Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 39 Krossar á leiði Ryðfrítt stál - varanlegt efni Krossarnir eru framleiddir úr hvíthúðuðu, ryðfríu stáli. Minnisvarði sem endist um ókomna tíð. Sólkross m/geislum. Hæð 100 sm frá jörðu. Tvöfaldur kross. Hæð 110 sm frá jörðu. Hringið í síma 431-1075 og fáið litabækling. Dalbraut 2, 300 Akranesi. Sími 431 1075, fax 431 1076 BLIKKVERKSF. ✝ Þórarinn GuðniSigvaldason, fyrrverandi bóndi í Árborg í Manitóba, var fæddur 16. júlí l910 í Churchbridge í Saskatchewan. Hann lést 14. apríl síðastlið- inn á St. Boniface- sjúkrahúsinu í Winni- peg. Sigvaldason er ættarnafn, en faðir Guðna (svo var hann jafnan nefndur) var Björn Ingvar Sig- valdason frá Auðun- arstöðum í Víðidal. Sigvaldi faðir Björns og afi Guðna var fæddur í Sölvanesi í Skaga- firði, en amma hans var hún- vetnsk, fædd á Bálkastöðum í Mið- firði. Móðir Guðna, Guðjóna Lára, var fædd í Churchbridge í Sask- atchewan (Þingvallabyggð). For- eldrar hennar voru Guðni Jónsson frá Ólafsvöllum á Skeiðum og Þóra Jónsdóttir rangæsk að upp- runa. Árið 1936 kvæntist Guðni Aðalbjörgu (Jóhannsdóttur) Sæ- mundsson. Foreldrar hennar voru þau Jó- hann Sæmundsson frá Grjóti í Þverár- hlíð og Þóra (Guð- mundsdóttir) Sæ- mundsson frá Galtastöðum í Hró- arstungu. Frú Aðal- björg er látin fyrir fáeinum árum. Þau Guðni og Aðalbjörg eignuðust þrjú börn: Óskar Þór, Ph.D., P. Eng. yf- irverkfræðing, Huldu Signýju hjúkrunarkonu, lést af slysförum ung að árum og Ingunni Öldu. Guðna hefur þegar verið minnst í kyrrþey og bálför gerð. Jarð- neskar leifar hans verða til moldar bornar í Árborg í dag. Í móðurætt var Guðni Sigvaldason Kanadamaður í þriðja lið. Hann fæddist í fylkinu Saskatchewan, elst- ur 16 systkina, en ól að mestu aldur sinn í Manitóba. Hvorugt þessara fylkja er mannmargt, en þau eru engu að síður furðustór hluti af brauðkörfu heimsins. Þar um slóðir getur orðið kalt á vetrum, en aðrar árstíðir bæta upp fyrir kuldann, ekki hvað síst síðsumars þegar akrar með nytjagróðri hylja völl eins langt og augað eygir. Í fylkjunum tveim er fleira fólk af íslenskum uppruna en í öðrum stöðum utan Íslands. Íslenskir frumbyggjar komust þar í hann krappann, en afkomendum þeirra varð margt hægara um vik. Guðni Sigvaldason var í þeirra hópi. Nýja Ísland var með miklu ljúfara yfir- bragði þegar Aðalbjörg og Guðni hófu þar búskap á fjórða áratug síðustu aldar en rúmri hálfri öld fyrr þegar stór hópur íslenskra landnema lenti í nafnlausri gröf á Sandy Bar út undir mynni Íslendingafljóts. Ósköpin voru komin í fjarska, búið að ryðja skóg og plægja akra, bjálkakofar úr sögunni og hús orðin reisuleg á hverjum bæ. Guðni Sigvaldason var í röð betri bænda, lagði ekki allt upp úr stærð- inni, en bjó vel að sínu og gekk snyrti- lega um tún og akra. Hann hafði num- ið búfræði um skeið við Manitóba- háskóla og kunni fræðin. Hitt vó samt þyngra að hann var greindur og hag- sýnn að eðlisfari. Allt fórst honum vel úr hendi. Tvítyngdur var Guðni og því jafnvígur á ensku og íslensku. Dáðist ég oft að íslenskukunnáttu hans. Hann var sagnasjór og kunni að segja frá landnámskynslóð Nýja Íslands. Vorum við samdóma um að í frumbýli í nýju landi hlæðust upp ný og skemmtileg sagnaefni rétt eins og þegar Ísland byggðist og gleggst má ráða af Landnámabók. Guðni var víð- lesinn maður og heimili hans fræða- setur öðrum þræði. Má í því sam- bandi nefna að kona hans, frú Aðalbjörg, safnaði að sér fróðleik, einkum þó íslenskum ljóðum og lausavísum, sem síðar birtust á prenti. Auk þess mátti vikublaðið Lögberg-Heimskringla reiða sig á stuðning hennar og ráðgjöf um árabil. Hraustmenni var Guðni til bæði líkama og sálar. Hann var maður glaðsinna, jafnlyndur og gætti hóf- semdar í orði og verki. Hann sómdi sér vel sem góðbóndi á sléttunni miklu. Hann sómdi sér líka vel hérna heima á Íslandi, en hingað kom hann í fylgd ættmenna sinna í fyrra sumar, fór víða um land þótt kominn væri á tíræðisaldur, og ekki varð honum fótaskortur í tungunni, svo að vitnað sér óbeint til vesturíslensks orðalags. Ég heimsótti hann í Árborg síðast- liðið haust og sátum við þar í hópi gamalla vina drjúglanga stund. Bjart var veðurs og hlýtt, bændur búnir að hirða af ökrum og uppskera með besta móti. Það lá vel á Guðna. Var þó maðurinn með ljáinn farinn að skára helst til nærri honum. Hann kvaddi mig með sögu um landnámsmennina Trausta og Svarta Björn. Nú er Guðni allur, og nú verð ég að sjá sóma minn í því að koma sögunni hans á blað. Genginn er gamall og traustur vinur. Ættmennum Guðna sendum við samúðarkveðjur. Haraldur Bessason. ÞÓRARINN GUÐNI SIGVALDASON              !""         !   "# !    $ % $ #$% !&'(% ! !&'! )*+ ! !(!, ! !!! -% ! , #$% )+!  ! '$!), .  ! #%! , /!! 0 , ! ! ( , ! . ) !! ! ! /! !!! ! ! ! ! .$ ) !' !1! '$! ! (!1+ !$!!!$!)                     !  " #$%& ' ( !&  )  * + ,- *+ .  #" )/ /#" &                        !"" #  " !"" !$ !$ %  ## $ " !"" %$ & '(                     ! " # $# % $# " ## ! &%'#( )$ $# # *$# & # !(&+# " #,'# " ## ( #$ ! % # $# &-(# $#         !"         ! " #  $ %! & !' "# ! $% &"&' ( ) ! *+&") "#, +&"&' "#"&" "#) % &") -'# $%&' )  +              !"## " "#$% &'( $$ )% * " "#$% + ! $" $$ ,& "$% " !- & +(   &'(    ". " "# + '(# " "# "  ( &( Hann Kristján Eld- járn gítarleikari, nafni minn og frændi, og vin- ur okkar er dáinn, í blóma lífsins. Það var fyrir tveimur árum, í júní 2000, að hann kom norður í Svarf- aðardal til að vinna með okkur að upptökum á hljómdiskinum „Þvílík er ástin“. Það hafði verið löngu ákveðið að hann sæi um gítarleikinn á diskinum, og raunar átti Eldjárn mjög stóran þátt í þeirri vinnu allri, bæði við upptökurnar og ekki síður við eftirvinnsluna ásamt með Sveini Kjartanssyni upptökustjóra. Fagleg vinnubrögð, gáskafull tilraunastarf- semi og gleði ríkti þessa daga fyrir norðan, sem skilaði sér í frumlegum og góðum undirleik á diskinum. Það var ógleymanlegt að taka þátt í sam- starfi þessara góðu tónlistarmanna, Eldjárns, Jóns Rafnssonar og Dan- íels Þorsteinssonar, og eru þessi KRISTJÁN ELDJÁRN ✝ Kristján EldjárnÞórarinsson Eld- járn gítarleikari fæddist í Reykjavík 16. júní 1972. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt 22. apríl síðastliðins og var útför hans gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 30. apríl. augnablik eins og minningaperlur sem maður geymir í hug- skoti sínu, meðan mað- ur lifir. Ekki höfðum við grun um veikindi hans, sem þá voru farin að gera vart við sig. Eftir að diskurinn kom út héldum við tvenna tónleika fyrir norðan, og eina á Kaffi Reykjavík. Þá vissi hann hvers kyns sjúk- dómurinn var, en leyndi okkur því. Hann vildi ekki láta sitt stríð skyggja á okkar gleði. Við kvödd- umst eftir tónleikana með þeim orð- um að næst yrði það tangódiskur. Hann var þegar byrjaður að undir- búa hann. Nú er það okkar að halda verkinu áfram. Við sem þekktum Eldjárn og feng- um tækifæri til að starfa með honum í tónlistinni vissum að þar var mikill og næmur listamaður. En honum var ekki gefinn tími til að kynna sig fyrir heiminum og heimurinn fékk ekki tóm til að kynnast honum. Eldjárn mun ætíð eiga sérstakan stað í hjarta okkar. Við sendum fjölskyldu Kristjáns Eldjárns okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Kristján og Kristjana, Árósum, Danmörku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.