1945. Hann ólst upp við tónlist því móðir hans var söngkona og afi hans einnig, en faðir hans var mikill áhugamaður um djass og blús sem sér stað í tón- list Morrisons fram á þennan dag. Í hljómsveit tólf ára Snemma var Morrison farinn að spila á saxófón, gítar og munnhörpu og tólf ára gamall gekk hann í hljóm- sveit sem kallaðist Deannie Sands And The Javelin og lék með henni skiffle, blöndu af djass og sveitablús, sem naut mikillar hylli í Bretlandi uppúr miðjum sjötta áratugnum. Fjórtán ára var Morrison farinn að spila rytmablús og soultónlist með annarri sveit, The Monarchs, og fór meðal annars með henni í tónleika- ferðir um England og Þýskaland, en í Þýskalandsferðinni lék sveitin inn á smáskífu, en á henni leikur Morrison á saxófón og munnhörpu og syngur. Rokkaður rytmablús Skömmu eftir að Monarchs sneru aftur til Belfast fór Morrison að ókyrrast, enda langaði hann að breyta til. Á endanum stofnaði hann nýja hljómsveit með liðsmönnum annarrar sveitar sem hét Gamblers 1963. Þeir félagar kölluðu sig Them og léku rokkaðan rytmablús í takt við það sem var að gerast vestan hafs. Fyrsta smáskífan, Don’t Start Crying Now, kom út 1963 og vakti nokkra athygli. Næsta skífa þar á eftir, Baby Please Don’t Go, sem kom út 1965 gekk öllu betur og náði meðal annars inn á topp tíu á breska smáskífulistanum, en lagið sem helst hefur haldið nafni Them á lofti, Gloria, gekk aftur á móti ekki eins vel þegar það kom út, en er í dag tal- ið með helstu rokklögum. Upptökustjóri sveitarinnar og umboðsmaður hét Bert Berns og vildi ráða sem mestu um starf sveit- arinnar. Hann beitti sér meðal ann- ars fyrir því að félagar Morrisons fengu æ sjaldnar að spila inn á plöt- ur sveitarinnar, í þeirra stað komu sjóaðir atvinnumenn. Þetta og fleira tengt útgáfu sveitarinnar varð til þess að Morrison fékk sig fullsaddan af öllu umstanginu og eftir vel hepp- aða tónleikaferð um Bandaríkin 1966 ákvað hann að hætta í tónlist og sneri aftur heim til Belfast. Vestur og aftur austur Bert Berns, sem var bæði lunkinn lagasmiður og ágætis upptökustjóri og útsetjari, hafði starfað i Lund- únum um hríð, meðal annars með söngkonunni knáu Lulu. Hann flutti sig um set til New York, en Berns var Bandaríkjamaður, og setti þar á stofn útgáfu með þeim Atlantic- mönnum Ahmet og Nasuhi Ertegun og Jerry Wexler sem hann kallaði Bang! Með þeim fyrstu sem hann leitaði til var Van Morrison sem þá hékk yfir litlu í Belfast. Morrison tók sig upp og hélt til Bandaríkjanna þar sem hann tók upp nokkuð af tón- list með Berns við stjórnvölinn, með- al annars lagið Brown Eyed Girl sem varð gríðarlega vinsælt. Þegar á reyndi kunni Morrison ekkert betur við að vinna með Berns einn en með Them á sínum tíma og slettist upp á vinskapinn þegar Berns gaf út breiðskífuna Blowin’ Your Mind að Morrison forspurðum 1967. Enn sagði Morrison skilið við tónlistar- iðnaðinn og sneri aftur til Belfast. Áður en þeir náðu að jafna málin sín á milli lést Berns svo úr hjartaáfalli 31. desember það ár og ekkja hans samþykkti að sleppa Morrison af samningi við fyrirtækið ef hann tæki upp efni á eina breiðskífu til. Morri- son tók upp þrjátíu lög svo klén að þau voru ekki gefin út fyrr en löngu síðar, en hann var frjáls til að gera það sem hann vildi, samdi við Warn- er-útgáfuna og tók til við að vinna tónlist eftir eigin höfði. Tímamótaskífa Næstu mánuðina undirbjó Morri- son sig fyrir upptökur á breiðskíf- unni, samdi grind að lögum og text- um og eftir nokkurra mánaða pælingar fór hann í hljóðver í New York með völdum hópi djasstónlist- armanna. Platan, Astral Weeks, var svo tekin upp á tveimur dögum að djasskífusið og tónlistin harla spuna- kennd á köflum, ekki síst innblásinn söngur Morrisons Astral Weeks seldist ekki ýkja vel en hefur selst jafnt og þétt síðan, enda er hún talin með höfuðverkum dægurtónlistarinnar. Næsta plata Morrisons, Moondance, er lítt síðri, heldur auðveldari áheyrnar því lögin eru í fastari skorðum, en áþekk stemmning. Næstu plötur þar á eftir eru líka afbragð, His Band and the Street Choir, 1970, Tupelo Honey, 1971 og Saint Dominic’s Preview, 1972, en Hard Nose the Highway, sem kom út 1973, er með lökustu plötum Morrisons þótt á henni sé að finna fyrirtaks lög. Skilnaðarskífa Morrison stofnaði hljómsveit til að fylgja Saint Dominic’s Preview eftir, kallaði hana Caledonia Soul Orch- estra og nýtti einnig á Hard Nose the Highway. Eitthvað bjátaði á í einkalífinu því 1973 leysti hann upp sveitina óforvarandis, skildi við eig- inkonu sína og fluttist enn til Bel- fast. Næsta skífa, Vedon Fleece, dregur dám af skilnaðinum, en hún er jafnan talin með bestu plötum hans. Ekkert heyrðist frá Morrison næstu árin en 1977 kom út A Period of Transition, sem er ekki hátt skrif- uð meðal Morrison-vina, en þó prýð- isplata þrungin rytmablús. Eftir A Period of Transition var Morrison kominn vel af stað, því síð- an eru komnar 23 skífur, Down The Road sú 23. Þær eru upp og ofan eins og gengur, ein safnskífa og tvær tónleikaskífur, en fimm þeirra eru hreint afbragð, Wavelength, Into the Music, Inarticulate Speech of the Heart, Poetic Champions Com- pose og Avalon Sunset, aukinheldur sem mikið gaman má hafa af Irish Heartbeat þar sem Morrison bregð- ur á leik með Chieftains, djasskíf- unni How Long Has This Been Go- ing On og skiffle-plötunni The Skiffle Sessions: Live in Belfast 1998, sem kom út fyrir tveimur ár- um, en á henni rifjar Morrison upp tónlistina sem hann byrjaði á að spila og hefur greinilega gaman af enn. Spáð í fortíðina Eins og nefnt er í upphafi er skammt síðan Van Morrison sendi frá sér nýja skífu, Down the Road, sem hefur almennt verið vel tekið. Á skífunni er hann enn að spá í fortíð- ina líkt og á mörgum undanförnum plötum, sjá til að mynda útgáfu hans á slagara Hoagy Carmichael Georgia on My Mind og Evening Shadows eftir Acker Bilk. Aðstoð- armenn á plötunni eru ekki af verri endanum heldur, til að mynda sjá þeir David Hayes, sem oft hefur leikið með Morrison, og sjálfur Mick Green um gítarleik sem rokkvinum þykja tíðindi í lagi, enda er Green með bestu rafgítarleikurum Bret- lands og hefur verið frá því á sjö- unda áratugnum þótt ekki sé hann gefinn fyrir að láta á sér bera. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Söngvarinn mikli Þótt Van Morrison sé ekki með söluhæstu tónlist- armönnum eru fáir honum áhrifameiri. Fyrir stuttu kom út nýr diskur þar sem Morrison lítur um öxl í leit að gamalli stemmningu. FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Reiðskólinn Hrauni 2002 Reiðskóli fyrir 10-15 ára Upplýsingar í síma 897 1992 Skoðið vefsíðu reiðskólans www.vortex.is/reidskoli/ Reiðskólinn Hrauni, Grímsnesi þar sem hestamennskan hefst FREYDÍS Kristófersdóttir hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hún lék annað aðalhlutverk- anna í kvikmyndinni Stikkfrí, sem fjallaði um tvær ungar stúlkur sem lenda í ýmsum ævintýrum þegar þær eru skyndilega komnar með lítið barn upp á armana. Einnig fór hún með hlutverk í kvikmyndinni Ikingut. Á síðasta ári söðlaði Frey- dís svo rækilega um og kom, sá og sigraði á árlegri keppni í rímna- flæði í félagsmiðstöðinni Mið- bergi, og varð þar með fyrsti kven- kyns sigurvegari þessarar keppni. Nú á dögunum kom svo út diskur sem ber heitið Rímnaflæði 2001 og hefur hann meðal annars að geyma sigurlag Freydísar, Drusla. En hvernig skyldi þessi efnilegi rappari og textahöfundur hafa það í dag? Ég hef það frábært. Hvað ertu með í vösunum? Debetkortið mitt og húslyklana. Er mjólkurglasið hálftómt eða hálffullt? Hálffullt. Ef þú værir ekki rappari hvað vild- irðu þá helst vera? Leikari. Hefurðu tárast í bíói? Já ég hef oft tárast í bíó...hmmm ég held að það hafi verið seinast á Deep Impact sem átti að vera spennumynd en ég grét allan tím- ann. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Ég man það ekki. Hvaða leikari fer mest í taug- arnar á þér? Tom Cruise fer mjög í taugarnar á mér. Hver er þinn helsti veikleiki? Minn helsti veikleiki er hvað ég er mikil dramadrottning. Finndu fimm orð sem lýsa per- sónuleika þínum vel. Góðhjörtuð, soldið frek, sjálfstæð, drama og skemmtileg. Public Enemy eða Wu Tang? Wu Tang. „Wu Tang-clan aint no- thing to fuck with,“ eins og maður- inn sagði. Hver var síðasta bók sem þú last tvisvar? Eva Luna. Hvaða lag kveikir blossann? Bridge over troubled water. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Safndisk Vilhjálms Vilhjálmssonar. Hvert er þitt mesta prakkara- strik? Að svindla í útihlaupi í leikfimi þegar ég var í 9. bekk og allir héldu að ég væri næsta Vala Flosadóttir Íslands, ekki nógu gott. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað? Strútskjöt Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Að hafa ekki verið betri vinkona bestu vinkonu minnar, henn- ar Helgu Óskar. Trúir þú á líf eftir dauðann? „No comment... aight.“ Dramadrottning og næsta Vala Flosa SOS SPURT & SVARAÐ Freydís Kristófersdóttir Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.